Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 52
AUÐLESIÐ EFNI 52 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Einarsson, 29 ára, hefur játað að hafa orðið eigin-konu sinni að bana. Konan hét Sæunn Pálsdóttir og var 25 ára gömul. Morðið var framið á heimili þeirra. Talið er að Magnús hafi kyrkt hana með þvotta-snúru. Börnin þeirra voru sofandi í húsinu þegar atburðurinn átti sér stað. Fjögurra ára gömul stelpa og eins árs strákur. Þau eru nú í umsjón fjölskyldu konunnar. Myrti eiginkonu sína ELDGOS hófst í Vatna-jökli sl. mánudag. Gos-staðurinn er í Grímsvötnum, á svipuðum stað og þegar gaus 1998. Gosið var mjög kraft-mikið en hefur minnkað mikið núna. Það þurfti að loka veginum um Skeiðarár-sand. Flugvélar geta ekki flogið um 311.000 ferkílómetra svæði norðaustur af gossvæðinu. Til saman-burðar má geta þess að Ísland er 103.000 ferkíló-metrar. Mikið öskufall varð við Möðru-dal á Fjöllum. Snjórinn varð svartur af ösku. Íbúum tókst að koma dýrunum inn í hús. Annars hefðu þau getað fengið flúor-eitrun. Þetta er virkasta eld-stöð á Íslandi. Þar hafa orðið meira en 50 eldgos frá því að land byggðist. Morgunblaðið/RAX Eldgosið í Gríms-vötnum er mjög kraft-mikið. Eldgos í Vatna-jökli Ristur á kviðinn Ráðist var á karlmann í íbúð á Hverfis-götu síðasta þriðju- dag. Hann var ristur á kviðinn. Honum tókst að komast út á Lauga-veg. Þar fannst hann liggjandi í blóði sínu. Mað- urinn er kominn úr lífshættu. Meintur árásar-maður hefur verið hand-tekinn. Arafat í dauða-dái Yasser Arafat er í dái. Hann er leið-togi Palestínu-manna. Fjöl-skylda hans vill að hann verði jarðaður í Jerúsalem í Ísrael. Það vill forsætis- ráðherra Ísraels ekki. Hætta er á ókyrrð í Palestínu vegna málsins. Beckham til Hollywood? David Beckham er að spá í að flytja til Hollywood eftir 2 ár. Hann vill prófa að verða leikari í bíó-myndum. Hann er núna fótboltamaður á Spáni. Aukin þjónusta Áskrifendur Morgun- blaðsins fá nú ókeypis að- gang að Morgun-blaðinu á Netinu. Til þess þurfa þeir að skrá sig á mbl.is. Frakkar í vanda Kefla-vík sigraði Reims frá Frakk-landi í körfu-bolta síð- asta miðvikudag. Leikurinn var í bikar-keppni Evrópu. Sig- urinn var öruggur 97:73. Haukar unnu franska liðið Creitel í handbolta í Meistara- deild Evrópu. Haukar voru mjög góðir og unnu 37:30. Alltaf í bíó Íslendingar fara oftar í bíó en aðrir. Meðal-talið er 5,4 sinnum á ári. Banda-ríkin eru í 2. sæti og Ástralía í 3. sæti. Stutt GEORGE W. BUSH verður forseti Banda-ríkjanna næstu fjögur árin. Hann vann kosningarnar sem fóru fram síðasta þriðjudag. Um 120 milljónir manna kusu. Það eru 60% fólks sem má kjósa. Þetta er hæsta hlutfall síðan árið 1968. Sigur Bush var miklu stærri en kannanir gerðu ráð fyrir. Bush hefur lofað að vinna sér traust alls fólksins sem kaus John Kerry. Það voru meira en 55 milljónir manna. Bush sagði að hans biðu mörg erfið verkefni. T.d. að reyna að stilla til friðar í Írak, bæta trygginga-kerfið og bylta úreltu skatta-kerfi. Bush leggur líka áherslu á að halda í heiðri gildi fjöl-skyldunnar og trúarinnar. Kannanir sýndu að fólk styður Bush vegna stríðsins gegn hryðju-verkum og vegna siðferðis-gilda hans. Bush vill t.d. ekki leyfa hjóna-bönd samkyn-hneigðra. Kjósendur Kerry litu hins vegar til efnahags-mála og inn-rásarinnar í Írak. Í Banda-ríkjunum má forseti aðeins sitja í átta ár í einu. Bush mun því hætta eftir fjögur ár. Reuters George W. Bush verður áfram forseti Banda-ríkjanna. George W. Bush kosinn forseti Banda-ríkjanna ÓLÖF María Jónsdóttir tekur þátt í evrópsku móta-röðinni í golfi. Hún var fyrst íslenskra kylfinga til að tryggja sér þátt-töku-rétt. Síðasta miðvikudag lenti hún í 30.–36. sæti á úrtöku-móti á Ítalíu. Hún lék samtals á 299 höggum. Ólöf María er atvinnu-kylfingur og Íslands-meistari í golfi. Hún sagðist vera mjög ánægð með árangurinn þótt henni hefði ekki gengið alveg nógu vel. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólöf María Jónsdóttir hefur staðið sig mjög vel í golfinu á þessu ári. Fer í evrópsku móta-röðina VINSTRI-GRÆNIR í borgar- stjórn vilja að Þórólfur Árna- son segi af sér. Þórólfur er borgar-stjóri í Reykja-vík fyrir R-listann. Hann vann hjá Olís þegar olíu-félögin ákváðu saman verð á bensíni, olíu og fleiru. Slíkt sam-ráð er ólöglegt. Olíu- félögin græddu 6,5 milljarða á sam-ráðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sam-keppnis-ráðs. Í júlí 2003 sagðist Þórólfur ekkert hafa vitað af sam- ráðinu. Nú segist hann ekki hafa vitað nákvæm-lega hvað var um að vera. Sam-ráðið var byrjað áður en hann hóf störf og hélt áfram eftir að hann hætti. R-listinn vill gefa Þórólfi tíma til að út-skýra mál sitt fyrir almenningi. Segir Þór- ólfur af sér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.