Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SEM leiðtogi Palestínumanna síðustu fjóra
áratugi stjórnaði Yasser Arafat fjármálaum-
svifum sem fólust meðal annars í fjárfest-
ingum í flugfélögum, bananaplantekrum og
hátæknifyrirtækjum, auk þess sem peningar
voru faldir í bankareikningum víða um heim.
Jaweed al-Ghussein, fyrrverandi fjár-
málastjóri Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO), segir að þessar eignir hafi numið þrem-
ur til fimm milljörðum dollara, sem svarar
200–340 milljörðum króna, þegar hann lét af
störfum árið 1996.
Ekki er vitað hversu miklar þessar eignir
eru núna og talið er að stór hluti þeirra hafi
horfið. Nú þegar Yasser Arafat hefur gengið á
fund feðra sinna óttast margir Palestínumenn
að það sem eftir er af auðnum hverfi eða að
virktavinir hans sölsi hann undir sig.
„Þetta eru peningar palestínsku þjóð-
arinnar,“ sagði palestínski þingmaðurinn
Hassan Khreishe, sem kvaðst ætla að krefjast
þess að palestínska þingið rannsakaði málið.
Það kann að reynast erfitt þar sem Arafat
lagðist lengi gegn eftirliti með sjóðunum, m.a.
peningum sem PLO fékk frá arabaríkjum á
áttunda og níunda áratugnum og fjárhagslegri
aðstoð Vesturlanda við heimastjórnina eftir
friðarsamningana við Ísraela 1993.
Reikningar á nafni
bandamanna Arafats
Arafat lifði sjálfur sparsamlega en þurfti
mikla peninga til að halda hollustu banda-
manna sinna. Fjárfestingar og bankareikn-
ingar voru á nafni þeirra til að tryggja stuðn-
ing þeirra og einnig til að koma í veg fyrir að
lagt yrði hald á eignirnar, að sögn al-
Ghusseins.
Aðeins Arafat gat gefið heildarmynd af
eignunum og ekki er vitað hvort hann hafi
skráð þær eða gert erfðaskrá.
Mohammed Rashid, fjármálaráðgjafi Ara-
fats, hefur neitað að palestínski forsetinn hafi
verið auðugur. „Hann á ekki einu sinni tjald,
hús eða aldingarð og ekki er til neinn reikn-
ingur sem við getum kallað persónulega eign á
nafni Yassers Arafats,“ sagði Rashid í sjón-
varpsviðtali skömmu áður en leiðtoginn lést.
Arafat var þó í sjötta sæti á lista tímaritsins
Forbes yfir auðugustu „konunga, drottningar
og einræðisherra heimsins“ í fyrra og auður
hans var áætlaður a.m.k. 300 milljónir dollara,
sem svarar 20 milljörðum króna.
Fjárstreymið frá arabaríkjunum snarm-
innkaði árið 1990 þegar Arafat snerist á sveif
með Saddam Hussein er Íraksher réðst inn í
Kúveit. Al-Ghussein segir að Saddam hafi
greitt Arafat 150 milljónir dollara, 10,2 millj-
arða króna. Hermt er að greiðslurnar til PLO
hafi meðal annars verið notaðar til að fjárfesta
í flugfélagi í Maldíveyjum, grísku skipafélagi,
bananaplantekrum, demantanámu í Afríku og
fasteignum víða um heim.
Eignirnar voru á nafni tuga bandamanna
Arafats, að sögn fyrrverandi fjármálasérfræð-
ings PLO á Gaza-svæðinu og palestínsks hag-
fræðings á Vesturbakkanum. Þeir byrjuðu að
rekja peningaslóðina fyrr á árinu að beiðni
nokkurra embættismanna Fatah-hreyfing-
arinnar.
Háttsettur palestínskur embættismaður
sagði að stór hluti fjárfestinganna væri glatað
fé. Sum fyrirtækjanna hefðu orðið gjaldþrota.
Í öðrum tilvikum hefðu vinir Arafats hlaupist á
brott með peningana. Nokkrir þeirra sem
skráðir voru fyrir eignunum dóu og fjölskyldur
þeirra erfðu þær.
