Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ T íu ár eru liðin síð- an fyrstu kon- urnar gengu í gegnum með- göngu, fæðingu og sængurlegu innan MFS-ein- ingarinnar á kvennadeild Landspítalans. Alls eru MFS-börnin nú orðin nálægt 2.500, að sögn Sig- urborgar Kristinsdóttur, ljósmóður. „Tildrög þess að MFS-einingin var stofnuð voru þau að yfirmenn á Landspítalanum vildu gera tilraun með að koma á samfelldri þjónustu sömu ljósmæðra við verðandi for- eldra,“ segir Sigurborg. „Þá var ákveðið að kalla til sex ljósmæður og við fengum tækifæri til að þróa þetta saman. Við hittumst á reglulegum fundum yfir nokkurra mánaða tíma- bil og fengum upplýsingar frá öðrum löndum þar sem svona þjónusta hafði verið reynd. MFS-kerfið bygg- ist sem sagt á erlendri fyrirmynd að einhverju leyti, en við aðlöguðum það okkar aðstæðum. Við fengum nokkuð frjálsar hendur og það var mjög gaman að fá að taka þátt í því að byggja upp þessa þjónustu. MFS- einingin fékk eina stofu á kvenna- deildinni til afnota og hún var útbúin sem fæðingarstofa og fjölskylduher- bergi. Við fengum svigrúm til að gera þetta eftir eigin höfði og reynd- um að gera stofuna svolítið notalega. Við völdum til dæmis heimilislegar gardínur og keyptum venjulegt tví- breytt rúm, en ekki hefðbundið fæð- ingarrúm. Mæðraskoðunin fór þá fram hérna á kvennadeildinni og fyrsta fæðingin var 11. nóvember 1994.“ Fæðingin náttúrulegt ferli Spurð hver sé hugmyndafræðin að baki MFS svarar Sigurborg að geng- ið sé út frá því að meðganga og fæð- ing sé náttúrulegt ferli. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa þetta fjöl- skylduvænt. Aðalbreytingin þegar MFS-einingin kom til sögunnar var sú að foreldrar gátu verið saman í fæðingu og sængurlegu og fóru síðan heim með barnið sitt innan sólar- hrings frá fæðingu. Þetta þróaðist síðan í það að Hreiðrið var opnað ár- ið 2000, en þar gefst öllum nýbök- uðum foreldrum kostur á að dvelja með barninu sínu fyrsta sólarhring- inn, ef allt hefur gengið vel. Ég held að það skipti mjög miklu máli að fjöl- skyldan geti verið saman strax eftir fæðinguna. Mér finnst ég merkja að nýbakaðir feður í dag séu mun öruggari í hlutverki sínu en þeir voru áður fyrr. Mömmurnar eru minna að skipta sér af því hvernig pabbarnir gera hlutina og það er breyting til góðs hvað varðar jafnrétti kynjanna. Á síðustu árum hefur orðið töluverð hugarfarsbreyting hvað varðar með- göngu og fæðingar og í MFS-kerfinu höfum við lagt áherslu á að konur í fæðingu gætu hreyft sig að vild og haft meiri stjórn á aðstæðum sínum. Ljósmóðirin lítur á sig sem þjón en ekki stjórnanda, ekki bara í fæðing- unni sjálfri heldur allan tímann. Við reynum þannig að efla foreldrana í hlutverki sínu.“ Samfelld þjónusta við verðandi foreldra er rauði þráðurinn í starfi MFS-einingarinnar, allt frá mæðra- eftirliti og foreldrafræðslu á með- göngu til fyrstu daga barnsins heima. „Markmiðið er að foreldrarn- ir séu í kunnugulegu umhverfi með starfsfólki sem þeir þekkja og séu öruggir með sig. Sama ljósmóðirin fylgir konunni alla meðgönguna og síðan er alltaf einhver okkar á fæð- ingavaktinni. Það getur hist svo á að það sé ljósmóðirin sem fylgt hefur konunni í mæðraeftirliti og oft hefur hún að minnsta kosti hitt hana áður, til dæmis í foreldrafræðslunni. Ljós- móðirin á alltaf að þekkja óskir kon- unnar um fæðinguna. Þegar foreldr- arnir fara heim með barnið sitt eftir sængurlegu í Hreiðrinu fylgir MFS- ljósmóðir þeim eftir í heimaþjónustu og oftast er það sú sem sinnt hefur mæðraeftirlitinu. Það eru sem sagt aldrei margir að sinna sömu kon- unni. Við leggjum áherslu á að þetta sé heimilislegt og fjölskylduvænt umhverfi og að konan þekki sína ljósmóður. Þetta er sennilega svolít- ið svipað og á litlum sjúkrahúsum úti á landi, því nálægðin er mikil og maður myndar góð tengsl. Það er mjög gefandi, en jafnframt krefj- andi. Við erum ekki bara í vinnu frá níu til fimm og maður vill fylgjast áfram með þeim konum sem hafa verið að fæða. En það eru mikil for- réttindi að fá að taka þátt í þessum stærstu stundum í lífi fólks.