Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Egilsstaðir | Snör viðbrögð tveggja telpna björguðu að öllum líkindum lífi vinkonu þeirra sem fékk bráðaofnæmi, en slíkt getur verið lífs- hættulegt sé ekki brugðist strax við. „Við vorum að spila hérna heima og ég hafði fengið mér svolítið hunang,“ sagði Anna Karín Lárusdóttir í samtali við Morgunblaðið. „Svo byrja ég að eiga erfitt með að anda og fór að hósta mikið. Vinkonur mínar skildu ekki alveg hvað var að gerast, en vissu samt að ég er með jarðhnetuofnæmi og voru fljótar að átta sig. Rut hringdi þá strax í sjúkrabíl og Jóhanna fór og sótti mér vatn að drekka og hjálpaði mér. Sjúkraflutningamennirnir fóru með mig í sjúkrabílnum á spítalann og spurðu mig hvað hefði gerst. Á sjúkrahúsinu var ég athuguð og mér gefin lyf. Ég var mjög hrædd og held að vinkonur mín- ar hafi bjargað lífi mínu.“ Snör viðbrögð geta bjargað lífi Anna Karín, sem er tíu ára gömul, er með lífshættulegt jarðhnetuofnæmi og má ekki neyta eða komast í snertingu við neitt sem í eru jarðhnetur eða jarðhnetuolía. Aðrar hnetuteg- undir, möndlur og baunir geta einnig reynst henni skeinuhættar, þar sem sama eggjahvítu- efni er í öllum þessum tegundum. Jarðhnetur valda hvað mestu ofnæmi af fæðutegundum og finnast í fjölmörgum matvælum. Ekki þarf annað en smit á milli mataráhalda til að valda ofnæmislosti. Anna Karín hefur alltaf með sér adrenalín- penna (epinephrinesprautu) og á að sprauta hana í lærið hafi hún af slysni fengið jarðhnetur eða bráðaofnæmi. Það lýsir sér m.a. í að radd- bönd bólgna og getur það valdið köfnun. Ytri einkenni eru til dæmis mikill hósti, öndunar- örðugleikar, djúpur roði í andliti og á líkama og þroti í andliti. Ofnæmisviðbrögð geta komið í ljós innan nokkurra mínútna og skiptir þá öllu máli að viðkomandi fái rétta meðhöndlun. Vinir í raun Það var hin 11 ára gamla Rut Malmberg sem náði í hjálp. „Ég hringdi á 112 á meðan Jó- hanna var að hjúkra Önnu Karínu. Ég varð að gera það því ég sá á henni að hún var alveg að kafna. Ég veit að maður á að hringja í neyð- arlínuna þegar eitthvað svona kemur fyrir og hef vitað það síðan hjúkrunarfræðingur kom í skólann og sagði okkur ýmislegt,“ segir Rut. Jóhanna Kolbjörg Sigurþórsdóttir segir að sér hafi brugðið þegar Anna Karín veiktist, en hennar fyrstu viðbrögð hafi verið að hlúa að vinkonu sinni eftir bestu getu. „Við vissum að Anna Karín væri með ofnæmi og að það gæti komið fyrir að hún fengi ofnæmiskast. Þegar hún veiktist gerðum við bara það sem okkur datt fyrst í hug og sem betur fer var það rétt.“ „Ég var að borða eitthvað öðru vísi hunang en ég fæ mér venjulega, en núna er verið að rannsaka það, því hvergi stóð á umbúðunum að í því væru jarðhnetur,“ segir Anna Karín. „Ég fékk ofnæmiskast þegar ég var þriggja ára og þarf að passa mig vel á hvað ég borða. Þegar ég er hjá öðru fólki, kannski í afmæli, læt ég fólkið vita að ég sé með ofnæmi og spyr hvað sé í matnum eða kökunum. Mamma mín hefur líka látið alla sem við þekkjum vita um þetta. Þetta er ekkert mjög mikið mál, en ég þarf að passa mig vel. Núna er ég búin að jafna mig, en dag- inn eftir að ég fékk kastið átti ég erfitt með að anda og leið illa.“ Allir eiga að þekkja 112 Kolbrún Björnsdóttir, móðir Önnu Karínar, var í vinnu þegar atvikið átti sér stað. Hún seg- ir að Jóhanna og Rut hafi líklega bjargað lífi Önnu Karínar með fumlausum og réttum við- brögðum sínum og að miklu máli hafi skipt að þær voru þrjár saman. „Það veitti þeim öllum styrk; Jóhanna hlúði að Önnu Karínu meðan Rut var að hringja og þær hafa fengið styrk af hver annarri.