Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá 29. mars 1926. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Reykjavík miðviku- daginn 3. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sigurður Sig- björnsson verkstjóri og skrifstofumaður á Reyðarfirði, f. 13. ágúst 1891, d. 18. febrúar 1977, og Jó- hanna Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 6. desember 1895, d. 26. apríl 1950. Systkini Margrétar eru Sölvi, f. 21. febrúar 1921, d. 4. nóvember 1990, Sig- mar, f. 25. maí 1923, d. 9. nóvem- ber 1938, Guðný, f. 18. mars 1930, og Erlingur, f. 15. júlí 1933. Auk þessara barna eignuðust Sigurður og Jóhanna fimm börn, er létust í frumbernsku. Margrét giftist Ármanni Jóns- syni hæstaréttarlögmanni, f. 27. júní 1920, d. 31. desember 1981. Foreldrar hans voru hjónin Jón Leví Pálsson bóndi á Heggsstöð- um í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, f. 21. apríl 1888, d. 3. júlí 1971, og Sigurjóa Guðmannsdóttir hús- freyja, f. 29. október 1883, d. 27. febrúar 1979. Margrét og Ármann eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sigurður, f. 12. nóvember 1947, d. 27. mars 2000, maki var Hólmfríð- ur Þorsteinsdóttir, f. 25. janúar 1947. Dóttir þeirra er Ásta. 2) Jón, f. 20. desember 1948, maki Guðlaug Bald- ursdóttir, f. 28. febr- úar 1951. Börn þeirra eru Ragnhild- ur Anna, Dagbjört og Ármann. 3) Sig- mar, f. 13. október 1950, maki Laufey Guðrún Kristins- dóttir, f. 10. febrúar 1951. Börn þeirra eru Sif, Ármann og Agnar. 4) Guðmundur Sigurvin, f. 9. desember 1951, maki Hrefna Axelsdóttir Tulinius, f. 31. októ- ber 1950. Börn þeirra eru Hall- grímur, Margrét og Ármann. 5) Jóhanna Hrönn, f. 23. apríl 1953, sonur hennar og Svend Heltoft, f. 10. júlí 1951, er Holger Sigmar Heltoft. Margrét ólst upp á Reyðarfirði. Hún stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum og síðar í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hún giftist Ármanni árið 1946 og stofnuðu þau heimili í Reykjavík, þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Aðalstarf Margrétar var að standa fyrir heimilinu, en samhliða því vann hún með hléum hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík. Útför Margrétar fór fram mánudaginn 15. nóvember, í kyrr- þey að hennar ósk. Kæra Margrét, kæra tengdó. Þú ert öll, en ég þekkti þig í 31 ár, og er þakklát fyrir það. Ég kynntist þér í nóvember 1973. Ég kom inn á heimili þitt, sem bar þess greinileg merki, að hér voru drengirnir í fleirtölu. Allt gerðist á fullri ferð. Það var talað hátt og mörg mál rædd fram og aftur. Eng- inn dró dul á skoðanir sínar, en allt þó í góðu. Hér þurfti húsmóðirin á góðum eiginleikum að halda, og það hafðir þú. Hvernig varstu, kæra tengdó? Þú varst fyrst og fremst góður mann- þekkjari, og þú hafðir brennandi áhuga á mannlífinu í öllum myndum sínum. Þú hafðir mjög gaman af að fá heimsóknir, því gestrisin varstu. Við höfum eytt mörgum klukkutím- um við eldhúsborðið og rætt fram og aftur. Oftast varst það þú, sem vildir vita, hvernig lífið gekk hjá okkur og ekki öfugt. En það var erfitt að fá svar frá þér, þegar við vildum vita, hvernig þér liði. Þú sagðir bara: Vel, sussu bía. Þar með var málið útrætt, og við urðum að geta í eyðurnar. Þú varst vel gefin kona. Sérstak- lega var þekking þín á íslenzku máli góð. Bæði last þú mikið, og eins þeg- ar þú skrifaðir, var stafsetningin fullkomlega rétt og stíllinn góður. Ég fékk mörg bréf frá þér í þau 27 ár, sem við höfum búið hér í