Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 13.11. 2004 einfaldur 1. vinningur í næstu viku 6 5 0 4 2 6 8 4 2 4 9 9 20 26 34 7 10.11. 2004 1 3 12 35 38 43 14 26 8 M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10. NÆSLAND Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Mors Elling Smala Susie Midsommer NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 8. Enskur texti. Sýnd kl. 10. Ísl. texti. Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. kl. 6, 8 og 10. Ísl. texti. L agasmiðurinn og upp- tökustjórinn Arnþór Birgisson flytur fyr- irlestur á samnorrænni ráðstefnu, sem fram fer á Hótel Nordica á fimmtudag og föstudag. Ráðstefnan er á vegum menntamálaráðuneytisins og ber nafnið Rætur – stefnumót við nor- ræna menningu og er haldin með stuðningi norrænu ráðherranefnd- arinnar. „Ég ætla að tala um af hverju margar stórar stjörnur frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafi síðustu tíu ár leitað til Svíþjóðar með að taka upp sína tónlist,“ segir Arnþór sem hefur mikla reynslu af þessum málum. „Ég ætla að ræða ástæður þessa og hvernig tónlistarbransinn hefur breyst og hvernig unnið er núna í popptónlist. Mér fannst áhugavert að taka þátt í þessari ráðstefnu því það er margt að breytast í tónlistarbrans- anum og margt að tala um,“ útskýrir Arnþór nánar. Hann ætlar að stoppa nokkra daga á Íslandi ásamt konu og tveggja ára syni. „Við ætlum að stoppa yfir helgina og hitta ætt- ingjana,“ segir Arnþór sem hefur bú- ið í Svíþjóð frá tveggja ára aldri. Arnþór hefur unnið fyrir marga þekkta tónlistarmenn síðustu sjö til átta ár, m.a. Jennifer Lopez, Santana, Janet Jackson, Celine Dion, Jessica Simpson, Ronan Keating, Boyzone, Samantha Mumba og Girls Alound. Listinn er bæði langur og tilkomu- mikill. Byrjaði snemma í bransanum Arnþór byrjaði tvítugur að vinna hjá Murlyn Songs í Svíþjóð þar sem hann vinnur enn. Þar á undan vann hann í tvö ár í hljóðveri í Stokkhólmi. „Ég var tæknimaður á daginn en fékk að nota stúdíóið á nóttinni fyrir sjálfan mig. Ég fór líka í tónlistar- skóla,“ segir hann um upphafið. Arnþór segir tónlistariðnaðinn vera að taka breytingum. „Tónlistin er að breytast og það er jákvæð þró- un. Unglingar í dag eru komnir með nóg af léttri popptónlist. Plötufyr- irtækin eru búin að breytast, þau vilja vinna með hæfileikafólki. Það er búið að hreinsa út hjá plötufyrirtækjunum og hæfileikafólkið situr eftir sem get- ur samið, spilað og sungið.“ Þetta hefur breytt vinnuferlinu hjá Arnþóri. „Núna er þetta meira að maður hittir listamanninn um leið og býr til þessar plötur með þeim. Það tekur enginn tíu upptökustjóra leng- ur inn á eina plötu og býr til blöndu, sem enginn veit hvað er,“ segir hann og ítrekar að heildarmyndin sé sterk- ari. Honum finnst þetta góð þróun og kalla á betri vinnubrögð. „Það er miklu skemmtilegra að búa til tónlist með þessum hætti. Það er ekki eins mikil tímapressa og maður fær tæki- færi til að gera þetta vel. Plötusalan hefur farið niður næstum því um 50% og það hefur gert það að verkum að plötufyrirtækin hafa þurft að hugsa og breyta hlutunum,“ segir Arnþór og býst við því að mikið af góðri tón- list komi út á næstu árum. „Ég finn að tónlistarbransinn er að breytast og held að næstu tíu ár verði spennandi og góð ár fyrir tónlist.