Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN - Hlynur Páll Pálsson Fréttablaðið , „Þetta eru stórskemmtilegar sögur á mörkum fantasíu og veruleika sem grípa mann frá fyrstu setningu. ... Á undraverðan hátt tekst Hermanni að vera í senn háfleygur og alþýðlegur, án þess þó að virka tilgerðarlegur ... Þetta er athyglisverð bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Colin Powell segir af sér Colin Powell utanríkisráðherra og þrír aðrir ráðherrar í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér, að sögn embættismanna í Washington í gær. Þeir sögðu lík- legast að Condoleezza Rice þjóð- aröryggisráðgjafi yrði eftirmaður Powells. Íslandsbanki í stórræðum Íslandsbanki hyggst gera tilboð í allt hlutafé í bankanum BNbank. Tilboðsupphæðin samsvarar 33,3 milljörðum íslenskra króna. Gangi kaupin eftir mun Íslandsbanki tvö- falda inn- og útlánaveltu sína. Kennarar segja upp Nokkuð hefur verið um að grunn- skólakennarar hafi sagt upp störfum eftir að ríkisstjórnin setti lög á verk- fall þeirra. Á Fáskrúðsfirði sögðu allir 15 kennarar grunnskólans upp störfum, sjö sögðu upp á Stöðv- arfirði og 17 í Mosfellsbæ. Enn fjöldamorð í Darfur Starfsmenn BBC, breska rík- isútvarpsins, segjast hafa fundið nýjar sannanir fyrir fjöldamorðum og nauðgunum í Darfur-héraði í Súdan. Í afskekktu þorpi, Kidinyir, sögðu íbúarnir að 80 börn hið minnsta hefðu verið myrt. Kattasamþykkt í Reykjavík Allir sex mánaða gamlir fress- kettir sem ganga úti skulu geldir samkvæmt ákvæðum í drögum að kattasamþykkt í Reykjavík. Þá skal örmerkja alla ketti, eigendur þurfa að kaupa ábyrgðartryggingu fyrir ketti sína og þeim er skylt að láta ormahreinsa þá einu sinni á ári. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Fréttaskýring 8 Umræðan 28/31 Úr verinu 12 Bréf 30 Viðskipti 14 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Skák 38 Minn staður 18 Brids 39 Akureyri 20 Dagbók 40/42 Austurland 20 Myndasögur 40 Suðurnes 22 Staður og stund 42 Landið 23 Bíó 46/49 Daglegt líf 24 Ljósvakar 50 Menning 25,43/49 Veður 51 Forystugrein 26 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl       !!"                              ! " #    $         %&' ( )***             )' *+ SEÐLABANKINN telur að mikil veðsetning íbúðarhúsnæðis, allt að 90% hjá Íbúðalánasjóði og allt að 100% hjá bönkunum, muni líklega leiða til þess að eigið fé sem bundið er í íbúðum fólks muni í mörgum til- vikum verða neikvætt einhvern tím- ann á næstu árum, enda hafi raun- virði íbúða sjaldan eða aldrei verið hærra en nú. Eftirstöðvar íbúða- lánanna geti því orðið hærri en verð- mæti eignarinnar. Skýrsla bankans var unnin að beiðni félagsmálaráðherra vegna áforma um að hækka hámarkslán í 90% af verði „hóflegrar“ íbúðar. Beiðni ráðherrans barst í lok síðasta árs. Hún varð tilefni til umfangsmik- illar rannsóknar Seðlabankans og var skýrslan send ráðherranum í lok júní. Hún hefur nú verið birt á vef bankans. Í fréttinni sem fylgir skýrslunni segir að frá því skýrslan var unnin hafi miklar breytingar orðið á ís- lenska íbúðamarkaðinum, einkum vegna samkeppni frá bönkunum. Fjárhæð fasteignaláns sé nú aðeins takmörkuð af greiðslugetu einstak- linga og verðmæti íbúðar. Örvar einkaneyslu Þrátt fyrir gjörbreytt umhverfi standi niðurstöður rannsóknarinnar enn fyrir sínu. Þótt þær breytingar sem hafi orðið á íbúðalánakerfinu séu að mörgu leyti framför feli þær í sér örvun eftirspurnar og einka- neyslu á sama tíma og mikil þensla sé á íbúðamarkaði. Mikil veðsetning, allt að 90%–100%, muni líklega leiða til þess að eigið fé sem bundið er í íbúðum fólks muni í mörgum tilvik- um verða neikvætt á næstu árum, enda hafi raunvirði íbúða sjaldan eða aldrei verið hærra en nú. „Slíkar að- stæður geta aukið hættu á fjárhags- legum vanda skuldara og þar með fjármálakerfisins í heild, eins og reynsla Norðurlandanna í upphafi síðasta áratugar er glöggt dæmi um,“ segir á vef bankans. Seðlabankinn hefur áhyggjur af áhrifum 90–100% fasteignalána Eftirstöðvar geta orðið hærri en verðmæti eignar ÓVENJULEGIR tónleikar verða