Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 45 MENNING 08:00 – 08:20 Skráning, afhending ráðstefnugagna 08:20 – 08:30 Opnun 08:30 – 09:20 Uppruni DRG og þróun í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna Jugna Shah framkvæmdastjóri Nimitt Consulting Inc., Minnesota 09:20 – 10:00 DRG sem stjórnunarupplýsingar á St. Göran í Svíþjóð Dr. Birgir Jakobsson forstjóri St. Göran 10:00 – 10:20 Umræður og kaffi 10:20 – 10:40 Þróun og staða á LSH Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri SFU 10:40 – 11:00 Viðhorf klíniskra stjórnenda Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir sviðsstjóri LSH 11:00 – 11:15 Heilbrigðisráðuneytið og DRG Sveinn Magnússon skrifstofustjóri HTR 11:15 – 11:35 Viðhorf klínískra stjórnenda Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir verkefnast. gæðamála lyflækningasviði I LSH 11:35 – 11:55 Kostnaður, framleiðni og fjámögnun Guðbjartur Ellert Jónsson verkefnastjóri SFU 11:55 – 12:05 Umræður 12:05 – 13:00 Hádegisverður á Grand Hótel 13:00 – 13:40 Samningar byggðir á DRG sem fjármögnunartæki Dr. Birgir Jakobsson forstjóri St. Göran 13:40 – 14:20 Outpatient/APC in USA - gæði og árangur Jugna Shah framkvæmdastjóri Nimitt Consulting Inc., Minnesota 14:20 – 15:05 Viðhorf klínískra stjórnenda Margrét Oddsdóttir yfirlæknir LSH 15:05 – 15:35 Umræður og kaffi 15:25 – 15:45 Viðhorf og pólitík Jónína Bjartmarz 15:45 – 15:55 Samantekt forstjóra LSH 15:55 – 16:00 Ráðstefnuslit Ráðstefna um nýjar fjármögnunarleiðir á Grand Hótel 18. nóvember n.k. Dagskrá: Breytt fjármögnun Verkefnið „breytt fjármögnun LSH“ hófst formlega árið 2000 með ákvörðun um að prófa notkun framleiðslumælikerfisins DRG á kvennasviði. Tilgangur verkefnisins er, auk prófunar á DRG, að afla betri upplýsinga um starfsemi spítalans til reksturs og stjórnunar, kostnaðargreina starfsemina og hagræða í rekstri. Samhliða innleiðingu DRG og annarra framleiðslumælikvarða hefur verið unnið að kostnaðarfærslum á sjúklinga. Frá árinu 2004 er allur kostnaður færður á meðferð sjúklinga nema stofn- og viðhalds- kostnaður, S-merkt lyf á dag og göngudeildum og kennslu- og vísindakostnaður. Meðal fyrirlesara eru: Dr. Birgir Jakobsson barnalæknir og forstjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi. Sjúkrahúsið er eina einkarekna bráðasjúkrahús Svíþjóðar. Starfsmannafjöldi er um 1.500 og árleg velta er um einn milljarður sænskra króna. Jugna Shah, MPH sem hefur sérhæft sig í breyttri fjármögnun í ferli- þjónustu og innleiðingu breyttrar fjármögnunar. Hún stýrir fyrir hönd tveggja bandarískra stofnana, U.S. DHHS og USAID, innleiðingu á breyttri fjármögnun í heilbrigðisþjónustu í Rúmeníu. Ráðstefnugjald kr. 9.000,- með hádegisverði. Rafræn skráning á www.icelandtravel.is Nánari upplýsingar og umsjón: Ferðaskrifastofa Íslands, Camilla Twingmark, sími 585 4376, camilla@icelandtravel.is Athugið að ekki er hægt að bóka í síma. Vegna mikils áhuga eru þáttakendur hvattir til að hraða skráningu. Auðlegð í heilbrigðiskerfinu Á laugardaginn var haldiðmálþing í Borgarleikhúsinuum stöðu nýrrar tónlistar. Var þingið liður í tónlistarhátíðinni Ný endurreisn sem Caput, 15:15 og Vox Academica kórinn standa nú að. Með nýrri tónlist er átt við hina svofelldu nútímatónlist, þ.e. skrif- aða „tónskálda“-tónlist, ef það má orða það svo. Frummælendur á þinginu voru þau Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður og gagnrýnandi og Bjarki Svein- björnsson tónlistarfræðingur. Fundarstjóri var Hákon Leifsson. Eitt af þemum þingsins var sú spurning hvort nútímatónskáld væru búin að mála sig út í horn, skrifandi tónlist sem eng- inn botnar upp né niður í og einnig var vöngum velt yfir almennri þró- un í þessum geira tónlistar, hvort búast mætti við enn frekari sam- slætti „lærðrar“ tónlistar og alþýðu- tónlistar, rokks, popps og djass t.d.    