Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 18
Arabíukonur Salma Ég labbaði út að hraðbrautinni frá Kurum og húkkaði leigubíl. Hann keyrði mig niður á bensínstöð þar sem við Salma al Riyami hjartalækn- ir höfðum mælt okkur mót. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að kom- ast leiðar sinnar í Múskat ef maður er ekki því betur heima því húsa- merkingar eru með öðrum hætti en við eigum að venjast. Borgin er afar dreifð og fjarlægðir miklar. Salma hafði útskýrt fyrir mér hvar hún byggi en ég fékk engan botn í það. Á endanum bauðst hún til að sækja mig á bensínstöð í hverfinu. Hún kom von bráðar akandi á Bensinum og það tók drjúga stund og heilmikla króka að komast í ein- býlishúsið hennar. Allt bar vott um að húsráðendur væru sterkefnaðir. Leðurklædd húsgögn, listaverk á veggjum og dýrindis teppi á gólfum. Hún bauð mér í litla stofu inn af að- alstofunni. Salma er náfrænka þingkonunnar Rahilu Rannveigar. Hún er yngri en þingkonan, hæglát og fíngerð í útliti. Hún bar appelsínugula slæðu um hárið. Sniðið á slæðunni og liturinn var eftir nýjustu tísku. – Fjölskylda mín kennir sig við Grænafjall, sagði hún þegar við höfð- um komið okkur fyrir í þægilegum stólunum. – Við erum ættuð þaðan. Fjölskylda mín er mjög fjölmenn og virt í landinu. Ég sagðist hafa hitt mann með þessu nafni í gamla daga. Hann hefði unnið hjá upplýsingaráðuneytinu þá en síðan hefði ég lítið af honum spurt. – Já, sagði hún og brosti dauflega þegar hún heyrði nafnið. – Og ekki orð um það meir. Seinna frétti ég að viðkomandi náungi hefði lent í peningaleiðindum og væri ekki vel séður hjá sómakæru fólki. Salma var send til náms í Egypta-landi og hélt síðan áfram há- skólanámi í læknisfræði þar eins og alsiða var áður en háskólinn í Múskat var settur á laggirnar. Hún tók fram að nú væru tveir einkaháskólar komnir til sögunnar, einn í bænum Suhar og annar inni í Nizwa, höfuð- borg frá fyrri tíð. Salma kynntist mannsefninu sínu í Egyptalandi og þau trúlofuðu sig þegar hún var sautján ára og giftu sig fimm árum seinna. Hann var einnig við nám í læknisfræði. Þau hjónin fóru í framhaldsnám í blóð- rannsóknum í Skotlandi en sneru síð- an heim til Ómans. – Ég er fædd á Zanzibar, gekk í skóla í Egyptalandi, fór í framhalds- nám til Skotlands. Hvað sem því líður eru rætur mínar í Óman, sagði hún einbeitt. Þjónustustúlka frá Sri Lanka bar okkur te, appelsínur og döðlur. Salma tók ekki niður höfuðklútinn þótt við værum komnar heim til hennar. Ég spurði um ástæðuna. – Vegna þess að hinn starfsmað- urinn á heimilinu er karlmaður og er ekki farinn heim. Ég tek ekki niður slæðuna meðan karlmaður utan fjöl- skyldunnar er í húsinu. Hún hélt að mér góðgerðunum og beindi tali sínu að klæðaburði fólks. – Þið vitið ekki alltaf hvað að baki býr, sagði hún. – Menn skyldu ekki láta það villa sér sýn um konur hér eða hvar sem er meðal araba. Áður var meiri tilhneiging til að taka upp vest- rænni háttu en hún hefur dofnað. Það er ekki vegna þrýstings frá hin- um eldri. Unga fólkið finnur hjá sér þörf til að endurvekja hefðir. Þið grípið þetta á lofti og fullyrðið að bókstafstrúarmönnum sé að vaxa fiskur um hrygg. Það er ekki rétt. Vestrænar tískusveiflur eru einfald- lega á undanhaldi og við erum farin að skilja að hverri þjóð og í þessu til- felli arabísku bræðraþjóðinni ber að halda sínum siðum og sérkennum. Fólk sér konu með slæðu og afgreiðir hana sem eitt af þrennu: ómenntaða, ofsatrúaða eða fáfróða. Án þess að hugsa meira um það. Þið sjáið arab- íska konu í gallabuxum og ályktið samstundis að hún hljóti að vera frjálslynd og framsækin nútímakona, eins og það er kallað á Vesturlönd- um. Það er varhugavert að alhæfa. Því staðreyndin er að arabískar kon- ur hafa breytt mjög um klæðaburð síðustu áratugina. Það kemur trúnni ekki hætis hót við en við viljum með því leggja áherslu á sérstöðu okkar og erum ekki feimnar við að segja öll- um að við erum arabískar konur og stoltar af því. Þegar ég var að læra í Egyptalandi fyrir tuttugu og fimm árum var algengara að stúlkur klæddu sig að vestrænum hætti. Nú finnst þeim einfaldlega smart að nota slæðurnar enda eru þær orðnar fjöl- breyttar og sumar ljómandi snotrar. Ég býst við að þú hafir tekið eftir því að það er tíska í þessu eins og öðru. Ég samsinnti því og mér fannstnærtækt að spyrja hvort hún hefði notað höfuðklút frá því hún komst á kynþroskaaldur. Hún hristi höfuðið. – Því var ekki