haldnir í Langholtskirkju á laug- ardaginn kemur kl. 17 en hann er í senn dagur heilagrar Sesselju og dagur tónlistarinnar. Hljóm- sveitin Mezzoforte og Kór Lang- holtskirkju sameina þá krafta sína og flytja verkið Kaleidoscope eftir Árna Egilsson, tónskáld og bassaleikara, sem búsettur hefur verið í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld. Það var líf í tuskunum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á fyrstu æfingu á verkinu í Langholtskirkju í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Mezzoforte í Langholtskirkju SJÖ þúsund íslenskar konur á aldr- inum 18–45 ára munu á næstu dög- um fá senda könnun á lífsháttum og heilsufari kvenna, sem gerð er á veg- um Krabbameinsfélags Íslands. Þessi 7.000 eintök eru fyrsti hluti af samtals 20 þúsund eintökum sem send verða út hér á landi í þessari samnorrænu könnun. Könnunin nær til alls 80 þúsund kvenna á Íslandi, í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð og er hún gerð í þágu tveggja rannsókna, segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár og ábyrgðar- maður könnunarinnar. Annars veg- ar er um að ræða rannsókn á áhættuþáttum sjúkdóma sem tengj- ast vörtuveirum og á algengi kynfæravartna. Hins vegar er um að ræða rannsókn á tengslum lífshátta og heilsufars. „Við eigum von á því að fá góð svör og reiknum frekar með því. Íslend- ingar eru yfirleitt viljugir að hjálpa til með vísindarannsóknir, og svo tekur ekki nema um 10 mínútur að svara þessu. Einnig bjóðum við þeim sem vilja að svara könnuninni á Net- inu á öruggu svæði,“ segir Laufey. Upplýsingar nýtast í áratugi Upplýsingarnar sem fram koma í svörum kvenna við könnuninni verða notaðar næstu 5–30 árin til að fylgj- ast með forstigsbreytingum, krabbameinum, hjarta- og æðasjúk- dómum og hugsanlega öðrum sjúk- dómum hjá þátttakendum. Það verð- ur gert með því að keyra saman svörin úr spurningalistunum og skrár Leitarstöðvar, Krabbameins- skrár og Vistunarskrár Landlækn- isembættisins. Laufey segir að tryggt sé að aldrei verði skoðuð sam- an svör úr könnuninni og persónu- auðkenni. Einungis sé skráð númer á svarblöðin og lykill að kennitölu varðveittur annars staðar. Rann- sóknin uppfylli því á allan hátt kröf- ur Vísindasiðanefndar og Persónu- verndar. Stór norræn könnun á lífsháttum og heilsufari kvenna Nær til 20 þúsund íslenskra kvenna FORSTJÓRI Samkeppnisstofnun- ar, Georg Ólafsson, segir stofnunina ekki hafa gert samkomulag við Olíu- félagið um að ekki yrðu gerðar breytingar á starfsemi Olíudreifing- ar hf. sem er sameiginlegt innflutn- ings- og dreifingarfélag Olíufélags- ins (Esso) og Olís. Hann segir Samkeppnisstofnun heldur aldrei hafa gefið neinum loforð um að þeir sættu ekki lögreglurannsókn. Rangt hjá stjórnarformanni Olíufélagsins Í skýrslu um yfirheyrslu yfir Kristjáni Loftssyni, stjórnarfor- manni Olíufélagsins, hjá Ríkislög- reglustjóraembættinu í nóvember í fyrra, kemur m.a. fram að í sam- komulagi sem félagið hafi gert við Samkeppnisstofnun hafi falist að ekki yrði ráðskast með rekstur Olíu- dreifingar og að Samkeppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði til lög- reglu með málið. „Það er rangt hjá stjórnarfor- manni Olíufélagsins að samkeppnis- yfirvöld hafi gert samkomulag við Olíufélagið varðandi starfsemi Olíu- dreifingar,“ segir Georg. „Það er einnig rangt hjá honum að sam- keppnisyfirvöld hafi brotið einhver fyrirheit varðandi aðkomu lögreglu. Samkeppnisstofnun hefur ekkert um það að segja hvort lögregla ákveður að hefja rannsókn vegna ólögmæts samráðs. Það leiðir því af sjálfu sér að Samkeppnisstofnun getur ekki gefið neinum loforð um að þeir sæti ekki lögreglurannsókn og stofnunin hefur aldrei gert slíkt. Að öðru leyti telur Samkeppnisstofnun ekki rétt á þessu stigi að tjá sig frekar um um- mæli stjórnarformanns Olíufélags- ins þar sem fyrir liggur að olíufélög- in munu skjóta ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála.“ Ekki gefin loforð um að menn sættu ekki lög- reglurannsókn  Deilt um/8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.