Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! ÍSLANDSBANKI ætlar að gera til- boð í allt hlutafé norska bankans BNbank, eða Bolig og Næringsbank- en ASA, og er tilboðsfjárhæðin 3,1 milljarður norskra króna eða 33,3 milljarðar íslenskra króna. Íslands- banki mun fjármagna kaupin með út- gáfu nýrra hluta og með víkjandi lán- um. Áætlað tilboðstímabil verður frá og með 29. nóvember nk. til og með 17. desember. Íslandsbanki er nú þegar búinn að kaupa 30% eignarhlut í bankanum, 20% frá Sparbanken Öst og 9,8% á markaði, og hefur því til viðbótar fengið vilyrði fyrir samþykki tilboðs- ins sem jafngildir 16% hlutafjár í BNbank. Bjarni Ármannsson forstjóri Ís- landsbanka segir að með kaupunum á BNbank sé Íslandsbanki að tvöfalda inn- og útlán bankans og eignir hans verði orðnar samanlagt, að norska Kredittbankanum meðtöldum sem Íslandsbanki hefur einnig keypt nær allt hlutafé í, um 1.000 milljarðar króna. Verðið lágt? Í dagblöðum í Noregi kom fram í gær að stjórn BNbank þyki tilboð Ís- landsbanka of lágt en það er upp á 320 norskar krónur á hvern hlut greitt í peningum. Bjarni segir að það sé ekki óeðlilegt að stjórnin segi til- boðið vera lágt. „Lögum samkvæmt þarf stjórnin að tjá sig um tilboðið, en hún hefur haft mjög lítinn tíma til að kynna sér það. Þetta eru fullkomlega eðlileg viðbrögð. Auðvitað vilja menn alltaf fá hærra verð,“ segir Bjarni. Tilboð Íslandsbanka er 19% yfir gengi BNbank í norsku kauphöllinni í lok síðasta viðskiptadags og 25% yfir meðalgengi síðastliðinna sex mánaða. Bjarni segir að kaupin á BNbank séu mjög mikilvæg fyrir Íslands- banka. „Áhættudreifing bankans verður miklu meiri. Íslandsbanki verður íslensk-norskur banki. Við verðum með meiri útlán til Noregs en Íslands gangi þessi sameining eftir. Þessu samhliða verða einnig til ýmis áhugaverð tækifæri.“ BNbank er í útlánum til fyrirtækja og einstaklinga með fasteignaveðum að sögn Bjarna, og tekur auk þess við innlánum og gefur út skuldabréf til fjármögnunar. „Þetta er einfaldur rekstur og viðráðanlegur. Starfs- menn eru 85 talsins.“ Spurður um samkeppnisstöðu bankans í Noregi segir Bjarni að BNbank sé mjög samkeppnisfær í verði og Íslandsbanki muni halda áfram að vera mjög samkeppnishæf- ur í Noregi gangi kaupin eftir. Spurður um viðbrögð við innkomu Íslandsbanka til Noregs segir Bjarni þau almennt hafa verið góð. „Við kaupin á Kredittbanken var okkur fagnað mjög. En þessi kaup núna gerast með dálítið öðrum hætti og við þurfum að vinna í þeim málum. Þann- ig að það á eftir að koma í ljós hvernig okkur miðar.“ Íslandsbanki hyggst í framhaldi af sameiningu kanna kosti samhliða skráningar hlutabréfa bankans í Kauphöllinni í Ósló auk Kauphallar Íslands. Spurður um frekari útvíkkun starf- seminnar í Noregi segir Bjarni að BNbank sé stór biti að kyngja, en bankinn sé opinn fyrir tækifærum sem falli að stefnu bankans. Í fréttatilkynningu segir að Ís- landsbanki hafi skilgreint Noreg og Ísland sem heimamarkaði og hyggist leggja áherslu á frekari vöxt á norska markaðnum. Fyrr á þessu ári gerði Íslands- banki tilboð í KredittBanken í