Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 31
– Þannig að þú ert þá á varðbergi umfram allt gagnvart þessum elementum í sjálfum þér? „Er það ekki stundum þannig? Eins og þegar þú skyggnist undir yf- irborð mikils lítillætis sérðu rosalegt mont?“ Um monnípeninga og erfiða tíma – Finnst þér of mikið af hégóma og yfirborðsmennsku í leikhúsinu? „Leikhúsið speglar það alveg eins og allt annað.“ – Leikhúsið er bara smækkuð mynd af okkur öllum? „Ekkert annað. Þegar menn tala um erfiða tíma í leikhúsi er það bara annað orðalag um erfiða tíma.“ – Eru erfiðir tímar núna? „Já, það eru erfiðir tímar í listinni. Allt snýst um monnípeninga núna. Og neyslu.“ – Eins og alls staðar? „Eins og alls staðar hjá þeim sem hafa efni á því.“ – Færðu stundum leiða á leikhús- inu og vinnunni þar? „Jájá. Það kemur og fer annað slagið, eins og gengur.“ – Langar þig þá til að pakka saman og fara að gera eitthvað annað? „Jájá.“ – Eins og að fara að spila í hljóm- sveit? „Einmitt. Alltaf það. Ævinlega þegar ég fyllist leiða eða sjálfsvor- kunn fer ég að hugsa hvað það var gaman að vera í hljómsveit. Kannski er það betra í minningunni.“ – Á að endurreisa Þokkabót? „Nei. En það gæti verið gaman að fara til Írlands að leita uppi einhvern snilling á tinflautuna. Ég spila stund- um á tinflautu mér til skemmtunar. Hef mikið dálæti á írskri þjóðlaga- músík. Kannski læt ég bara plöturn- ar duga. En maður má ekki hætta að láta sig dreyma um eitthvað annað en það sem maður hefur.“ – Þú sagðir í viðtali við Morgun- blaðið fyrir nokkrum árum: „Leik- húsið í dag er hreinlega ekki mjög spennandi hugmyndafræðilega og hlutskipti okkar leikaranna er fyrst og fremst fólgið í því að hafa ofan af fyrir fólki.“ Ertu enn þessarar skoð- unar eða hefur eitthvað breyst? „Ohh!“ andvarpar Eggert. „Ohh! Hugmyndafræði leikhússins! Voða- lega er þetta mikil klisja.“ – Ja, þú sagðir hana. „Já, ég sagði hana. Ég verð að lifa með því. Æi, ég veit það ekki. Hvað eru mörg ár síðan ég sagði þetta?“ – Nokkur ár, minnir mig. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að hafa skoðun á ársgrundvelli. Ég veit bara að leikhúsið er eins og það hefur alltaf verið: Spegill á umhverfi sitt. Og núna snýst allt um peninga, eins og ég var búinn að segja.“ – Hefurðu nokkuð á móti pening- um? Finnst þér ekki betra að hafa þá? „Sennilega er betra að vanta ekki mikið af peningum. En sennilega er slæmt að hafa of mikið af þeim. Bob Dylan sagði: Peningar tala ekki. Þeir blóta. Ég held að það valdi mönnum samviskubiti að hafa of mikið af pen- ingum. Þeir peningar hafa verið teknir af öðrum.“ – Sérðu þá þróun fyrir þér að æ stærri hluti af ráðstöfunarfé leikhús- anna komi ekki frá hinu opinbera eða frá venjulegum leikhúsgestum held- ur frá peningaöflunum sem vilja þá deyfa þetta samviskubit sitt? Að leik- sýningar verði „í boði“ t.d. stórfyr- irtækja eða banka? „Já, þetta liggur í loftinu. Og mér finnst það leiðinlegt, vegna þess að menn ætlast alltaf til einhvers í stað- inn. Þá er stutt í að leikhúsið fari að ritskoða sjálft sig.“ – Vegna þess að ekki megi stuða sponsorana? „Við gætum farið að segja í hljóði það sem Megas söng: Segðu hvað svo þóknast þér, hvort mér sé sæmra á bakinu eða maganum að liggja.“ Um að skipta um heilahvel – Hvað finnst þér sjálfum skemmtilegast að sjá í leikhúsi – sem áhorfandi? Myndirðu fara á Geitina? Belgíska Kongó? Hamlet? „Þú mátt ekki spyrja mig svona, Árni minn. Þegar ég byrjaði í tónlist- arnámi skipti ég um heilahvel þegar tónlist var annars vegar. Ég hætti að hlusta sem njótandi og fór að hlusta greinandi. Þegar maður er öllum stundum í leikhúsi gerist það sama með leiklistina. Maður gleymir sér sjaldan þar sem maður situr úti í sal. Hugsar frekar: Já, þetta var flott! Eða: Þetta var nú eitthvað skrýtið.“ – Heldurðu að þau séu ekki að nálgast hundraðið hlutverkin sem þú hefur leikið á sviði, í bíómyndum, í sjónvarpi og útvarpi á meira en ald- arfjórðungi? „Það má meira en vera. Ég veit það ekki. Ég á enga ferilsskrá.