Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 6. nóvember 1994: „Tölur, sem birtust í baksíðufrétt Morg- unblaðsins á föstudag, um fjölgun þeirra, sem fá fram- færslutekjur sínar að mestu leyti frá ríkinu undanfarin tíu ár, eru alvarleg áminning um að þjóðfélagsþróunin hefur verið á rangri braut. Í fréttinni kemur fram að um 40.000 manns, eða 15% þjóðarinnar, fái meirihluta framfærslu sinnar frá ríkinu í formi velferðarbóta eða námslána. Þessi hópur hefur stækkað um 55% frá árinu 1984. Ríkisstarfsmenn eru þar að auki um 24.000 og hef- ur þeim fjölgað ört und- anfarna áratugi. Samtals fá um 55.000 manns, eða 20% þjóðarinnar, framfærslu- tekjur sínar að mestu leyti frá ríkinu. Tala örorkubótaþega hefur tvöfaldazt, svo dæmi sé nefnt, og allir aðrir hópar þiggjenda bóta almannatrygginga hafa farið hratt vaxandi. Tölurnar um fjölgun bóta- þega sýna í hnotskurn vanda velferðarkerfisins. Annars vegar fjölgar þeim, sem eiga rétt á bótum af almannafé, til dæmis öldruðum, og hins veg- ar hafa sífellt verið búin til ný „réttindi“ til ýmiss konar bóta í kerfinu, oft án þess að hafa afleiðingarnar fyrir fjárhag ríkissjóðs í huga. Þetta er helzta undirrót þeirrar sjálf- virku útþenslu ríkisútgjalda, sem núverandi ríkisstjórn hefur reynt að glíma við.“ . . . . . . . . . . 7. nóvember 1984: „Samn- ingar hafa nú tekist milli rík- isstjórnar Íslands og Alu- suisse, eiganda álversins í Straumsvík, um nýtt raf- orkuverð, stækkun álversins, endurskoðun á skattareglum og breytta eignaraðild að ál- verinu. Auk þess hefur verið ritað undir sáttagerðarsamn- ing um þau deilumál sem risið hafa vegna framkvæmdar á samningum aðila til þessa. Með því að rita undir samn- inginn hafa þeir Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, og dr. Jóhannes Nordal, for- maður íslensku samninga- nefndarinnar, bundið enda á deilu sem borið hefur hátt í stjórnmálaumræðum und- anfarin fjögur ár.“ . . . . . . . . . . 7. nóvember 1974: „Megin verkefni núverandi rík- isstjórnar er að koma efna- hags- og atvinnulífi þjóð- arinnar á réttan kjöl á nýjan leik. Engin ríkisstjórn hefur fengið jafn erfitt viðfangsefni um áratugaskeið. Verðbólgu- vandinn er nú hrikalegri en dæmi eru til um í sögu þjóð- arinnar og stofnar atvinnu- öryggi og afkomu lands- manna í hættu. Engir ábyrgir stjórnmálamenn eða leiðtogar hagsmunahópa geta lokað augunum fyrir því, að við slík- ar aðstæður er óhjá- kvæmilegt að grípa til alvar- legra aðgerða til þess að stöðva þessa óheillaþróun.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A tlantshafið breikkar til muna, var fyrirsögn grein- ar í Financial Times fyrr í vikunni, eftir kosningasig- ur George W. Bush í Bandaríkjunum. Þessi orð endurspegla vel þær áhyggjur, sem margir Evr- ópumenn – og reyndar margir Bandaríkjamenn líka – hafa af því að sigur Bush muni enn auka á togstreitu og deilur milli Bandaríkjanna og hefð- bundinna bandamanna þeirra í Evrópu. Sú tog- streita gengur ekki aðeins út á mismunandi skoð- anir á utanríkismálum og hvernig eigi að fást við hinar nýju ógnanir við öryggi Vesturlanda. Hún felur einnig í sér annan og jafnvel djúpstæðari ágreining um lífsgildi; kreddufestu eða umburð- arlyndi. Flestir eru á því að Bush hafi unnið kosningarnar á tveimur málum, annars vegar á því að hann væri sá maður, sem mætti treysta til að verja öryggi Bandaríkjanna með kjafti og klóm og hins vegar á því að hann væri maður hinna hefðbundnu lífsgilda í bandarísku þjóðlífi. Bush og utan- ríkismálin Þrátt fyrir veikt um- boð á fyrra kjörtíma- bili sínu, að margra mati, gekk Bush hart fram í breytingum á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Í