Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hæla, 8 yrkir, 9 koma undan, 10 málmur, 11 ljósfæri, 13 dýrið, 15 mannsnafns, 18 sjá eftir, 21 of lítið, 22 digra, 23 veldur ölvun, 24 sjáv- ardýrs. Lóðrétt | 2 snákar, 3 dimm ský, 4 minnast á, 5 grafa, 6 saklaus, 7 fornafn, 12 málmur, 14 blása, 15 skurður, 16 svínakjöt, 17 slark, 18 drengur, 19 prest, 20 grein. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gikks, 4 fegin, 7 turni, 8 óglöð, 9 gær, 11 nusa, 13 kurr, 14 nudda, 15 garn, 17 ljót, 20 kró, 22 fífan, 23 löður, 24 asnar, 25 terta. Lóðrétt | 1 gætin, 2 korgs, 3 seig, 4 flór, 5 guldu, 6 næðir, 10 ældir, 12 ann, 13 kal, 15 gifta, 16 rófan, 18 jaðar, 19 torga, 20 knýr, 21 ólöt. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Ídag, 7. nóv- ember, er níræður Er- lingur Dagsson, Barðavogi 24, Reykjavík, fyrrver- andi aðalbókari hjá Vegagerð ríkisins. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í dag milli kl. 16– 18 að Skipholti 70. Gullbrúðkaup | Í dag, 7. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Hjalti Bjarnason, Litlagerði 7, Hvolsvelli. Afkomendur þeirra eru nú 19 talsins. Guðrún og Hjalti verða að heiman í dag. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Bb7 14. d5 Bc8 15. b3 Bd7 16. Hb1 Hfc8 17. Bd3 g6 18. Rf1 Rh5 19. Be3 Db8 20. g4 Rg7 21. Rg3 Rb7 22. b4 Rd8 23. De2 f6 24. a4 Rf7 25. Ha1 Db7 26. axb5 axb5 27. Rd2 Bd8 28. Rb3 Re8 29. Kh2 Rc7 30. Ra5 Db8 31. Hec1 Ra6 32. Hxc8 Dxc8 33. Bxb5 Dc3 34. Hc1 Bxb5 35. Dxb5 Dxb4 36. De8+ Kg7 37. Rc6 Db7 38. Rh5+ gxh5 39. gxh5 Rg5 40. Rxd8 Db8 Hinn fjórtán ára Sergey Karjakin (2576) tefldi á sjötta borði fyrir lið ólympíumeistara Úkraínu. Hann fékk 6½ vinning af 7 mögulegum sem þýddi að hann náði hæsta stigaárangri á mótinu sem samsvaraði 2.929 stigum! Þetta er ekki ónýtt fyrir fjórtán ára gutta en hér hafði hann hvítt gegn búlgarska alþjóðlega meistaranum Julian Radulski (2501). 41. Re6+! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 41... Rxe6 42. h6# og 41... Kh6 42. De7. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Tónlist Hallgrímskirkja | Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur sálumessur Faurés og Durufl- és á allra heilagra messu. Einsöngvarar eru Ísak Ríkharðsson drengjasópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Magnús Baldvinsson bassi. Inga Rós Ing- ólfsdóttir leikur á selló og Mattias Wager á orgel. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Seltjarnarneskirkja | Einsöngv- araprófstónleikar Nýja Tónlistarskólans. Söngkonurnar Anna Margrét Óskarsdóttir messósópran og Anna Jónsdóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Lindita Ótt- arsson sópranar flytja fjölbreytta dagskrá kl. 17. Myndlist Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir opnar sýninguna „Landslag“ í Kunstraum Wohnraum kl. 11. Sýningin stendur til 28. janúar 2005 og verður op- in á fimmtudögum frá 15–17 og eftir sam- komulagi. Sýningin er ekki styrkt af Landsvirkjun. GUK + | Þýski myndlistarmaðurinn Man- fred Kirschner opnar sýningu sína „a star is born“ í sýningarrýmum GUK+ kl. 14 á Selfossi og á Akureyri og kl. 15 í Dan- mörku og Þýskalandi. Skemmtanir Víkingur | Kvennakvöld Víkings verður haldið laugardaginn 13. nóv. nk. í félags- heimili Víkings, Víkinni. Gleðin hefst með fordrykk kl. 19 og kostar miðinn 3.500 krónur. Miðapöntun á kvennakvoldvikings- @visir.is. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vikingur.is og hjá Hjördísi í s. 8917090. Íþróttir Félagsheimilið Garðatorgi 7 | Huginn, fé- lag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, stendur fyrir hraðskákmóti milli 13 og 16. Mótið fer fram í félagsheimilinu að Garða- torgi 7. Teflt verður eftir Monrad kerfinu og verður hver skák 5 mín. Þátttökugjald er 500 kr. og eru vegleg verðlaun í boði frá Mál og menningu. Bækur Þingborg | Menningarhátíð Hugverks sunnlenskra kvenna verður haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar Vængjatök – hugverk sunnlenskra kvenna. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3 daga námskeið fyrir stafrænar myndavélar 9.–11. nóv- ember kl. 17–20. Farið ítarlega í stillingar vélarinnar og ýmsir möguleikar hennar út- skýrðir; ljósop, hraði, White Balance, ISO, pixlar ofl. Tekið verður fyrir myndataka, myndbygging, tölvumál ofl. Skráning og nánari uppl.á www.ljosmyndari.is. Fyrirlestrar Gigtarfélag Íslands | Fræðslufundur um gigtarfætur og skóbúnað verður haldinn mánudagskvöldið 8. nóvember kl. 20 á Hótel KEA, Akureyri. Fyrirlesarar verða þeir Ingvar Teitsson gigtarlæknir og Lárus Gunnsteinsson sjúkraskósmiður. Kaffiveit- ingar. Félag íslenskra veðurfræðinga | Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi flytur erindi á morgun mánu- dag kl. 12 í Lögbergi 103 um heimskautin, hafið og framtíðina. Húsið Eyrarbakka | Þorvaldur Friðriksson fjallar kl. 15 um skrímsli að fornu og nýju í íslenskri þjóðtrú og náttúruvísindum. Áhersla verður lögð á skrímsli á vatna- svæði Ölfusár og meðfram ströndinni til Þjórsár, sem eru eitt mesta skrímslasvæði landsins. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivist ætlar að nota styrk úr starfsmenntaráði til að fræða fararstjóra félagsins og gera þá hæfari til að starfa fyrir félagið. Í vetur er áætlað að halda mörg námskeið. Nám- skeiðin eru auglýst á www.utivist.is. Þau verða haldin í húsakynnum Útivistar að Laugavegi 178. Nauðsynlegt að skrá sig. Fundir Iðnó | Opinn fundur Skipulagsfræðinga- félagsins um stöðu og þróun skipulags- mála á Íslandi á mánudag. Erindi flytja Ás- dís Hlökk Theodórsdóttir starfandi skipulagsstjóri ríksins, Salvör Jónsdóttir sviðsstjóri skipulags– og byggingarsviðs Reykjavíkur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi í Árnessýslu. Mennta- og menningarsamtök Íslandsog Japans (IJCE) stóðu nýlega fyrirráðstefnu hér á landi, þar sem fulltrú-ar beggja þjóða ræddu bæði vistvæna nýtingu sjávarins og stöðu kynjanna í löndunum. Þessi ráðstefna er hluti af samstarfi sem ríkir milli nemenda í löndunum, en IJCE stendur einnig fyr- ir öflugum nemendaskiptum og árlegum ráð- stefnum í báðum löndum. Tilgangur ráðstefnanna og nemendaskiptanna er að efla tengsl Íslands og Japans. Loftur Þórarinsson, formaður Koohii Bureeku, nemendafélags japönskunema við HÍ og ritari Menningar- og menntasamtaka Íslands og Japans, segir nemendaskiptin gegna mikilvægu hlutverki til að auðga skilning milli þessara ólíku þjóða. „Nemendaskiptin hófust í ársbyrjun 2003 að frum- kvæði Takaya Sato, japansks háskólanema í Was- eda-háskólanum í Japan,“ segir Loftur. „Takaya kom til Íslands með sjö manna hópi sem heimsótti landið vegna ráðstefnu á vegum Mennta- og menn- ingarsamtakanna. Samstarfið má þó rekja aftur til ársins 2002 þegar Takaya stofnaði Mennta- og menningarsamtökin.“ Hvernig er svona nemendaskiptum háttað? „Nemendaskiptunum er þannig háttað að snemma á ári hverju býðst íslenskum háskólanem- um að sækja um til Íslensk-japanska félagsins. Umsækjendur skrifa stutta ritgerð um tengsl sín við Japan og hvaða gagn þeir gætu haft af nem- endaskiptum sem þessum. Með hliðsjón af þessum ritgerðum eru síðan þátttakendurnir sem eru 6–8 valdir.“ Hvað fær fólk út úr svona skiptum? „Ef útlista á það sem fólk fær helst út úr nem- endaskiptum sem þessum mætti helst nefna þá innsýn sem þátttakendur fá inn í samfélag hvorir annarra. Það að hýsa Japana er mjög lærdómsríkt. Siðir þeirra eru um margt líkir okkar siðum en jafnframt gjörólíkir í alla staði. Sú reynsla sem þátttakendur geta öðlast á sviði skipulagningar og samskipta við hina ólíku geira íslensks samfélags mun einnig óneitanlega koma að notum síðar á lífs- leiðinni. Einnig hlýtur það að koma þeim þátttak- endum sem stefna á nám í Japan að góðum notum að eiga einhvern að í landi sem er í tæplega 9.000 km fjarlægð frá Íslandi.