haldið að mér. Móðir mín lét mig sjálfráða um það sem unglingur. Margar vinkonur mínar ákváðu að setja upp slæðu þegar þær fóru að hafa blæðingar. Þið verðið að athuga að þetta er merki um kven- leika í okkar hugum. Þegar stúlka setur upp slæðu er hún orðin kona. Það er horft á hana þannig. Hún verður eggjandi í augum karla. Ég setti upp slæðuna þegar ég byrjaði á blæðingum ellefu ára gömul. En mér fannst þetta bara eitthvert ytra tákn sem skipti engu máli og hætti að hafa slæðu í mörg ár. Ég var í stuttum pilsum eða gallabuxum eða því sem mér datt í hug. Meðan við vorum í Skotlandi í framhaldsnámi leitaði á huga minn að nota slæðu. Mér fannst óþægilegt hvað menn horfðu á mig. Arabískir karlar þekkja mörkin og abbast ekki upp á konu sem ber slæðu. Svo var allur þessi áróður gegn aröbum sem hleypti í mig kergju. Ég ákvað eftir langa um- hugsun að ég vildi setja upp slæðu og gerði það. Við bjuggum í Glasgow sem á að teljast alþjóðleg borg. Ég gerði mér samt ekki ljóst hvað þetta fór mikið í taugarnar á fólki. Ég varð fyrir því að krakkar kölluðu ókvæð- isorð á eftir mér og „múslimakelling“ var eins og hvert annað gæluorð mið- að við það sem ég fékk að heyra. Stundum var kastað í mig grjóti. Þarna áttu börn og unglingar í hlut en hvaðan höfðu þau skoðanir á því hvort og hvernig ég væri nema af því að þau höfðu heyrt talað heima hjá sér? Ég hélt mínu til streitu en ég tók þetta nærri mér. Indverskar konur klæddust sínum sarífötum, aldrei var blakað við þeim. Við getum varla neitað því að útlendingaandúð beinist meira gegn múslimum en fólki af öðr- um trúarbrögðum og kynþáttum. – En maðurinn þinn, sagði ég. – Hvaða skoðun hafði hann? – Við ræddum þetta í bróðerni. Ég sagði honum að með klútnum vildi ég segja hvaðan ég væri og skammaðist mín ekki fyrir það. Ekki af því að ég væri trúuð og ég var heldur ekki íhaldssamari en gengur og gerist. Maðurinn minn var ekki sáttur við áform mín en hann sagðist ekki skipta sér af þessu ef ég vildi þetta. Ég met það mikils hvað við höfum alltaf átt vandræðalaus samskipti. Við tölum saman um það sem okkur liggur á hjarta. Við erum ekki alltaf sammála en virðum sjónarmið hvort annars. Hún brosti glettnislega og klykkti út með því að segja: – Þetta er orðið hunangssætt. Við skulum bæta við að það sé alla vega oftast þannig. Svo horfði hún athugul á mig. – Þú mátt ekki halda að ég hafi verið baldin sem ung stúlka þótt ég hafi ekki borið slæðu. Ég lagði mig eftir því að rækja trúna og koma fram eins og mælt er fyrir um. Ég fór að fasta á ramadan þegar ég var ell- efu ára og bað daglega. Ég ólst upp á Zanzibar, eins og ég nefndi, og seinna tóku við Egyptalandsárin. Þá voru fáar stúlkur með slæðu um hár- ið en arabískar stúlkur hafa samt aldrei klætt sig glannalega. Það yrði ekki liðið. Ég sagði að mig langaði að spyrjahana um hver væri almenna reglan þegar hjón skildu. Hvort for- eldra fengi börnin? Flestir á Vest- urlöndum hefðu á tilfinningunni að móðirin hefði þar ekkert til málanna að leggja. – Það ríður á að kynna sér málin, sagði hún. – Venjan er sú að börn eru hjá móðurinni til sjö eða átta ára ald- urs ef foreldrarnir skilja. Jafnvel lengur. Langoftast vill faðirinn fá syni til sín um tólf ára aldur. Það eru engin lög um þetta og foreldrarnir verða að ná samkomulagi. Mágkona mín sem er fráskilin hefur öll börnin sín og ég sé ekki bóla á neinu um að það breytist. Hún býr ein með þau og þau umgangast föður sinn eins og um var samið þegar þau skildu. Það er gömul grýla að staðhæfa að karlmað- urinn eigi sjálfkrafa rétt í þessu og rífi börnin með ofsa úr faðmi móð- urinnar. Sjálfsagt getur það komið Bókarkafli – Á Vesturlöndum er iðulega dregin upp einsleit mynd af konum í arabískum samfélögum – þær eru kúgaðar, ómenntaðar og ganga allar með slæðu eða hulið andlit. Jóhanna Kristjónsdóttir hefur dvalið langdvölum í Austurlöndum og kynnst lífi arabískra kvenna vel, en hún sýnir í bók sinni, Arabíukonur, að líf þeirra sem þar búa er langt í frá einsleitt. Konurnar í bókinni búa í fjórum Austurlöndum, Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen. Við kynnumst tveimur þeirra, Sölmu al Riyami, hjartalækni í Óman, og lífi ungu athafnakonunnar Fatímu í Jemen. Gamli og nýi tíminn mætast í Sana. Markaður í Jemen. Körfurnar eru úr gömlum hjólbörðum. Morgunblaðið/Jóhanna Salma al Riyami, hjartalæknir í Óman. 18 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.