Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta verður sjálfsagt sögufræg mynd,“ sagði Jóhannes Kjarval listmálari, þegar hann tók mynd af ljósmyndurum þriggja dagblaða á myndavél eins þeirra, Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins. Tilefni mynda- tökunnar var opnun á sýningu meistara Kjar- vals í Listamannaskálanum 9. febrúar árið 1961. Fréttaljósmyndarar fylgdu Kjarval um salinn og tóku myndir af honum taka á móti gestum, sem streymdu að. Sýningin hafði ekki verið auglýst, tilkynnt var í útvarpinu samdægurs að hún væri að opna. Um hríð hafði þess verið vænst að Kjarval opnaði sýningu með nýjum verkum, og vet- urinn áður hafði hann leigt Listamannaskálann í einn og hálfan mánuð, en aldrei sett upp nein verk. En nú voru 44 málverk á veggjum og meistarinn lék við hvern sinn fingur. Í frásögn Morgunblaðsins af opnuninni segir: „Margir þekktir borgarar, sem vitað er að hafa áhuga á málverkum, tóku hann á eintal út í horn eða gengu með honum um gólfið, ákafir á svip. En þeir hafa líklega fengið álíka loðin svör og blaðamaður Mbl. – Nei, það verður ekkert verð á þeim fyrst um sinn. Þær eru alltof dýrar til að vera til sölu. – Ég ætla að stríða á því að verðleggja enga mynd. Það getur eins verið að ég gefi þær. Ómögulegt að segja. Ég skulda 100 þúsund krónur eftir að hafa komið upp sýning- unni. Ég get alveg eins látið myndirnar og átt hjá fólki, eins og fólk á hjá mér. Það er aldrei að vita!“ Í Tímanum var einnig frásögn af opnuninni, og endurbirt í Öldinni okkar. Þar er því lýst er Kjarval var lagstur á gólfið, til að dytta að undirstöðu einnar myndarinnar: „Rétt í því teygir sig niður að meistaranum virðuleg frú í bænum: – Ég var að hugsa um þessa, númer 17, hún heitir Á marg- litum kjól, en það er bara ekkert verð á henni. – Nei, það er ekkert verð á neinni mynd, svarar meistarinn og rís upp við dogg, kexið er ekki orðið þurrt. – Hvað segið þér? spurði frúin hissa. – Kexið er ekki orðið þurrt, segir Kjarval aftur og brosir, sumar myndirnar eru ekki búnar. Og margar eru pantaðar. – En þessi númer 17? spyr frúin áfjáð. – Það eru tveir búnir að festa hana, segir meistarinn, þeir hafa staðið fyrir utan hjá mér með peningana. En peningar eru aukaatriði. Spurningin er bara þessi: hvern á að svíkja?“ Frásögnin heldur áfram, yfirferð Kjarvals um salinn er lýst og ljósmyndurunum sem fylgja honum eftir. – Því er enginn sem tekur ljósmynd af þessum ljósmynd- urum? spyr Kjarval. Það ætti að birta myndir af ljósmynd- urum í blöðunum. Svo hnippir hann í ljósmyndara Morgunblaðsins, Ólaf K. Magnússon. – Heyrðu, lánaðu mér nú myndavélina þína og svo tek ég mynd af ykkur öllum. Ólafur fellst á það og afhendir Kjarval vélina um leið og hann fræðir hann á undirstöðuatriðum ljósmyndunar. – Sjáðu til, hérna áttu að ýta á takkann, ég stilli hana fyrst. Hún þarf að vera í fókus. Fókus! Hókus! Pókus! kallar Kjarval um leið og hann smellir af og það verður mikill blossi. Svo víkur Kjarval sér fram að dyrum og biður konuna, sem selur aðgöngumiðana, að standa upp. Hann sest sjálfur í sæti hennar. Farðu nú inn og skoðaðu myndir. Nú skal ég selja.“ Dagana eftir opnunina leit Ólafur K. Magnússon nokkrum sinnum inn á sýninguna og myndir hans frá þeim heimsókn- um birtust í blaðinu. Á einni sést Kjarval í móttöku sem hann hélt fyrir bílstjórana á BSR, en þeir óku honum víða um land. Og viðtal var síðan tekið við Kjarval og þann bílstjóra BSR sem hann ferðaðist oftast með, Þorvald Þorvaldsson. Úr myndasafn i Ó la fs K . Magnússonar Fókus! Hókus! Pókus! Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kjarval og Jónas. Kjarval tekur á móti Jónasi frá Hriflu við opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Bílstjórarnir. Hér leikur Kjarval á als oddi við heimsókn vina á sýninguna, bílstjóranna hjá BSR, en þeir óku honum löngum um landið. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tónskáldið og myndskáldið. Páll Ísólfsson og Jóhannes Kjarval rýna í verkin á sýningunni. Ljósmynd/Jóhannes Kjarval Kjarvalsverk! Ljósmyndin sem Kjarval tók af þremur ljósmyndurum á vél Ólafs K. Magnússonar í Listamannaskálanum: Ólafur, Kristján Magnússon og Oddur Ólafsson. ÓLAFUR K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins 1947 til 1996, tók á ferli sínum ótal ljósmyndir af Jóhannesi S. Kjarval og varð þeim vel til vina. Stundum hittust þeir á förnum vegi og Ólafur tók myndir, og oft sótti Ólafur Kjarval heim á vinnustofuna, gjarnan í fylgd Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, sem var góðvinur Kjarvals og skrifaði við hann kunn samtöl sem birtust í Kjarvalskveri. Í viðamiklu filmusafni Ólafs er því að finna fjölda merkra ljós- mynda af Jóhannesi Kjarval og hafa fæstar þeirra komið fyrir augu almennings. Hér birtast myndir frá opnun á sýningu Kjarvals í Listamannaskálanum í febrúar árið 1961 en úrval fleiri mynda frá þeim viðburði má sjá á mbl.is, í Myndasafni Morgunblaðsins, undir hnappnum Nýtt á mbl.is. Að auki má þar skoða í heild merka myndaröð sem Ólafur tók af heimsókn á vinnustofu Kjarvals við Sigtún sumarið 1968. Ólafur K. og Kjarval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.