Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 45
UMRÆÐAN
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
Mjög falleg 72,8 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi á eftirsótt-
um stað. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu, parketlagt hol, gott
eldhús, baðherbergi með baðkari, parketlagða stofu með suð-
austur svölum og tvö parketlögð svefnherbergi með skápum.
Nýleg gólfefni á íbúð. 5041. Verð 14,1 millj.
Sigurður, sími 895 0201, sýnir í dag milli kl. 14.00 og 16.00.
BOÐAGRANDI 7 - OPIÐ HÚS
Suðurlandsbraut 54
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Byggingaraðli Húsafl ehf.
Sóleyjarimi 11 er 5 hæða glæsilegt steinsteypt lyftu-
hús á frábærum útsýnisstað á Landssímalóðinni í
Grafarvogi og er byggt af byggingafélaginu Húsafli. Í
húsinu eru 2ja, 3ja og 3ja–4ra herb. íbúðir sem seljast
fullbúnar án gólfefna. Íbúðirnar eru allar með sérinn-
gangi af glerlokuðum svalagangi og öllum íbúðunum
fylgir sérmerkt bílastæði í fullbúinni og lokaðri bíla-
geymslu. Innangengt er úr bílageymslu í sameign og
lyftu.
Að utan verður húsið einangrað utanfrá og klætt með
báraðri álklæðningu, en hliðar á svalagangi og svöl-
um verða einangraðar innanfrá á hefðbundinn hátt
og múrhúðaðar með litmúr. Lóð verður fullfrágengin
með malbikuðum bílastæðum og innkeyrslu, hellu-
lögðum stígum, grasi og gróðri.
GLÆSILEG NÝBYGGING Á LANDSSÍMALÓÐINNI
Í GUFUNESI VIÐ SPÖNGINA
Íbúðirnar eru mjög vel skipulagðar, allar með góðu
útsýni og stórum suðursvölum. Þvottaherbergi er
innan íbúðar og sérgeymsla í kjallara.
Mynddyrasími verður í öllum íbúðunum.
Íbúðirnar eru í einka sölu
MEINBÆGINN maður komst
svo að orði eftir að hafa horft á þá
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóra Akureyrar, og Stefán Jón
Hafstein, formann
fræðsluráðs Reykja-
víkur, í Kastljósi
Sjónvarpsins 26. októ-
ber sl. að þar hefðu
haldist í hendur norð-
lenskur rótarskapur
og sunnlensk sjálf-
umgleði.
Mörgum kennurum
mun víst ekki hafa
verið skemmt þegar
þeir horfðu á þessa
samherja viðra „nýj-
ar“ hugmyndir sínar
um kjarasamning
kennara og sveitarfélaga.
Viðbrögðin voru ýmist á þá leið
að enn einu sinni væri hamrað á
þeim gamalgrónu fordómum að
kennarar væru starfsstétt sem
ekki nennti að vinna fulla vinnu,
eða þá að nú ætti endanlega að
hneppa kennara í þrældóm.
Vissulega er þessi reiði að
mörgu leyti skiljanleg, einkum
þegar haft er í huga að vel mátti
ætla að þessir ágætu menn hefðu á
stundum ekki hundsvit á því sem
þeir voru að segja.
Þannig hljómaði t.d. kjarninn í
tillögu Kristjáns Þórs:
„Ég er bara að tala um að samn-
ingurinn, og nú talar maður mjög
gróft, sé einfaldlega þannig að
kennari ráðist til grunnskóla og
hafi ákveðinn kennslustundafjölda
í viku, eða vinnustundafjölda fyr-
irgefið þið, og þegar hann er upp-
fylltur og honum ráðstafað af
skólasamfélaginu í viðkomandi
skóla, skólastjórnendum og kenn-
urum, þá er annaðhvort um það að
ræða að viðkomandi vinnur ekki
meira í þeirri vikunni eða þá hann
tekur að sér önnur verkefni og yf-
irvinnu.“
Og Stefán Jón bergmálaði að
þau fyrir sunnan hefðu verið að
ræða „nákvæmlega sömu hug-
myndirnar“. Með vissum hætti er
skiljanlegt að kennarar fatti ekki
snilldina í þessari tillögu Kristjáns
Þórs og líti jafnvel á hana sem
móðgun. Í fljótu bragði er nefni-
lega ekkert nýtt að sjá í henni.