Fyrrnefndur hagfræðingur á Vesturbakk-
anum, sem vildi ekki láta nafns síns getið,
áætlaði að eignirnar næmu nú um 2,5–4 millj-
örðum dollara, 170–270 milljörðum króna.
Þurfti „mútusjóð“
Palestínska heimastjórnin fékk rúma 6,5
milljarða dollara, 440 milljarða króna, frá ríkj-
um heims á árunum 1994–2003 og í fyrstu var
lítið eftirlit með því hvert fjármunirnir fóru.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) sagði í
fyrra að 900 milljónir dollara, eða rúmir 60
milljarðar króna, hefðu ekki skilað sér til
heimastjórnarinnar fyrstu sex árin. Pening-
arnir hefðu þess í stað verið lagðir inn á banka-
reikning sem Arafat réð yfir.
Hermt er að Yitzhak Rabin, þáverandi for-
sætisráðherra Ísraels, hafi lagst gegn þessu
fyrirkomulagi í fyrstu en ráðgjafar hans hafi
sagt honum að Arafat þyrfti „mútusjóð“ til að
draga úr andstöðunni við friðarsamningana við
Ísraela.
Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á svæð-
um Palestínumanna sagði að heimastjórnin
hefði fengið umrætt fé til ráðstöfunar eftir að
Salam Fayyad varð fjármálaráðherra hennar,
en hann þykir hafa staðið sig vel í embættinu.
Fayyad hefur skert „ráðstöfunarfé forseta-
embættisins“ á síðustu þremur árum úr 100
milljónum dollara (6,8 milljörðum kr.) á ári í 43
milljónir (3,1 milljarð).
Hvar eru peningarnir?
Jerúsalem. AP.
Yasser Arafat stjórnaði fjár-
málaumsvifum Palest-
ínumanna en nú óttast
margir að peningarnir komi
aldrei í leitirnar.
AP
Fjöldi Palestínumanna kom í gær saman við gröf Yassers Arafats í Ramallah á Vesturbakk-
anum til að biðja fyrir leiðtoganum. Athygli vakti í liðinni viku að Íranar, sem fordæmdu á sín-
um tíma Arafat fyrir að hafa samþykkt Óslóarsamningana og lofað að stöðva hryðjuverk,
hrósuðu honum nú. Sögðu þeir hann hafa barist ákaft fyrir hagsmunum þjóðar sinnar.
’Arafat var þó í sjötta sæti álista tímaritsins Forbes yfir
auðugustu „konunga, drottn-
ingar og einræðisherra heims-
ins“ í fyrra.‘
COLIN Powell, sem nú hefur ákveðið
að láta af embætti utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur ætíð verið tal-
inn rödd hófsemdarinnar og varfærn-
innar í ríkisstjórn George W. Bush.
Hann er nú 67 ára gamall og hefur frá
upphafi notið meiri vinsælda og virð-
ingar heima fyrir en aðrir ráðherrar.
En ljóst er að harðlínumenn á borð
við Dick Cheney varaforseta, Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra og
Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmála-
ráðherra höfðu oft betur en Powell í
innbyrðis deilum í stjórninni. Þegar
talsmenn stjórnarinnar fóru árið
2002 að leggja áherslu á hættuna sem
stafaði af meintum gereyðingarvopn-
um Íraka lagði Powell til að menn
rösuðu ekki um ráð fram.
Powell vildi að vopnaeftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir til
Íraks til að ganga úr skugga um að
vopnin væru til. Í þetta sinn hafði
Powell sigur, ákveðið var að gefa ör-
yggisráði SÞ ráðrúm til að leita frið-
samlegra lausna, veita átti „síðasta
tækifærið“. Svo fór að Saddam sam-
þykkti loks að hleypa eftirlitsmönn-
unum inn í landið enda höfðu Banda-
ríkjamenn og Bretar þá hafið
liðssöfnun við landamærin. En ekki
fannst neitt, Írakar voru tregir til að
eiga samstarf við eftirlitsmennina og
reyndu með ýmsum hætti að hindra
störf þeirra. Bandaríkjamenn sann-
færðust um að starf eftirlitsmann-
anna væri tilgangslítið og ástæðu-
laust að bíða lengur.
