Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 33 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag í nóvem- ber. Þú getur farið til þessarar fegurstu borg Evrópu á einstökum kjör- um. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag frá kr. 9.990 15. nóvember Verð kr. 9.990 Flugsæti til Prag. Önnur leiðin 15.nóv. Netverð. Hótelverð - kr. 3.400.- Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, hótel Ilf, pr. nótt með morgunmat. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Rúmföt fyrir alla Ný mynstur - nýir litir Tvíbreið sett í úrvali Grípið tækifærið! LANDGRÆÐSLUVERÐLAUN Landgræðslunnar voru afhent við athöfn í Gunnarsholti á föstudag. Sveinn Runólfsson ávarpaði gesti í upphafi og kynnti verðlaunahafana. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra afhenti verðlaunin. Hann sagði í ávarpi sínu að á fyrsta þingfundi sem hann tók þátt í hefði verið samþykkt land- græðsluáætlun. Það var á Þingvöll- um árið 1974, þegar haldið var upp á 1100 ára afmæli byggðar á Ís- landi, en Halldór er eins og kunn- ugt er með lengsta starfsaldur nú- verandi alþingismanna. Þetta er í 13. sinn sem Landgræðslan veitir landgræðsluverðlaunin. Þau eru veitt einstaklingum, félögum og/eða fyrirtækjum fyrir framúrskarandi störf í þágu landgræðslu og gróð- urverndar. Verðlaunagripirnir, „Fjöregg Landgræðslunnar“, eru unnir af Eik-listiðju á Miðhúsum á Héraði. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar Landgræðsluverðlaunin: Karl Eiríksson, Skógræktarfélag Ísa- fjarðar, Búnaðarfélag Álftavers og hjónin Hrafnkell Karlsson og Sig- ríður Gestsdóttir og Hannes Sig- urðsson og Þórhildur Ólafsdóttir, sem eru bændur á Hrauni. Fyrsti landgræðslu- flugmaðurinn heiðraður Karl Eiríksson var fyrsti land- græðsluflugmaðurinn. Hann kynnt- ist ungur landgræðsluflugi í Banda- ríkjunum sem leiddi m.a. til þess að árið 1957 festu hann og félagar hans í Flugfélaginu Þyt kaup á fyrstu landgræðsluflugvélinni. Karl var einn af stofnendum Land- verndar og hefur á liðnum áratug- um stutt fjölda skógræktar- og landbótaverkefna. Skógræktarfélag Ísafjarðar var stofnað árið 1945 af áhugafólki um verndun skógarleifa og ræktun nýrra skóga. Í Tungudal hefur félagið ræktað einn vöxtuleg- asta skóg Vestfjarða. Á und- anförnum árum hefur Skógrækt- arfélagið unnið markvisst að því að bæta aðgengi og aðstöðu í skóg- inum og jafnframt endurbyggt Simsonargarð og Gömlu gróðr- arstöðina í Tungudal. Búnaðarfélag Álftavers var stofn- að 1902 af bændum í Álftaveri. Þeir urðu fyrstir til að hefja baráttuna við sandfokið á Mýrdalssandi með sáningu melgresis. Nú stendur fé- lagið fyrir umfangsmikilli upp- græðslu á Atleyjarmelum á Álfta- versafrétti. Hjónin Hrafnkell Karlsson og Sigríður Gestsdóttir og Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir hafa lengi unnið að land- græðslu á jörðinni Hrauni í Ölfusi. Land jarðarinnar liggur meðfram Ölfusárósum og framburður árinn- ar hefur fokið inn á landið í áranna rás. Þau hafa unnið þrekvirki við uppgræðslu jarðar sinnar. Við lok athafnarinnar kallaði landgræðslustjóri til Hjalta Odds- son frá Heiði á Rangárvöllum sem er orðinn sjötugur og hefur hætt störfum hjá Landgræðslunni vegna aldurs. Hann hefur starfað þar um langt árabil og þakkaði Sveinn hon- um frábær störf og færði honum minjagrip frá starfsfólkinu. Milli at- riða við athöfnina flutti söngflokk- urinn Öðlingarnir úr Rangárþingi nokkur lög undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar. Að lokum var öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis hjá Landgræðslunni. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Verðlaunahafarnir eða fulltrúar þeirra ásamt Guðna Ágústssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Sveini Runólfssyni að lokinni verðlaunaafhendingu. Landgræðsluverðlaunin afhent Hellu. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.