Ála- sundi og samþykktu hluthafar með yfir 99% hlutafjár tilboðið. Vel rekið fyrirtæki Í tilkynningunni segir að BNbank sé afar samkeppnishæft og vel rekið fjármálafyrirtæki, sem náð hafi markverðum árangri og falli vel að stefnu Íslandsbanka. „Tilkoma BNbank, með sinn trausta rekstur og öfluga árangur, mun marka stöðu og afkomu Íslandsbanka umtalsvert í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að framtíðarsýn Íslands- banka sé að sameina Íslandsbanka og BNbank í öfluga íslensk-norska bankasamstæðu. Íslandsbanki stefn- ir að því að BNbank verði áfram sjálf- stæð eining og að kjarnastarfsemi bankans verði þróuð áfram, líkt og stefnt er að með KredittBanken. Markmið Íslandsbanka sé að efla starfsemina í Noregi með fjárhags- legum stuðningi og auknu vörufram- boði. Íslandsbanki áformar að höfuð- stöðvar BNbank verði í Þrándheimi eins og verið hefur og hefur sóst eftir að núverandi stjórnendur leiði starf- semi bankans áfram. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu alls 5,5 milljörðum króna í gær. Mest voru viðskipti með hluta- bréf eða alls fyrir 3,1 milljarð. Við- skipti með skuldabréf voru fyrir rúm- lega 2,1 milljarð. Mest voru viðskipti með bréf Og fjarskipta hf. eða fyrir 1,6 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Íslandsbanka hf. (6,8%) í kjölfar fregna af bankakaupum í Nor- egi. Næst mest var hækkunin á bréf- um Straums (5,1%) og mest lækkun varð á bréfum Burðaráss hf. og KB banka hf. (-1,2%). Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,07% og er nú í 3.422 stigum. Lítil viðskipti ISHTAR Holding sem er í eigu Ró- berts Melax hefur keypt hlutabréf í Íslandsbanka hf. fyrir 90 milljónir króna að nafnvirði. Kaupgengi bréfanna var 10,65 og kaupverðið þar með 958,5 milljónir króna. Í samtali við Morgunblaðið segir Róbert Melax: „Ég hef mikinn áhuga á félaginu og mikla trú á því sem það er að gera, meðal annars þessu í Noregi.“ Aðspurður segir hann að engar frekari ákvarðanir um fjárfestingar hafi verið teknar. Róbert Melax fjárfestir í Íslandsbanka LOKAÐ hlutafjárútboð í Íslandsbanka fór fram í gær. Alls var seldur 1 milljarður hluta á genginu 10,65 og er nýtt hlutafé bankans því 10,65 milljarðar króna. Tilgangur útboðsins er að fjármagna að hluta kaup bankans á BNbank. Nýtt hlutafé mun enn fremur verða boðið út til forkaupsrétt- hafa á fyrri hluta næsta árs. Hluthafar sem eiga 2⁄3 hlutafjár í Íslandsbanka lýstu stuðningi við kaupin á BN bank og munu þeir taka þátt í forkaupsréttarútboði vegna kaupanna. Mikil spurn er eftir bréfum í Íslandsbanka og óskuðu fjárfestar eft- ir 50% hærri fjárhæð en í boði var, samkvæmt fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands. Mikil eftirspurn Íslandsbanki vill norskan banka fyrir 33,3 milljarða Vakti athygli Norskir blaðamenn umkringdu þá Bjarna Ármannsson og Einar Sveinsson, bankaráðsformann Íslandsbanka, eftir að tilkynnt var um kauptilboð Íslandsbanka á BNbank á blaðamannafundi í gær.  /  0 012          ! "#! $% &   '(%% &   %  % &) *   &    ) +  % ,   )  -* .,/ %- +  %+     0  1  %%! 