Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 22

Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR w w w .d es ig n. is @ 20 04 Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Fjölbreytt úrval N†TT ba› fyrir jólin! Ver› kr. 94.300,- stgr Ba›innrétting, breidd 85 cm. Gegnheil Hnota. Innifali› í ver›i: Spegill, ljós, postulínshandlaug, blöndunartæki og skápahöldur. Opi› virka daga frá kl. 9-18 Opi› laugardaga frá kl. 10-14 SUÐURNES Reykjanesbær | „Þetta er krefjandi og erfitt verkefni en ég er ánægður með að fá tækifæri til að taka þátt í því,“ segir Geir Sveinsson sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Fyrsta skóflustungan að húsi Íþróttaakademíunnar var tekin um helgina. Geir er fertugur Reykvíkingur. Hann starfaði sem at- vinnumaður í handknattleik í mörg ár og var fyrirliði ís- lenska landsliðsins. „Það er áhugavert að fá tækifæri til að taka þátt í svona verkefni frá upphafi, að byggja upp frá grunni. Starfið tengist íþróttunum sem ég hef verið viðloðandi allt mitt líf og einnig stjórnun sem ég hef náð að mennta mig í á síðustu árum,“ segir Geir en hann hef- ur nýlega lokið MBA-námi við Háskóla Íslands. Fyrsti áfangi byggður Geir hefur tekið þátt í undirbúningi Íþróttaakademí- unnar frá því í vor. Hann hefur fram til þessa einkum fal- ist í því að hanna hús fyrir starfsemina en bygging þess er nú að hefjast. Nú verður áherslan lögð á að undirbúa innra starf Íþróttaakademíunnar sem tekur til starfa næsta haust. Húsið rís við Reykjaneshöllina í Njarðvík. Fyrsti áfangi sem nú verður byggður er um 2.700 fermetrar að stærð og kostar um 460 milljónir kr. Þar verður meðal annars fyrirlestrasalur, kennslustofur, stór íþróttasalur, kennslu- og rannsóknaraðstaða, bókasafn og aðstaða fyrir kennara. Í framhaldinu verða síðan byggðir næstu áfangar sem teknir verða í notkun jafnóðum og starf- semin eykst, sá síðasti eftir þrjú ár þegar starfsemin verður komin í fullan gang. Geir segir að reynt hafi verið að hanna húsið þannig að auðvelt verði að breyta því í takt við þróun starfseminnar og kveðst hann ánægður með niðurstöðuna. Hann segir að á síðari stigum verði teknar ákvarðanir um frekari uppbyggingu, svo sem hvort þörf verði fyrir stúdentagarða í tengslum við Íþróttaakademíuna og rannsóknarstofur, en á skipulagi er gert ráð fyrir þeim möguleika. Í nágrenninu er fyr- irhuguð mikil uppbygging íþróttamannvirkja í framtíð- inni, meðal annars á nýjum bæjarleikvangi, og verður Íþróttaakademían mjög miðsvæðis. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir húsnæði Íþróttaakademíunnar og leigir Reykjanesbæ sem fram- leigir það síðan til sjálfseignarstofnunar um Íþrótta- akademíu. Eftir útboð á framkvæmdinni var samið við Íslenska aðalverktaka. Tilboð voru yfir áætlun verk- kaupa og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- akademíunni að unnið hafi verið að breytingum til að fella kostnað að upphaflegum markmiðum. Vinna að kennsluskrá Starfsemi Íþróttaakademíunnar er þríþætt. Í fyrsta lagi fer þar fram kennsla í íþróttafræðum. Þar er um að ræða þriggja ára nám á háskólastigi sem fram fer í sam- vinnu við Háskólann í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að þrjátíu nemendur verði teknir inn á fyrsta ári og síðan aukist fjöldinn jafnt og þétt þannig að nemendur verði um 110 þegar skólinn verður fullmannaður á þriðja ári. Geir segir að nú verði gengið í það af krafti að ráða starfsfólk og útbúa kennsluskrá sem þurfi að vera tilbúin í mars þegar stúdentsefni