“ – Ha, áttu ekki síví? „Nei, ég á ekki síví. Til hvers ætti ég að eiga síví?“ – Ja, ef Spielberg hringdi til dæm- is. Væri þá ekki betra að eiga síví? „Auðvitað ætti ég að eiga síví. Ég sé það núna.“ – Eina leikformið sem þú hefur ekki unnið í eru auglýsingar – er það ekki? „Jújú. Alltaf neitað.“ – Mörgum leikurum finnst það góð búbót? „Já. Monnípeningar.“ – En? „En hvað?“ – En af hverju ekki? „Ég er leikari. Ekki niðursuðudós. Ég bara rugla þessu ekki saman.“ – En þegar þú lítur til baka sérðu þá margt sem þú hefðir viljað gera öðru vísi? „Ég sé ekki eftir neinu. En ég geri margt öðruvísi núna en ég gerði áður. Það er gangurinn. Ég fór ekki í leik- listarskóla þannig að ég hef lært fyrir framan áhorfendur.“ – Er það besti skólinn, heldurðu? „Ég veit það ekki. Hef ekki sam- anburðinn. En það er lærdómsríkt að gera mistök sín fyrir framan fullan sal af fólki.“ – Dýrkeyptur lærdómur? „Kannski. Nei, fólk hefur alltaf verið þolinmótt við mig.“ – Ertu ekki þakklátur fyrir það? „Jú, auðvitað.“ – Þú vilt sjálfsagt ekki svara þessu, en af hverju verka þinna ertu stolt- astur? „Ég gæti ekki svarað því þótt ég vildi.“ Um að vera það sem maður gerir – Menn sem hafa unnið með þér segja að handan við dálítið hrjúft og ögrandi yfirbragð æringja og ólík- indatóls sé mikið innsæi, vandvirkni, heiðarleiki, djúpstæð löngun til að eiga erindi og vera trúr sjálfum þér. Hvernig hljómar það? „Hljómar það ekki vel í minning- argrein? Látinn er í hárri elli… og svo framvegis. Líst vel á það.“ – Það er líka sagt að þú sért ekkert sérstaklega að gera þér far um að vera allra. Heldurðu að þú þykir erf- iður í samstarfi? „Sjálfsagt get ég verið það.“ – Skipta vinsældir þig engu máli? „Nei, þær eru mjög varhugaverð- ar. Vinsældir og frægð. Guðbergur segir í spakmælabókinni sinni: Því oftar og meira sem þú fjallar um frægan mann því meira fjarlægist hann sjálfan sig. Ég tek undir það.“ – En er ekki skemmtilegra að vera vel metinn en illa þokkaður? „Það kemur því ekkert við. Þetta snýr að mér og mínu lífi.“ Eggerti hefur legið lágt rómur í þessu samtali. En núna hallar hann sér fram á borðið og hækkar blæ- brigðaríka röddina um leið og hann segir: „Því það er nefnilega ekkert minna en lífið sem liggur undir. Þetta starf er mér í rauninni allt. Það er það sem ég geri og maðurinn er það sem hann gerir. Kalla austurlensku vitsmunaverurnar það ekki Karma?“ – Ég er ekki vel að mér í Karma. „En ertu vel að þér í Eddunum? Sinna verka nýtur seggja hver?“ – Pælirðu jafn mikið í sjálfum þér og persónunum sem þú túlkar? „Nei, ég er ekki mjög mikið að skoða mig. Ég burðast með mig. Reyni að lifa með mér.“ – Erfitt stundum? „Nei. Ég er orðinn vanur mér. Listin getur hjálpað manni til að kynnast sjálfum sér. Það getur verið þreytandi að tala mjög lengi við sjálf- an sig og betra, eins og hjá sálfræð- ingum, að nálgast sig gegnum þriðja aðila. Gegnum góða tónlist, góða bók eða góða leiklist.“ – Þú sagðir mér einu sinni að þú hefðir gjarnan viljað vera vinnusam- ari; þú værir of latur. „Ég hef verið feikilega duglegur undanfarin ár. Leikið fjögur kvöld í hverri viku. En samt þarf ég sífellt að berjast við þetta. Fái ég færi á því hníg ég niður í sófann með bók og læt lífið gnauða fyrir utan gluggann. En leti er í rauninni fín. Hugvitsmenn hafa fundið upp ótal leiðir og tæki til að auðvelda okkur lífið. Þeir fundu til dæmis upp sófann. Og fjarstýr- inguna. Allt í þágu letinnar. Ég nýt hennar.“ ath@mbl.is Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Eggert sem kellingin Rósalind: Með skemmtilegri hlutverkum… ’En hins vegar byrjar sýningin eiginlega umleið og maður vaknar að morgni sýningar- dags. Allan daginn er ég með þetta móment í höfðinu þegar sviðsljósin kvikna og maður verður að toppa á réttum tíma. Þó svo mað- ur sitji á kaffihúsi eða fari í sund.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.