Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Ísafjörður | Eigendur og starfsmenn fréttablaðsins Bæj- arins besta á Ísafirði minntust þess um helgina að liðin eru tuttugu ár frá því fyrsta blaðið kom út. Haldnar voru veislur fyrir starfsmenn og blaðbera og gefið út veglegt afmælisblað. Tveir ungir menn, Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson, hófu útgáfu Bæj- arins besta, eða BB eins og blaðið er jafnan nefnt, og eiga blaðið enn. Sigurjón er fram- kvæmdastjóri og ritstjóri og Halldór prentsmiðjustjóri og ljósmyndari. Sigurjón segir að þeir hafi talið að það vantaði auglýsingablað á Ísafirði. Aug- lýsingablaðið þróaðist á stuttum tíma í fréttablað. Þeir félagarnir stofnuðu prentsmiðjuna H-prent árið eftir og síðan hefur BB ekki misst út viku. Blaðaútgáfan og prentsmiðjurekst- urinn varð þeirra aðalstarf. „Ég fékk frí hjá Vélsmiðjunni Þór þar sem ég starfaði sem skrifstofustjóri en hef verið í þessu síðan,“ segir ritstjórinn. Öflugur fréttavefur Fyrstu árin var blaðinu dreift án endurgjalds en fyrir fimmtán árum var hafin áskriftarsala. Nú fá um 85% heimila á norðanverðum Vestfjörðum sem eru markaðssvæði BB blaðið í áskrift. Þá heldur fyrirtækið úti öfl- ugum fréttavef á Netinu. Reksturinn hefur yfirleitt gengið vel en þó hafa skipst á skin og skúrir hjá þeim félögum, eins og öðrum blaðaútgefendum á landsbyggðinni. Sigurjón segir að auglýsingamark- aðurinn sé frekar þungur eins og er. Eigi það ekki síst við um fyrirtækin á svæðinu og segir Sigurjón að það endurspegli ef til vill erfiðleika í at- vinnulífinu. Hins vegar hafi stóru fyr- irtækin sem starfi á landsvísu áttað sig betur á kostum landsmálablað- anna. Sigurjón tekur fram að síðustu mánuðir ársins séu góður tími í blaðaútgáfu og jólavertíðin líti vel út. „Ég er því bjartsýnn á framtíðina en ég verð var við sumir félagar mínir í blaðaútgáfu á landsbyggðinni eru svartsýnni,“ segir Sigurjón. Haldið upp á afmæli Bæjarins besta á Ísafirði Vikulega í tvo áratugi Félagar Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson stofnuðu BB og reka enn þann dag í dag. Afmæli Blaðamenn BB tóku lagið í afmælishófinu, f.v. Hálfdán Bjarki Hálf- dánsson, Thelma Hjaltadóttir og Halldór Jónsson. Með þeim lék starfs- maður fyrirtækisins, Jón Hallfreð Engilbertsson. MENNINGARVÖKU sem staðið hefur yfir í Grundarfirði frá 26. október lauk um helgina. Menning- arvikan hefur verið viðburðarík, uppákomur verið á veitingahúsum og í öðrum sölum í bænum og hafa þær verið vel sóttar. Á fimmtudagskvöldið flutti Klezmerbandið sem skipað er kennurum tónlistarskólans gyð- ingatónlist í Krákunni. Jón Ásgeir Sigurvinsson, sem er í miðið, söng nokkur lög með bandinu. Á föstudagskvöldið var Ólína frá Ökrum með tónleika á Hótel Fram- nesi og það sama kvöld var konu- kvöld með dulrænu ívafi á Kaffi 59. Á laugardegi var síðan dagur unga fólksins í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en þar léku ung- lingahljómsveitir, lesið var upp úr nýútkomnum bókum og boðin upp listaverk nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Síðustu Rökkurdagarnir New Repairwear Intensive Eye Cream Er hægt að gera við hrukku? Er hægt að gera hrukku ósýnilega? Nýja formúlan okkar, sem sótt hefur verið um einkaleyfi á, beinir orku húðarinnar að því að gera við hrukkur, stórar og smáar, á augnsvæðinu. Styður virkni andoxunarefnanna. Eflir náttúrulegt kollagen og styrkir þar með viðkvæma húð. Notaðu það og augnsvæðið verður allt frískara. w w w .c lin iq u e. co m Lyfju Lágmúla í dag kl. 14-18 Lyfju Smáratorgi á morgun kl. 14-18 Lyfju Laugavegi fimmtudag kl. 14-18 Lyfju Garðatorgi föstudag kl. 14-18 Lyfju Smáralind laugardag kl. 12-16 Lyfju Spöng þriðjudag kl. 14-18 Lyfju Setbergi miðvikudag kl. 14-18 Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyfju: www.lyfja.is 100% ilmefnalaust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.