forsetatíð Bush hafa Bandaríkin í vaxandi mæli farið sínu fram, án þess að bíða eftir sam- þykki evrópskra bandamanna sinna, þau hafa horfið frá alþjóðasamningum, sem stjórn Bills Clinton hafði hafið viðræður um, t.d. Kyoto-bók- uninni, þau hafa tekið upp stefnuna um fyrir- byggjandi stríð. Allt veldur þetta núningi við hefðbundna bandamenn í Evrópu, ekki sízt Þýzkaland og Frakkland. Fyrirsögnin, sem nefnd var hér í upphafi, var á grein Philips Stephens, aðstoðarritstjóra Fin- ancial Times, sem fjallar um það hvernig sam- band Evrópu og Bandaríkjanna hefur breytzt. „Að hluta til er breytingin vegna náttúrulegrar veðrunar á hinum gömlu böndum, sem voru treyst í kalda stríðinu, ekki síður en vegna stefnu Bandaríkjanna síðastliðin tvö eða þrjú ár. Banda- ríkin þurfa ekki lengur á Evrópu að halda til að tryggja sjálfa tilvist sína og ógnanirnar við ör- yggi Bandaríkjanna liggja lengra í burtu,“ skrif- ar Stephens. „Stjórnin í Washington sér ekki lengur neina herfræðilega hagsmuni í að ýta und- ir samrunaþróunina í Evrópu. Hún lítur á al- þjóðasamstarf sem hemil á vald Bandaríkjanna fremur en tækifæri til að efla það. NATO er nú talið hernaðarlegt verkfæri fremur en birting- armynd dýpri pólitískrar samstöðu.“ Stephens segir að þetta þýði þó ekki að gamlir bandamenn verði nú andstæðingar – bæði Bandaríkin og Evrópa myndu bíða skaða af slíku. Vaxandi tilfinning fyrir því að Bandaríkin og Evrópa séu ólík muni hins vegar torvelda þeim að ná nauðsynlegum samningum og hafa stjórn á óhjákvæmilegum deilum. Sumir Bandaríkja- menn segi: Gott og vel, við getum bjargað okkur upp á eigin spýtur. Og sumir Evrópumenn lýsi sig sammála því; leyfum Bandaríkjunum að átta sig á takmörkum eigin valds í borgarastríði í Írak. Hér í blaðinu var fyrir nokkrum vikum vitnað til ummæla Simons Serfaty, þekkts fræðimanns við The Center for Strategic and International Studies í Washington, en hann sagði í samtali við evrópska blaðamenn að forsetakosningarnar nú væru að mörgu leyti sambærilegar við kosning- arnar 1948, því að á næstu mánuðum gæti þurft að taka gífurlega mikilvægar ákvarðanir á borð við þær, sem biðu Trumans forseta á þeim tíma, í upphafi kalda stríðsins. Philip Stephens vitnar til samhljóða ummæla Serfatys á öðrum vettvangi og segir að í þeim felist „sannfærandi greining á hættunum framundan“. Forystumenn Bandaríkjanna og Evrópu standa með öðrum orðum frammi fyrir álíka geigvænlegu verkefni og í upphafi kalda stríðs- ins; að verja Vesturlönd fyrir nýjum ógnum. En eru þeir jafnsamstiga og þá? Á ýmsum sviðum virðist lítið tilefni til bjartsýni. Í Írak bíður augljóslega risavaxið viðfangsefni. Bandaríkin hafa í nokkrum landshlutum misst stjórn á eftirleik stríðsins, sem þau unnu á fáein- um vikum. Í þessum landshlutum ríkir í raun borgarastríð og óöld; hryðjuverkamenn, sem studdir eru af al-Qaeda, leika lausum hala. Veru- leg hætta er á að dragi Bandaríkin, Bretland og önnur þau ríki, sem sent hafa herlið til Íraks, lið sitt til baka, verði fullkomin upplausn í Írak, sem getur breiðzt út til nágrannaríkjanna. Evrópu- ríkin geta ekki leyft sér að sitja hjá og horfa á Bandaríkin sökkva dýpra í kviksyndið í Írak. Þau verða að leggja sitt af mörkum til að koma á stöð- ugleika í landinu, burtséð frá því hvaða skoðun þau hafa á innrásinni, sem var gerð til að koma Saddam Hussein frá völdum. Eigi ríki á borð við Frakkland og Þýzkaland hins vegar að fást til að senda herlið til Íraks til að aðstoða Bandaríkja- menn, verða hinir síðarnefndu að brjóta odd af oflæti sínu og leyfa Evrópuríkjunum að ráða meiru um stefnuna gagnvart Írak úr því sem