Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í umræðum um atvinnu- og byggðamál undanfarna mánuði hafa sjónir manna beinst að Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Því hefur verið haldið fram að þessi svæði hafi orðið út undan í áherslum stjórnvalda og tími sé kominn til að- gerða fyrir þessa landshluta. Einblínt hafi verið á suðvesturhornið, stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi og uppbyggingu í Eyjafirði. Hvað sem þessari umræðu líður þá liggur fyrir að mikil fólksfækkun hefur orðið á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra og breytingar orðið á atvinnuháttum, ekki síst í sjávarútvegi. Fækkunin hefur verið umfram landsmeðaltal og þegar horft er meira en tíu ár aftur í tímann, eða til ársins 1990, hefur íbúum á Vestfjörðum fækkað um ríflega 1.900 manns, eða um 20%. Árið 1990 voru 9.798 íbúar í 24 sveitarfélögum á Vestfjörðum en nú eru sveitarfélögin 11 og íbú- arnir um 7.830. Nýlega voru svo kynntar til- lögur félagsmálaráðherra, þar sem fækka á sveitarfélögum á Vestfjörðum úr 11 í 4. Á Norðurlandi vestra voru skráðir 9.151 íbú- ar með lögheimili í desember 2003, 12,4% færri en árið 1990 þegar íbúar svæðisins voru alls 10.446. Sveitarfélögin í þessu gamla kjördæmi eru nú 12, voru 30 talsins árið 1993. Hefur til- laga verið gerð um fækkun niður í fjögur sveit- arfélög. Alls hefur íbúum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra því fækkað um ríflega 3.200 manns á einum áratug. Jafngildir það því að all- ir Ísfirðingar og Skagstrendingar til samans hafi flutt burtu af svæðinu á þessu tímabili. Á sama tímabili fjölgaði landsmönnum um 13,6%. Hvað íbúafjölda varðar á Norðurlandi vestra eru Siglfirðingar meðtaldir í þeim tölum þó að sveitarfélagið tilheyri nú Norðausturkjördæmi. Eftir sem áður starfa Siglfirðingar áfram í Sam- tökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þeir hafa fengið skelli í atvinnulífinu líkt og mörg önnur byggðarlög í þessum landshluta, ekki síst í rækjuvinnslu og -veiðum. Mikil aukning í háskólanámi Nýjustu tölur um mannfjöldaþróun frá Hag- stofunni benda til að lítið sé að draga úr fólks- fækkuninni eða brottflutningi suður á mölina, eins og það hefur verið orðað. Á fyrstu níu mán- uðum ársins voru brottfluttir umfram aðflutta á Vestfjörðum 151 talsins og 206 á Norðurlandi vestra. Í einstaka sveitarfélögum voru fleiri að- fluttir en brottfluttir og á Ísafirði voru „aðeins“ 11 fleiri brottfluttir en aðfluttir, sem Ísfirðingar vilja meina að sé jákvætt miðað við þróun síð- ustu ára. Það kemur svo í ljós eftir 1. desember nk. hvernig íbúatalan hefur breyst og tekið hef- ur verið tillit til fjölda fæddra og látinna. Fólksfækkunin kemur vel fram í tölum frá Hagstofunni um skólasókn í þessum lands- hlutum, ekki hvað síst á Vestfjörðum. Þar hefur börnum í leikskóla fækkað um 17% frá árinu 1997 og nemendum í grunnskóla fækkað um 13%. Á sama tíma hefur það hins vegar gerst að nemendum af Vestfjörðum í framhaldsskóla fjölgaði um 14% árin 1997–2003 og algjör sprenging varð í fjölda Vestfirðinga í há- skólanámi. Árið 1997 voru þeir 110 en voru orðnir 280 á síðasta ári. Fjölgunin er upp á heil 155%. Helsta skýringin á þessu er sögð ásókn fólks í fjarnám á háskólastigi. Nemendum á háskólastigi af Norðurlandi vestra hefur einnig fjölgað, eða um 99% á ár- unum 