Dan- mörku, og voru þau alltaf skemmti- leg og í gamansömum tón. Ekki þurfum við heldur að efast um kærleika þinn til þinna nánustu. Barnabörnin hafa ætíð vitað, að þau voru þér mikilvæg. Alltaf mundir þú eftir afmælum og öðrum merkum dögum. Það kom alltaf rausnarleg kveðja frá Íslandi. Og þú gleymdir heldur ekki langömmubörnunum. Þau fengu öll umslag á jólunum. Heimili þitt var stórt og hefur ekki alltaf verið auðvelt að stjórna því. Nú þekki ég vel drengina, sér- staklega Guðmund. Með þá þekk- ingu veit ég, að þú hefur þurft að vera sterk, ákveðin, snjöll og þol- inmóð. Kæra tengdó, þú varst margþætt persóna. Við eigum margar og góðar minningar um þig. Það verður með gleði og svolítilli kímni, að við segj- um afkomendum okkar frá þeim. Þakka þér fyrir allt. Hrefna. Elsku amma. Ég get einungis verið stolt af því að vera skírð í höfuðið á manneskju eins og þér. Þú hefur haft mikla þýð- ingu fyrir mig. Vegna hjartahlýju þinnar og væntumþykju hef ég aldr- ei efast um, að þú værir hér fyrir mig, og að þú hefðir okkur barna- börnin stöðugt í huga. Þú fylgdist með mér og því sem ég tók mér fyrir hendur af miklum áhuga. Það færði mér í senn öryggistilfinningu og vel- líðan að finna að þú hugsaðir svona vel til mín. Þegar ég kom í heimsókn til Ís- lands frá Danmörku bjó ég oft hjá þér. Þú ofdekraðir mig og örlæti þitt átti sér engin takmörk. Með árunum myndaðist þráður milli okkar. Við skildum hvor aðra. Þú hafðir hæfi- leika til að sjá og segja hlutina á gamansaman hátt, sem gerði allt spjall auðveldara. Amma mín, þú ert hér enn meðal okkar, því þú býrð áfram í minn- ingum okkar, hjarta og huga. Þín sonardóttir, Margrét. Amma, Margrét Sigurðardóttir, í daglegu tali amma á Rauðó, lagði alltaf ofurkapp á að fylgjast með því, sem efst var á baugi á hverjum tíma. Hún fylgdist þannig vel með nýj- ungum í íslensku bókmenntalífi. Sérstakan áhuga hafði hún á ljóðum. Stóran hluta af ljóðabókum pabba, og þær eru allnokkrar, valdi hún og gaf honum. Oft voru það nútíma- skáldin úr hópi hinna framúrstefnu- legu, sem urðu fyrir valinu. Engum duldist hve mikla virðingu amma bar fyrir menntun. Hún lagði mikið upp úr því að við gengjum menntaveginn og leit svo á að menntun myndi gera okkur allar leiðir færar. Hún hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd og beið ávallt spennt eftir því að heyra af gengi okkar í skólanum. Sama hvernig fór var hún þó ávallt jafn- stolt af okkur. Á yngri árum okkar voru laug- ardagar í miklu uppáhaldi. Þá bauð amma okkur í „morgunkaffi“ eins og hún kallaði það. Við komum okkur fyrir á litlu kaffihúsi, fengum okkur kaffi, gos og meðlæti og ræddum um allt milli himins og jarðar. Amma var einstaklega gjafmild, og vildi alltaf vera að gauka einhverju að okkur í tíma og ótíma. Munu fleiri en við hafa notið þess. Fyrir löngu mun amma hafa mælt fyrir um tilhögun útfarar sinnar, valið sálma og aðra tónlist. Jafn- framt lét hún í ljós þá ósk, að við út- förina væru einungis nánustu ætt- ingjar og vinir. Þetta sýnir viðhorf ömmu vel og betur en nokkur orð. Ömmu á Rauðó verður sárt saknað. Sif, Ármann og Agnar. Elsku hjartans amma mín, sökn- uðurinn er svo sár, hann nístir í hjartastað. Við höfum misst þig, elsku besta amma mín. Það sem huggar mig er að þú ert loks komin til afa, sem þú hefur beðið lengi. Það er ekki svo langt síðan afi kallaði mig litlu gúlkuna sína og bauð mér mókl að drekka. Þú sagðir að hann ætti að hætta tala við mig smábarnamál, ég væri orðin svo stór. Þá