“ Vel tekið strax í byrjun Sigurborg segir að í upphafi hafi MFS-einingin verið hugsuð sem tveggja ára tilraunaverkefni, en ár- angurinn hafi verið það góður að hún hafi fest sig í sessi. „Þjónustunni var strax vel tekið og fljótlega mynduð- ust biðlistar. Við störfum nokkuð sjálfstætt innan veggja Landspítal- ans en höfum haft mjög gott sam- starf við sérfræðinga spítalans ef á þarf að halda. Ef eitthvað bregður út af eðlilegu ferli er stutt að leita hjálp- ar og það veitir öryggi. Reglurnar voru talsvert stífar í upphafi, enda voru ýmsir tortryggn- ir gagnvart þessu fyrirkomulagi. Til að byrja með var það þannig að um leið og eitthvað kom upp á í fæðing- unni eða ef konan þurfti mænurót- ardeyfingu datt hún út úr MFS-kerf- inu og fór yfir í almenna kerfið. En nú er búið að rýmka þessar reglur dálítið. Til að fá deyfingu þarf konan að flytjast á fæðingargang, en nú fylgir MFS-ljósmóðirin henni þá eft- ir og heldur áfram að sinna henni þar. Ef gera þarf keisaraskurð fylgir ljósmóðirin konunni sömuleiðis í gegnum það ferli. En stundum koma upp tilfelli þar sem læknir leggur mat á það hvort móðir og barn þurfi meiri þjónustu en við getum veitt. MFS-einingin starfar eftir góðu grunnskipulagi, sem er mjög mikil- vægt. Allir vinna eftir ákveðnum reglum og hafa sömu markmið. Við höldum vikulega fundi þar sem við förum yfir öll mál, látum vita af þeim konum sem eru væntanlegar í fæð- ingu og förum yfir óskir þeirra, svo allar ljósmæðurnar séu viðbúnar. Auðvitað kemur það fyrir að hlut- irnir ganga ekki eins og maður hefði óskað og þá vinnur hópurinn úr því í sameiningu og við veitum hver ann- arri stuðning.“ Þörf fyrir þjónustuna Níu ljósmæður eru nú starfandi við MFS-eininguna og þar af eru tvær sem hafa verið með frá byrjun. Hver þeirra sinnir um fjörutíu kon- um á ári, en í fyrra luku 360 konur fæðingu í MFS. Mæðraeftirlit fer fram í Miðstöð mæðraverndar. „Núna eru að jafnaði 20 til 30 og jafnvel upp í 40 konur á biðlista, en rúmlega helmingur þeirra sem sækja um kemst inn í kerfið,“ segir Sigurborg. „Það er leiðinlegt að þurfa að vísa konum frá, en þetta sýnir áhuga verðandi foreldra. Þess væri óskandi að öllum konum gæfist kostur á svona samfelldri þjónustu, einnig þeim sem eiga við einhver vandamál að stríða á meðgöngu eða fara í keisaraskurð. Það er þörf á þessari þjónustu, þetta er það sem fólk vill og vel væri ef fleiri gætu not- ið. Raunar hefur þjónustan við heil- brigðar konur breyst mjög til batn- aðar á síðustu árum. Nú hafa verðandi mæður yfirleitt sömu ljós- móðurina í mæðraskoðun og frá opn- un Hreiðursins hafa foreldrar getað verið saman með barninu sínu strax eftir fæðingu og farið heim eftir stutta sængurlegu. Þess má geta að þegar við vorum að byrja var algengt að ömmunum þætti það alveg fráleitt að konurnar færu heim innan sólar- hrings frá fæðingu, og spurðu jafn- vel af hverju við værum að „reka“ þær svona snemma heim. En við- horfið hefur breyst mikið.