Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Gunnhildur Guð-jónsdóttir fædd- ist í Vatnsdal í Fljóts- hlíð hinn 4. janúar 1933. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans í Reykjavík 6. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Úlfarsson, bóndi í Vatnsdal, f. í Fljóts- dal, innsta bæ Fljóts- hlíðar, hinn 24. maí 1891, d. 13. maí 1960, og Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir, f. að Hrauk í Landeyjum 12. mars árið 1900, d. 3. ágúst 1946. Systkini Gunnhildar voru níu talsins. Þau eru: Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920, d. 2. desember 1920; Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 15. júlí 1921; Ágúst Þór Guðjónsson, f. 7. maí 1923, d. 22. apríl 1992; Úlfar Guðjónsson, f. 11. sept. 1924, d. 13. júlí 1980; Óskar Guðjónsson, f. 13. feb. 1926, d. 8. mars 2001; Bragi Þór Guðjónsson, f. 5. ágúst 1927; Svandís Guðjónsdóttir, f. 16. feb. 1929; Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930, d. 2. jan. 2001; og Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938. Hinn 30. júní 1956 giftist Gunnhildur Hauki Ingvaldssyni frá Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu, f. 17. des. 1932, d. 6. nóv. 1969. Börn þeirra eru: 1) Helga Hauksdóttir, f. 9.5. 1956. Fyrri maki Guðni Rúnar Hall- dórsson, f. 13.12. 1954, d. 4.2. 1980. Börn þeirra: Gunn- hildur, f. 20.5. 1977, Haukur Gunnar, f. 4.2. 1979. Maki Gunnhildar er Pétur Hannesson, f. 11.11. 1970. Börn: Kolbeinn Elí, f. 8.11. 1991, Ragnheiður Helga, f. 13.7. 1998, Sigurbjörg Birta, f. 3.6. 2001 og Þuríður Guðrún, f. 24.1. 2003. Seinni maki var Ómar Ægisson, f. 29.1. 1956. Börn þeirra eru: Elín Dögg, f. 31.3. 1982, og Bragi Þór, f. 15.8. 1985. 2) Þuríður Guðrún Hauksdóttir, f. 8.11. 1957. Börn hennar og fyrr- um sambýlismanns, Heimis Bald- urssonar, eru: Baldur, f. 24.9. 1985, og Helgi, f. 7.6. 1988. Útför Gunnhildar veður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Amma Gunnhildur bjó yfir mikl- um trúarstyrk, kærleik og hafði fal- lega lífssýn. Ég er þakklát fyrir hvað leiðin að hjarta hennar var op- in og hvað auðvelt var að leita til hennar með allt. Svo var hún líka svo skemmtileg. Amma fæddist í Vatnsdal í Fljóts- hlíð. Hún var næstyngst tíu systk- ina. Foreldrar hennar fluttu frá Vestmannaeyjum með fjögur börn og höfðu þá misst elsta barn sitt. Amma var þrettán ára þegar mamma hennar lést. Elsta systir hennar gekk henni í móður stað. Hún kynntist því ung að bjarga sér. Fara í kaupavinnu, á síld og vinna. Ég fékk það verkefni í skóla að skrifa um líf þriggja kvenna í minni fjölskyldu. Það var gaman að fá tækifæri til að skoða lífshlaup ömmu Gunnhildar og sjá hvað var ólíkt í okkar lífi, en annað mjög líkt eins og tilfinningaleg reynsla okkar. Amma hefur kennt mér hvernig hægt er að nýta sér reynslu sína til góðs. Stundirnar með henni hafa haft mikil áhrif á okkur barnabörnin. Hún gaf okkur tíma, hlustaði, sagði frá og fór með okkur út í náttúruna. Kenndi okkur að meta smáu hlutina. Hlusta á lækjarniðinn, finna ilm trjánna og bara að skoða eitt lauf- blað var svo dýrmætt með henni. Hún fékk okkur til að sjá broslegu hliðarnar á öllum málum. Svo var gaman að fá hana til að ráða drauma. Árið 1980 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og í því starfi naut hún sín vel. Ef eitthvert okkar var lasið var enginn betri en hún að leita til. Stundirnar með ömmu eftir að hún veiktist eru dýrmætar. Hvernig hún tók sínum veikindum æðruleysi og raunsæi. Hún talaði opinskátt um sjúkdóm sinn og var þakklát fyrir tímann sem hún fékk. Það var svo gott að fá hana í heimsókn til Dan- merkur í vor. Við gátum talað um allt. Hún var frábær amma. Eins og Elín systir mín sagði: ,,Þegar ég verð amma ætla ég að gera það sama fyrir barnabörnin mín og það sem amma hefur gert fyrir okkur.