Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Litla kaupkonan í Þúla Þorpið Þúla liggur í norðurátt frá Sanaa. Ósköp venjulegt jemenskt þorp og þegar ég kom þustu sölu- strákar á móti mér. Ég veifaði þeim í burtu og sagðist ekki kaupa neitt að sinni. Veitti athygli ungri stúlku á næstu grösum. Hún var með hijab, höfuðklút, en ekki blæju. Þegar mér hafði af harðfylgi tekist að hrekja strákana á flótta gekk hún til mín og heilsaði. Sagðist heita Fatíma. Hún talaði ágæta ensku og ég spurði hvar hún hefði lært hana. – Ég les og les og æfi mig eins og ég get, sagði hún. Tók undir hand- legginn á mér og sagði: – Má ég bjóða þér að skoða verslunina mína? Svo leiddi hún mig inn í þorpið og bauð mér í verslunina sína. Til að komast í hana klifum við nokkur þrep og þar voru húsakynnin á stærð við tvöfaldan bás í fjósi. Hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. En allt var hreint og öllu snotur- lega raðað. Vöruúrvalið var í hófi, skartgripir, treflar og alls konar slæður var það helsta sem hún hafði í boði. – Ég vona að mér takist að komast í nám, sagði hún. Kallaði á smástráka sem stóðu í hnapp í gættinni og horfðu forvitnir á okkur og bað þá blíðlega að koma með te handa mér. Fatíma sagðist vera fjórtán ára en ég hélt hún væri eldri. Hún var kot- roskin og ófeimin en afar kurteis. – Frænka mín kenndi mér að lesa, sagði hún og bauð mér að setjast á gólfið og láta fara vel um mig. – Hún bjó í útlöndum en var heima eitt sum- ar. Þá var ég ekki nema fimm ára. Svo fékk ég að fara í skóla þegar ég var tíu ára og bað þá kennslukonuna að taka mig í tíma í ensku. Hún ákvað að kenna öllum bekknum ensku og við vorum kát yfir því og hún var ánægð með hvað við vorum námfús. – Af hverju vildirðu læra ensku svona fljótt? spurði ég og var forvitin um þessa unglingsstúlku. Strákarnir komu hlaupandi með tebolla og ég saup á. – Einhvern tíma koma ferðamenn hingað, sagði hún og tók fram nokkra bunka af treflum til að sýna mér. – Eins og þú sérð þegar þú skoðar þig um höfum við margar búðir í þorpinu og seljum silfurgripi og sjöl og alls konar muni sem við gerum sjálf. Svo hampaði hún litlu armbandi,gerðu úr plastperlum, framan í mig og vildi gefa mér fyrir að koma í búðina hennar. – Ég ætla ekkert að kaupa, sagði ég, tók við armbandinu og mátaði það á handleggnum. – Það gerir ekkert til, sagði hún og bætti við: – Já, ég held að ferðamenn komi. Þorpið okkar er fallegt. Þá er gott að kunna ensku. Ég kláraði barnaskólann og mig langar að halda áfram. Þá verð ég að fara til Sanaa í skóla en foreldrar mínir eru fátækir. Frændi minn gaf mér lingvafón og spólur og það er svo lítið að gera – af því að ferðamennirnir eru ekki farnir að koma – að ég get æft mig á hverj- um degi. – Þú ert svei mér dugleg, sagði ég og leit í kringum mig á trefla og sjöl sem hún hafði hengt snyrtilega á snúrur horna á milli í þessu örlitla rými. – Mamma vefur þetta allt saman, sagði hún þegar hún sá hvert ég horfði. – Hún vonar líka að það renni upp þeir tímar að ferðamenn komi. Hún segir að stundum hafi komið heilu hóparnir. Ég var svo lítil að ég man ekki eftir því. – Hvernig datt þér í hug að opna búð svona ein og sjálf? spurði ég og var snortin af þessari stelputrítlu. – Ég hef haft búðina síðan ég var tíu ára, sagði hún roggin. – Mér fannst að ég yrði að hjálpa til. Pabbi minn á land nokkra kílómetra í burtu og við eigum fimmtíu kindur og tutt- ugu geitur í félagi við annan mann í Þúla. Bræður mínir gæta þeirra til skiptis. Ég spurði hvort margir krakkar í þorpinu gengju í skóla. Hún játti því en sá hængur væri á því að oft væri erfitt að fá kennara. – Við og krakk- arnir í Hababah höfum sama kenn- arann. Hún er þar í mánuð og kemur svo hingað. Hún er frá Jórdaníu, fínn kennari og hjálpar mér mikið. Fatíma sagði að sumar stelpnanna gengju ekki í skóla. Hún var ákaflega leið yfir því. – Það er nauðsynlegt fyrir okkur að læra og fræðast, sagði hún full ábyrgðartilfinningar og mér fannst ég vera að tala við miðaldra konu en ekki fjórtán ára telpukorn. Hún sagði að nokkrir krakkarhefðu fengið húsnæði fyrir búð- irnar gegn því að þau gerðu það upp. – Við hjálpuðumst að en sumir voru nú ansi latir. Vinkonur mínar hjálp- uðu mér. Ein þeirra er að opna búð við hliðina á mér. – Er hún líka fjórtán? spurði ég. Hún hristi höfuð. – Hún er ekki nema tólf og er