Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Helga Stephenson hefur veriðáberandi í kanadískum kvik-myndaiðnaði um áraraðir. Al-þjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto var sett á laggirnar 1976 og Helga hóf störf í tengslum við hana aðeins tveimur árum síðar. Fyrstu árin við almannatengsl en hún var framkvæmdastjóri hátíðarinnar í nokkur ár, frá 1986 til 1994, og situr enn í stjórn hennar. Það var einmitt á meðan Helga gegndi starfi framkvæmda- stjóra sem hátíðin náði hæstu hæðum; komst á þann stall sem hún er enn á í dag, sem ein af virtari kvikmyndahátíðum heims ár hvert. Helga, sem er fædd í Kanada, verður gest- ur Alþjóða kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík síðar í þessum mánuði. Hún hefur ekki áður komið til Íslands og hlakkar mikið til. Langamma Helgu, Guðríður Gísladóttir, fluttist til Kanada ásamt ungum syni hennar og Friðriks Stefánssonar (sem síðar, 1878– 1882, var alþingismaður Skagfirðinga) á Ríp í Hegranesi, eftir að þau skildu. Litli son- urinn, sem fæddur var 1869, var Fridrik Stephenson, eins og hann kallaði sig í Kan- ada, afi Helgu. Fridrik Stephenson lék á hljóðfæri, var meðlimur fyrstu sinfóníuhljómsveitarinnar í Winnipeg en hafði ekki lifibrauð af því, lærði því prentiðn og starfaði um tíma hjá Winni- peg Tribune og íslenska blaðinu Lögbergi. Faðir Helgu, Haraldur Jón Stephenson, gekk í skóla í Winnipeg en þegar hann óx úr grasi fluttist Haraldur Jón til Montreal þar sem hann kynntist móður Helgu, konu af írskum ættum. Til gamans segir hún frá því að Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri keypti um árið býli í Skagafirði – einmitt Ríp í Hegranesi sem á sínum tíma var í eigu Frið- riks, langafa Helgu. Heimurinn er lítill! Hangikjöt á jólunum Helga kynntist Íslandi snemma, tengslin við landið voru sterk á æskuheimilinu því faðir hennar ferðaðist þangað nokkrum sinn- um og hann las gjarnan fyrir Helgu úr Ís- lendingasögunum. Reyndar hafi verið nokk- uð undarlegt, eftir að hafa lært það í skóla að bjóða hinn vangann, að heyra sögur þar sem allt gekk út á hefndir og dráp; „þar brenndu menn húsin hver ofan af öðrum og drápu andstæðingana og búfénað þeirra!“ Íslenskan mat fékk hún líka alltaf á jól- unum sem barn. Hangikjöt og rúllupylsu, úr verslun í Winnipeg, og líkaði vel. Þá var ætíð vínarterta á borðum um hátíðirnar. „Ég taldi mig alltaf Íslending, allt þar til Íslendingar sögðu mér að ég væri Vestur- Íslendingur!“ segir Helga. Að pissa í skóinn Helga fann á dögunum bækur í safni pabba síns og komst þá að því að Íslendingar tala stundum raunverulega um það að pissa í skóinn sinn! „Pabbi notaði stundum þetta orðalag þeg- ar honum fannst gripið til ráðstafana sem reyndust skammgóður vermir – en ég var aldrei alveg viss, fyrr en núna, að orða- tiltækið væri til í alvörunni á Íslandi,“ segir Helga og hefur greinilega gaman af. „Ég hló alveg rosalega þegar ég komst að því að menn tala svona í alvörunni!“ Helga ólst upp í Montreal. Ung kynntist hún skemmtanaiðnaðinum og segist algjör- lega hafa heillast af því fyrirbæri. Helga var ein 35 ungmenna sem ráðin voru til starfa fyrir Kanada á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 1970, og þar með voru örlögin ráðin. „Ég vissi strax þá að ég vildi starfa á þessu sviði.