“ Kolbrún segist hafa miðlað upp- lýsingum um ofnæmi Önnu Karínar til fólks í umhverfi þeirra og vonast til að aðstandendur barna með jarðhnetuofnæmi geri slíkt hið sama og leggi áherslu á að allir viti hvernig bregðast eigi við ofnæmislosti. Þær Anna Karín, Jóhanna og Rut vilja segja öðrum krökkum sem eru með alvarlegt ofnæmi að gæta að því hvað þeir láta ofan í sig og lesa á umbúðir. Þær biðja alla krakka og fullorðna að muna eftir númeri neyðarlínunnar, 112, og fá hjálp ef eitthvað kemur fyrir. Þremur ungum stúlkum á 11. og 12. ári ekki fisjað saman þegar í harðbakkann sló Björguðu lífi vinkonu sinnar þegar hún fékk ofnæmislost Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vinkonur Rut Malmberg, Anna Karín Lárusdóttir og Jóhanna Sigurþórsdóttir. HÁTÍÐ í tilefni af 100 ára afmæli Gamla skóla, elsta húss Menntaskólans á Akureyri, um ný- liðna helgi var vel sótt. Nemendur tóku virkan þátt í dagskrá, léku á hljóðfæri og sungu og þá settu félagar í leikfélaginu svip á daginn en þeir tóku á móti gestum klæddir í fatnað frá fyrri tíð og lásu upp fréttir úr bæjarlífinu fyrir hundrað árum. Dagskrá var á Sal þar sem skólameistari, Jón Már Héðinsson, fjallaði um skólahúsið „Það kann að virðast undarlegt að halda hátíðlegt af- mæli húss. Þetta skólahús hefur hins vegar um langt árabil verið miklu meira en eitthvert hús. Það hefur í heila öld í hugum margra verið tákn skólabæjarins Akureyri,“ sagði meistari. Hann sagði byggingu hússins lýsa ótrúlegri framsýni og áræði „þar sem þetta var stærsta og glæsi- legasta skólahús á Íslandi á þeim tíma“. Finnur Birgisson arkitekt flutti erindi um byggingu þess og sögu. Þá var sunginn Söng- salur og tónlist flutt. Gestum gafst kostur á að fylgja Pétri Péturssyni lækni og Tryggva Gísla- syni fyrrverandi skólameistara um Gamla skóla að lokinni dagskrá á Sal. Starfsmenn Minja- safnsins höfðu búið eitt herbergi á Gömlu vist- um til sýnis og þá voru til sýnis gömul kennslu- tæki og skólamunir. Ljósmyndir úr skólalífinu voru einnig settar upp, bæði frá því á árum áður og eins nýjar. Og eins og vera ber í 100 ára af- mæli var boðið upp á veitingar, kaffi, súkkulaði, pönnukökur, flatbrauð og randalín á kenn- arastofu Gamla skóla. Fjölmenni tók þátt í 100 ára afmæli Gamla skóla Morgunblaðið/Kristján Afmæli Pétur Pétursson heilsugæslulæknir, t.h., fræddi gesti m.a. um lífið á heimavist MA á loftinu í Gamla skóla. Ótrúleg fram- sýni og áræði SKÓLANEFND Akureyrar lýsti á fundi sínum í gær yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjara- deilu kennara og launanefndar sveitarfélaga, „og hvetur báða samningsaðila um að leggja sig alla fram um að ná fram kjara- samningi sem fyrst“, segir í álykt- un nefndarinnar sem samþykkt var í gærkvöld. Fram kemur að skólanefnd hafi ekki áhrif á kjara- þátt deilunnar, „en lýsir yfir full- um vilja til að koma að endurskoð- un á starfsumhverfi grunnskóla- kennara á Akureyri innan þess ramma sem nýr kjarasamningur og fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar leyfir“. Þá harmar skólanefnd mjög ef kjaradeilan leiði til upp- sagna grunnskólakennara og hvet- ur skólastjórnendur, kennara og foreldra barna í grunnskólum á Akureyri „að taka höndum saman um að búa nemendum sem farsæl- ust skilyrði til menntunar nú í kjöl- far verkfalls“, segir í ályktun skólanefndar. Kennarar á Akureyri fjöl- menntu í húsakynni bæjarins við Glerárgötu áður en fundur hófst í skólanefnd síðdegis. Eitthvað var um að kennarar boðuðu forföll í gær, einkum í tveimur skólum, Giljaskóla og Síðuskóla, en skóla- hald var með nokkuð eðlilegum hætti í öðrum grunnskólum bæj- arins. Jóhann