Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 18

Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 18
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það má segja að bjart sé yfir bæjarlíf- inu á Djúpavogi þessa dagana. Skipin koma siglandi inn fjörðinn full af silfri hafsins og maður fyllist einhverjum krafti sem erfitt er að lýsa. Stemningin sem fylgir síldinni er alltaf sérstök og allir eru tilbúnir að stökkva í stígvélin og taka þátt í ævintýrinu. Hús- mæður, skólabörn, kennarar og fólk frá framandi löndum mætir til vinnu í Bú- landstindi á öllum tímum sólarhrings og auðvitað þeir sem hafa fasta vinnu við fyr- irtækið. Kona á Breiðdalsvík hringir og spyr hvort hún megi skjótast yfir og finna lyktina, rifja upp gamla tíma og salta í nokkrar tunnur. Sex þúsund og sex hundruð tonn hafa borist að landi á ver- tíðinni og stefnt er að því að landa fjögur þúsund tonnum í viðbót.    Fyrstu helgina í nóvember héldu Djúpa- vogsbúar sína árlegu Sviðamessu. Þetta er gamall austfirskur siður sem Vísnavinir hafa endurvakið og kryddað með hrekkja- vökustemningu að amerískum sið. Þar mætast gamli og nýi tíminn og úr verður hin besta skemmtun. Eldra fólkið gæðir sér á sviðalöppum, kjömmum og kart- öflumús en yngri kynslóðin lætur pits- urnar duga. Vísnavinir og gestir þeirra sáu um skemmtiatriðin sem voru sér- staklega vönduð í ár. Meira af menningu því um síðustu helgi hélt kirkjukórinn vel heppnaða tónleika í Djúpavogskirkju und- ir stjórn Svavars Sigurðssonar. Er það gott framtak að halda tónleika af þessu tagi svona í svartasta skammdeginu.    Það styttist í jólin og hér á Djúpavogi hefja heimamenn jólaundirbúninginn með markaði í Löngubúð síðustu helgina í nóv- ember. Þar koma saman handlagnar hús- mæður og selja afurðir sínar. Kakóilm- urinn kemur fólki í jólaskap og kökurnar hjá þeim konum í Löngubúð eru engu lík- ar. Í desember eru svo allar helgar upp- teknar í jóla þetta og jóla hitt en allt fer fram í mestu rólegheitum. Hér er ekkert til sem heitir jólastress enda erum við í „órafjarlægð“ frá stórmörkuðum stór- borga og njótum þess að anda að okkur fersku sjávarlofti með sannkölluðum jóla- kryddsíldarilmi. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA Íþrótta- og æskulýðs-nefnd Vesturbyggðarsamþykkti á fundi sínum á dögunum að leggja til að unglingum á Bíldudal, á aldrinum tólf til sextán ára, verði ekið tvisvar í mánuði í fé- lagsmiðstöðina VestEnd á Patreksfirði. Í bókun nefndarinnar segir að ekki þurfi að minna á mikilvægi þess að boðið sé upp á skipulagða starfsemi fyrir öll börn. Ástæða akstursins er síðna skýrð með því að „að ekki hefur tekist að halda starfsemi í félagsmiðstöð á Bíldudal fyrir börnin og húsnæði þar er mjög ábótavant“. Einnig leggur nefndin til að athugað verði með akstur barna frá Birkimelsskóla á Barðaströnd til fé- lagsmiðstöðvarinnar á Patreksfirði. Allir eru staðirnir í Vesturbyggð. Ekið í VestEnd KvenfélagasambandGullbringu- ogKjósarsýslu af- henti nýlega Barna- og unglingageðdeild Land- spítala – Háskólasjúkra- húss þriggja milljóna króna gjöf. Er þetta ágóði af sölu á merkinu Gleym mér ei síðastliðið vor. Gjöfin var afhent í hófi sem efnt var til í tilefni af 75 ára afmæli Kven- félagasambandsins. Til vinstri á myndinni eru Katrín Eiríksdóttir, for- maður sambandsins, og Dagmar Sigurðardóttir, formaður merkjasölu- nefndar, sem afhentu þeim Helgu Jörg- ensdóttur geðhjúkr- unarfræðingi og Lindu Kristmundsdóttur deild- arstjóra gjöfina. Henni fylgdu óskir um að sem fyrst yrði hægt að bæta aðstöðu deildarinnar til eflingar því góða starfi sem þar væri unnið. Konur afhenda 3 milljónir til BUGL Kristján BersiÓlafsson orti sínafyrstu limru þeg- ar