Það er líka eðlilegt að menn sjái
ekki viskuna í eftirfarandi orðum
Stefáns Jóns:
„Menn hafa horft í angist upp á
það að verið væri útkljá útfærslu á
skólastefnu í kjarasamningum og
njörva þetta ennþá meira niður,
skólastarfið með nákvæmum tíma-
einingum, mælingum og ákvæðum,
girðingum innan samninga og
hvernig skuli vinna vinnuna, sem
nánast útilokar sveigjanlegt skóla-
starf. Eða að við þróum okkur
meira í þá átt sem hófst með síð-
asta kjarasamningi.“
Illkvittnir menn gætu jafnvel
túlkað þessi orð Stefáns á þá leið
að hann líti svo á að „skólastefnu“
R-listans sé ekki ætlað að vera
nema orðin tóm og því þurfi ekk-
ert að semja um útfærslu hennar.
Síðast en ekki síst gætu þeir
sem til þekkja skilið þá fullyrðingu
formanns fræðsluráðs Reykjavíkur
að meðallaun kennara í Reykjavík
séu 256 þúsund krónur á mánuði
sem dæmi um ótrúlega vanþekk-
ingu.
Hér er í rauninni um að ræða
meðalheildarlaun allra starfs-
manna innan Félags grunnskóla-
kennara og Skóla-
stjórafélagsins. Gera
má ráð fyrir að með-
allaun þessi myndu
lækka strax um 20 til
30 þúsund við það að
launum skólastjóra
yrði kippt burt úr
þessari summu. Hér
er líka um að ræða
unna yfirvinnu eink-
um kennara á ung-
lingastigi og síðast en
ekki síst áunnin tekju-
réttindi elstu, reynd-
ustu og menntuðustu
kennaranna.
En auðvitað eru svona vanga-
veltur ekkert annað en dæmi um
vænisýki sem því miður er ekki
óalgeng meðal kennara. Það er
ekkert að því þótt aðrir eins menn
og Kristján Þór Júlíusson og Stef-
án Jón Hafstein láti eins og þeir
séu ekki alveg með smáatriðin á
hreinu. Það er bara hluti af plott-
inu.
Mestu máli skiptir að þarna eru
menn sem sjá skóginn fyrir trján-
um, menn sem, eins og skáldið
sagði, hugsa í öldum en ekki árum.
Kennarar vita kannski ekki hví-
líkur afburða maður Kristján Þór
er í samningagerð.
Sem bæjarstjóri Ísafjarðar
samdi hann um að flaggskip Ísfirð-
inga, Guðbjörgin, færi til Akureyr-
ar og að hann yrði bæjarstjóri Ak-
ureyrar fyrir vikið. Í ofanálag
tókst honum svo að ná á fjórðu
milljón króna út úr Ísafjarðarbæ
fyrir óunna vinnu. Þetta geta ekki
nema snillingar.
Það er ekki ónýtt fyrir grunn-
skólakennara að eiga svona hauk í
horni sem þegar hefur sýnt lipurð
sína í verki með því að lokka for-
mann fræðsluráðs Reykjavíkur og
væntanlegt borgarstjóraefni, Stef-
án Jón Hafstein, í lið með sér.
Þegar menn skyggnast dýpra
ofan í tillögu þeirra Kristjáns Þórs
og Stefáns Jóns að „draumasamn-
ingi“ grunnskólakennara þá sjá
þeir strax að hinn rauði þráður
hennar er einföldun og jöfnuður.
Kennarar eiga að vinna í skól-
anum sínum frá átta til fjögur, rétt
eins og þeir hafa gert. Það nýja er
að nú þurfa þeir ekki lengur að
vera að puða í skólanum fram á
kvöld eða um helgar. Og það sem
meira er þeir eiga ekki að taka
vinnuna með sér heim. Þeir eru
búnir í vinnunni klukkan fjögur!
Svo taka frístundirnar við.
Og launin. Þeim er jafnað í 250
þúsund króna mánaðarlaun á
hvern kennara, óháð stöðu, mennt-
un, aldri eða búsetu, og síðan eru
þau hækkuð um 26% og þá verða
laun grunnskólakennara 315 þús-
und krónur á mánuði! Þetta er tær
snilld.
Það er óskiljanlegt að samn-
inganefnd kennara skyldi ekki
stökkva á þetta tilboð forvígis-
manna tveggja lykilsveitarfélaga í
þessari kjaradeilu en láta þess í
stað þvinga upp á sig þeirri hung-
urlús sem fólst í miðlunartillögu
ríkissáttasemjara.
Misstu kennarar af
„draumasamningnum“?
Vigfús Geirdal fjallar um
kennaradeiluna ’Og Stefán Jón berg-málaði að þau fyrir
sunnan hefðu verið að
ræða „nákvæmlega
sömu hugmyndirnar“.‘
Vigfús Geirdal
Höfundur er sagnfræðingur
og kennari.
Fréttir í
tölvupósti