Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 3
Samskipti jarðarbúa hafa mikið breyst og aukist á allra síðustu árum. Þessar breytingar hafa margvísleg áhrif á íslenskt mál, sem og aðrar þjóðtungur. Í nánasta umhverfi okkar ber nú mikið á alþjóðlegum orðum og táknkerfum sem allir þurfa að skilja óháð því hvaða tungumál þeir tala. Á þessum tímum er mikilvægt að hafa í huga gildi þess að eiga orð um alla skapaða hluti, gamla sem nýja. Glíman við að móta sífellt íslensk orð og hugtök er gott dæmi um frumkvæðið, sköpunarkraftinn og aðlögunarhæfnina sem einkennir okkar samfélag. Við erum vakandi fyrir umheiminum en mótum jafnframt okkar eigin leiðir. Mjólkursamsalan fagnar degi íslenskrar tungu. Hann veitir okkur tækifæri til að hugleiða þau áhrif sem berast að utan og hvernig við getum haldið góðu sambandi við menningu okkar og tungu. Laugardaginn 20. nóvember stendur Íslenskmálnefnd fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur“ í hátíðasal Háskóla Íslands. Þingið hefst kl. 11:00 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember „Ég á ekki orð“ Áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur Opið Spila – Bið Leigubíll Stopp Fiskur og franskar Lárpera – KúrbíturLeik lokið Pitsa Heimtaka Veitingastaður Án virðisaukaSalerni Gleðistund Myndbönd Netkaffi – Gallerí Vista sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.