Ef ég á að vera alveg hreinskil-inn fannst mér ekki mikið koma út úr þessu,“ segir Kolbeinn Bjarnason, meðlimur í Caput og einn af skipuleggjendum málþings- ins. „Hitt ber á að líta að þetta var ákveðin upphafsumræða og það eru margir búnir að hringja í mig eftir að málþingi lauk, æstir í að ræða málin. Mér fannst samt ekki nægi- lega komið inn á viðkvæmari mál eins og hvernig skil á milli popps, djass og okkar – þessara lærðu – eru að hverfa. Hvort sem fólki líkar betur eða verr eru þessir heimar að nálgast og þessi mál geta verið eld- fim. Ástæða þess að við réðumst í þetta verkefni var sú að mér finnst vera allt of lítið um alvarlegar um- ræður um tónlist, bæði á meðal tón- listarmanna og einnig í fjölmiðlum. Útskýringin er kannski sú að það er mjög erfitt að tala um tónlist. Þetta er mjög óáþreifanlegt fyrirbæri. Svo virðist sem það sé miklu auð- veldara t.d. að tala um bók- menntir.“ Kolbeinn segir að einnig hafi ver- ið blásið til þingsins einfaldlega til að fara yfir stöðuna hvað nútíma- tónlist varðar. „Á skrifum margra gagnrýnenda má sjá að það er ekkert eins gam- aldags eða hallærislegt og að vera í svokallaðri framúrstefnu. Persónu- lega finnst mér vanta að tónverk séu tekin á þeirra eigin forsendum, ekki út frá því í hvaða stíl þau eru skrifuð. Það þrífst gott og vont í öll- um stílum.“ Kolbeinn segist þá undanfarið hafa orðið var við að sumir hafi áhyggjur af að áhugi almennings á nútímatónlist sé að minnka. „Og lengi getur þá lítið minnk- að!“ segir hann og dæsir.    Sigfríður Björnsdóttir, fram-kvæmdastjóri Íslenskrar tón- verkamiðstöðvar, sat þingið og tók þar til máls. Að hennar mati bar málþingið sumpart merki þess að umræðan sé á byrjunarstigi og að í raun sé ekki búið að skilgreina hversu mörg mál séu undir. „Sumir myndu segja að kjarni málsins væri hvernig tónskáldin sjálf eru að upplifa stöðu sína í sam- félaginu en oft einkennir listamenn að þeir eru lítið að pæla í þeim hlut- um.“ Fram kemur að Finnur Torfi Stefánsson ræddi um að fólk væri unnvörpum að yfirgefa hinn þrosk- aða smekk. „Þá hitnaði dálítið undir sæt- unum,“ segir Sigfríður. Til tals á málþinginu kom þá líka hin eilífa spurning um hvað er gott í tónlist. „Menn vildu meina að það sé til góð og vond tónlist í öllum stílteg- undunum,“ segir Sigfríður. „Og þá var lögð áhersla á að gefast ekki upp á leitinni að gæðunum þrátt fyrir að það taki tíma og fyrirhöfn til að þroska smekkinn. Þú getur ekki tekið afstöðu til þess hvort Led Zeppelin sé góð hljómsveit eða ekki fyrr en þú ert búin að hlusta al- mennilega.“ Að undangengnu má sjá að hvað- an sem tónlistin kemur hrærir hún (sem betur fer) upp í hausnum á fólki. Þessi pistlahöfundur styður það rækilega að það eigi ekki bara að hlusta á tónlist – heldur líka að tala, skrifa og deila um hana. Fleiri málþing, takk. Hvað ertu (ný) tónlist? ’Útskýringin erkannski sú að það er mjög erfitt að tala um tónlist. Þetta er mjög óáþreifanlegt fyrirbæri. Svo virðist sem það sé miklu auðveldara t.d. að tala um bókmenntir.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Sigfríður Björnsdóttir Kolbeinn Bjarnason Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.