komið er. Annað stórmál, sem Bandaríkin og Evrópa þurfa að takast á við í sameiningu, er útbreiðsla kjarnorkuvopna, og þá sérstaklega ástandið í Ír- an og Norður-Kóreu. Evrópuríkin hafa tekið að sér að reyna að knýja írönsk stjórnvöld til að leggja fram sannanir fyrir því að kjarnorkuáætl- un þeirra snúist eingöngu um nýtingu kjarnork- unnar í friðsamlegum tilgangi. Bandaríkin bíða átekta, en gera má ráð fyrir að til tíðinda dragi undir lok mánaðarins; Bandaríkjamenn vilja að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, láti Íranir ekki undan, og þeir vilja að öryggisráðið hóti þá refsi- aðgerðum gegn Íran. Nái Bandaríkin og Evrópu- ríkin ekki saman um stefnuna gagnvart Íran nú í mánuðinum er hætta á að málið komist á svip- aðan punkt og málefni Íraks gerðu sumarið 2002, sem varð upphafið að því ósamkomulagi og deil- um, sem enn plaga samskipti bandamannanna beggja vegna Atlantshafsins. Norður-Kórea er enn sem komið er fjarlægari ógn, en hættan sem stafar af kjarnorkubrölti þarlendra stjórnvalda fer þó ekki á milli mála. Meiri líkur eru á að þar geti náðst samkomulag um að Norður-Kóreumenn leggi kjarnorkuáætl- un sína á hilluna gegn því að fá efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum. Þriðji heimshlutinn, sem er púðurtunna og ógnar alþjóðlegu öryggi en Bandaríkin og Evr- ópa geta ekki komið sér saman um, er Ísrael og Palestína. Nú, þegar styttist líklega í valdatíð Jassers Arafat í Palestínu og Ariel Sharon og stuðningsmenn hans hafa léð máls á að hörfa frá Gaza-svæðinu, kunna að skapast ný tækifæri til að ná friðarsamningum fyrir botni Miðjarðar- hafs. En til þess að svo megi verða þurfa Banda- ríkin að beita valdi sínu gagnvart Ísrael með mun ákveðnari hætti en Bush hefur hingað til verið reiðubúinn að gera. Innanlandspólitík í Banda- ríkjunum hefur alla tíð haft áhrif á stefnuna í málefnum Ísraels. Margir hafa bent á áhrif bandarískra gyðinga á þennan þátt utanríkis- stefnunnar, en mönnum hættir til að horfa framhjá áhrifum bókstafstrúaðra mótmælenda í Bandaríkjunum, sem margir hverjir líta á Ísr- aela sem Guðs útvöldu þjóð, ekki síður en gyð- ingar, og eru jafnvel enn síður reiðubúnir að gera málamiðlanir, sem þeir telja að þýði afsal á landi, sem með réttu tilheyri Ísrael. Þessi hópur er kjarninn í fylgi Bush. Tvær skoðanir eru hins vegar uppi á því hvort Bush muni hlusta á þessar raddir á síðara kjörtímabili sínu. Annars vegar segja sumir að hann eigi þessum hópi kosninga- sigur sinn að þakka og muni leitast við að laga stefnu sína að vilja hans. Aðrir benda á að Bush þurfi nú ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri og geti mótað sjálfstæðari stefnu, sem taki mið af al- þjóðlegum öryggishagsmunum fremur en banda- rískri innanlandspólitík. Enn ein ógnin við öryggi og velsæld Vestur- landa er loftslagsbreytingarnar, sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar, ekki sízt fyrir búsetu- skilyrði og lífríki á norðurslóðum eins og fram kemur í skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum Norðurskautsráðsins og verður birt í heild síðar í mánuðinum. Evrópa og Bandaríkin hafa hins vegar ekki getað komið sér saman um viðbrögð við þessari ógn. Bush hefur talið hinn efnahags- og félagslega kostnað af aðild Bandaríkjanna að Kyoto-bókuninni meiri en svo að hægt sé að stað- festa hana. Ekkert ríki ber hins vegar meiri ábyrgð á gróðurhúsaáhrifunum en Bandaríkin, sem blása út u.