Þorsteinsson, trúnaðar- maður kennara í Oddeyrarskóla, sagði kennara vera að mótmæla stöðu mála og lýsa yfir áhyggjum sínum, hann sagðist hafa afhent skólastjóra sínum uppsagnarbréf í vetur miðað við stöðu mála nú, með hvaða hætti skólanefnd ætlaði að beita áhrifum sínum til að ná sátt í skólasamfélaginu og hvort uppsagnir starfandi kennara væru viðunandi fórnarkostnaður í skóla- starfi og ef ekki hvað skólanefnd ætlaði að gera í málinu. Óskað var eftir skriflegum svörum við þess- um spurningum og sem fyrst. „Það er okkar von að börn, kennarar og starfsfólk mæti í skólana og slái skjaldborg um þetta verk, en þá erum við að horfa fram á veginn,“ sagði Jón Sólnes. Hann sagði að ekki hefði verið mikið um uppsagnir kennara í grunnskólum Akureyrar í gær, „en þetta hefur verið í umræðunni, en ég vona að það gangi ekki eftir, að til uppsagna í stórum stíl komi“. gær og hann harmaði að til þess hefði þurft að koma. Jón Sólnes, formaður skólanefndar Akureyr- ar, sagði við kennara að hann liti svo á að nefndin og kennarar væru hluti af sömu liðsheild og nú væri um að gera að efla hana. Vænti hann þess að deilan yrði farsæl- lega til lykta leidd, en Jóhann benti á að til að svo mætti verða yrði að auka fjármagn til mennta- mála. Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað innan skólasam- félagsins vegna kjaradeilu kenn- ara og sveitarfélaganna bar áheyrnarfulltrúi kennara fram spurningar á fundi skólanefndar í gær. Meðal annars hvernig menn sæju fyrir sér að hægt yrði að vinna eftir skólastefnu bæjarins í Skólanefnd Akureyrar hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í kjaradeilu kennara og launanefndar sveitarfélaga Morgunblaðið/Kristján Kennarar fjölmenntu Jóhann Þorsteinsson, trúnaðarmaður í Oddeyr- arskóla, t.h., ræðir við Jón G. Sólnes, formann skólanefndar Akureyr- ar, fyrir fund nefndarinnar í gær. Jóhann er á meðal kennara sem sagt hafa upp störfum og afhenti hann Jóni ljósrit af uppsagnarbréfi sínu. Lýsir yfir vilja til að endurskoða starfs- umhverfi kennara Lögfræðitorg | Sjálf- stjórn frumbyggja í Kanada verður til umfjöllunar á Lögfræðitorgi í dag, þriðju- daginn 16. nóvember kl. 16.30 í stofu 201 á Sólborg við Norðurslóð. Jane George mun fjalla um um reynsluna af sjálfstjórninni og landakröfur frumbyggja á svæðinu. Hún mun einnig spá í framtíðarmöguleika Nunavut og ræða um þau verkefni sem bíða íbúanna á komandi árum. 1. apríl árið 1999 gengu í gildi lög um sjálfstjórn- arsvæðið Nunavut í Kanada en svæðið nær yfir 1,9 millj- ón ferkílómetra í norðaust- urhluta landsins. Með lög- unum var komið til móts við landakröfur kanadískra frumbyggja sem búa á víð og dreif um svæðið. Jónasarfyrirlestur | Þor- valdur Þorsteinsson, skáld, rithöfundur, myndlist- armaður og nýkjörinn for- maður Bandalags íslenskra leikara, flytur svonefndan Jónasarfyrirlestur á Amts- bókasafninu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 16. nóv- ember, kl. 17.15, en hann er á vegum Menningarfélags- ins Hrauns í Öxnadal. Félag- ið var stofnað á dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, 26. maí, árið 2003 og hefur það keypti jörðina Hraun í Öxna- dal þar sem unnið er að því að koma á fót minning- arstofu um skáldið og nátt- úrufræðinginn Jónas Hall- grímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni verður íbúð fyrir fræðimann og er nú unnið að gagngerum endurbótum á því, en það verður tekið í notkun á næsta ári. Þá stendur til að gefa út mynd- skreytt safn ljóða og smá- sagna Jónasar á 200 ára af- mæli hans, 16. nóvember 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.