Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Við fráfall Guðna J. Guðbjartssonar leita á hugann minningar frá bernskuárunum við Sogsvirkjanir, en þar var Guðni stöðvarstjóri. Við systk- inin berum sterkar taugar til Guðna og Ragnheiðar og eigum ljúfar minn- ingar úr barnæskunni um hlýju þeirra, traust fjölskyldubönd og reglu á hlutunum. Það var upplifun að koma inn á heimili þeirra, menn- ingarheimili með svo fallegum mun- um og notalegu andrúmslofti. Mér þótti Ragnheiður eins og drottning svo falleg með grásprengt hár, grönn og virtist einhvern veginn bæði sterk og brothætt í senn. Við vorum ávallt velkomin á heimilið og í minningunni er m.a. þegar Spilverk þjóðanna var leikið í stofunni, þar sem risastór mynd af hestum eftir Baltasar prýddi einn vegginn, peru- brjóstsykur var boðinn fyrir að sækja póstinn og virðuleg frönsk Citroen bifreið stóð í hlaði. Við nut- um góðs af þegar barnabörnin komu í heimsókn og kynnin við barnabörn- in sem áttu ættir til Spánar færðu GUÐNI JÓN GUÐBJARTSSON ✝ Guðni Jón Guð-bjartsson fæddist í vesturbænum í Reykjavík 29. júní 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 20. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 29. októ- ber. okkur nýja merkingu á rigningu. Rigning sem hafði fram til þessa ein- faldlega verið leiðinda- veður sem maður reyndi að vera sem minnst úti í, eða þá a.m.k. vel gallaður, var í þeirra augum tilefni til að fara út í stuttbux- um og kætast yfir sval- andi bleytunni. Guðni hafði hesta við Ljósa- foss og seinna þegar hann var hættur hesta- mennsku tók pabbi minn við hesthúsunum. Á sumrin heyjaði hann ofan í klárana af túnunum við virkjunina og þá fengum við systkinin ásamt öðrum börnum á staðnum að fylgjast með. Stundum að grípa í hrífu til að snúa og síðast en ekki síst, sitja á hey- vagninum heim í hlöðu. Guðni stjórn- aði höstum rómi hvar skyldi setið svo enginn dytti nú af og maður hlýddi umsvifalaust. Og þótt rómurinn væri stundum höstugur efaðist ég aldrei um hlýjuna og hjartalagið. Mesta sportið var að fá að fara á bak honum Blesa, gamla rauða klárnum sem óhætt var að setja undir börn, til ör- yggis teymdi Guðni undir og fór með okkur smáspöl við hesthúsið. Frá því ég flutti úr Grímsnesinu höfum við Guðni stundum hist á förnum vegi, einkum hin síðari ár þegar ég hef átt erindi á Hrafnistu og höfum við þá tekið tal saman. Fyrir nokkrum árum lést Ragnheið- ur eftir veikindi. Guðni tók nærri sér missi hennar og ræddum við það. Þó langt liði á milli var viðmót Guðna ætíð jafnhlýlegt og honum annt um hagi fjölskyldu minnar. Ég vil með þessum orðum votta minningu Guðna virðingu mína og sendi að- standendum hans samúðarkveðjur. Steinunn K. Jónsdóttir. Guð varðveitir sálir látinna. Við sem eftir lifum varðveitum góðu minningarnar. Elskulegur maður hefur lokið lífs- göngu sinni. Að kvöldi þess dags er Guðni lést sátum við hjónin inni í litla herberginu hans. Yfir honum ríkti bæði friður og fegurð. Á veggnum var fallega málverkið af Ragnheiði eiginkonu hans sem lést fyrir 9 árum síðan. Hún horfði á hann þar sem hann hvíldi og fegurð hennar lýsti herbergið. Guðni var bæði stór og hlýr maður með stórt og heitt skap og umhyggja hans og væntumþykja í garð sinna nánustu var mikil. Hann hafði stóran faðm og stórar hendur sem tóku þéttingsfast utan um mig þegar við hittumst. Honum var alltaf umhugað að fylgjast vel með hvernig mér liði og hvernig fjölskyldunni vegnaði. Það er ekki hægt að minn- ast Guðna án þess að minnast Ragn- heiðar. Bæði voru þau einstaklega glæsileg. Ragnheiður var ekki bara falleg í útliti heldur bar hún einstak- lega fallega sál og hafði góða nær- veru. Hún sá