ekki jafn heppin og ég því mamma hennar á svo mörg börn að hún hefur minni tíma til að hjálpa henni við að útvega varning í búðina. Mamma mín er óskaplega dugleg. Stundum situr hún við vef- stólinn fram á nótt. Hún á frænda í Sanaa sem er með búð. Hann kemur öðru hverju og nær í vörur sem hún býr til. Strákarnir úr hinum búðunum voru aftur komnir í gættina til að fylgjast með. Þeir voru ekki hressir yfir því að Fatíma hefði klófest eina útlendinginn sem hafði látið sjá sig í þorpinu í háa herrans tíð. – Þú notar ekki andlitsblæju, sagði ég. – Það er óvenjulegt á þessum slóðum. Hún sagðist ekki ætla að gera það. Þó væri aldrei að vita nema hún setti upp blæju þegar hún gifti sig. Kannski væri það viðkunnanlegra. Eða ef hún færi í ferðalag til Sanaa. Frá Þúla til Sanaa er um 45 mínútna keyrsla. – Ég fór að nota hijab, höfuðklút- inn, þegar ég varð kona, sagði hún. – En af því ég hef lesið Kóraninn þá veit ég að guð ætlast ekki til að við felum á okkur andlitið. Þess vegna nota ég ekki blæju og vinkona mín, sem ætlar að opna búð við hliðina á mér, ætlar ekki að gera það heldur þegar hún verður kona. Hún hefur ekki lesið Kóraninn en ég sagði henni frá þessu. – Og þér þykir ekkert óþægilegt að allir strákarnir sjái á þér andlitið, sagði ég. – Nei, nei. Þetta er svo lítið pláss, Þúla, og ég kæri mig kollótta, sagði Fatíma hlæjandi. – Strákarnir og ég erum vinir og ekkert feimin hvert við annað. – Þér er ekki fisjað saman, Fatíma, sagði ég og dáðist að því hvað þessi litla og borginmannlega manneskja var staðráðin í að spjara sig. – Ég hef líka hugsað um eitt, sagði hún. – Þegar ferðamennirnir koma gæti verið að þeim fyndist óþægilegt að sjá mig með blæju. Sumir segja að það fari í taugarnar á útlendingum og það gæti verið vont fyrir viðskipt- in. Ég sneri mér aðeins frá til að húnsæi ekki að ég gat ekki varist brosi. Svo bætti hún við glaðbeitt: – Já, það er fleira sem ég ætla að segja þér. Ég á frænku sem er frá Habab- ah. Hún var alger námshaus. Fyrir nokkrum árum kom þangað maður frá Sviss sem var mjög ríkur. Hann var á ferðalagi um Jemen. Honum var sagt frá þessari frænku minni og hvað heldurðu að hann hafi gert? – Ja, nú veit ég ekki. Kannski styrkt hana til náms? sagði ég. Fatíma brosti út að eyrum. – Já, hvernig datt þér það í hug? Það var einmitt það sem hann gerði. Svisslendingurinn fékk samþykki foreldra hennar og nú hefur stúlkan verið í Sanaa í fimm ár og fer í há- skólann næsta ár. Hún býr hjá frændfólki sínu og kemur heim einu sinni í mánuði. – Hún ætlar að læra verkfræði og byggja vegi og brýr þvers og kruss. Þetta þykir mér stórkostlegt. Hugs- aðu þér ef ég gæti orðið verkfræð- ingur, nú eða kannski læknir. – Já, það væri ekki amalegt, sagði ég. – Og hann borgar? – Já, hann sér um þetta allt saman. Hann hefur ekki komið aftur til Jem- ens en sendir peninga til skólans og þeir sjá um að hún hafi allt sem hún þarf. – Svo þú vonar kannski að hingað komi einhver efnaður útlendingur og frétti af því hvað þú ert klár stelpa, sagði ég og reis upp úr óþægilegum stellingum með nokkrum erfiðismun- um. Andlit hennar ljómaði upp: – Já, en ætli það gerist? Ég þori ekki að láta mig dreyma um það. Er það ekki óhugsandi? Ég vissi það ekki. En ég sagði henni að ef guð lofaði kæmi ég tveim- ur mánuðum síðar með hóp Íslend- inga. – Þá skal ég sýna þeim búðina þína og hvetja þá til að kaupa af þér. Hún stökk á fætur og varð aftur fjórtán ára í fasi. En sagði jafn hæv- ersklega og áður: – Ég vissi það! Það koma útlendingar. Og þeir kaupa kannski af mér. Svo tók hún um hönd mína og kyssti hana mörgum sinnum. Ég kippti að mér hendinni í hreinustu vandræðum með hvernig ég ætti að bregðast við þessari ungu og einlægu gleði. Ég sé fyrir mér þessa litlu, sköru- legu manneskju sem situr með lingvafónnámskeiðið í örlitlu búðinni sinni á meðan hún bíður eftir ferða- mönnunum. Ljósmynd/Jóhanna Hin fjórtán ára gamla Fatíma rekur verslun í þorpinu Þúla og vonast til að komast í nám seinna meir. Arabíukonur – samfundir í fjórum löndum eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur kemur út hjá Máli og menningu. Bókin er myndskreytt og 245 bls. að lengd. Ungar skólastúlkur í Oman hafa tekið tæknina í sínar hendur.Hirðingjar frá Wahibi við strendur Oman. Götumynd frá Damaskus á Sýrlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.