Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 33 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag í nóvem- ber. Þú getur farið til þessarar fegurstu borg Evrópu á einstökum kjör- um. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag frá kr. 9.990 15. nóvember Verð kr. 9.990 Flugsæti til Prag. Önnur leiðin 15.nóv. Netverð. Hótelverð - kr. 3.400.- Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, hótel Ilf, pr. nótt með morgunmat. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Rúmföt fyrir alla Ný mynstur - nýir litir Tvíbreið sett í úrvali Grípið tækifærið! LANDGRÆÐSLUVERÐLAUN Landgræðslunnar voru afhent við athöfn í Gunnarsholti á föstudag. Sveinn Runólfsson ávarpaði gesti í upphafi og kynnti verðlaunahafana. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra afhenti verðlaunin. Hann sagði í ávarpi sínu að á fyrsta þingfundi sem hann tók þátt í hefði verið samþykkt land- græðsluáætlun. Það var á Þingvöll- um árið 1974, þegar haldið var upp á 1100 ára afmæli byggðar á Ís- landi, en Halldór er eins og kunn- ugt er með lengsta starfsaldur nú- verandi alþingismanna. Þetta er í 13. sinn sem Landgræðslan veitir landgræðsluverðlaunin. Þau eru veitt einstaklingum, félögum og/eða fyrirtækjum fyrir framúrskarandi störf í þágu landgræðslu og gróð- urverndar. Verðlaunagripirnir, „Fjöregg Landgræðslunnar“, eru unnir af Eik-listiðju á Miðhúsum á Héraði. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar Landgræðsluverðlaunin: Karl Eiríksson, Skógræktarfélag Ísa- fjarðar, Búnaðarfélag Álftavers og hjónin Hrafnkell Karlsson og Sig- ríður Gestsdóttir og Hannes Sig- urðsson og Þórhildur Ólafsdóttir, sem eru bændur á Hrauni. Fyrsti landgræðslu- flugmaðurinn heiðraður Karl Eiríksson var fyrsti land- græðsluflugmaðurinn. Hann kynnt- ist ungur landgræðsluflugi í Banda- ríkjunum sem leiddi m.a. til þess að árið 1957 festu hann og félagar hans í Flugfélaginu Þyt kaup á fyrstu landgræðsluflugvélinni. Karl var einn af stofnendum Land- verndar og hefur á liðnum áratug- um stutt fjölda skógræktar- og landbótaverkefna. Skógræktarfélag Ísafjarðar var stofnað árið 1945 af áhugafólki um verndun skógarleifa og ræktun nýrra skóga. Í Tungudal hefur félagið ræktað einn vöxtuleg- asta skóg Vestfjarða. Á und- anförnum árum hefur Skógrækt- arfélagið unnið markvisst að því að bæta aðgengi og aðstöðu í skóg- inum og jafnframt endurbyggt Simsonargarð og Gömlu gróðr- arstöðina í Tungudal. Búnaðarfélag Álftavers var stofn- að 1902 af bændum í Álftaveri. Þeir urðu fyrstir til að hefja baráttuna við sandfokið á Mýrdalssandi með sáningu melgresis. Nú stendur fé- lagið fyrir umfangsmikilli upp- græðslu á Atleyjarmelum á Álfta- versafrétti. Hjónin Hrafnkell Karlsson og Sigríður Gestsdóttir og Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir hafa lengi unnið að land- græðslu á jörðinni Hrauni í Ölfusi. Land jarðarinnar liggur meðfram Ölfusárósum og framburður árinn- ar hefur fokið inn á landið í áranna rás. Þau hafa unnið þrekvirki við uppgræðslu jarðar sinnar. Við lok athafnarinnar kallaði landgræðslustjóri til Hjalta Odds- son frá Heiði á Rangárvöllum sem er orðinn sjötugur og hefur hætt störfum hjá Landgræðslunni vegna aldurs. Hann hefur starfað þar um langt árabil og þakkaði Sveinn hon- um frábær störf og færði honum minjagrip frá starfsfólkinu. Milli at- riða við athöfnina flutti söngflokk- urinn Öðlingarnir úr Rangárþingi nokkur lög undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar. Að lokum var öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis hjá Landgræðslunni. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Verðlaunahafarnir eða fulltrúar þeirra ásamt Guðna Ágústssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Sveini Runólfssyni að lokinni verðlaunaafhendingu. Landgræðsluverðlaunin afhent Hellu. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.