Morgunblaðið - 16.11.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.11.2004, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnueftirlitið, Landlæknisembættið, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Rafiðnaðarsamband Íslands og Rannsóknastofa í vinnuvernd efna til málþings: Starfsmenn undir smásjánni? Rafrænt eftirlit með einstaklingum á vinnustöðum Málþingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember kl. 8.30-10.30. Dagskrá: • Málþingið sett Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. • Eftirlit með einstaklingum á vinnustöðum, umfang, einkenni og viðhorf starfsmanna Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur og verkefnisstjóri rannsóknarverkefnisins. • Rafrænt eftirlit og líðan starfsmanna Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. • Rafrænt eftirlit á vinnustöðum í ljósi persónuverndar- laganna og nýrra reglna um rafræna vöktun Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd. • ...að gæta bróður síns... Rafrænt eftirlit á vinnustöðum Sigrún Viktorsdóttir, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. • Samantekt – Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram hjá Vinnueftirlitinu í síma 550 4600 eða á netfanginu linda@ver.is Skráningargjald kr. 1.500 er greitt við innganginn. Morgunverður er innifalinn. Vinsamlegst mætið tímanlega. Verkefnið er styrkt af RANNÍS: Markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál. Á VEF Kennarasambands Íslands kom í gær fram að ekki væri rétt að kennarar hafi á sunnudagskvöld hafnað 5,5% launahækkun líkt og fram hefði komið í máli formanns launanefndar sveitarfélaganna. „Í tillögum FG og SÍ sem lagðar voru fram [á sunnudagskvöld] var lagt til að launatafla hækkaði strax um 5,5% eins og gert var ráð fyrir í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þessu höfnuðu fulltrúar LN en buðu að fyrsta hækkun í nýjum kjara- samningi yrði 5,5% að því tilskildu að hann yrði undirritaður fyrir 20. nóv- ember. Jafnframt höfnuðu fulltrúar LN því að sumarlaun og annarupp- bót í desember yrðu óskert,“ að því er segir á vef KÍ. Nýr samningafundur í dag Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samningarnefndar sveitarfé- laganna, segir að hann hafi farið yfir þetta með formanni Kennarasam- bands Íslands, Eiríki Jónssyni og rík- issáttasemjara í gær og þar hafi for- maður KÍ staðfest að rangt væri farið með á vef Kennarasambands- ins. „Þegar samninganefnd launa- nefndar sveitarfélaganna hafi sam- þykkt tillögu kennara um að launataflan hækkaði strax um 5,5% samkvæmt miðlunartillögu þá komu þeir með breytta tillögu. Þeir vildu að þar stæði að minnsta kosti um 5,5%. Það er auðvitað erfitt að framkvæma eitthvað sem heitir að minnsta kosti 5,5% þannig að það voru tæknilegir erfiðleikar að skilja þetta. Í öðru lagi hafði ég ekki umboð til þess að sam- þykkja neitt annað heldur en hafði staðið í miðlunartillögunni. Af þeim sökum sagðist ég ekki geta samþykkt það og þá vildu kennarar ekki hafa þetta inni í þessari samþykkt þrátt fyrir að þetta hafi verið ein af aðal- kröfunum,“ segir Birgir Björn. Samninganefndirnar funduðu með ríkissáttasemjara í gær og hefur ann- ar fundur verið boðaður í dag. Vildu að minnsta kosti 5,5% hækkun Morgunblaðið/Kristinn Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna hittust á stuttum samn- ingafundi hjá sáttasemjara í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag. „ÞAÐ er alveg ljóst að það þjást allir á þessu svæði, bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn,“ sagði Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra á sam- stöðufundi með Palestínu sem hald- inn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. „Palestínumenn þjást þó enn meira og það er ömurlegt að sjá þá miklu eyðileggingu sem þar hefur átt sér stað, líðan barnanna og þá eymd sem sést víða á Vesturbakkan- um.“ Vel á annað hundrað manns sótti fundinn í gær, en hann var haldinn vegna andláts Yasser Arafats á dög- unum. Fjölmargir sem þekktu til Ara- fat fluttu erindi, auk Halldórs Ás- grímssonar töluðu m.a. Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætis- ráðherra, Jóhanna Kristjánsdóttir blaðamaður, Ögmundur Jónsson for- maður BSRB, og Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ís- land-Palestína. Í ræðu sinni kom Halldór að stöðu friðarmála í Mið-Austurlöndum, og sagði lykilinn að friði á milli Ísraels og Palestínu væri lykillinn að friði í Mið- Austurlöndum, og heiminum almennt. Hann sagði að mikið verði lagt á vænt- anlegan arftaka Yasser Arafats. „Sá arftaki þarf ekki eingöngu að vinna sér inn traust alþjóðasamfélagsins, hann þarf líka að vinna sér inn traust sinnar eigin þjóðar og jafnframt taka á vanda- málum eins og skipulagsmálum og ýmsum öðrum málum. Þannig að hans bíða mikil verkefni.