0  )3( % $"3(4$ '3% ) 3")3"""              )3030$""& -5 0 06    ,2%'  3 4 "'5 3 4 "  * 6* -% ) -+ ,%4  &" 3   ! 1" ! 7 !   8  8 2  6) 9) -  % 9   - $  $%  6* -% )!+ : 705 080   6     6)  &  &%!  "; !+ & - <% %+ = - > !4  1 ! 15) 7 -%   #?  $6 $*% -@) $   $5 %5  - <% + A) A <)) ) %5  B %5  =4   C$! ) 9   :  03 ,% ! 6  D<-  7     A - B*% <)) )-@)   $ % ' +'                     C   C C   C   C C C  C C C C C C  " <% ) - * -<  ' +'  C C  C   C C C C C C  C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C E FG E FG E CFG E FG C E  FG E CFG E CFG C C C E CFG C E FG E FG C E C FG C C C E FG C E CFG C E FG E CFG C C C C C C C C C C C &   '  % )  A !4 4 )H 1 $ + + +  +  + + + + + ++ + +  + + C  C  C +  + + C +  C C C + C C C C C C +                     C C                                     C     C B  % I;+  + ,A&+ J ,%)  % 65 '  %       C C  C   C C C C  C C C C C C  ● BAUGUR Group er nefndur sem líklegur kaupandi bresku tískukeðj- unnar LK Bennett. Þetta kemur fram í frétt á netútgáfu breska blaðsins The Times. Samkvæmt frétt The Times hefur Linda Bennett, sem er hálfíslensk, ákveðið að selja fyrirtæki sitt og fal- ið BDO Stoy Howard að leita væn- legra fjárfesta fyrir sína hönd. Benn- ett opnaði fyrstu verslun sína árið 1990 en í dag eru verslanir fyrirtæk- isins 50 talsins og merkið LK Benn- ett er eitt hið þekktasta í breska tískuheiminum. Meðal þekktra viðskiptavina fyrirtækisins eru Julia Roberts, Joan Collins og Geri Halli- well. Talsmaður Baugs Group í Englandi segist ekki vita til þess að Baugur hafi sýnt LK Bennett áhuga. „Hins vegar væri ég ekkert hissa þótt þetta fyrirtæki væri inni á borði hjá Baugi. Málið er þá á frumstigi.“ Baugur sagður íhuga kaup á LK Bennett OMX kauphallarsamstæðan og Kauphöllin í Kaupmannahöfn (CES) gáfu í gær út viljayfirlýsingu um kaup OMX á CES. Kaupverðið er 1,22 milljarðar danskra króna sem samsvarar tæpum 14,3 millj- örðum króna. Þessi viljayfirlýsing þarf ekki að koma á óvart þar sem umræður um sameiningu hafa stað- ið síðan í byrjun október. Eftir mikið samrunaferli er OMX langstærsta kauphöllin á Norður- löndunum og kaup OMX á CES verða kauphöllin í Ósló og Kauphöll Íslands einu sjálfstæðu kauphall- irnar á Norðurlöndunum. Í frétta- tilkynningu frá OMX sem birt var í gær segir: „OMX og CES bjóða hin- ar norrænu kauphallirnar, í Ósló og á Íslandi, velkomnar að sameinast sér.“ Hingað til hafa stjórnendur Kauphallar Íslands ekki viljað missa sjálfstæði sitt og talið NOREX kauphallasamstarfið betri vettvang til samvinnu. Kauphallir sameinast ● FÉLÖGUM Samvinnulífeyrissjóðs- ins býðst nú lán gegn fyrsta veðrétti á föstum 4,2% vöxtum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Samkvæmt tilkynningunni eru lánin verðtryggð og lánstími er 5–40 ár. Lántakar geta valið hvort lánið sé með jafngreiðslum eða jöfnum af- borgunum. Skilyrði er að lánin ásamt áhvílandi forgangsveðskuldum fari ekki yfir 65% af fasteignaverði. Býður lán með 4,2% vöxtum # K $LM      F F 6A$D /,N      F F .,. 98N       F F 16N #        F F O.DN  /4P >4     F F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.