“ Fyrir hönd okkar barnabarnanna, Péturs eiginmanns míns og barnanna okkar vil ég þakka elsku ömmu það hvernig hún dekraði okk- ur með ást og umhyggju. Líka hvernig hún gaf okkur ómetanlega lífssýn og trúði endalaust á okkur. Megi algóður guð umvefja hana ljósi og kærleika. Gunnhildur Guðnadóttir. Laugardagurinn 6. nóvember 2004 rann upp kyrrlátur og mildur. Móðursystir mín Gunnhildur Guð- jónsdóttir beið stundarinnar sem vitjar okkar allra að lokum, hinstu stundar þessa jarðlífs. Þessi kyrr- láti, mildi nóvemberdagur var eins og tákn um persónuleika Hildu, sem var mér sem önnur móðir í barn- æsku. Hilda og móðir mín voru ekki einvörðungu bundnar sterkum böndum sem systur, heldur einnig sem bestu vinkonur. Því kom það til að ég sem barn fékk að dvelja hjá henni nokkur sumur í sveit. Fyrst á Gljúfrasteini við Hveragerði, þá á Litlu-Strönd og loks á Hvolsvelli. Ekki leikur vafi á að mótunar- áhrif hennar á galopna, viðkvæma barnssál voru sterk og ég er sann- færður um að hún annaðhvort með- eða ómeðvitað hafði í heiðri orðin „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Eða hver hefði ekki ausið úr skálum reiði sinnar yfir okkur baldna krakkana, þegar við dag einn org- uðum í angist og af skömm yfir að hafa eyðilagt skrautmun í eigu ná- granna hennar. Ekki Hilda, hún tók hlutinn og sagði; „Nú tek ég þennan hlut, laga hann þannig að hann verði jafn góður eftir sem áður, en í stað- inn lofið þið að virða eigur annarra.“ Svo mörg voru þau orð, en lýsa vel því næmi og þeim skilningi sem hún hafði í mannlegum samskiptum. Síðla sumars árið 1962 veiktist móð- ir mín og þurfti að dvelja á spítala í nærri tvo mánuði. Það hefur ekki verið auðvelt að hverfa frá heimili svo lengi, eiginmanni og þremur ungum börnum. En bjargvætturin var ekki langt undan. Hilda tók heimilið meira og minna að sér ásamt sínu eigin þennan tíma og sá henni enginn bregða. Bróðir hennar Bragi Þór sagði mér um daginn að þegar hún fædd- ist inn í fjölskylduna í Vatnsdal, hefði einhvern veginn birt yfir öllu. Guðjón faðir þeirra smíðaði henni undurfagra vöggu og þau eldri systkinin kepptust um að fá að passa hana. Sú hlýlega birta sem hún flutti með sér í þennan heim, hefur án efa beint henni á þá braut sem hún starfaði við síðari hluta ævi sinnar sem sjúkraliði. Skjólstæðingar hennar hændust að henni og tengdust henni sterkum vinaböndum. Það var nokkurn veginn sama á hverju hún snerti, allt lék í höndum hennar. Fyrir fáeinum árum fékk hún áhuga á vanslitamálun og það er óhætt að segja að myndirnar hennar lýsi vel þeirri næmu sýn, sem hún hafði á fegurð í samspili manns og náttúru. Dætrum hennar, tengda- og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning þeirra um kærleiksríka móður og ömmu, veita yl um ókomna tíð. Ég drúpi höfði í þakklæti fyrir að hafa notið samveru hennar, gæsku, ljóðelsku og myndlistar, og kveð með ljóði úr ljóðabálknum Helga Jarlsdóttir eftir Davíð Stefánsson, sem hún var einstaklega hrifin af: Upp úr hvítum úthafsbárum Ísland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar; blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. Viðar H. Eiríksson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast góðrar konu. Já, Hilda var kona sem hafði strax þau áhrif að þar færi góð kona sem geislaði friði og hlýju. Ekki get ég sagt að ég hafi þekkt Hildu náið en fékk þó að kynnast henni svolítið fyrir allnokkrum ár- um er tengdafaðir minn (bróðir hennar) lá og beið dauðans. Vakti þá athygli mína þessi æðrulausa fram- koma konu sem gat gengið inn í rýmið og fyllt það jákvæðri for- dómalausri hlýju, og talaði við mig, sem ekki var henni náinn, eins og við hefðum verið vinir til áratuga. Svona persónur hafa áhrif á mann til æviloka og vekja manni undrun á því hvað þeir sem maður oft kynnist lítið geta haft mikil áhrif á mann. Hilda hafði að minnsta kosti þau áhrif á mig að maður varð í hennar návist að fella allar brynjur og leit- aði ósjálfrátt að sínum betri manni. Ekki ætla ég að hafa þessa kveðju lengri en megi vegferð þín verða í samræmi við þá trú sem þú sann- færðist svo um á seinustu árum. Samúðarkveðju sendi ég öllum aðstandendum hennar. Læt ég hér fylgja nokkrar línur tengdaföður míns. Guð minn