Hafnfirðingar kusu um hundahald. Þegar hann sá að spurningin var margliða og hann sam- mála sumu en andsnúinn öðru ákvað hann að gera atkvæðið ógilt með því að skrifa á atkvæðaseðilinn: Ég hef mína skoðun um hundana, en held að ég kunn’ ekki að grund’ana í einföldu svari, því áður en varir er hugsunin komin í hundana. Kristján Bersi orti limru árið 1997 í orðastað Ingv- ars Viktorssonar bæj- arstjóra sem átti í umtöl- uðu samstarfi við Jóhann Bergþórsson, forstjóra Hagvirkis. Tilefnið var skopmynd Gísla Ástþórs- sonar í DV, sem sýndi Jó- hann í stað rósar í kreppt- um hnefa í merki kratanna. Um þetta leyti stóð yfir herferðin: „Hafnfirskt – já, takk“: Stoltur ber ég minn blástakk og blæs á nöldur og þrásnakk, en rósinni fleygi í ruslið og segi: Hér gildir „hagvirkst – já, takk“. Af hundahaldi pebl@mbl.is Reykjanes | Fyrstu handtökin við byggingu stöðv- arhúss Reykjanesvirkjunar Hitaveitu Suðurnesja hafa verið tekin – en mörg eru eftir enda rétt verið að koma húsinu upp úr jörðinni. Þegar mest verður um að vera er reiknað með að 150 manns verði starfandi við byggingarnar á vegum Eyktar bygg- ingaverktaka. Þessi starfsmaður var að festa sam- an víra í járnabindingu sökkla stöðvarhússins og þurfi að hafa hraðar hendur því smiðirnir dældu steypunni af miklum krafti niður í mótin. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hraðar hendur Byggingavinna Suðurland | Ekki er útséð með það hvort ráðast þarf í jafn viðamiklar rannsóknir á jarðlögum milli lands og Eyja og sérfræð- ingar Vestmanneyinga hafa talið. Er því hugsanlegt að Bakkavegur verði lagður, þrátt fyrir allt, en útboði hans var frestað vegna hugmynda um að nota fjárveit- inguna í rannsóknir vegna ákvörðunar um gönt til Vestmannaeyja. Nýlega var sagt frá því að þingmenn Suðurkjördæmis hefðu ákveðið að fresta framkvæmdum við Bakkaveg og nota fjár- magnið til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga og var vísað til orða Guðjóns Hjörleifssonar alþingismann í því efni. Íbúar í Austur-Landeyjum og sveit- arstjórn Rangárþings eystra mótmæltu þessum áformum harðlega. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þing- maður Suðurkjördæmis, segir að viss mis- skilnings gæti í þessu máli. Ekki hafi verið gengið frá málinu. Þingmennirnir væru vissulega sammála um nauðsyn þess að finna leiðir til að ljúka þeim rannsóknum sem talið væri að upp á vantaði en lausnin væri enn ekki fundin. Menn horfðu til frestunar Bakkavegar, ef ekki fengist fjár- magn sérstaklega í þessar rannsóknir, og hefði útboði vegarins því verið frestað. En málið þyrfti að koma til kasta Alþingis og því hefðu þingmennirnir ekki gengið frá yf- irlýsingu um þetta efni og málið væri enn hjá þingmannahópnum. Ekki sammála um rannsóknir Guðjón Hjörleifsson segir að á næsta ári verði teknar ákvarðanir um samgöngur við Vestmannaeyjar í framtíðinni. Sérfræðing- ar heimamanna hafi talið nauðsynlegt að ráðast í rannsóknir til að unnt yrði að taka afstöðu til jarðganga. Ljóst sé að fé til sam- göngumála verði skorið niður á næsta ári og að ekki væru líkur á að sérstök fjárveit- ing fengist til rannsóknanna. Því þyrfti að flytja til fé innan kjördæmisins, ef ráðast ætti í þessar rannsóknir, eins og oft væri gert og þá helst af þeirri framkvæmd sem næst væri. Í þessu tilviki lægi Bakkavegur næst og lægi beinast við að líta þangað. Telur Guðjón ekki víst að nota þurfi alla fjárveitinguna í rannsóknirnar. Guðjón segir að Vegagerðin sé ekki sammála því að ráðast þyrfti í svo umfangsmiklar fram- kvæmdir. Því þyrfti að fá hlutlausa sér- fræðinga til að leggja mat á málið. Málið enn hjá þingmanna- hópnum Frestun Bakkavegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.