“ Strax að heimssýningunni lokinni tók hún að sér að reka litla hljómsveit sem flakkaði um Suðaustur-Asíu í eitt ár og varð síðan kynningarfulltrúi listasafsins í Ottawa í heimalandinu. Hún fékk ung áhuga á kvikmyndum og dreymdi um að geta starfað við þær. „Á þessum árum var ekki hægt að lifa af því en ég dreif í því strax og mögulegt var,“ segir Helga. Hún fékkst því áfram við almannatengsl, nema hvað að í eitt ár kenndi hún ensku í Havana, höfuðborg Kúbu, á vegum mennta- málayfirvalda í Kanada „og þar var einmitt tónlistar- og kvikmyndafólkið það skemmti- legasta sem ég umgekkst“. Þetta var 1974–1975 og þá kynntist Helga Ingibjörgu Haraldsdóttur rithöfundi, sem þar var einnig á sama tíma. Þegar heim kom hélt Helga áfram í al- mannatengslum, þar á meðal við kynningu kvikmynda og frá 1978 hafa þær verið henn- ar vettvangur. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto var sett á laggirnar 1976, eins og áður kom fram, og 1978 fór Helga að sinna kynningarmálum fyrir hátíðina, ásamt öðrum verkefnum á því sviði. „Ég vann mig upp hægt og rólega, þar til ég var orðinn framkvæmdastjóri.“ Hún segir Toronto-hátíðina hafa verið mjög smáa í sniðum fyrst í stað. Í upphafi var boðið upp á ýmsar kvikmyndir sem sýnd- ar höfðu verið á öðrum hátíðum, en fljótlega var tekin upp ný aðferð við að velja myndir á Toronto-hátíðina – nýstárleg aðferð – sem líklega varð til þess hve eftirsótt og þekkt hátíðin varð. Hún segir mikinn kvikmyndaáhuga alltaf hafa verið fyrir hendi í Toronto, þar sem starfi margir við kvikmyndagerð og hvort tveggja listræni grunnurinn og sá iðnaðar- legi því fyrir hendi. Borgin sé líka afar vel staðsett; hún sé nokkurs konar hlið inn í Norður-Ameríku. Algengt sé að þegar kvik- myndir eru frumsýndar á fáum, útvöldum stöðum í einu í álfunni verði Los Angeles, New York og Toronto fyrir valinu. Upp á kvikmyndahátíðina skiptir það líka máli, segir Helga, að Toronto er ferðamanna- væn því þar sé fólk öruggt um sig. Helga segir kvikmyndahátíðir geta verið mjög fræðandi og spennandi fyrirbæri og til að þær geti gengið verði margir að koma að; nefnir bæði hið opinbera, ríki og sveitarfélög, auk fyrirtækja og einstaklinga. „Það er mjög mikilvægt að margir komi að til þess að eng- inn einn beri alla áhættuna. Það eru margir samverkandi þættir sem skiptu miklu máli hve Toronto-hátíðin festi sig í sessi, meðal annars það að kvikmyndahúsin eru mörg á svipuðum slóðum í borginni og því hægt að ganga á milli þeirra og um leið og fólk í rekstri sá að viðskiptin blómstruðu vegna há- tíðarinnar, flugfélög, hótel og veitingastaðir urðu varir við meiri viðskipti, þá eru fyr- irtækin auðvitað tilbúin að taka þátt í henni. Unnendur kvikmynda dýrka vitaskuld svona hátíðir, en það er erfitt að halda þær nema með aðstoð viðskiptalífsins.“ Öðruvísi dagskrárstjórn En það er eitt öðru fremur sem hefur gert kvikmyndahátíðina í Toronto að því sem hún er. Forráðamenn hennar vildu að hún skæri sig úr öðrum og það hefur tekist. Venjulega er einhver einn dagskrárstjóri sem velur myndir hátíðar ellegar valnefnd, þar sem sátt þarf að nást um það sem sýna á. Í Toronto var hins vegar farin sú leið frá upphafi að „dagskrárstjórarnir“ eru margir og hátíðin því fjölbreyttari en ella. „Ég er ekki viss um að þeir sem áttu hug- myndina hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta er gríðarlega snjallt,“ segir Helga nú. Það er markmið hátíðarinnar að vera afar hefðbundin en jafnframt mjög framúrstefnu- leg, og allt þar á milli, og það tekst einmitt vegna þessa fyrirkomulags. Ekki var hægt að finna nógu marga dag- skrárstjóra á lausu þegar hátíðin var sett á laggirnar, þannig að þeir voru einfaldlega „búnir til“ og hafa alltaf verið um 10 talsins. Þeir starfa að vísu undir stjórn einnar mann- eskju, en því starfi gegndi Helga einmitt um árabil. „Uppskriftin er einföld; við viljum hafa mjög mismunandi myndir á hátíðinni og eitthvað fyrir alla. Þess vegna velur hver og einn dagskrárstjóri myndir í hverjum flokki og er algerlega einráður. Hlutverk hvers fyr- ir sig er einfaldlega að ná í bestu myndirnar sem völ er á. Þessi aðferð hefur virkað frá upphafi og því ekki verið ástæða til þess að breyta til.