Powell flutti fræga ræðu í febrúar í
fyrra í öryggisráðinu þar sem hann
tíndi til vísbendingar sem hann sagði
að sönnuðu í reynd að Írakar hefðu
með leynd brotið gegn fyrri sam-
þykktum öryggisráðsins og haldið
áfram að smíða gereyðingarvopn.
Einnig hefðu þeir haldið eftir miklum
birgðum af slíkum vopnum sem þeir
höfðu heitið að eyða.
Upplýsingarnar sem Powell
byggði ræðu sína á komu að mestu
frá leyniþjónustunni, CIA, og sumt af
því sem hann fékk í hendurnar var að
mati ráðherrans ótraust. Hann sam-
þykkti þó með semingi að nota gögn
sem hann hafði vantrú á og iðraðist
þess síðar. Powell er þó langt frá því
að vera andvígur beitingu hervalds
enda var hann í 35 ár í hernum. Undir
lokin á hermennskuferlinum var
hann kominn á tindinn, var forseti
herráðsins1989–1993, fyrstur blökku-
manna og fjögurra stjarna hershöfð-
ingi. Áður hafði hann verið öryggis-
málaráðgjafi Ronalds Reagans
forseta.
Reynslan frá Víetnam
Powell barðist sem ungur maður í
Víetnam og sú reynsla hans hafði
mikil áhrif á hann. Við Powell er
kennd sú stefna að bandarísk stjórn-
völd skuli aldrei hefja stríð nema
brýnir þjóðarhagsmunir séu í húfi og
„þjóðin skilji hvert markmiðið sé“.
Einnig lagði hann áherslu á að ætíð
skyldi beitt svo „yfirþyrmandi afli“ að
enginn vafi gæti leikið á um niður-
stöðuna og loks að menn yrðu að hafa
til reiðu áætlun um það hvernig
skyldi draga herinn á brott.
Powell var forseti herráðsins 1991
þegar George Bush, faðir núverandi
forseta, beitti hervaldi til að reka
Íraka frá Kúveit. Powell fylgdi þá
vandlega þeim hugmyndum sem hér
var lýst. Alls var yfir hálf milljón
Bandaríkjamanna send á vettvang og
um 200.000 þúsund hermenn frá öðr-
um löndum, þ. á m. Bretlandi, Frakk-
landi, Egyptalandi, Sádi-Arabíu og
Sýrlandi, börðust með Bandaríkja-
mönnum. En Powell var andvígur því
að haldið yrði alla leið til Bagdad og
Saddam steypt. Hershöfðinginn ótt-
aðist að Bandaríkjamenn enduðu í
kviksyndi eins og í Víetnam.
Íhugaði forsetaframboð
Ferill Powells, sem fæddist í New
York, vakti mikla aðdáun enda var
hann sonur fátækra innflytjenda frá
Jamaíka, að nokkru af skoskum ætt-
um og komst til metorða fyrir eigin
verðleika. Um hríð velti Powell því
fyrir sér á tíunda áratugnum að gefa
kost á sér sem forseti en hætti við, að
sögn vegna andstöðu eiginkonu sinn-
ar. Powell var skorinn upp vegna
krabbameins í blöðruhálskirtli í fyrra
en hefur ekki sýnt merki um að
starfsþrekið sé að dvína.
Hann hafði frá upphafi nokkra sér-
stöðu í Repúblikanaflokknum, var
t.d. fylgjandi svonefndri jákvæðri
mismunun sem gengur út á að hygla
blökkumönnum sérstaklega í
menntakerfinu. Jafnframt hefur
Powell hins vegar hvatt blökkumenn
til að festast ekki í neti eigin vanmátt-
artilfinningar og fórnarlambs-áráttu.
Fulltrúi varkárninnar
í stjórn Bush hættir
Powell hefur náð lengst allra bandarískra blökkumanna
AP
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem hyggst láta af
störfum eftir fjögur ár í embætti.