Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 19
fyrir. Ég býst við að það gæti líka gerst hjá ykkur. Svo reis hún upp, gekk að gluggan- um og horfði út í blómaskrúðið í garðinum. – Ég veit ekki almenni- lega af hverju þú hafðir áhuga á að tala við mig og ég er heldur ekki viss um að þér hafi verið nein hjálp í því sem ég hef sagt. Okkur finnst ekki sjálfgefið að ræða allt mögulegt við ókunnugt fólk. Ég er ekki að meina nein leyndarmál en við viljum ekki bera mál okkar á torg. En ég hef ver- ið heiðarleg, vona ég. Ég sagði að blaðamaður Oman Ob-server og frændinn Akmed al Riyami hefði bent mér á hana, eins og hún vissi. Mig langaði að skrifa um konur í nokkrum arabalöndum. Öllu meira gæti ég svo sem ekki sagt að sinni. Hún sat um stund án þess að segja neitt. Hún var svo hæg í fasi en samt var hún gerólík Suad þar sem blíðan og mýktin var næstum yfirþyrmandi. – Veistu, mér líkar það ágætlega, sagði hún. Settist í gluggakistuna og sagði: – Það er mikið skrifað um ar- abískar konur. Við erum ansi mikið í tísku um þessar mundir. Sumar þessara bóka eru gagnlegar, aðrar verri en engin. En ég er ánægð með að þú skyldir muna eftir Óman. Við gleymumst alltaf. Ég er fegin að sjónarmið okkar heyrist og mér finnst við hafa rödd sem er þess virði að hún heyrist. – Sumum konum þykir snúið að vinna með karlmönnum, sagði ég. – Hvernig hefur það verið fyrir þig? – Það á ekki að vera erfitt, sagði hún og kvað fast að hverju orði. – Oft er þetta undir konunum sjálfum komið og það er rangt að skella alltaf skuldinni á karlmennina. Mér hefur gengið vel að vinna með körlum eftir að ég kom heim aftur og alla tíð. Karlmenn eru ekki skyni skroppnir. Konum hættir til að dæma þá um- hugsunarlítið. Þeir skynja að okkur er í mun að það sé komið fram við okkur af virðingu. Salma og maður hennar eiga fjög- ur börn á aldrinum 8–18 ára, tvo syni og tvær dætur. Hún sagði að þau hjón hefðu ekki verið í vandræðum með að fá vinnu þegar þau komu úr framhaldsnáminu. Það birti yfir and- liti hennar þegar hún minntist þess tíma. – Það veitti ekki af að menntað fólk kæmi til skjalanna. Læknum var tekið eins og bjargvættum. Þar sem við hjónin vorum fyrstu sérfræð- ingarnir í hjartalækningum beið okkar mikið starf. Þó höfðu evrópsk- ir hjartalæknar unnið í Óman en það þótti áfangi þegar fyrstu ómönsku læknarnir komu til starfa. Yfirstjórn sjúkrahússins lagði sig í framkróka við að útvega tæki og búnað sem vantaði. Aðstaðan var ekki til að hrópa húrra fyrir en það var stór- kostlegt að allt var að gerast sam- tímis og ævintýralegt að taka þátt í þessu. Nú hefur færst meiri ró yfir, allt er á réttri leið. Við eigum mennt- aða lækna í flestum greinum. – Gætti fjölskyldan barnanna þeg- ar þú varst úti að vinna og þau voru lítil? Salma sagði að fljótlega eftir að Kabúss soldán hefði komið til valda og hrundið af stað helstu breyting- unum hefði hann séð að það væri að- kallandi að reisa leikskóla. – Börnin mín voru á þeim og ég var ánægð með það, sagði hún. – Sumum fannst ekki við hæfi að ókunnugt fólk gætti barnanna okk- ar. Ég hef aldrei gert mér rellu út af því þó að fólk sé ekki sammála mér. Nú um stundir sækist fólk eftir að senda börnin í leikskólana og gerir sér grein fyrir að þeir gegna hlut- verki í uppvexti hvers barns. Ég er ekki að gera lítið úr þætti fjölskyld- unnar, fjarri sé mér það. Hún er og verður sá bakhjarl sem aldrei bregst. Þegar hún hafði unnið í fimmtán ár gat hún farið á eftirlaun. – Ég ákvað að gera það, sagði hún. – Svo nú er ég hætt að vinna úti. Ég tek þátt í alls konar sjálfboðastarfsemi sem stendur með miklum blóma. Sumum fannst að ég væri að kasta menntun og reynslu á glæ með því að fara á eftirlaun svona snemma. Það er ekki rétt. Menntun mín og reynsla nýtist bara á annan hátt. – Þetta er samt ekki langur starfs- tími, sagði ég. Hún gekk frá glugganum og sett- ist aftur. – Þú verður að hafa í huga að ég á fjögur börn. Mér finnst dýr- mætt að geta varið meiri tíma með þeim. Á þessum tímum þegar mötun sjónvarps- og tölvuvæðingarinnar tröllríður heiminum er heimilið og fjölskyldan nauðsynlegra en nokkru sinni. Við