1997–2003. Minni fjölgun hefur verið á framhaldsskólanemum, eða 3%, grunnskóla- nemendum fækkaði um 13,5% en andstætt við þróunina á Vestfjörðum hefur leikskólabörnum á Norðurlandi vestra fjölgað um 3%. Vestfirðir og Norðurland vestra eru í eðli sínu ólík svæði að mörgu leyti. Sjávarútvegur hefur verið aðal Vestfirðinga á meðan atvinnu- starfsemin er meira blönduð á Norðurlandi vestra, með stór og mikil landbúnaðarhéruð, auk útgerðar, þjónustu og iðnaðar. Samdráttur í landbúnaði hefur einnig komið niður á þessum svæðum sem öðrum landshlutum, þó meira á Vestfjörðum en Norðurlandi vestra. Bændum og bújörðum á Vestfjörðum fækkaði um 8–10% á árunum 1999–2002 en fækkunin á Norður- landi vestra nam 4–6% á sama tíma. Þegar rýnt er í hagtölur landbúnaðarins kemur svo í ljós að greiðslumark í sauðfjár- og kúabúskap hefur minnkað eða staðið í stað á Vestfjörðum, þegar hlutur bænda á Norðurlandi vestra hefur á sama tíma, árin 1990–2003, aukist sem hlutfall af heildarframleiðslu í landinu. Á þetta einkum við um mjólkurframleiðslu í Skagafirði. Áherslur í atvinnumálum virðast að sumu leyti vera ólíkar á svæðunum. Á Vestfjörðum fer fram mikil umræða um að byggja upp þekk- ingarsamfélag í átt að stofnun háskóla og lítill áhugi er á einhverri stóriðju eða stórum virkj- unarkostum. Talað hefur verið um griðland um- hverfisverndarsinna þar sem efla á enn frekar ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er komin upp umræða í orku- og virkjunarmálum og áhugi er víða á því að raforka frá Blönduvirkjun og nýjum virkj- unum í Skagafirði verði nýtt til atvinnusköp- unar á svæðinu. Til marks um þennan áhuga hafa Húnvetningar og Skagfirðingar skipað starfshópa til að kanna möguleika á atvinnu- sköpun í smáiðnaði. Lítið atvinnuleysi og lágar tekjur Svæðin eiga þó hið minnsta tvennt sameig- inlegt, þegar litið er nokkur ár aftur í tímann varðandi atvinnuleysi og atvinnutekjur, hvort um sig með því lægsta á landinu. Atvinnuleysi hefur verið minna en á landsvísu, ef undan eru skilin árin 2000–2002 á Vestfjörðum, og at- vinnuleysið frá árinu 1998 alltaf verið heldur minna á Norðurlandi vestra en Vestfjörðum. Skýringin á þessu litlu atvinnuleysi kemur fram hér síðar í greininni. Árið 2003 var atvinnuleysi á öllu landinu 3,4% að meðaltali, var 2,1% á Íbúum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra hefur fækkað um ríflega 3.200 frá árinu 1990 Ólíkt þróuninni á Vestfjörðum hefur leikskólabörnum á Norðurlandi vestra verið að fjölga lítillega undanfarin ár. Börnin á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd kæra sig sennilega kollótt um slíkar upplýsingar og leika sér kát og glöð í sandkassanum. Tækifæri að skapast Kallað hefur verið eftir aðgerðum í byggðamálum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Björn Jóhann Björnsson og Ragnar Axelsson fóru um svæðið og í fyrstu grein af fimm, sem birtast í Morgunblaðinu næstu daga, er þróunin í þessum gömlu kjördæmum skoðuð og rætt við íbúana, talsmenn atvinnuþróunarfélaga og forstjóra Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Morgunblaðið/RAX Bjarni Andrésson, járnsmiður á Tálknafirði 1. „Lífsskilyrðin voru tekin frá fólkinu þegar kvót- inn var tengdur við peninga. Peningarnir verða til hér fyrir fiskveiðar, fólk fæðist ekki með gullskeið í munn- inum. Hér hefur fiskurinn verið okkar lifibrauð og ef veiðileyfin eru seld, varðar okkur ekkert um hvert þau fara, hvort sem það er Reykjavík eða Þýskaland.