“ „Sektarkennd heimsins“ Jóhanna Kristjánsdóttir blaðamað- ur sagði erfitt að ræða um málefni Palestínu á þeim stutta tíma sem hún fékk úthlutað, og hægt væri að rekja ýmis atriði tengd Palestínu í löngu máli. „Ég gæti rifjað upp hver rótin er að tilurð Ísraelsríkis, sem er aftur meira og minna undirrótin að þeim hörmungum sem hafa orðið á þessu svæði síðan. Svo gæti ég jafnvel svar- að því með einu orði væri ég spurð um ástæðuna. Sektarkennd. Sektar- kennd heimsins sem hafði horft meira og minna þögull á útrýmingu gyðinga í stjórnartíð nasista,“ sagði Jóhanna. „Ég gæti líka hellt mér yfir [Ariel] Sharon lengi kvölds. Þetta gæti ég gert og margt annað. En ég ætla ekki að gera það vegna þess að það er allt- af verið að því, en það gerist aldrei neitt. Svo ég ætla bara að lesa ljóð,“ sagði Jóhanna, og hlaut lófatak áhorf- enda að launum. „Nú í upphafi 21. aldarinnar rís hinn illræmdi aðskilnaðarmúr á Vest- urbakkanum. Mörg hundruð kíló- metra fangelsismúr, sem er ætlað að loka heila þjóð inni,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í ræðu sinni. „Aðskilnaðarmúrinn í Palestínu er reistur af verkfræðilegri ná- kvæmni. Þegar nasistar murkuðu lífið úr milljónum gyðinga á valdatíma sín- um í Þýskalandi var það ekki aðeins fjöldi fórnarlambanna sem vakti ugg og hrylling í brjóstum manna, heldur einnig sú yfirvegun sem lá að baki voðaverkunum. Verkfræðivinnan við hönnun útrýmingarbúðanna og allt skipulag að baki ódæðinu.“ Gaf palestínsku þjóðinni von Í ræðu sinni sagði Steingrímur Hermannsson að Arafat hafi verið mikilhæfur leiðtogi, en um leið um- deildur, eins og hver sem staðið hefði í hans sporum hefði verið. „Óumdeil- anlega tókst honum að sameina þjóð- ina betur en nokkrum öðrum hafði tekist og veita henni leiðsögn í 40 ár [...]. Honum tókst að gefa palestínsku þjóðinni von um að eignast sitt eigið land og verða sjálfstæð þjóð.“ Alveg ljóst að það þjást allir í Palestínu og Ísrael Morgunblaðið/Sverrir Vel á annað hundrað manns mætti á fundinn í Borgarleikhúsinu í gær og var andinn á fundinum góður. lög sem sett eru í landinu af réttkjörnum stjórnvöldum. Stjórn SAMFOK harmar að grípa hefur þurft til þess neyðarúrræðis sem nýsamþykkt lög um kjaramál kennara og skólastjórn- enda í grunnskólum er. Ljóst er að menntun og velferð barnanna hefur haft forgang þegar ákvörðun var tekin í málinu. Deiluaðilar hafa enn tækifæri til að semja áður en gerðardómur fellir úrskurð sinn,“ segir í ályktun SAMFOK. STJÓRN SAMFOK, sambands foreldrafélaga og for- eldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir „miklum vonbrigðum með ákvörðun kennara í grunnskólum Reykjavíkur um að mæta ekki til vinnu í dag og með því virða nýsamþykkt lög og velferð grunnskólabarna að vettugi,“ eins og segir í ályktuninni. „Þrátt fyrir óánægju kennara með þróun samnings- mála þeirra undanfarið er óásættanlegt að þeir virði ekki „Óásættanlegt að þeir virði ekki lög“ ÁKVEÐIÐ var á fundi samninga- nefndar Félags leikskólakennara í gærkvöldi að efna ekki til allsherj- aratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í leikskólum í janúar, heldur leggja þá tillögu fyrir launanefnd sveitarfélaga að skammtímasamningur verði gerð- ur við leikskólakennara. Samning- urinn gildi fram á næsta ár og tryggi ákveðnar breytingar á kjörum sem fyrst, en að beðið verði eftir niðurstöðum gerð- ardóms, að því er Björg Bjarna- dóttir, formaður Félags leikskóla- kennara, segir. Segir Björg að leikskólakenn- arar hafi talið þennan kost skyn- samlegastan „í þeirri slæmu stöðu að okkar mati“ sem kenn- arasamfélagið og aðrir opinberir starfsmenn séu í eftir að lög voru sett á verkfall grunnskólakennara um helgina. Greiða ekki atkvæði um boðun verkfalls SÁ sem hraðast ók um Hvalfjarð- argöng á þessu ári var mældur á 149 km hraða í apríl. Hámarkshraði um göngin er 70 km/klst þannig að ökumaðurinn var á rúmlega tvö- földum hámarkshraða. Hraðakst- urbrotum hefur þó fækkað í göng- unum og ætla Spalarmenn að eftirlitsmyndavélar lögreglu hafi þessi jákvæðu áhrif á ökumenn. Með samanburði á ökuhraða í janúarmánuði 2002 og 2004 kemur í ljós að umtalsvert hefur dregið úr ökuhraða. Í janúar á þessu ári óku 1,2% of hratt en hlutfallið var 2,5% árið 2002. Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 88,5 km/klst. Dregur úr hraðakstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.