alltaf það góða í fari samferðafólks síns og hafði þann eig- inleika að láta öllum líða vel í návist sinni. Það er gott að hafa fengið að kynnast þeim hjónum sem bæði skilja eftir sig góðar minningar sem er gott veganesti fyrir mig og litlu fjölskylduna mína. Guðni hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og stóð fast á þeim. Hann gerði stórar kröfur til sjálfs sín og þeirra sem hann umgekkst. Hann kenndi mér að góðir hlutir gerast hægt. Við átt- um einlægt og gott spjall fyrir nokkrum árum síðan sem ég geymi með sjálfri mér og þakka honum ein- lægnina. Ég trúi því að nú hafi hann farið á móts við ástina sína sem hann saknaði mikið og að sálir þeirra séu sameinaðar á ný. Að lokum votta ég öllum ættingjum Guðna samhryggð mína og kveð hann með ljóði afa míns. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Jón Har.) Guðrún Jóna Bragadóttir. Elsku Hjalti. Takk kærlega fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig á þess- um allt of stutta en HJALTI ELÍASSON ✝ Hjalti Elíassonrafvirkjameist- ari fæddist að Saurbæ í Holtum 6. maí 1929. Hann lést á Landspítalanum 3. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju 11. október. ánægjulega tíma sem við höfum þekkst. Þú hefur reynst mér frá- bærlega og ég mun aldrei gleyma þér. Það er aðeins einn meistari og það ert þú. Þín verður sárt saknað, elsku Hjalti minn. Elsku Guðný og fjölskylda. Ég votta ykkur innilega samúð. Megi guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Kári Kolbeinsson. Ég kynntist Díu fyrir rúmum þremur áratugum síðan. Hanna systir mín og Þorsteinn sonur Díu og Karls voru þá í tilhugalífinu og giftu sig 1972. Upp frá því tókst vin- skapur á milli tengdaforeldra Hönnu systur minnar og okkar, sem hefur haldist til þessa dags. Día var mikil félagsvera og undi sér vel með góðu fólki. Það voru margir, sem heimsóttu þau hjónin þegar þau bjuggu á Laugaveginum og var ég ein þeirra. Þegar ég hugsa til baka, þá er mér margt minnisstætt, sérstaklega þeg- ar foreldrar mínir og Día og Karl fóru í danstíma saman. Það þótti okkur, þessum yngri, alveg bráðsniðugt og sáum þau öll í anda svífa eftir dans- gólfinu. Día og Karl tóku okkur eins og við værum þeirra eigin fjöskylda, komu í brúðkaupið okkar og við hittumst oft- ast þegar við komum í heimsókn til Íslands. CONCORDIA KONRÁÐSDÓTTIR NÍELSSON ✝ Concordia Kon-ráðsdóttir Níelsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. apríl 1915. Hún lést á Hrafnistu í Laugarási 24. októ- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Áskirkju í Reykja- vík 2. nóvember. Danstímarnir komu sér vel, þegar við komum öll saman á gamlárskvöld á heimili Hönnu og Þor- steins en þá var ekkert kynslóðabil, þá var dans- að bæði við börn og barnabörn. Þegar við komum heim til Íslands voru ætíð pakkar handa okkur öll- um á hátíðum, í þeim voru útsaumaðar vegg- myndir, skraut á jólatréð og alls kyns munir, sem Día hafði útbúið, enda bráðlagin í höndunum, smekkleg og listræn. Ég man ein jólin, þegar ég var búin að skreyta jólatréð okkar og virti það fyrir mér að hver einasti hlutur á því var handunnið skraut eft- ir Díu, enda gullfallegt. Við eigum öll eftir að sakna Díu. Hressilegt viðmót og gestrisni var henni í blóð borið. Er við skreytum heimilið okkar fyrir jólin í framtíðinni, verður gaman að sjá fallega handverkið hennar, sem mun fylgja okkur um ókomin ár. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Karls, Þorsteins, Ólafs og fjölskyldna. Árin eru orðin mörg og fallega kon- an þreytt. Faðmur máttarvaldanna tekur vel á móti góðu fólki. Far vel, vinkona. Herdís Herbertsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.