Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 29
og ríka arkítekt, sem verður ástfang- inn af geitinni Sylvíu. Lýstu aðeins fyrir mér hvernig þú skilur þennan mann – og hvers vegna þú skilur hann? „Annars vegar er leikritið, sem menn eru vægast sagt ekki á eitt sáttir um hvað fjallar; það er hægt að skilja á ýmsa vegu, sem er einmitt það sem er skemmtilegt við það. Hins vegar er það sem snýr að starfi leik- arans. Auðvitað reynir maður að skilja leikritið til að hafa fast land til að standa á, en persónan sjálf er allt annar handleggur. Hún er inni í harmleik, hvað sem táknlegri merk- ingu verksins viðkemur. Leikari verður að standa með því fólki sem hann leikur. Reyna að vera inní miðj- unni á því. Og trúa því sem það segir. Ég hallast að því að jafnvel þótt menn tali tóma steypu trúi þeir henni vegna þess að aðstæður þeirra eða tilfinn- ingar hafa ruglað þá í ríminu. Þessi maður segist vera ástfanginn og líkir því við trúarlega upplifun.“ – Já, opinberun. „Hvorki meira né minna. Er leik- ritið þá að tala um það þegar mörkin milli manns og náttúru eða menning- ar og náttúru hrynja? Það má hafa í huga að hjarðguðinn Pan er hálfur maður og hálf geit. Afkvæmi Guðs og náttúru. Maðurinn er kominn inná svæði sem svona mikil bannhelgi hvílir á; maður sem lifir í cyber-heim- inum – að búa til heilu heimsborg- irnar – er þarna kominn bókstaflega út í móa og verður fyrir opinberun sem er þá eins konar náttúruskynjun. Í leikslok er dýrið í manninum drep- ið. Þetta er harmleikur.“ – Skilur þú verkið semsagt svona? „Ég skil það a.m.k. svo að það sé ekki einvörðungu háð um menntafólk í öngstræti og þessi mörk sem það stígur yfir. Ég veit ekki um neinn sem getur sagt um hvað þetta leikrit er í einni setningu og ætla mér ekki þá dul heldur. En ef ég einfaldlega elti þennan mann, sem ég leik, þá skil ég hann einhvern veginn og einnig ranghugmyndir hans. Allir barnaníð- ingar segja að barnið hafi viljað mök- in. Ég get ekki rengt þá þegar þeir segjast hafa fundið fyrir ást frá barninu. Utanfrá séð eru þetta auð- vitað misskilin skilaboð. En innanfrá er þetta þeirra skynjun og upplifun. Sem leikari sé ég um að leika mann- inn sem lendir í þessu með öllum sín- um ranghugmyndum og réttlæting- um og verð að treysta því að leikritið tali sínu máli og áhorfendur skilji það, hver með sínum hætti.“ Um leikara í erfiðu hlutverki – Að túlka þetta verk og þetta hlut- verk hlýtur að vera erfitt einstigi milli gamanleiks og harmleiks sem þú hefur reyndar sagt í viðtali að séu tvær hliðar á sama hlutnum? „Já, þetta er slíkt einstigi. Ég hef aldrei verið fyrir stóran harm. Allt er í rauninni pínulítið kómískt líka. Auð- vitað er eitt og annað kómískt og kostulegt við það að verða ástfanginn af geit. Harmurinn kemur svo ut- anfrá. Albee hefur þann undirtitil á leikritinu að það sé stúdía um grískan harmleik og þar ganga menn blindir á vit sinna örlaga.“ – Er þetta ekki með erfiðari hlut- verkum sem þú hefur leikið? „Ja, þetta leikur sig ekki alveg sjálft.“ – Hefurðu sjálfur haft nokkur kynni af geitum? „Nei. Neineineinei.“ – Ekki einu sinni af geitaosti? „Nei. Aldrei bragðað hann.“ – En í alvöru, ég hafði á tilfinning- unni eftir að hafa séð þessa sýningu að hún tæki nokkuð á þig – ekki síst undir lokin þegar dramatískt upp- gjörið nær hápunkti? „Á mig?