Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 42

Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 42
42 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heimili fasteignasala - Þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Bústaðavegur Dalsel - Tvær íbúðir og bílskýli Þorláksgeisli - Nýbygging Parhús um 200 fm að stærð með innbyggðum bílskúr. Á teikningu er gert ráð fyrir allt að 5 svefn- herbergjum. Frábært útsýni og góð staðsetning þar sem örstutt er í náttúruna og golfvöllinn. Til- valin eign fyrir golfarann eða náttúruunnandann. Húsið er af- hent fullbúið að utan og fokhelt að innan. V. 22,9 m. Þrír löggiltir fasteignasalar tryggja vönduð og traust vinnubrögð frá upphafi til enda sölu. Mikil eftirfylgni og gott verð. Hringið inn og leitið upplýsinga um fyrirtækið og verklag þess. Hver vill ekki gott betra? Heimili fyrir þig! Góð 100 fm efri sérhæð með sérinngangi og nýtingarmögu- leika í risi. Tvær samliggjandi stofur og tvö til þrjú svefnher- bergi ásamt herbergisaðstöðu í risinu. Flísar og parket á gólf- um. Laus fljótlega. Eign sem samanstendur af tveimur íb. og stæði í bílskýli. Önnur 98 fm 4ra herb. endaí- búð á 1. hæð og hin 47 fm 2ja herbergja á jarðhæð. Alls 145 fm. Seljandi leitar að minni eign í sama hverfi. V. 18,9 m. Ásholt - Með bílskýli Í einkasölu 2ja herbergja ca 60 fm íbúð á efri hæð í 4ra íbúða stigagangi og meðfylgjandi stæði í bílskýli. Hús og íbúð í góðu ástandi. Stórar suðursval- ir, húsvörður, laus fljótlega. V. 13,0 m. Nánari upplýsingar og myndir af eignum á heimasíðu www.heimili.is Óskum eftir eignum á söluskrá okkar vegna mikillar sölu undanfarið. Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 220 fm raðhús við Giljaland í Fossvogi. Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð. Stórar svalir. Fallegt útsýni. Húsið hefur verið mikið endur- nýjað. Glæsileg afgirt lóð með stórri timburverönd. Verð 34 millj. 4599. GILJALAND - GLÆSILEGT Vorum að fá í sölu mjög fallega 4ra herb. 121 fm neðri sérhæð í 4-býlishúsi við Hraunteig. Íbúðin hefur verið mikið standsett, m.a. nýtt baðherbergi. Húsið hefur ný- lega verið standsett að utan. V. 22,5 m. 4598 HRAUNTEIGUR - MIKIÐ STANDSETT Góð 4ra herbergja 102 fm endaíbúð með sérinngangi innaf svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi og stofu. Á jarðhæð fylgir sérgeymsla svo og sam- eiginl. þurrkherbergi, hjólageymsla o.fl. V. 14,9 m. 4582 KLUKKURIMI - LAUS FLJÓTLEGA 3ja herbergja glæsileg rúmgóð íbúð á 2. hæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús með útskotsglugga, rúmgott baðherbergi, barnaherbergi og hjónaherbergi. 4585 JÖKLAFOLD - GLÆSILEG Vorum að fá í sölu mjög fallega 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og tvö herbergi. Rúmgóðar svalir til suðvesturs. Göngufæri í miðbæinn. V. 14,3 m. 4573 ÞÓRSGATA - MEÐ SVÖLUM Snyrtileg 76 fm kjallaraíbúð á góðum stað á Teigunum. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi. Sér- geymsla undir stiga. Eigninni fylgir sameig- inlegt þvottahús. Nýtt gler. Laus fljótlega. V. 13,2 m. 4584 KIRKJUTEIGUR Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja herb. 70,2 fm íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir merkt stæði í bílageymslu. Þvottahús í íbúð. Geymsla á sömu hæð og íbúð. Glæsilegt útsýni. V. 12,9 m. 4583 VEGHÚS - MEÐ BÍLAGEYMSLU Vorum að fá í sölu glæsilega 84 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi við Klapp- arstíg. Rúmgóðar svalir. Íbúðinni fylgir merkt stæði í bílageymslu. Verð 18,5 millj. 