Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 27
isins við garðinn A’damse Bos og bakhliðin sambyggð GGD og HVO, sem er félags- og heilsuþjónusta fyrir dópista og útigangsfólk og gistiskýli. Hann stingur sér inn í GGD og fær sér nokkrar nálar og askorbín. Fer út aftur, stendur kyrr á stéttinni og horfir inn í garðinn. Þetta er stór skrúðgarður með síkjum, gönguleið- um, íþróttaaðstöðu og fjölbreyttu dýralífi. Undir trjánum spölkorn fyr- ir innan hliðið hangir hópur manna, flestir svartir. Þarna eru þeir. Brian í Bijlmer Hann sest á bekk rétt við inngang- inn á garðinum. Það er heitt í júlí- sólinni, svo hann tekur af sér bakpok- ann og fer úr peysunni. Setur bakpokann strax á sig aftur. Hann situr kyrr og lítur í kringum sig. Horfir rannsakandi á fólkið innar í garðinum. Sumir halla sér upp að trjástofnum. Sumir sitja eða liggja í grasinu. Aðrir eigra einhvern veginn um bograndi eins og þeir séu að leita að einhverju, týpísk hegðun í krakk- flassi, hvernig sem á því stendur. Hann horfir. Og bíður. Hann veit ekki nema allt sé breytt. Eru ein- hverjir eftir af þeim sem hann skipti við? Sér hann eitthvert þekkt andlit? Nei. Hann fylgist með þeim sem eru á rölti. Hvert fara þeir? Hverjir skyldu vera á útkikki? Hjá hverjum er verið að kaupa? Hann er undarlega rólegur þótt hann finni fyrir vaxandi ókyrrð einhvers staðar djúpt inni í sjálfum sér. Hún hefur enn ekki brotist fram. Og þessi kennd er um leið einhvern veginn óraunveruleg. Aðdragandinn er hægur, einkennilega seinlátur. Og þó þrunginn næstum óbærilegri spennu. Bráðum. Eftir þennan langa tíma. Fallið er löngu komið. Og vand- lega undirbúið. Og samt ekki komið. Hann situr kyrr og horfir rannsak- andi augum á fólkið inni í garðinum. Einhvers staðar hérna, milli hans og fólksins í garðinum, liggja landamær- in ósýnilegu. Enn hefur hann ekki stigið inn fyrir þau. En þau koma á móti honum. Út undan sér greinir hann mann koma gangandi í áttina til sín. Þetta er hávaxinn maður, grannur og slána- legur í göngulagi í móbrúnum kamúflasbuxum og svartur adidas- hettujakki flaksast þegar hann sveifl- ar handleggjunum. Hann er svartur, nær snoðaður með örsmáar fléttur og digra gullkeðju um hálsinn, og und- arlega stór uppglennt augu. Og allt í einu kemur hann kunnuglega fyrir sjónir. Maðurinn stikar rakleitt að honum gleiðbrosandi, snarstoppar og ávarp- ar hann með bijlmer-nafninu: Brian – Brian – jonge – jonge! Hann lítur upp. Í þessu hverfi gengur hann undir nafninu Brian. Það kom reyndar til fyrir misskiln- ing. Hann skipti einu sinni mikið við díler sem kallaði sig Brian, og var þá alltaf að leita að Brian. Hvar er Brian, veistu eitthvað um Brian? spurði hann. Og svo festist nafnið við hann sjálfan. Hann hirti aldrei um að leið- rétta það. Hví skyldi maður ekki heita Brian í Bijlmer? Þetta er Angel, rúmlega þrítugur díler sem vann sig upp úr að vera gopher fyrir aðra og tókst að verða einn af þeim stærstu. Brian, maður, segir hann. Ertu bara kominn? Það er aldeilis kominn tími til? Hvað er að ske, maður? Hann heilsar Brian að súrínömsk- um sið, hnefi í hnefa og svo slær hvor um sig létt og snöggt í eigin hjarta- stað. Svo snardettur af honum brosið. Hvað ætlar þú að fá? Brian er ekki vinur, aðeins við- skiptavinur. Fleðulætin í upphafi eru fljót að hverfa. Hann stendur upp og segist ætla að fá todoni bori oy doni-doni dumuri – maatji ay hebbe firdoni: ashe – og réttir fram fjörutíu evrur í fjórum seðlum sem eru brotnir saman eftir endilöngu og svo aftur lóðrétt. Þetta er venjan svo að seðlarnir séu ekki óþarflega sýnilegir. Hann talar súrínömsku við Súrín- amann