góður gæti þín og gefi góða nótt, og sendi englabörnin sín að syngja við þig hljótt. Þá biðja þau við beðinn þinn þá bæn sem gefur frið, og verða besti vinurinn sem vakir þér við hlið. Við ráð hins illa ræður hann sem raunir þínar spyr, og öllum sínum börnum ann og opnar sínar dyr. Og falli tár þinn kodda á þá kemur hann til þín, og bætir allt sem best hann má uns bros í augum skín. (Á. Þ. G.) Arnlaugur Kristján. Leggðu því sál þína að fótum jarðarinnar, í læknandi hendur himinsins og í faðm hins mikla djúps. Þegar stund mannsins er komin, mun lífið sjálft leiða hann heim. (Gunnar Dal.) Það eru ljúfar minningar sem streyma um huga minn er ég minn- ist Gunnhildar Guðjónsdóttur. Kær vinkona er kvödd eftir áratuga vin- áttu, vináttu sem einkenndist af hlýju og tryggð. Við trúðum og treystum hvor annarri alla tíð. Við hittumst reglulega, hlýddum gjarn- an á góða tónlist, spjölluðum um líf- ið, gleði þess og sorgir. Oftar en hitt var þó stutt í glensið. Gunnhildur var einstök mann- eskja, vel gefin, listelsk og hafði ríka réttlætiskennd. Hún var ákveðin í sínu, en um leið raunsæ, lét sig varða þá sem minna máttu sín í líf- inu. Sjálf byrjaði hún með tvær hendur tómar. Með dugnaði og seiglu tókst henni að skapa sér og ungum dætrum sínum hlýlegt heim- ili auk þess sem hún aflaði sér rétt- inda sem sjúkraliði og starfaði við það í mörg ár. Alltaf með sitt á hreinu. Gunnhildur háði erfiða glímu við krabbameinið. Hún talaði hispurs- laust um sjúkdóm sinn, gerði upp við sig hlutina og ákvað að taka því sem að höndum bæri. Á fögrum degi í október fórum við stöllur í smá göngutúr og dáðumst að fegurð haustsins. Hún hafði orð á því hve lífið hefði verið sér gjöfult að eign- ast tvær góðar dætur og yndisleg barnabörn og barnabarnabörn. Ekki væri hægt að óska sér meira. Hún sýndi ótrúlegan innri styrk, sótti kraft í trúna, var sátt við Guð og menn. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Steingrímsdóttir. Í dag kveðjum við elsku vinkonu okkar með nokkrum fátæklegum orðum. Við kynntumst við vinnu á Grens- ásdeild fyrir 40 árum. Gunnhildur var elskuleg og hæglát kona en oft stutt í kímnina hjá henni. Sérstak- lega eftir að við hættum að vinna jókst samvera okkar. Kíktum við oft í kaffi hver til annarrar og deildum með okkur lífinu og tilverunni. Við viljum þakka Gunnhildi fyrir góðar stundir en sú síðasta var 13. okt. sl. Hún bar veikindi sín vel og ekki datt okkur í hug að þetta yrði síðasta samverustund okkar þriggja. Minn- ingin um þig lifir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir í rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við vottum dætrum þínum, barnabörnum, barnabarnabörnum og systkinum þínum okkar dýpstu samúð. Pálína og Lilja. Nú er hún Hilda, mín góða vin- kona, látin. Vinátta okkar hófst þeg- ar við vorum í skóla á Laugarvatni 1949–50 og hefur varað ætíð síðan. Tel ég mig hafa fyrir margt að þakka og mikils að sakna. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elskulegum dætrum hennar, Helgu og Þuru, ömmubörnum, systkinum og öðrum þeim sem bera söknuð í hjarta, sendi ég samúðar- kveðjur. Elísabet Óskarsdóttir. GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Bróðir okkar, ODDUR GUÐMUNDSSON skipasmiður, síðast til heimilis á Kumbaravogi, sem andaðist laugardaginn 6. nóvember, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 17. nóvember kl. 13.00. Systkinin frá Kleifastöðum. Okkar ástkæra, MARTA AÐALHEIÐUR EINARSDÓTTIR frá Brú í Biskupstungum, Furugerði 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti að morgni föstudagsins 5. nóvember og verður hún jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 18. nóvember kl. 13.00. Þorbjörg Erna Óskarsdóttir, Steinn Jóhannesson, Þorleifur Kristján Óskarsson, Valgerður Lárusdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur H. Óskarsson, Brynhildur Sigurjónsdóttir, María Erna Óskarsdóttir, Lilja Jóhanna Óskarsdóttir, Örlygur Sigurbjörnsson, Grétar Óskarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.