“ Sigurborg játar því að MFS-kerfið hafi mætt nokkrum fordómum í byrjun. „Það voru ekki allir jafn hrifnir og sumum fannst þetta vera dekur við heilbrigt fólk. Vinnulagið var óhefðbundið og við vorum dálítið út af fyrir okkur innan spítalans, og einhverjir veltu því fyrir sér hvað við værum að gera og hvort við værum ekki örugglega að vinna vinnuna okkar. Eins og oft vill verða þurftum við svolítið að sanna okkur, en við- horfið innan spítalans er orðið mjög jákvætt í okkar garð. Við fáum líka góð viðbrögð frá þeim konum sem við sinnum. Við leggjum okkur fram um að þær séu ánægðar og þá erum við ánægðar. Það gleður okkur þeg- ar við fáum sömu konuna til okkar aftur og aftur, þá hlýtur hún að vera sátt.“ Heimilislegt og fjölskylduvænt Markmið MFS-einingarinnar á kvennadeild Landspítalans er að veita verðandi foreldrum samfellda þjónustu sömu ljósmæðra í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún hefur nú starfað í heilan áratug. Aðalheiður Þorsteinsdóttir ræddi við Sigurborgu Kristinsdóttur ljósmóður. Morgunblaðið/Golli Sigurborg Kristinsdóttir ljósmóðir í einu af fjölskylduherbergjum MFS í Hreiðrinu á kvennadeild Landspítalans. Í herberg- inu eru vatnspottur og sturta, sem konur geta notað til að lina verki í fæðingu. ’Mikil forréttindi aðfá að taka þátt í þess- um stærstu stundum í lífi fólks.‘ adalheidur@mbl.is ÞÓRDÍS Lilja Árnadóttir er fjögurra barna móðir sem hefur þrisvar sinnum nýtt sér þjónustu MFS. Það er því óhætt að segja að hún hafi töluverða reynslu af kerfinu. „Elsti sonur minn er fæddur árið 1992, áður en MFS kom til sögunnar,“ segir Þórdís Lilja. „Þegar ég gekk með þann næsta, sem er fæddur 1995, byrj- aði ég á því að fara í mæðraskoðun á Heilsuverndarstöðinni eins og í fyrsta skiptið. Þar hitti ég Rósu Bragadóttur ljósmóður sem hafði tekið á móti elsta syni mínum. Hún sagði mér frá því að MFS væri komið í gang og mælti með því við mig, þar sem allt hafði gengið vel. Hún útskýrði fyrir mér að þar væri maður alltaf hjá sömu ljósmóðurinni, sem mér fannst mikill kostur, því maður var flakk- andi á milli ljósmæðra í gamla kerfinu á Heilsuverndarstöðinni. Ég ákvað að slá til og sá alls ekki eftir því. Þegar ég varð ófrísk að dóttur minni, sem kom í heim- inn árið 2001, fannst mér það engin spurning að vera aftur í MFS. Þá var ég enn hjá Rósu í mæðraskoðun og hún tók á móti hjá mér, sem og í fjórða skiptið, þeg- ar yngsti sonur minn fæddist fyrir tveimur árum.“ Þórdís Lilja segir að þjón- ustan í MFS sé persónuleg og umhverfið heimilislegt. „Þetta hefur verið frábær upplifun. Maður þekkir allar ljósmæðurnar og binst þeim böndum. Með tilkomu Hreiðursins er aðstaðan orðin til fyrirmyndar, maður er eins og heima hjá sér.“ Bylting að fá þennan valkost Spurð hverjir séu helstu kostirnir við MFS segir Þórdís Lilja þá vera nokkra. „Mér finnst mjög mikilvægt að hitta alltaf sömu ljósmóðurina í mæðraskoðun. Ég var mjög kvíðin fyrir fyrstu fæðinguna mína, en í þrjú síðari skiptin, þegar ég var í MFS, var ég vel undirbúin, þar var farið svo vel í gegnum allt. Eins var ég ánægð með sængurleguna. Mér fannst mjög gott að vera bara eina nótt í Hreiðrinu og fara svo heim, því mér hafði liðið hræðilega á sex manna stofu eft- ir fyrstu fæðinguna. Það er yndislegt að vera með barnið inni hjá sér og tengj- ast því strax, í stað þess að farið sé með það inn á vakt yfir nóttina. Svo er auð- vitað frábært að faðirinn eigi kost á því að vera með móður og barni fyrstu nóttina eftir fæðingu. Loks er notalegt að fá ljósmóðurina í heimsókn fyrstu dagana eftir að heim er komið og geta spjallað við hana í ró og næði. Það var í stuttu máli algjör bylting að fá þennan valkost,“ segir Þórdís Lilja. Morgunblaðið/Þorkell Þórdís Lilja Árnadóttir með börnunum sínum fjórum, Tómasi Hrafni, Gabríel Árna, Örnu Rut og Oliver Fannari. Frábær upplifun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.