Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Komast Jesper, Kasper og Jónatan upp með að ræna Soffíu frænku án bóta á þeim for- sendum að það sé farið að slá svolítið í hana? Íslendingar fara aðmeðaltali tæplega 6sinnum á ári í bíó, en það gerir okkur að einni mestu bíóþjóð heims. Bandaríska dagblaðið The New York Times gerði kvikmyndaáhuga Íslend- inga að umfjöllunarefni nýlega en þar er því haldið fram að landsmenn fari oftar í kvikmyndahús en aðrar þjóðir. Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri Lands og sona, málgagns Kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, hefur bent á að þó Íslend- ingar fari allra þjóða oftast í bíó, og mun hærra hlut- fall þeirra sjái innlendar myndir en almennt gerist, þá sé markaðs- hlutdeild íslenskra mynda á heimamarkaði óralangt fyrir neð- an öll meðaltöl. Hann segir að Ís- lendingar torgi heilum ósköpum af amerískri iðnaðarframleiðslu, en landsmenn fari ekki í bíó til að sjá íslenska mynd nema í um það bil tuttugasta hvert skipti. Ekki sé þó hægt að kvarta yfir áhugaleysi þjóðarinnar á innlendri fram- leiðslu, rúm 16% landsmanna sæki íslenska mynd hverju sinni að meðaltali og það sé hlutfall sem þekkist hvergi annars staðar. Ásgrímur sagði að á tímabilinu 1995 til 2002 hafi að meðaltali um 19 þúsund manns séð íslensku myndirnar en sé horft á síðastliðin tvö ár sé sú tala lægri. „Í þessum meðaltalsútreikningum er hægt að fá ýmsar niðurstöður eftir þeim forsendum sem maður gefur sér. Sé eingöngu miðað við allra síð- ustu misseri er staðan ekki nógu góð, en á móti kemur að nokkrar myndir eru væntanlegar sem virð- ast líklegar til að ná árangri þann- ig að útlitið gæti breyst á næst- unni.“ Ef miðað væri við íslenskan markað færi gríðarlega hátt hlut- fall þjóðarinnar á íslenskar mynd- ir miðað við aðrar þjóðir. Nefndi Ásgrímur til samanburðar að danskar myndir nytu mikillar vel- gengni á heimamarkaði um þessar mundir, allt að fjórðungur af heild- araðsókn í bíóhúsin þar í landi er á heimamyndir. Slíkar tölur séu langt fyrir ofan íslenska meðaltal- ið, sem undanfarin ár hefur verið um 5%. Ásgrímur bendir á að menn geti líka litið á málið frá öðr- um sjónarhóli. Aðsókn á danska bíómynd er að meðaltali rúmlega 100 þúsund manns, en það heim- fært upp á Ísland jafngildir um 5 þúsund áhorfendum. Það þætti af- ar slakur árangur hér, enda sagði Ásgrímur að viðmiðið væri að mynd sem ekki fær um 20 þúsund áhorfendur valdi vonbrigðum. „Þetta eru fáránlegar kröfur mið- að við stærð markaðarins en um leið skiljanlegar vegna þess að svipað kostar að gera bíómyndir hér og annars staðar og því vilja menn fá sem flesta í bíó. En nær alls staðar annars staðar myndi slík aðsókn teljast bærilega góð,“ segir hann og vísar í því sambandi m.a. til Frakklands þar sem mikill áhugi er á kvikmyndum og þar er hlutfall á heimamarkaði hátt, um 35% „Ef Frakkland væri heimfært upp á Ísland yrðu áhorfendur um 1500 manns að meðaltali. Við erum bara í þessu samhengi að tala um svo ólíkar stærðir. Viðmiðanirnar eru svo skrýtnar hér, þetta virðist meira byggt á einhvers konar skynjun og tilfinningu. Um leið og menn fara að skoða kaldar staðreyndir kemur í ljós að áhugi Íslendinga á íslenskum bíó- myndum er gríðarlegur,“ sagði Ásgrímur. Íslenskar bíómyndir væru í einkennilegri stöðu á heimamarkaði. Þær nytu mikilla vinsælda þegar tölur væru bornar saman við aðrar þjóðir, en vænt- ingarnar væru hins vegar svo miklar að meðalaðsókn væri undir því sem viðunandi gæti talist. Ásgrímur sagði að þeir tímar heyrðu sögunni til að Íslendingar færu á íslenskar myndir í bíó bara af því þær væru íslenskar, „það eru 20 ár síðan ástandið var þann- ig“. Spurningunni um hvort Ís- lendingar væru hættir að hafa áhuga á íslenskum myndum svar- aði hann neitandi. „Það er auðvit- að út í hött að ætlast til þess að all- ar íslenskar myndir fái met- aðsókn,“ sagði hann og benti á að viðmiðið í kvikmyndaiðnaðinum væri gjarnan að ein mynd af hverj- um 10 næði árangri, „það sama hlýtur að vera í gildi hér á landi líka“. Ásgrímur sagði að íslenskir kvikmyndagerðarmenn þyrftu að fara að gera fleiri bíómyndir sem ættu meira erindi við samtímann. „Þegar horft er yfir sviðið má kannski segja að með nokkrum undantekningum hafi myndirnar ekki verið að tala með nógu sann- færandi hætti við kvikuna í sam- tímanum, fjalla um hluti sem fólki finnst koma sér við,“ sagði hann og einnig væri mikilvægt að bæta markaðssetningu myndanna. Sér- staklega þyrfti að leggja áherslu á að ná til yngri aldurshópanna, barna, unglinga og fólks á þrítugs- aldri, en þessir hópar mynda kjarna þeirra sem sækja kvik- myndahúsin reglulega. Einnig benti hann á að það væri knýjandi fyrir íslenska menningu að auka leikið íslenskt sjónvarpsefni. Vilj- inn væri til staðar, vinsældirnar svo gott sem vísar, en það skorti peninga. „Þetta kostar miklar peninga, en ég spyr: Höfum við efni á að sleppa því? Fréttaskýring | Kvikmyndaáhugi á Íslandi Meira erindi við samtímann Um 16 þúsund manns sjá íslenskar bíómyndir að meðaltali Úr kvikmyndinni Börn náttúrunnar. Íslendingar ein mesta bíóþjóð heims  Íslendingar eru ein mesta bíó- þjóð heims, fara tæplega 6 sinn- um á ári í bíó að meðaltali. Um 19 þúsund manns að meðaltali sjá hverja íslenska mynd, en vís- bendingar eru um að aðsókn fari minnkandi. Þannig má benda á að í síðustu viku sáu 134 Nice- land en heildaraðsókn á myndina er 2.747 manns. Á sama tíma hafa alls 16.688 manns séð bandarísku myndina Dodgeball. maggath@mbl.is UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur neitað að afhenda Morgunblaðinu skýrslu Hallgríms Sigurðssonar, yf- irmanns flugvallarins í Kabúl, vegna árásarinnar sem gerð var á íslenska friðargæsluliða 23. október sl. Hið sama á við um önnur gögn sem ráðu- neytið hefur tekið saman vegna málsins, að undanskilinni samantekt sem afhent var á miðvikudag og greint er frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Gunnar Snorri Gunnarsson ráðu- neytisstjóri vísar til þess að sam- kvæmt upplýsingalögum séu gögnin undanþegin upplýsingarétti eða upp- lýsingaréttur takmarkaður. Í samtali við Morgunblaðið vísaði Gunnar Snorri til þess að samkvæmt 4. grein upplýsingalaga tæki upplýs- ingaréttur ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota. Í umræddri grein segir jafnframt að „þó skuli veita aðgang að vinnuskjöl- um ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Þá vísaði hann til 5. greinar og 1. og 2. tölulið 6. greinar upplýsinga- laga. Samkvæmt 5. grein er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögn- um um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðli- legt er að leynt fari, nema sá sam- þykki sem í hlut á. Í þeim töluliðum 6. greinar sem Gunnar Snorri vísaði til er kveðið á um að heimilt sé að takmarka að- gang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „öryggi ríkisins eða varnamál“ eða „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir“. Utanríkisráðuneytið vísar til undanþágu og takmarkana Afhendir ekki gögn SKIPSTJÓRINN á togaranum Svani EA-14 frá Dalvík hafði sam- band við sprengjudeild Landhelgis- gæslunnar á föstudag og lét vita að torkennilegur hlutur hefði komið upp með veiðarfærum skipsins er það var að veiðum út af Austurlandi. Um var að ræða 227 kg sprengju- hleðslu með forsprengju og hvell- hettum úr bresku tundurdufli. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar töldu að tundurduflið skapaði hættu fyrir skipið og áhöfn þess og því var skipstjóranum ráð- lagt að halda þegar til hafnar. Tveir sprengjusérfræðingar fóru um borð í skipið í Neskaupstað þar sem þeir gerðu sprengjuhleðsluna óvirka. Sprengjunni var síðan eytt. Svanur fékk tundurdufl í veiðarfærin ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.