Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ og náð að skapa þeim góðar aðstæður. Ef við getum kennt fólki hvernig á að lifa í íslensku samfélagi, þá er það bara verkefni fyrir okkur sem við getum sinnt. Það er frjálst flæði á fólki og fjármagni og ekkert við því að gera. Erlenda vinnuaflið hefur í raun bjargað mörgum byggð- arlögum, Íslendingar hafa snúið sér frekar að öðrum störfum í kringum sjávarútveginn, þeir sækja áfram sjóinn og þjónusta vinnsluna en út- lendingar eru langfjölmennastir í sjálfri fisk- verkuninni. Þetta eru greinilega störf sem freista Íslendinga ekki,“ segir Aðalsteinn. Hann segir Vestfirði eiga mikla möguleika í framtíðinni í ferðaþjónustu. Tekist hafi að vernda svæðið, sem hafi margar náttúruperlur upp á að bjóða. Áhersla hafi t.d. verið lögð á að draga fram dulúðina og kynngikraftinn í Vest- firðingum, m.a. með galdrasýningunni á Ströndum. „Það er af nógu að taka hjá okkur, við erum með mörg verkefni í gangi. Við von- umst til að þau geti skapað ungu fólki störf þeg- ar fram líða stundir,“ segir Aðalsteinn. Einfaldlega alltof fá Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra, ANVEST, stendur frammi fyrir breytingum, þar sem sameina á það við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Baldur Val- geirsson, framkvæmdastjóri félagsins, lætur af störfum um áramótin en við fáum hann til að líta yfir sviðið. Hann segir að svæðið glími við þann vanda sem landsbyggðin öll geri, þ.e. að ungu fólki hafi fækkað mikið og fámennið hindri eðli- lega búsetuþróun. Allur kraftur fari í að halda fólki á svæðinu og hindra að það flytji „suður á mölina.“ Því miður sé ekki mikil nýsköpun í gangi. Meiri umræðu skorti um hvað gera eigi fyrir unga fólkið. Skapa þurfi atvinnutækifæri og ná breiðri samstöðu um það. „Við erum einfaldlega alltof fá, í samfélögum undir eitt þúsund manns er mjög erfitt að út- vega þá þjónustu og skapa það umhverfi sem ungt fólk krefst í dag,“ segir Baldur og telur að af þeim sökum sé afar brýnt að öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sameinist í eitt. Fáránlegt sé t.d. að sameina einhverja fjóra litla hreppa í einn eins og nú standi til í A-Húnavatnssýslu. Menn þurfi að hugsa stærra. ANVEST hefur unnið að fjölda verkefna, stórum sem smáum, en helsta verkefni er Strandmenningarverkefnið svonefnda, NORCE, sem hófst sl. vor með styrk frá Norðurslóðaráætlun Evrópusambandsins. ANVEST stýrir verkefninu hér á landi og verð- ur það í gangi til ársloka 2007. Hefur það nýlega verið stækkað með auknu fjármagni upp í um 150 milljónir króna. Vonast Baldur til að NORCE muni skila sér síðar í fleiri störfum í byggðarlögunum. Helstu sóknarfærin séu þar í ferðaþjónustunni. Ráðum ekki við álver Baldur segir að sitt sýnist hverjum um þá umræðu sem hafin er um virkjanir og stóriðju á Norðurlandi vestra. Umræðan hafi með hléum verið í gangi allt frá 1982 þegar Blönduvirkjun var í undirbúningi. Ekkert hafi orðið af notkun á raforkunni þaðan til stóriðju á Norðurlandi vestra. Sökum fámennis í þessu gamla kjör- dæmi telur Baldur að skynsamlegra sé fyrir svæðið að stefna að einhverjum smáiðnaði frek- ar en stóriðju, sem geti skapað 20–50 ný störf. Góð fyrirmynd að slíkum iðnaði sé Steinullar- verksmiðjan á Sauðárkróki. Álver með ein- hverjum hundruðum starfsmanna sé ekki það sem svæðið geti tekið við. „Menn mega heldur aldrei gleyma þeirri staðreynd að staðarval á stóriðju er í höndum þeirra fyrirtækja sem ákveða að fjárfesta hér á landi, ríkisstjórn eða sveitarfélög geta engu ráð- ið um það þegar á hólminn er komið. Ef ég væri að fara að reisa stóriðju sjálfur myndi maður gera það frekar þar sem styst er á markaðina heldur en að sigla til dæmis inn í botn Eyja- fjarðar,“ segir Baldur. Hann segir nokkuð hafa skort á samstöðu sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, þar hafi vantað einhvern drifkraft til að leiða samstarfið áfram. Í sumum málum séu menn samstiga, t.d. sorpeyðingu, en það gerist frekar þegar ríkið komi með fjármagnið. Heimamenn þurfi að sýna meira frumkvæði. Í næstu greinum verður einmitt skoðað hvað heimamenn eru að gera á hverju svæði fyrir sig og rætt við sveitarstjóra og atvinnurekendur. Ferð okkar um Vestfirði og Norðurland vestra leiddi