“ 2. „Fyrsta verkefnið er að aftengja fiskveiði- heimildir frá peningunum, þannig að ekki sé hægt að selja fiskinn úr byggðarlögunum og síðan úr landi. Samgöngur hafa batnað en ekki eins mikið og annars staðar. Við komumst ekki til Ísafjarðar nema yfir hásumarið og stutt er síðan við komumst suður landleiðina. Annars er fyrsta skilyrðið að fá að geta þénað peninga.“ Jóhanna Kristinsdóttir, fiskverkakona á Bíldudal 1. „Það eru atvinnumálin. Kvótinn hvarf og allt sem honum fylgdi. Ef vinnan væri næg þá myndi fólkinu ekki fækka svona mikið. Annars er þetta allt í áttina núna. Verst er að fólk virðist ekki nenna lengur að vinna í fiski og öðrum störfum í fiskvinnslu. Út- lendingar hafa komið okkur til bjargar.“ 2. „Ég hef enga hug- mynd um það. Ef kalkþörungaverksmiðjan kemur þá fylgja henni mikilvæg störf og þjón- usta í kringum það.“ Jovina Sveinbjörns- dóttir, umboðsmaður Esso á Þingeyri 1. „Vegna tilbreyting- arleysis í atvinnu. Allir vilja fara suður til Reykjavíkur. Fólk eltir hvert annað. Hér er ekkert annað í boði en fiskvinnsla, engin skrif- stofuvinna eða önnur sérhæfð störf. Allt annað er komið á Ísafjörð og við búum í sameinuðu sveitarfélagi.“ 2. „Fólk þarf að hafa um fleiri störf að velja. Það er ekki fyrir alla að vinna í fiski, þeir sem læra eitthvað flytja í burtu. Ég hef ekkert á móti fiskvinnslu, á henni höfum lifað hérna á Þingeyri. Togararnir eru farnir og einnig stærri bátar, aðeins nokkrar trillur eru eftir. Ég sé ekki hvernig á að snúa þróuninni við. Til að byrja með er réttara að koma í veg fyrir að fleiri flytji burtu, frekar en að fjölga íbúum.“ Lárus Benediktsson, beitningamaður og form. verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur 1. „Aðalskýringin er kvótinn, sjávarútvegs- stefnan. Hún hefur rústað margar byggðirnar, ekki bara á Vestfjörðum. Sér í lagi var það leigu- framsalið sem gerði þetta að verkum. Tog- ararnir fóru en í staðinn byrjaði hér smábátaút- gerð á ný. Það er fjári hart ef fólk vill búa hér en getur ekki haft atvinnu. Slíkt má bara ekki ger- ast.“ 2. „Við þurfum að efla okkur þannig að geta fengið eitthvað annað en sjávarútveginn. Hann er reyndar á uppleið aftur, því mér skilst að hér sé kominn jafnmikill kvóti í bæinn og var áður en við misstum togarana. Um leið þurfum við fjölbreyttara atvinnulíf. Ég sé fyrir mér önnur störf fyrir það fólk sem getur ekki stundað fisk- vinnslu, frekar en að það hrökklist í burtu eða koðni niður á staðnum.“ Guðvarður Jakobsson, sjómaður í Bolungarvík 1. „Skortur á atvinnu, ekki síst í sjávarútveginum. Yngra fólkið hefur farið en gamla fólkið orðið eftir. Annars hef ég ekki mikið pælt í þessu.“ 2. „Lausnin er líklega sú að efla atvinnulífið og auka fjölbreytnina. Draga þarf úr atvinnuóörygginu, fólk veit ekki hvort það er búið að missa vinnuna eftir nokkra mánuði. Hér er fínt að búa. Ég hafði lengi búið í Reykjavík en flutti hingað fyrir nokkrum árum með fjölskylduna. Hér er allt afslappaðra og þægilegra, ekki sama stressið. Maður er alveg að fara yfir um ef stoppað er í Reykjavík ein- Hvað segja íbúarnir? 1. Af hverju hefur fólki fækkað áVestfjörðum/Norðurlandi vestra? 2. Hvernig á að snúa þróuninni við?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.