Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Langagerði Glæsilegt um 450 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. 38 fm bíl- skúr með góðri lofthæð. Eignin skipt- ist m.a. í stórar stofur með útgengi á flísal. svalir, stórt eldhús með góðri borðaðstöðu, 6 herb. auk bókaherb., tvö góð baðherb., annað nýlega end- urn. auk sundlaugar 3x8 m. og gufu- baðs. Auk þess sér 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Fallegt útsýni til Esjunnar og víðar. Ræktuð lóð með gróðurhúsi. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Hvannalundur - Garðabæ Fallegt 141 fm einbýlishús á einni hæð auk 41 fm bílskúrs. Eignin skipt- ist í flísalagða forstofu, rúmgóðar samliggjandi stofur, eldhús með ný- legum tækjum og góðri borðað- stöðu, þvottaherb./búr, sólskála með hita í gólfi, fjögur herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi. Hús nýmál- að að utan. Hiti í innkeyrslu og stétt- um fyrir framan hús. Falleg ræktuð lóð með timburverönd, skjólveggjum og lýsingu. Verð 31,9 millj. Nesbali - Seltjarnarnesi Fallegt 202 fm raðhús á tveimur hæðum með 58 fm innb. bílskúr. Á neðri hæð eru forstofa, hol, flísalagt baðherbergi, tvö herbergi og garð- hús með timburverönd. Uppi eru svefngangur, þrjú herbergi, eldhús m. borðaðstöðu, rúmgóð og björt stofa með mikilli lofthæð og útgengi á stórar svalir til suðurs og baðher- bergi. Fallegur viðarstigi á milli hæða. Nýlegt járn á þaki. Ræktuð lóð. Verð 29,5 millj. Melhagi Stórglæsileg 3ja herbergja neðri sér- hæð við Melhaga. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö stór herb., stóra stofu, stórt eldhús og rúmgott bað- herbergi. Íbúðin er mjög mikið endur- nýjuð, m.a. eldhúsinnrétting, gólfefni, baðherbergi o.fl. Húsið er nýlega endurnýjað að utan og í góðu ásig- komulagi. Verð 18,9 millj. Laugarásvegur Vel staðsett einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Reykjavík. Húsið er 322 fm að stærð, kjallari og tvær hæðir, með innb. bílskúr. Á hæðun- um eru m.a. samliggj. skiptanlegar stofur, eldhús með góðum borðkrók, 6 herbergi og tvö flísalögð baðher- bergi auk gestaw.c. Í kjallara eru vinnuherb. auk geymslu og þvotta- húss. Ræktuð lóð. Verð 50,0 millj. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 eða 822 8242 Gott atvinnuhúsnæði til sölu/leigu Verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði Til sölu/leigu í Askalind, samtals 1800 fm. 1. hæðin er 1.000 fm. 2. hæðin, götuhæð að ofanverðu, er 600 fm. 3. hæðin, milliloft, er 200 fm. Mjög góð staðsetning. Húsið hentar vel undir verslunarrekstur og/eða þjónustu. Verð tilboð. 3120 Síðumúli Til leigu 195 fm 3. hæð sem er veislu- og fundarsalur ásamt eldhúsi og sérfundarherbergi og/eða skrif- stofu. Nýtt gegnheilt parket á gólf- um og nýmálað. Verð tilboð. 3178 Súðarvogur - til sölu 300 fm iðnaðarhúsn. miðsvæðis í alfaraleið. Búið er að stúka af í smærri rými sem eru í útleigu í stutt- an tíma. Mögulegt er að taka niður milliveggi og þá er um að ræða eitt stórt rými. Innkeyrslud. Mögleg hagst. kaup. Verð tilboð. 3143 Hafnarstræti - 101 Rvík Til leigu 227 fm skrifstofur á annarri hæð í lyftuhúsi. Mjög góð staðsetn- ing í 101 Rvík. Móttaka og opið rými ásamt rúmgóðum skrifstofum. Hagst. leiga fyrir rétta aðila. 3181 Krókháls - til sölu 162 fm iðnaðarbil. Húsnæðið er að mestu eitt stórt rými. Búið er að stúka af salerni og litla skrifstofu. Möglegt að setja innkeyrsludyr. Góð staðsetning. Áhv. 6,5 millj. hagst. lán. Verð tilboð. 3192 Selásbraut - tækifæri Til sölu/leigu verslunar- og þjónustu húsn. (Árbær) í Rvík allt húsið. Um er að ræða jarðhæð, verslun ca 451 fm og önnur hæð þjónusta ca 279,8 fm ( er í útl.). Heildarstærð samtals 712,8 fm. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu ásamt mjög góðum malbikuðum bílastæðum. Eignin er staðsett mitt í grónu hverfi í Árbæn- um. Verð tilboð. 