nefnilega í ljós að orð Aðalsteins Ósk- arssonar, um að tækifæri séu að skapast til að snúa þróuninni við, eiga við nokkur rök að styðj- ast. Byggðastofnun hefur frá árinu 2001verið með höfuðstöðvar sínar áSauðárkróki og þar starfa nú um25 manns. Stofnunin á samstarf við fjölmarga aðila um ýmis verkefni á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra, auk lánveit- inga á svæðið og hlutafjárkaupa. Lánveit- ingar til verkefna á þessum svæðum námu 650 milljónum króna á síðasta ári og hluta- fjárkaup námu 82 milljónum. Sem dæmi um núverandi verkefni í sam- starfi við heimamenn nefnir Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnunar, rann- sókn á högum og viðhorfum innflytjenda. Er það unnið í samstarfi við Fjölmenning- arsetrið á Ísafirði þar sem markmiðið er að leita leiða til að fá innflytjendur til að taka virkari þátt í samfélaginu. Þá er verkefni í gangi, í samráði við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, um möguleika á myndun fyrir- tækjaklasa á Vestfjörðum. Annað verkefni er í samráði við félagið og kallast „nature based tourism“. Er því verkefni ætlað að þróa vöru og þjónustu í sjálfbærri ferðaþjónustu. Til þessara verkefna og fleiri sem tengjast Vestfjörðum og Norðurlandi vestra ver Byggðastofnun 25 milljónum króna á þessu ári og næsta. Hefur eftirspurn eftir lánsfé og styrkveitingum farið minnkandi frá þessum svæðum síðustu misserin, að sögn Aðalsteins, og að hluta til skýrist það með auknu fram- boði lánsfjár og lækkandi vöxtum hjá við- skiptabönkunum. Aðalsteinn segir það ljóst að Vestfirðir og Norðurland vestra séu ólík svæði. Á Vest- fjörðum séu margir jákvæðir hlutir í gangi, kraftur sé í mörgum sjávarútvegsfyrir- tækjum og smábátasjómönnum, sem orðin séu kjölfestur á sínum stöðum. Inni á milli sé við vanda að glíma, ekki síst í rækjuvinnslu og -veiðum. Hvað samgöngur varði standi þessi svæði ekki jöfnum fótum. Aðalsteinn segir atvinnulíf á Norðurlandi vestra vera fjölbreyttara og sjávarútvegur sé ekki eins fyrirferðarmikill og á Vestfjörðum. Þar sé landbúnaðurinn fyrirferðarmeiri, með sínum jákvæðu og neikvæðu hliðum. Veik- leikar séu í atvinnulífinu á nokkrum stöðum og Byggðastofnun hafi óneitanlega áhyggjur af stöðum þar sem rækjuvinnsla sé burðarás í atvinnumálum, ekki bara á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra heldur landinu öllu. „Í umræðu um byggðamál er ekki annað hægt en að tala um samgöngumál á sama tíma. Samgöngur eru algjört grundvallar- atriði. Í Norðvesturkjördæmi er margt já- kvætt að gerast í menntamálum. Við höfum þrjá háskóla, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Viðskiptaháskólann á Bifröst í Borgarfirði og Háskólann á Hólum, og svo fer fram mikilvæg umræða um háskóla á Vestfjörðum. Framtíðin byggist á nýsköpun og aðgangi að háskólamenntun. Sjávarútveg- urinn er að miklu leyti fullnýtt auðlind. Alltaf er þar rúm fyrir nýsköpun en við getum ekki reiknað með miklum vexti í þeirri atvinnu- grein,“ segir Aðalsteinn. Fólk bíður í röðum eftir því að fá að flytja út á land Spurður út í reynsluna af flutningi Byggðastofnunar til Sauðárkróks segir Að- alsteinn hana vera mjög góða. Mikil ásókn sé í störf hjá stofnuninni og þeim starfs- mönnum, sem flytji búferlum til Sauð- árkróks, líði þar mjög vel. Aðlögun að sam- félaginu gangi vel og Skagfirðingar taki gestum sínum og nýjum íbúum opnum örm- um. „Fólk bíður eftir því í röðum að fá að flytja út á land. Þetta er bara spurning um at- vinnutækifærin, fyrir báðar fyrirvinnur í hverri fjölskyldu. Annars er umræða um byggðamál farin að snúast meira um sam- keppnishæfi landsins við umheiminn frekar en milli landsvæða,“ segir Aðalsteinn. Forstjóri Byggðastofnunar um Vestfirði og Norðurland vestra Margt jákvætt er að gerast Aðalsteinn Þorsteinsson Morgunblaðið/RAX FLEIRI jákvæð teikn en lítið atvinnuleysi, auknar veiðiheim- ildir, aukin sókn í há- skólanám og bjart- sýni sveitarstjórnar- manna eru um að búsetuskilyrði fari batnandi á Vest- fjörðum. Veðrið er líka að batna, a.m.k. fer hitastigið hækk- andi. Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur flutti nýlega erindi á Ísafirði þar sem hann vakti athygli heima- manna á að meðalhiti á veðurstöðinni að Hól- um í Dýrafirði væri orðinn álíka hár og syðst á landinu. Meðalhiti síðasta árs í Dýrafirði var 5,2 gráður á Celsíus og Einar segir margt benda til að meðalhiti þessa árs verði svipaður. Meðalhiti í Vík í Mýrdal árin 1961–1990 var einnig 5,2 gráður. Að sögn Einars hefur þessi þróun í hitafarinu verið svipuð á mörgum stöð- um norðanlands og vestan síðustu árin. Betra veður :;    .5 6% '  #! < =>! !% 33?   +% ! -         33 bjb@mbl.is Baldur Valgeirsson Aðalsteinn Óskarsson Þrátt fyrir minni hlutdeild í kvótakerfinu en áður fyrr er sjávarútvegur enn helsta atvinnu- greinin á Vestfjörðum. Hér landa skipverjar á Ísborgu ÍS afla sínum á Ísafirði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ’ Ég vann mér inn inneign í kosningabar-áttunni, pólitíska inneign, og nú ætla ég að nota hana í það sem ég sagði fólki að ég ætlaði að nota hana í og það er – þið hafið heyrt stefnuskrána: félagstryggingakerfið og umbætur í skattamálum, ýta efnahags- lífinu áfram, menntun, berjast og sigra í stríðinu gegn hryðjuverkum.‘George Bush Bandaríkjaforseti lýsti markmiðum sín- um á blaðamannafundi á fimmtudag, tveimur dögum eftir að hann tryggði sér endurkjör, og þótti óvenju öruggur í fasi. ’ Við ræddum um hættuna sem fylgirsundrungu í samfélagi okkar og þörfina, þá miklu þörf á því að finna samhljóm. Ég vona að í dag getum við byrjað að græða sárin.‘John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, játaði sig sigraðan á miðvikudag. ’ Við getum eiginlega ekki beðið ummeira.‘Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norræna eldfjallasetursins, sagði að Grímsvatnagosið, sem braust út á þriðjudag, væri góð æfing í að sjá aðdrag- anda goss, sem brýst síðan út eins og spáð er. ’ Svo lengi sem ég er við völd og ég hefengar fyrirætlanir um að fara verður [Ara- fat] ekki grafinn í Jerúsalem.‘Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á ríkisstjórn- arfundi í tilefni af veikindum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sem liggur í dái á sjúkrahúsi í Frakk- landi. ’ Ég hefði verið að segja öllu valdakerfilandsins stríð á hendur ef ég ætlaði að brjótast út úr olíuviðskiptunum. Hverja ætlaði ég að ákæra? Í stjórnum þessara fé- laga sátu valdamestu menn landsins, stærstu nöfn landsins í viðskiptalífinu.‘Þórólfur Árnason borgarstjóri í viðtali við Morg- unblaðið í gær um samráð olíufélaganna á þeim tíma sem hann var markaðsstjóri hjá Olíufélaginu. ’ Ólöglegt samráð fyrirtækja er ekki liðiðog verður ekki liðið hér á landi.‘Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra í umræðum um olíuverðsamráð á Alþingi á föstudag. ’ Það verður prófsteinn á hvort við búumí bananaþjóðfélagi eða í siðmenntuðu lýð- ræðisþjóðfélagi – þar sem allir eru jafnir fyrir lögum – hvort olíufurstarnir verða látnir sæta ábyrgð.‘Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, í sömu umræðum. ’ Ég var búinn að lýsa því yfir við félagamína að ég hefði engan áhuga á þessari ferð því ég væri enginn áhugamaður um teppakaup. Á því er engin launung en ef ég hefði ekki farið í þessa ferð hefði því verið varpað yfir á einhvern annan.‘Stefán Gunnarsson, einn þremenninganna, sem særð- ust í sprengjutilræðinu í Kabúl 24. október, í viðtali við Morgunblaðið á mánudag. ’ Var fnykurinn inni í torfbæjum lækn-um sérstakt áhyggjuefni fyrir ungbörnin og var ráðlagt að þau væru borin út í ferska útiloftið á hverjum degi.‘Erla Dóris Halldórsdóttir greindi í grein í Lesbókinni í gær frá upphafi þess að Íslendingar láta ungbörn sín sofa úti undir beru lofti. ’ Að mínu mati eru það hrein og klármannréttindi að allir Íslendingar hafi jafn- an atkvæðisrétt, að atkvæði allra Ísleninga vegi jafnþungt.‘Björgvin G. Sirgurðsson, þingmaður Samfylking- arinnar, í umræðum á Alþingi um þingsályktunar- tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að breyta stjórnarskránni, gera landið allt að einu kjördmi og jafna þannig atkvæðisréttinn til fulls. Ummæli vikunnar Reuters TZARAMENDA Naychapi, seiðmaður frá Ekvador, kom sér fyrir á Þúsaldarbrúnni í London og kvaddi fram anda kyrkislöng- unnar til að hrekja hið illa brott úr borginni. Hann er fyrsti seiðmaðurinn, sem fær leyfi til þess að fara frá landi sínu. Seiðmaður á Þúsaldarbrúnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.