“ Hvað hafa Japanir að kenna Íslendingum? „Það er viss heimspeki að veita hlutum í kring- um okkur athygli og kunna að meta margt sem við stundum tökum ekki eftir. Það er ákveðinn skiln- ingur á fegurð í japönsku samfélagi og þeir bera virðingu fyrir hlutum sem við tökum sem gefnum. Ég held að hægt sé að segja að menn læri mikið um sjálfa sig, þegar þeir upplifa framandi menn- ingu.“ Nemendaskipti | Íslenskir nemendur sækja stúdentaráðstefnu í Japan Getum lært margt hver af öðrum  Loftur Þórarinsson er fæddur í Reykjavík árið 1983. Loftur lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, nýmálabraut. Þá hóf hann nám í japanskri tungu og menningu við Háskóla Íslands í haust. Næstkomandi haust stefnir hann á áframhaldandi nám í japanskri tungu og asísk- um fræðum við háskóla í Tókýó. Loftur er formaður Koohii Bureeku, nemenda- félags japönskunema við HÍ, og ritari Menn- ingar- og menntasamtaka Íslands og Japans. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að búa sjálfum þér öruggt skjól á heimilinu. Allir verða að hafa einhverja kjölfestu í lífinu. Þú þarft að geta gengið að einhverju vísu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er ekki hægt að neita því að tími mikilla umbreytinga er runninn upp hjá nautinu, til að mynda vegna flutninga eða nýrrar vinnu. Láttu þig fljóta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það skiptir miklu að þú áttir þig á því hvað þú vilt fá út úr lífinu. Þegar þú veist það muntu eiga betra með að stefna að því. Hægara sagt en gert. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert að byrja þrjátíu ára tímabil þroska og lærdóms. Síðasta skeið af þessu tagi hófst 1980–1981. Manstu dag múrmeldýrsins? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vendu þig við það að veröld þín þarfnast hagræðingar og nið- urskurðar. Þú þarf að láta af hendi eigur, sleppa gömlu starfi, sam- böndum og öllum sólgleraugunum þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu tilhugsunarinnar um það að tekjur þínar munu aukast á þessu ári. Það þýðir að þú munt eyða meiru líka, en þér er það ekki á móti skapi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tími uppskerunnar er runninn upp. Ef þú setur niður freyjubrá færðu freyjubrá. Ef þú setur niður lauk, færðu lauk. Þetta gildir um allt í líf- inu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Næstu ár verða þýðingarmikil. Það er mikilvægt að læra að deila auð- æfum sínum og velgengni með öðr- um, einkum þeim sem minna mega sín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Aukin tækifæri til ferðalaga og menntunar munu gleðja bogmanninn á næstu misserum. Byrjaðu að pakka niður í töskur og vertu viðbú- inn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur sýnt að þér er lagið að lifa af litlu, í raun herðir það þig frekar en hitt. Því sjálfstæðari sem þú ert, því meira ertu sjálfri þér nóg, fröken geit. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aðstæður á vinnustað eru hreinlega yfirþyrmandi um þessar mundir. Þú ert ekki viss um að þú náir að kom- ast yfir allt. Haltu áfram og láttu lít- ið á þér kræla. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar að vita hvað þú átt að leggja fyrir þig í þessu lífi. Hvað þarftu að gera til þess að láta hjart- að lifna við? Nú er tíminn til þess að íhuga það. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Djúpt innsæi þitt í óræðari hliðar tilverunnar gerir þér kleift að skara fram úr öðrum. Þú sérð það sem öðrum yfirsést. Rannsóknarverkefni hellast yfir þig sakir eðlislægrar forvitni og þú átt auðvelt með að tileinka þér nýjar aðferðir. Áskoranir heilla þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.