fara að huga að möguleikum til framhaldsnáms á næsta hausti. Íþróttaakademían mun bjóða upp á stutt og löng nám- skeið í samstarfi við íþróttahreyfinguna í landinu. Geir hefur í huga að bjóða sérsamböndum Íþróttasambands Íslands aðstoð við nauðsynlega fræðslustarfsemi, svo sem fyrir þjálfara. Segir hann mikilvægt að mennta bet- ur þjálfara barnanna því þar sé grundvöllurinn lagður að íþróttaferli þeirra og almennu heilbrigði. Vegna fámenn- is og fjárskorts hafi sérsamböndin ekki alltaf haft að- stöðu til að sinna þessu starfi eins og þyrfti en Geir tekur fram að þetta sé misjafnt milli greina. Einnig er hug- myndin að tengja þessa fræðslustarfsemi almennri heilsueflingu. Geir hefur þar í huga upplýsingar um óhollt mataræði og hreyfingarleysi barna sem leiði til þess að þau verða of þung. Vonast hann til að hægt verði að vinna að verkefnum á þessu sviði í samvinnu við þær stofnanir sem um þau mál fjalla, til dæmis Lýð- heilsustofnun. Þriðji þátturinn í starfsemi Íþróttaakademíunnar er að þar verður aðstaða fyrir nemendur á Suðurnesjum sem stunda fjarnám við háskóla en sú starfsemi er á veg- um Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Nú stunda yfir hundrað nemendur á Suðurnesjum fjarnám, flestir við Háskólann á Akureyri. Fimm stofnanir og fyrirtæki gerðust stofnaðilar að sjálfseignarstofnun um Íþróttaakademíuna og lögðu fram stofnfé. Geir segir að reksturinn verði fjármagn- aður með fjárframlögum frá ríkinu út á hvern útskrif- aðan nemanda, skólagjöldum og tekjum af nám- skeiðahaldi. Margt jákvætt Geir hefur fengið starfsaðstöðu á vegum Reykjanes- bæjar. Hann segist verða var við mikinn áhuga á verk- efninu þar. Stemmningin kom meðal annars fram þegar fjöldi íþróttamanna var viðstaddur athöfnina sem mark- aði upphaf framkvæmda síðastliðinn laugardag. „Það hefur verið viss ótti í fólki á Suðurnesjum um at- vinnuástandið en ég hef orðið var við að þar er margt já- kvætt að gerast. Ég held að Íþróttaakademían geti líka hjálpað til. Þetta er frábært tækifæri fyrir Reykjanesbæ og íþróttirnar í landinu,“ segir Geir Sveinsson. Húsnæði Íþróttaakademíunnar byggt upp í þremur áföngum Frábært tækifæri fyrir Reykjanesbæ og íþróttirnar Morgunblaðið/Þorkell Stjórnandi Geir Sveinsson hefur tekið að sér að vera framkvæmdastjóri Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Reykjanesbær | 55 fíkniefnamál hafa komið upp hjá lögreglunni í Keflavík það sem af er þessu ári og 67 einstaklingar hafa verið kærðir vegna þeirra. Er þetta mikil fjölgun frá síðasta ári þegar 22 fíkniefnamál komu upp. Kom þetta fram hjá Rúnari Árnasyni lögreglumanni á fundi menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar (MÍT) um forvarnarmál. Ráðið samþykkti bókun þar sem lýst er áhyggjum vegna aukningar fíkniefnamála en jafnframt vakin at- hygli á því að aukninguna megi að hluta til rekja til áherslu lögreglunn- ar á þennan málaflokk og eljusemi lögreglumanna. MÍT tekur heilshug- ar undir hugmyndir sem Rúnar viðr- aði á fundinum um aukna samvinnu sýslumannsembættanna og hvetur jafnframt bæjaryfirvöld til að leggja sitt af mörkum svo það geti orðið að veruleika. Rúnar segir að sýslumennirnir á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík hefðu tekið jákvætt í að auka sam- vinnu í fíkniefnamálum. Hugmyndir hans ganga út á að hvort embættið tilnefni tvo lögreglumenn í fíkniefna- deild sem starfa myndi á öllu svæð- inu. Meira en tvöfalt fleiri fíkniefnamál upplýst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.