var ég reyndar bara lítil stúlka. Lítil stúlka sem missti síðar afa sinn alltof ungan. Í dag er ég fullorðin og á að vera stór og sterk. Ég er það ekki. Aldurinn er afstæð- ur, söknuðurinn og sorgin er alltaf jafn skelfileg. En ég var lánsöm að fá að hafa þig hjá mér svona lengi. Þú kenndir mér svo ótalmargt amma mín. Þú mótaðir mig og líf mitt og hafðir óbilandi trú á mér, ætíð. Ég mun aldrei gleyma því. Börnin mín sakna þín. Þú snertir hjarta þeirra með hlýju þinni og væntumþykju. Okkur öllum að óvörum náðir þú að sjá stúlkuna mína og nöfnu þína Margréti vaxa úr grasi. Hún var lánsöm eins og ég. Hún á hafsjó minninga um þig. Ósjaldan skoðuð- uð þið saman pennasafnið þitt, spila- stokkana og eldspýtukassana. Hún heillaðist af heiminum þínum, líkt og öll börn gerðu. Það var svo auðvelt að gleðja þig amma mín, þú gladdist yfir svo litlu, penni eða spil frá fjar- lægum stöðum gátu glatt þig meira en orð fá lýst. Ég á ævinlega eftir að hugsa til þín þegar ég sé penna eða spilastokk sem hefði sómt sér vel í safninu þínu. Við eigum öll eftir að hugsa á þann hátt. Það var ósjaldan sem þú heim- sóttir vinnustaðinn minn í Kringl- unni. Þér þótti gott að koma í húsið og kallaðir það að skakklappast í Kringluna. Þú naust þess að setjast og fá þér kaffisopa og jafnvel eitt- hvað hæfilega sætt með. Þetta náðir þú að gera áður en þú kvaddir þenn- an heim. Það hlýjar mér að þú náðir að kveðja þetta líf nýbúin að ganga hringinn þinn góða í Kringlunni. Elsku besta amma mín, takk fyrir að auðga líf mitt. Ég mun ætíð geyma minningu þína í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku hjartans amma mín. Þín Ragnhildur. Nú ert þú farin amma mín og nafna á Rauðalæknum. Strax frá fæðingu minni urðum við mjög góðar vinkonur. Ég var skírð í höfuðið á þér og skírnin mín var uppi á spítala þar sem þú lást inni á þeim tíma. Ég kom oft í heimsókn á Rauða- lækinn þegar ég var yngri og ég man hvað mér fannst gaman að skoða öll spil þín og pennana. Þú vildir alltaf að ég hlypi út í 10-11 og keypti mér eitthvað að borða og drekka, því ekki vildirðu að ég væri svöng. Eitt sinn hringdirðu í mömmu og spurðir hvort ég ætti ekki örugglega diesel-buxur því þá hafðirðu einhvers staðar frétt að þær væru í tísku. Ég veit að þú vild- ir mér alltaf allt það besta og met ég það mikils. Ég á eftir að sakna þess mikið að heyra ekki lengur í þér á föstudagskvöldum, þegar þú hringdir í gsm-símann minn og spurðir hvað ég væri að gera og með hverjum og hvort það væri ekki gaman hjá mér. Og mér á eftir að finnast skrýtið að geta ekki hringt í þig þegar ég er búin að fá út úr próf- um og segja þér hvað ég fékk, því alltaf hvað sem ég fékk, hvort sem það var hátt eða lágt, þá varstu allt- af svo ánægð og stolt af mér. Þú komst líka svo oft í heimsókn til mín í vinnuna, mér fannst alltaf gaman að sjá þig. Allt sem ég gaf þér í jóla- gjöf eða afmælisgjöf þótti þér svo vænt um og þú meðhöndlaðir það alltaf eins og það væri gull sem þú mættir ekki missa. En þótt þú sért farin úr þessum heimi, þá muntu alltaf lifa í minn- ingu minni og ég mun alltaf hugsa fallega til þín. Þín nafna Margrét Berg Sverrisdóttir. Þegar ég var að alast upp var há- punkturinn að fara í heimsókn til „ömmu á Rauðalæk“. Þó Margrét væri ekki amma mín ávann hún sér þennan titil með barngæsku sinni og æðruleysi. Aldrei hef ég kynnst barnbetra fólki en Margréti og Ár- manni eiginmanni hennar sem lést fyrir rúmlega 20 árum. Þau höfðu einstakt lag á að umgangast