“ Helga segir marga egóista starfandi í kvik- myndabransanum, sem geti verið erfitt, en sé þó stundum jákvætt; geri það til dæmis að verkum að samkeppnin milli dagskrárstjóra hátíðarinnar í Toronto sé mjög mikil en þó heilbrigð. „Fólk vandar sig líka jafnvel enn frekar við val á myndum þegar þessari að- ferð er beitt; ef einhver mynd „fellur“ er það einhver einn sem ber ábyrgð á valinu!“ Helga segir að lýsingin á starfi dagskrár- stjóra á slíkri hátíð hljómi mjög vel – að ferðast um heiminn og horfa á kvikmyndir – og auðvitað sé raunin sú að starfið sé skemmtilegt. „En fólk verður samt alltaf að vera á tánum; og það getur verið erfitt að hafna mynd. Fólk í þessum bransa þekkist vel, dagskrárstjórar eiga marga kvikmynda- leikstjóra að vinum en finnist þeim fyrr- nefnda kvikmynd ekki nógu góð fyrir sína hátíð verður hann að hafa bein í nefinu til að segja það hinum síðarnefnda.“ Það má þó ekki verða til að eyðileggja vin- skapinn. Næsta mynd viðkomandi gæti orðið frábær og ekki má koma þannig fram við hann að þá mynd vilji leikstjórinn ekki sýna á þessari hátíð! Leita í ljósið Helga segist hafa gaman af því að ferðast og hefur verið mjög víða. Hún hefur aldrei komið til lands forfeðranna, sem fyrr segir, en kveðst hlakka mikið til fyrstu Íslandsferð- arinnar. „Ég veit eiginlega ekki við hverju ég býst, en það verður spennandi að sjá hvort ég finn fyrir einhverri tilfinningalegri teng- ingu við landið.“ Hún segist vilja koma síðar til landsins að sumarlagi, því henni sé ekki vel við myrkrið. „Það verður mjög dimmt hér í Kanada að vetrinum, eins og á Íslandi, og eftir að hafa dvalist í hitabeltinu leita ég frekar þangað yfir veturinn. Ég leita í ljósið. Ég er því staðráðin í því að koma til Íslands aftur um sumar og þá mun ég taka dóttur mína með mér.“ Helga er einstæð móðir, dóttirin Rachel Signý er 12 ára og verður eftir hjá vinafólki í Kanada því hún er í skólanum. Níu ár eru síðan Helga hætti sem fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar í Toronto. Hún settist þá í stjórnina, en segir það ekki hafa farið saman að vera í svo erilsömu starfi jafnframt því að vera einstæð móðir. „Nú sit ég stjórn hátíðarinnar, sinni ráðgjöf í kvik- myndaiðnaðinum og el upp barnið mitt.“ Auk þess sinnir hún mannréttindamálum og situr m.a. í stjórn Toronto-deildar Human Rights Watch International. „Þetta fer allt vel sam- an.“ Tilfinningaleg tenging? Vestur-Íslendingurinn Helga Stephenson stýrði lengi kvik- myndahátíðinni í Toronto í Kanada, einni þeirri virtustu sem um getur. Skapti Hallgrímsson sló á þráðinn til Helgu sem væntanleg er hingað til lands í fyrsta skipti og verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. skapti@mbl.is ’Ég taldi mig alltaf Íslending, allt þar til Íslend- ingar sögðu mér að ég væri Vestur- Íslendingur!‘ ’Uppskriftin ereinföld; við vilj- um hafa mjög mismunandi myndir á hátíð- inni og eitthvað fyrir alla.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.