Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 61
Suðurlandsbraut 32
Sími 577 5775
Fundur eða veisla
framundan?
útbúum girnilega brauðbakka
fyrir stórar veislur sem smáar
Miðaverð kr. 400 alla helgina á valdar myndir
Miðave
rð kr. 40
0
Miðave
rð kr. 40
0
Miðave
rð kr. 40
0
SPENNUMYNDAHELGI
5.-7. nóvember
Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10.30
BJÖRN segir að upphafleg hugmynd
að þessum diski sé komin frá séra
Sigurjóni Árna Eyjólfssyni sem sé
einkar fróður um Luther og samtíma
hans, en Björn hefur í gegnum árin
iðulega leikið á gítarinn í messum hjá
Sigurjóni og þá djass.
„Sigurjón hefur mikla skoðun á
tónlist og benti mér á það eitt sinn að
enginn hefði spilað Luther, hvort það
væri ekki kjörið verkefni fyrir mig.
Ég tók ábendingunni ágætlega en
gerði ekkert í málinu, fannst þetta
langsótt hugmynd en var þó ekkert
afhuga henni í sjálfu sér.“
Björn segir að Sigurjón hafi haldið
áfram að hnippa í hann með verkið,
en þá bar það við fyrir hálfu öðru ári
að Björn handarbrotnaði og varð að
leggja gítarinn frá sér um tíma.
„Þá loksins hafði ég tíma til að
vinna í þessu,“ segir Björn og bætir
við að vinnan við þetta hafi verið
bæði tímafrek og býsna drjúg. „Sig-
urjón sagði að handarbrotið væri gjöf
frá Guði,“ segir Björn og kímir,
„enda setti ég þá á fullt, fór að skoða
lög Luthers og velta fyrir mér út-
setningum.“
Luther var gleðimaður
Björn segir að þegar hann byrjaði
á verkinu hafi hann í sjálfu sér ekki
átt von á neinu sérstöku, hann hafi
lítið eða ekkert þekkt til tónlistar-
innar en gert sér í hugarlund að
þetta væri dæmigerð miðaldatónlist.
„Ég komst hins vegar að því í gegn-
um Sigurjón að Luther var gleðimað-
ur og mjög gefinn fyrir tónlist. Hann
var gríðarlega hæfileikaríkur maður,
þekkti mörg tónskáld á þeim tíma og
kunni því talsvert til verka og svo
gerði hann líka nokkuð sem ég tók
upp eftir honum, að taka miklu eldri
sálma og vinna nýtt úr þeim. Þannig
tekur hann sálm frá fimmtu öld og
gerir að sínum og svo tek ég sálminn
og reyni að gera eins.“
Björn leggur áherslu á að hann
hafi nálgast tónlistina án tillits til trú-
ar. Hann segist ekki trúaður í sjálfu
sér, „ég vil trúa á hið góða í mann-
inum“, segir hann, „en ég leit á þessa
sálma sem tónlist en ekki sálma, ef
svo má segja, vann upp úr þeim í
samræmi við það, þetta gekk ein-
göngu út á tónlistina,“ segir hann og
bætir við að hann hafi meðvitað reynt
að líta framhjá því hvernig sálmarnir
eru notaðir í messuhaldi.
Kollegar
Kynni Björns af Luther í gegnum
Sigurjón og sálmana hafa gefið hon-
um aðra mynd af honum en hann
hafði í fyrstu. „Luther var einn af
þessum mönnum sem allt lék í hönd-
unum á. Mér finnst þær laglínur sem
ég var að vinna úr mjög skemmti-
legar, en hann var ekki afkastamikill
sem tónskáld, það liggur ekki mikið
eftir hann. Hann var þó þannig mað-
ur að allt sem hann gerði var vel gert,
og svo spilaði hann á lútu, þannig að
það má segja að við séum kollegar að
vissu leyti,“ segir Björn og skellir
upp úr.
Eins og Björn rekur söguna tók
sinn tíma að finna réttu leiðina í út-
setningunum og hann segir að Sig-
urjón hafi komið talsvert við sögu í
því. „Ég var búinn að prófa ýmislegt
og leyfa honum að heyra og tók fullt
mark á skoðunum hans þannig að
hann hafði mikil áhrif á útkomuna.
Það var mjög gott að hafa hann sem
ráðgjafa.“
Liðsstyrkur úr Borgarfirði
Þegar Björn var gróinn meina
sinna og gat tekið til við hljóðfæra-
slátt aftur byrjaði hann að taka lögin
upp smám saman, fékk til liðs við sig
þá Stefán Stefánsson saxófónleikara,
Eric Quick trommuleikara, Richard
Gillis trompetleikara og Jón Rafns-
son bassaleikara.
Þegar upptökur voru langt komn-
ar vildi svo til að Björn leit í heim-
sókn til Steinars Berg Ísleifssonar
upp í Borgarfjörð að ræða um sitt-
hvað annað en plötuna sem hann var
með í burðarliðnum.
„Ég sagði honum svo frá því sem
ég var að gera í leiðinni, bara til að
segja fréttir, og hann varð strax
spenntur fyrir verkinu, vildi fá að
hlusta og síðan lagði hann mér lið við
upptökurnar líka, þannig að ég hafði
tvo góða ráðgjafa við verkið úr ólík-
um áttum.“
Björn Thoroddsen sendir frá sér plötu
Luther í djassbúningi
Morgunblaðið/Golli
Björn Thoroddsen er
löngu kunnur fyrir
djassgítarleik sinn og
hefur leikið inn á all-
margar plötur ólíkrar
gerðar, allt frá léttri
sveiflu í hreina fram-
úrstefnu. Fyrir stuttu
kom út óvenjulegur
diskur frá Birni,
Luther, en á henni leik-
ur hann tónsmíðar sem
hann byggir á sálmum
eftir Martin Luther,
upphafsmann siðbótar
sextándu aldar.
Björn heldur útgáfutónleika næst-
komandi fimmtudag, 11. nóvember,
í Salnum í Kópavogi. Með honum
leika þeir sömu og á plötunni
nema Richard Gillis.