og hefur uppskorið ákveðna virðingu fyrir bragðið, þó svo hann skilji ekki mikið. Hann hafði beðið um tuttugu af krakk-kóki og tvær tíu- evru-kúlur af heróíni. Og bætt við að hann sé með fjörutíu evrur, vinur. Súrínaminn sýnist brosa svo að skín í gulltennurnar, en svo tekur hann út úr sér þrjár litlar kúlur fastsúrraðar í plast. Brian tekur við þeim og sér eldsnöggt að þetta er brúnt heróín og kókmoli. Angel þakkar fyrir með virktum, enda eru Súrínamar mjög kurteisir, og er horfinn inn í garðinn. Hópur undir trjánum er farinn að raða sér upp í einhvers konar biðröð hjá ung- um manni sem trúlega er smali hjá Angel. Brian skimar eftir lúkkátun- um, og sér einn á hjóli að gaufast hjá GGD og annan á bekk skammt frá. Sennilega er töluvert dóp falið ein- hvers staðar í lággróðrinum, tilbúið þegar Angel klárar sitt. Og svo er væntanlega þriðji maðurinn sem tek- ur peningana, þótt hann sé hvergi sýnilegur. Kominn heim Nú steypist fíknin yfir Brian og hann svipast um eftir prívatstað. Hann man eftir bílastæðahúsi og gengur rakleitt þangað. Hann sest fyrir aftan bíl til að fá frið og nú hefst vandlegur undirbúningur æfðum höndum. Fyrst opnar hann dagblað og hefur á hnjánum. Svo kveikir hann sér í sígarettu og reykir ákaft til að fá ösku. Þá tekur hann af sér bakpok- ann og tínir fram græjurnar. Leggur beispípuna við hliðina á sér, fyllir hana af ösku upp að brún og setur kókmolann ofan á. Þetta er soðið kók eða krakk. Næst kemur tóm kókdós með stóru gati á hliðinni. Í hana eru settir nokkrir steinar og botninn lát- inn snúa upp. Því næst opnar Brian aðra plastkúlu með naglaklippum, lætur heróínið varlega í dældina á dósinni, bætir við helmingi minna af askorbínsýru og 12 dropum af skot- vatni og litlum bómullarhnoðra. Hrærir í með pumpunni á sprautu- hylkinu og maskar molana. Tekur upp kveikjara og stillir á hæsta loga og bregður loganum inn í dósina. Drullupollurinn byrjar að sjóða, og þegar hann er orðinn að tærum vískí- gulum vökva, sýgur hann upp í dæl- una og bætir við hálfum millilítra af vatni til að brenna sig ekki. Nú þarf að ganga frá öllu vandlega í bakpok- anum aftur svo að engin ummerki sjáist. Þetta hefur tekið örfáar mín- útur. Kannski fimm. Það er orðið erf- itt að finna æð, og hann byrjar á að sveifla vinstri handleggnum í ótal hringi til að fá blóðið af stað. Ólin er hert, það kemur blóð inn í dæluna. Þetta er að takast. Sprautan tæmd, smá sótthreinsipúði settur á og ermin niður. Gengið frá sprautunni í pok- ann. Allt er á sínum stað, svo að hann þrífur pípuna, kveikir í og reykir kók- molann í einum smók áður en skotið kemur, og stingur pípunni í vasann. Allt horfið nema kveikjarinn í hend- inni. Og gamalkunnugt flæðið gýs um hann allan eins og sprenging – og hann er út úr heiminum. Ef einhver á þarna leið um sér hann ekkert nema mann sem hallar sér aftur með blað á hnjánum. Engin ástæða til að halda að hann sé að brjótast inn í bíl. Engin ástæða til annars en að láta hann afskiptalaus- an. Eftir þrjár til fimm mínútur linast heróínflæðið – seinni hluti spídbolls- ins líður út í líkamann og Brian kem- ur hægt aftur inn í vídd mannheima, – fullkomlega fylltur kyrrlátri ánægju, algerlega afslappaður. Og svo þessi einkennilegi örlitli kvíði og ótta- kennd. Hann er kominn heim. Landamærin ósýnilegu hafa lokast. Eftirmál eftir Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson kemur út hjá JPV-útgáfu. Bókin er 216 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 27 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa It’s how you live
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.