“ – Já, þig. „Eggert Þorleifsson?“ – Já. „Ég veit það ekki. Ég reyni nú að rugla ekki saman sjálfum mér og per- sónunum sem ég leik. En stundum rennur þetta saman. Hitt get ég sagt að ég er miklu þreyttari líkamlega eftir sýningar á Belgíska Kongó. Og það er ekki eins og ég liggi í súrefn- istjaldi eftir sýningar á Geitinni eða þurfi áfallahjálp eða að tala við ein- hvern eða drekka frá mér allt vit til að ná mér niður. Í rauninni er bara hressandi að beita sér svona. Er ekki sagt að það sé orkuaukandi að eyða orku?“ – Þannig að þú ferð bara heim að sofa eftir sýningarnar? „Heim að lesa. Auðvitað tjúnar maður sig upp og notar mikið adr- enalín en það er ekki eins og manni líði illa. Maður þarf bara að vinda of- anaf sér. Ég fell ekki undir þessa klisju að leikarar hangi í karakter- unum eftir sýningar, hangi í fortjald- inu og geti tæplega farið í framkall af því þeir gáfu svo mikið.“ – En hvað um þá klisju að leikarar stýrist margir af hjátrú og vissum siðvenjum fyrir sýningar? Fellur þú undir hana? „Nei. En hins vegar byrjar sýning- in eiginlega um leið og maður vaknar að morgni sýningardags. Allan dag- inn er ég með þetta móment í höfðinu þegar sviðsljósin kvikna og maður verður að toppa á réttum tíma. Þó svo maður sitji á kaffihúsi eða fari í sund. Eina venjan sem ég hef að öðru leyti er að ég hef gaman af því að fara inná svið nokkrum mínútum fyrir sýningu og hlusta á salinn. Oft er einhver dyn- ur í salnum sem peppar mann ansi mikið upp.“ – Ertu nervös fyrir sýningar? „Jaaáá,“ dregur Eggert seiminn. „Ég er farinn að verða það dálítið nú- orðið, án þess ég viti hvers vegna. Frumsýningarskrekk þekkti ég ekki fyrr en síðustu ár. Kannski er það vegna þess að ég hef verið að fá stærri hlutverk og meira er í húfi. Kannski er það líka vegna þess að því betri tökum sem þú nærð á því sem þú gerir þeim mun meiri kröfur ger- irðu til þín. Maður kemst aldrei á þann áfangastað þar sem maður seg- ir við sjálfan sig: Nú er þetta orðið gott. Nú er ég orðinn æðislegur. Og held því bara áfram. Einhvern veginn heldur maður alltaf áfram að byrja á núlli og þá verður erfiðara og erfiðara að standa undir eigin kröfum sem verða æ meiri.“ – Hvernig vinnurðu úr þessu? „Með því að undirbúa mig sem allra best. Það er það eina sem ég get gert. Að vera búinn að setja bolla og skálar undir alla leka þannig að mað- ur hafi allt sitt á þurru.“ Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í Geitinni, þar sem geit kemst uppá milli hjóna: Átök en hressandi…  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 29 Ómetanlegt Gjafaegg til tæknifrjóvgunar Við erum par sem eigum ekki kost á því að eignast barn saman nema með utanaðkomandi aðstoð. Við leitum því að hugulsamri konu sem er tilbúin að gefa okkur egg. Fullum trúnaði er heitið, við komum ekki til með að vita hver þú ert og þú ekki hver við erum. Allur lyfja- og lækniskostnaður verður greiddur af okkur. Ef þú ert yngri en 35 ára, átt a.m.k. eitt barn, heilsuhraust og vilt veita okkur þetta tækifæri biðjum við þig vinsamlega að senda bréf með nafni, aldri og símanúmeri til auglýsingardeildar Mbl. Merkt: „GA-12000“ fyrir 16. nóvember. Við munum biðja lækni að veita bréfi þínu móttöku og hafa samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.