þ.b. fjórðungi allra gróðurhúsa- lofttegunda sem verða til í heiminum. Hugsan- lega eykst þrýstingurinn á Bandaríkin að gera eitthvað í málinu nú, þegar Rússland hefur stað- fest Kyoto-bókunina þannig að hún öðlast gildi að alþjóðalögum. Svo mikið er víst, að heimurinn hefur ekki efni á að taka áhættuna af því að áframhaldandi mengun breyti loftslagi og lífs- skilyrðum á hnettinum. Þegar horft er á þessi viðfangsefni í samhengi er greining Simons Serfaty ekki fráleit; að Vest- urlönd standi nú á svipuðum tímamótum og eftir forsetakosningarnar 1948. Stóra spurningin er hvort þau beri gæfu til að taka jafnskynsamlegar ákvarðanir og þær, sem tryggðu friðinn í Evrópu hálfa öld þaðan í frá og sem leiddu að lokum til endaloka kalda stríðsins. Í höfuðborgum Evrópuríkja vonuðust vafa- laust margir eftir sigri Johns Kerrys í kosning- unum síðastliðinn þriðjudag og töldu að auðveld- ara yrði að ná samstöðu með honum en Bush. Nú BYLTING Í HÚSNÆÐISMÁLUM Á örfáum mánuðum hefur orð-ið bylting í húsnæðislána-kerfi landsmanna. KB banki hafði forystu um þá byltingu síðla sumars, þegar bankinn tilkynnti ný húsnæðislán til 25 og 40 ára með lágum vöxtum, sem nú eru 4,2%. Þar með var sérstaða Íbúðalána- sjóðs horfin. Aðrir bankar og sparisjóðir fylgdu svo í kjölfarið. Nú hefur Íslandsbanki fylgt eftir með þá nýbreytni að veita 100% lán til kaupa á húsnæði. Þessi bylting í húsnæðislána- kerfinu mun auðvelda fólki lífið og gera hverjum og einum, sem hefur fastar tekjur og nægilegar tekjur kleift að eignast eigið húsnæði. Sennilega er þetta mesta kjarabót, sem orðið hefur á Íslandi áratug- um saman. Þessar miklu og nánast ótrúlegu umbætur í húsnæðislánakerfinu hafa orðið vegna vaxandi styrk- leika íslenzkra fjármálafyrirtækja. Stjórnmálamenn hafa ekki tekið þessar ákvarðanir en þeir hafa hins vegar skapað það umhverfi, sem hefur gert fjármálafyrirtækj- unum kleift að taka þær. Kannski segir það meiri sögu en flest annað um þær breytingar, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi á seinni árum. Ef tekið er mið af því húsnæðis- lánakerfi, sem hér var við lýði fyrstu áratugi lýðveldisins eru þau húsnæðislán, sem fólk á nú kost á bylting. Við erum nú að nálgast þau kerfi, sem lengi hafa verið til í nágrannalöndum okkar. Sú var tíðin að það var gífurlegt átak fyrir fólk að eignast þak yfir höfuðið. Nú gerist það allt með eðlilegri hætti sem verður að telj- ast til einhverra mestu þjóðfélags- umbóta, sem hér hafa orðið. SKEMMTILEGAR HUGMYNDIR Hugmyndir Ásdísar HölluBragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, um háskólasamfélag á Urriðaholti eru skemmtilegar. Þær voru kynntar á fundi með íbú- um Garðabæjar í gær, laugardag. Bæjarstjórinn segir m.a. í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Í tillögunni er gert ráð fyrir, að þarna verði háskólasamfélag og þar fari nokkuð stórt svæði undir háskóla, stúdentagarða og þá þjón- ustu, sem tengist háskólum.“ Háskólasamfélög af því tagi, sem Ásdís Halla ræðir um þekkjast víða erlendis, ekki sízt í Banda- ríkjunum. En jafnframt má segja að slíkt háskólasamfélag sé nú þegar risið á Bifröst í Borgarfirði sem sett hefur afgerandi svip á Borgarfjarðarhérað allt nú þegar. Háskólasamfélag mundi breyta miklu fyrir Garðabæ. Ímynd sveit- arfélagsins yrði allt önnur í huga almennings og reynslan sýnir að mikil starfsemi verður til í kring- um háskóla eins og t.d. hefur kom- ið í ljós á Akureyri. Háskóli Íslands er ekki lengur eini háskólinn á höfuðborgarsvæð- inu og ekkert frá honum tekið þótt annað háskólasamfélag rísi á þessu svæði. Hins vegar ber að gæta þess vel að uppbyggingu Háskóla Íslands verði haldið áfram, hvað sem líður framkvæmdum annars staðar enda mikið óbyggt á því svæði sem ætlað er undir starf- semi Háskóla Íslands til frambúð- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.