getum ekki setið í fortíð- inni og viljum það ekki. En við meg- um gæta okkar. Það eru freistingar hér eins og annars staðar og öll vilj- um við vernda börnin okkar. Ég fylgist með heimalærdómi þeirra og sé til þess að þau glápi ekki úr sér allt vitið fyrir framan sjónvarp. Við tölum mikið saman. Það er margt sem leitar á hugi þessa unga fólks okkar og við foreldrarnir eigum að leggja okkur í framkróka svo þeim farnist sem best í lífinu. Ertu ekki sammála því? Þjónustustúlkan kom inn og númeð allar tegundir af súkku- laðikökum og ávaxtasafa. Átta ára dóttir Sölmu bankaði kurteislega og settist hjá okkur. Hún gerði súkku- laðikökunum góð skil og minnti síð- an móður sína á að hún hefði lofað að keyra hana á íþróttaæfingu í hinum enda borgarinnar. Salma stóð upp og tók utan um axlirnar á dóttur sinni. Hún leit á mig. – Hvað heldurðu að hún sé að æfa? Það hefðu þótt tíðindi til næsta bæjar fyrir nokkrum árum að stúlk- ur spiluðu fótbolta hér eins og ekk- ert væri. Þetta gaf kærkomið tilefni til að ræða hugðarefni okkar dótturinnar, knattspyrnu. Sú stutta sagði mér að áhugi stelpna í Óman á fótbolta færi hraðvaxandi og þær ætluðu sér að keppa fyrir landið sitt þegar fram liðu stundir. – Og vinna alla leiki, náttúrlega? sagði ég. Unga, tilvonandi fótboltastjarnan horfði á mig feimnislega. – Insjallah, svaraði hún. Ef guð lofar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 19 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 23.nóvember í 28 nætur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Það er um 22-25 stiga hiti á Kanarí í nóvember og desember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 23. nóvember frá kr. 39.995 Verð kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi/studio, 23.nóvember 23 nætur. Netverð. Verð kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Flug, gisting, skattar,28 nætur, 23.nóvember. Netverð Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.- 28 nætur Viltu stofna fyrirtæki? Gagnlegt og skemmtilegt námskeið um félagsform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrar- kostnað og réttarstöðu gagnvart skattyfirvöldum. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 16., 23. og 30. nóv. kl. 16:10-19:00. Verð kr. 20.000. VR styrkir félagsmenn sína til þátttöku. Kennari verður Anna Linda Bjarnadóttir hdl. Kennslan fer fram í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1. Sjá námskeiðslýsingu á www.isjuris.is (smella á nafn kennara). Nánari upplýsingar og skráning í símum 520 5580, 520 5588, 894 6090 eða á alb@isjuris.is Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 13:00-13:20 Ávarp - Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. 13:20-13:35 Í þá gömlu góðu daga - Björn Dagbjartsson (fv. alþingismaður og forstjóri Rf 1974-84). 13:35-13:50 Stefna og nýjar áherslur í starfsemi Rf - Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf. 13:50-14:35 Future aspects in marketing of new seafood products - Steve Dillingham, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrir- tækisins Strategro International. 14:35-14:50 Veiðar,vinnsla, verðmæti - Sigurjón Arason, sérfræðingur á Rf. 14:50-15:10 Umræður. 15:10-15:35 Kaffi. 15:35-16:05 Safety of seafood - Oyvind Lie - Stjórnandi Matvæla- rannsóknastofnunarinnar í Noregi (Nasjonalt Institutt for Ernærings og Sjömatforskning) / Prófessor við Háskólann í Bergen. 16:05-16:20 Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða - Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Umhverfis- og gæðasviðs Rf. 16:20-16:40 Umræður. 17:00-18:00 Léttar veitingar í boði Rf. Fundarstjóri: Kristján Þórarinsson - Stofnvistfræðingur L.Í.Ú. Aðgangur að fundinum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rf: www.rf.is Sætaferðir verða frá skrifstofu Rf, Skúlagötu 4 kl. 12:00 og frá Grindavík kl. 18:15 www.rf.is Haustfundur Rf 2004 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur Haustfund sinn 2004 í Saltfisksetrinu, Grindavík, föstudaginn 12. nóvember kl. 13-17. Dagskrá E in n t v e ir o g þ r ír 1 56 .0 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.