börn, skiptu aldrei skapi sama á hverju sem gekk og ég veit að það gerði mig að betri manni fyrir vikið. Gjafir þeirra eru allar minnis- stæðar með eindæmum en besta gjöfin er að hafa fengið að kynnast fólki einsog Margréti og Ármanni. Þau sýndu áhuga á öllu því sem maður var að fást við, hvöttu mann til dáða og báru virðingu fyrir skoð- unum manns strax þegar maður var smá pjakkur. Við hittumst sjaldnar eftir því sem árin liðu en þó alltaf reglulega á hátíðum og afmælum. Auk þess kom hún í heimsóknir til okkar hjóna, nú síðast á vormánuðum, og kom þá færandi hendi með sitt einstæða fas, jafnaðargeði og bros á vör. Hún var smekkmanneskja úti fingurgóma og hafði auga fyrir fallegum og per- sónulegum hlutum. Þegar hún kom í heimsókn tók hún eftir öllum breyt- ingum og nýjum hlutum. Hrósaði heimili okkar einsog við værum eð- alborin og byggjum í konungshöll. Oft á tíðum var maður að rekast á hana í verslunarferðum í stórmörk- uðum eða í verslunarkjörnum. Þar fannst henni gaman að ráfa um, skoða vörur, veitingahús og hitta fólk. Það eru einungis fáar vikur síð- an ég hitti hana í einni slíkri ferð. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði í síðasta skipti sem við ræddum sam- an, enda lék hún við hvern sinn fing- ur og var hvers manns hugljúfi. Þegar ég festi ráð mitt tók hún eignkonu minni opnum örmum og við fyrstu kynni féll Elísabet fyrir persónutöfrum Margrétar og voru þær undir eins farnar að spjalla saman eins og um aldavinkonur væri að ræða. Titillinn „amma á Rauðalæk“ lýsti Margréti best. Barngæskan, hjarta- hlýjan og þolinmæðin sem aldrei þraut við að umgangast ólátabelg einsog mig. Með Margréti og Ár- manni eru farin mestu velmektar- hjón sem ég hef nokkru sinni kynnst. Þau kenndu mér að með jafnaðargeði og brosi á vör er hægt að breyta meiru en að vera með sí- felld látalæti og stress. Vonandi næ ég að skila einhverju af því áfram til samferðarmanna minna en þannig mun ég heiðra minningu þeirra best. Ég og Elísabet sendum ættingj- um og vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð blessa ykk- ur öll. Grétar Erlingsson. Ég kveð með sorg í hjarta ynd- islega góða konu og vinkonu mína. Hún tók mér opnum örmum við fyrstu kynni og á ég eftir að sakna hennar óskapleg næsta jóladag. Ég sendi hennar nánustu mínar hlýj- ustu kveðjur og ég veit að hún er á góðum stað með Ármanni sínum. Blessuð sé minning Margrétar. Elísabet Jónsdóttir. MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS INGA JÓNMUNDSSONAR. Birna Jónsdóttir, Þórdís Ólöf Eiríksdóttir, Jónmundur Þór Eiríksson, Hjördís Guðmundsdóttir og afadrengir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS B. TRYGGVASONAR fyrrv. aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild L—1, Landspítala Landakoti. Dóra Hvanndal, Valgerður B. Björnsdóttir, Anna Guðrún Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson, Guðrún Rögnvaldardóttir, Björn Halldórsson, Valgerður Halldórsdóttir, Helga, Ragna og Svava Bjarnadætur. Okkar innilegustu þakkir fyrir samkennd og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR LÚÐVÍKSDÓTTUR, Smáragrund 15, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á deild fimm Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun og hjálp í erfiðum veik- indum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Birgir Pedersen, Árni Ragnar Stefánsson, Ása Dóra Konráðsdóttir, Olgeir Ingi og Hólmar Smári Árnasynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.