4558. KLAPPARSTÍGUR - GLÆSILEG Í AMERÍKU tókst stýrðum fjöl- miðlum um daginn að gera for- dekraðan liðhlaupa að stríðs- leiðtoga. Og að gera ærlegan hermann í þágu föð- urlandsins að dáð- leysingja. Allt í fjöl- miðlum. Heimurinn á eftir að gjalda þess næstu fjögur árin. Nú reyna íslenskir fjölmiðlar að leika sama leikinn á heimavelli. Alltaf að herma eftir fyr- irmyndinni. Nú á að hengja Þórólf Árna- son, borgarstjóra Reykvíkinga, sem bakara fyrir smiði verðsamráðs olíufélaganna. For- stjórarnir hafa staðið fyrir verð- samráði olíufélaganna á Íslandi svo lengi sem elstu menn muna. Bak við tjöldin. En nú skal réttlætinu fullnægt í beinni útsendingu, hengjum bakara fyrir smið. Sá sem veit eitthvað um verð- samráð olíufélaganna í Íslandssög- unni veit að það var lykilþáttur í helmingaskiptum auðs og valda tveggja stjórnmálaflokka á Íslandi: Sjálfstæðisflokks (Shell) og Fram- sóknarflokks (Esso). Hermangið þar með talið. Olís er saga út af fyrir sig. En þrátt fyrir Héðin og Óla í Olís endaði það á sama veg. Því miður. Hafi það farið framhjá þjóðinni, þá er kjarni málsins þessi: Þeir stjórnmálaflokkar, sem farið hafa með völd lengst af á Íslandi, skiptu með sér forræði yfir innflutningi á olíu og bensínvörum. Þetta var snar þáttur í póli- tísku valdakerfi þeirra. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur. Ef það á að draga ein- hvern fyrir dóm vegna þessa, skv. síðbúnu réttlæti fjölmiðla, þá heita sakborningarnir: Forystumenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og þeir forstjórar, sem þessum fyrirtæjum stýrðu í skjóli þeirra. Þetta gerðu þessir forystumenn í krafti pólitísks valds (þ.e. í um- boði kjósenda) og í nafni ríkisrek- ins bankakerfis. Nöfn þessara manna eru nú síðast í hávegum höfð í forsætisráðherrakróníku heimastjórnarafmælisins, og því ekki með öllu fallin í gleymsku og dá, þótt sakir kunna að vera fyrnd- ar í lagalegum skilningi. Það er grátbroslegt að horfa upp á aðför íslenskra fjölmiðla að borgarstjóra Reykvíkinga í þessu máli: Hvar er þekkingin? Hvar er hlutlægnin? Hvar er greiningin? Hvar er réttlætiskenndin og sann- girnin? Göngum út frá því að Reykjavík- urborg (neytendur) hafi tapað á samráðinu. Hverjir hafa borið ábyrgð á því frá upphafi vega til þessa dags? Svarið er: Fyrrnefndir stjórnmálaflokkar, þar með talinn borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins og núverandi stjórnarflokkar. Það þarf ekki að leita lengra. Punktur og basta. En átti þá Þórólfur ekki að segja af sér fremur en að vinna fyrir þessa menn? Eiga sjómenn að neita að kasta smáfiski fyrir borð samkvæmt skipunum yfirboð- ara og þar með að hætta til sjós? Eru þeir sökudólgarnir? Eða á að yfirheyra þann sem stóð í brúnni og tók ákvarðanirnar og ber í reynd ábyrgðina? Hvar eru þessir menn? Hvers vegna gefa þeir sig ekki fram? Megum við fá að sjá þá? Við Þórólf Árnason vil ég segja þetta: Ég veit að þú ert ekki söku- dólgurinn. Ég veit að þeir sem tóku ákvarðanirnar og bera ábyrgðina, hverfa nú hljóðlega inn í skuggann og þykjast hvergi hafa nærri komið. Ég veit líka að ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Hvar eru þeir, bræðurnir? Og ég gef lítið fyrir réttlæti þeirra fjöl- miðla sem upphefja sjálfa sig af því að hafa hengt bakara fyrir smið. Þær stundir koma í lífi okkar allra, þegar reynir á menn. Þá kemur í ljós hvern mann þeir hafa að geyma. Þetta er þess konar mál og þannig stund. Það versta í póli- tík er ekki öfund hinna illviljuðu. Það versta er þögn hinna góðvilj- uðu. Sú þögn getur orðið ærandi, ef hugleysið ræður för. Er ekki kominn tími til að segja: Hingað – en ekki lengra? Aðför Höfundur er búsettur í Helsinki. ’Það er grátbroslegt aðhorfa upp á aðför ís- lenskra fjölmiðla að borgarstjóra Reykvík- inga í þessu máli.‘ Bryndís Schram Bryndís Schram fjallar um aðförina að borgarstjóra Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.