3125 Suðurhraun - 526 fm - til sölu Mjög gott lagerhúsnæði ásamt skrifst. Góð lofthæð á lager, góðar lagerdyr. Mjög góð aðkoma að lag- er, mjög gott athafnarsvæði. Verð tilboð. 2066 Klapparstígur - 189 fm - til sölu Skrifstofur á annarri hæð, mögl. ca 6 skrifstofur ásamt móttöku, eldhúsi og salernum. Hlýlegt og skemmti- legt húsnæði. Upphaflega samþ. sem íbúð. Húsnæðið er í dag nýtt sem lögmannsskrifst. Verð tilboð. 3216 Hlíðasmári - ca 200 fm - til sölu/leigu Mjög gott verslunarhúsnæði á mjög góðum stað við Hlíðasmára. Vand- aðar innréttingar. Tilb. til afhending- ar. Mjög góð aðkoma, næg bíla- stæði. Til sölu/leigu - Verð tilboð. 3173 LÍKUR eru á því að íslenskir fjöl- miðlar hafi ekki í annan tíma sinnt hlutverki sínu betur en á síðustu árum. Þar ber vafalaust margt til, breytt eignarhald, minni pólitísk áhrif og ekki síst stóraukin fjár- festing í upplýsingu meðal þjóðarinnar. Þetta er allt einkar ánægjulegt og lýðræð- inu og frjálsri skoð- anamyndun til fram- dráttar. Það er náttúrulegt hlutverk fjölmiðla sem eru flokkspólitískt óbundn- ir og ekki hlekkjaðir við skilgreinda hagsmuni einstakra fyr- irtækja að leggja megináherslu á að flytja fréttir af því sem gerist eða er að gerast en minni á að hafa áhrif á sjálfa atburðarásina. Ein af for- sendum þess að lýðræðið skili nið- urstöðum er vinnufriður sem jafn- gildir ekki næði til að braska með hagsmuni og almennt tilveru fólks í reykfylltum bakher- bergjum heldur ein- ungis tækifæri til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu í hverju samkvæmi fyrir sig. Ég held að það felist engin lítilsvirðing fyrir kjós- endum í því að hafa samráð vítt og breitt áð- ur en talað er í nafni stjórnmálaflokks, hitt er öllu alvarlegra þegar forystumenn telja sig þess umkomna að tala í nafni allra í skjóli óskilj- anlegrar tuktar. Mér sýnist líklegt að þeir síðarnefndu muni njóta meira dálætis hjá frétta- haukum Lýðveldisins en þeir sem neita að tjá sig um niðurstöður funda fyrr en að þeim loknum. Ábyrgð sjálf- stæðra og óháðra fjölmiðla er mikil og að mun meiri en þeirra sem sinna grímulausri hagsmunavörslu, það er ekkert mál að afgreiða „moggalygi“ og „þjóðviljakjaftæði“ þegar það á við. Hitt er öllu erfiðara er vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum sem eru svo hlutlausir og óháðir að blaða- maðurinn einn veit hvert hann er að fara. Það hlýtur að vera firnaflói á milli þess að búa til fréttir og segja þær. Fyrir okkur sem eru neytendur á fjölmiðlafóður skiptir máli að rétt- irnir séu sem mest tilbúnir, upp- skriftin og eldunaraðferðin ljósar. Það gerir enginn nema galinn sé að éta sig eftir uppskrift, hrárri, lið fyrir lið. Þegar kemur að athöfnum stjórn- arherra og húskarla þeirra nennir venjulegt fólk ekki að fylgjast með lortagramsi. Fjölmiðlar eru ekki dómstólar, hvorki eigendanna né götunnar, þeir eru ekki heldur kviðdómur, verjandi eða saksóknari. Nafngreindir geta fjölmiðlamenn hæglega verið þetta allt og að auki samviska þjóðarinnar og rödd hrópandans við Tjörnina. Ég get ekki fellt mig við umboðs- laus réttarhöld þáttastjórnenda í beinni útsendingu þar sem gera á út um sekt eða sakleysi, ekki í þeim til- gangi að fullnægja réttlætinu heldur áhorfi stöðvarinnar. Það er stutt á milli fréttaefnis af þessu tagi og raun- veruleikasjónvarps upp á sitt versta. Það verður að treysta frjálsum fjöl- miðlum til að veita dómstólum og lög- regluyfirvöldum aðhald og taka þá í karphúsið þegar tilefni gefst til, þeir eiga hins vegar ekki að reyna að taka yfir hlutverk þeirra. Í því felst ekkert lýðræði, bara hætta á stjórnleysi. Bófahasar eða blaðamennska? Kristófer Már Kristinsson fjallar um borgarstjóramálin ’Fjölmiðlar eru ekkidómstólar, hvorki eig- endanna né götunnar, þeir eru ekki heldur kviðdómur, verjandi eða saksóknari.‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er miðaldra og atvinnulaus. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.