“ Vinnan með Janet Arnþór tók m.a. upp smáskífuna „All Nite (Don’t Stop)“ með Janet Jackson. „Ég vann með henni í sex, sjö mánuði í fyrra. Það er það sein- asta sem ég gerði í þessum stóra heimi popps og pólitíkur. Það er gam- an að vinna með svona stjörnum en það er líka erfitt því það eru svo margar manneskjur í þessu sem eru að ákveða hlutina,“ segir hann. „Ég þurfti að ferðast til Bandaríkj- anna en allt var tekið upp í Los Ang- eles og New York,“ segir Arnþór sem dvaldi um tvo mánuði á hverjum stað. „Þessar stærstu stjörnur vilja ekki koma til Stokkhólms.“ Arnþór hefur unnið þónokkuð með Santana. „Ég er núna að semja hug- myndir fyrir nýju plötuna hans. Ef hann finnur eitthvað sem honum líst á klárum við það saman. Fyrir seinustu plötuna hans gerði ég eitt lag með honum og söng það líka,“ segir hann en það er lagið „Let Me Love You To- night“. Að mestu leyti einbeitir Arnþór sé að einum tónlistarmanni í einu. „Núna er ég að vinna með breskum strák, sem heitir Daniel Deborg, en við erum að gera plötu saman. Hann hefur aldrei gert neitt áður heldur er ótrúlegur söngvari sem ég fann fyrir ári,“ segir hann en platan kemur út í vor. „Mér finnst skemmtilegast núna að vinna með nýjum listamönnum, sem hafa ekki gert neitt en eru hæfi- leikaríkir. Daniel semur textana sína sjálfur og ég vinn mikið með honum,“ segir Arnþór, sem segist vera búinn að fá sig fullsaddan af „Pop Idol og Fame Factory og öllu þessu sjón- varpsdrasli. Maður skilur að fólk vilji ekki kaupa plötur lengur ef allt sem kemur á borð þess er rusl“. Arnþór er samt ekki búinn að fá nóg af poppinu heldur vill bara fást við hæfileikafólk og hafa meiri breidd í tónlistinni. „Maður reynir að gera eitthvað sem hjálpar tónlistarbrans- anum.“ Vill ekki vera í sviðsljósinu Hann segist aðspurður alls ekki vilja sjálfur fá stærri hluta af sviðs- ljósinu. „Nei, guð minn góður. Það eru margar jákvæðar hliðar við að vera sá í sviðsljósinu en það reynist oft erfitt líf. Það er gott að vera bak við tjöldin. Ég get unnið miklu lengur og er að gera eitthvað nýtt alla daga.“ Hvað skyldi standa uppúr hjá Arnóri af vinnu síðustu ára? „Það að taka upp í fyrra með Janet Jackson er eitt það ótrúlegasta sem ég hef lent í. Hún er svo mikil stjarna, bæði á sviði og í upptökustúdíói. Hún er mikil fagmanneskja, ég hef aldrei séð annað eins. Hún hefur gert þetta svo lengi og veit alveg hvernig hún á að gera hlutina. Það er ótrúlega þægi- legt að vinna þannig.“ Líka fannst honum gaman að vinna með Jennifer Lopez. „Það var mjög gaman að taka upp með henni. Hún syngur kannski ekki jafnvel og Janet en er mjög hlý persóna. Maður fær að gera marga skemmtilega hluti í þess- ari vinnu.“ Arnþór segir landamærin vera að mást út í tónlistarheiminum. „Það hefur verið erfitt fyrir Skandínava að koma inn í bandaríska tónlistariðn- aðinn. Fólk allt að því skammaðist sín fyrir að vera með Svía sem sömdu stærstu hittarana þeirra. Núna skipt- ir þetta ekki lengur máli. Það eina sem skiptir máli er að það sé tilfinn- ing í tónlistinni.“ Tónlist | Vinsæll upptökustjóri og lagasmiður með erindi á norrænni ráðstefnu um menningarmál Kominn með nóg af Idol Hann er af íslenskum ættum, alinn upp í Svíþjóð en hefur samið topplög fyrir listamenn á borð við Janet Jackson og Jennifer Lopez. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Arnþór Birgisson. Reuters „Hún er svo mikil stjarna, bæði á sviði og í upptökustúdíói. Hún er mikil fagmanneskja, ég hef aldr- ei séð annað eins. Hún hefur gert þetta svo lengi og veit alveghvernig hún á að gera hlutina,“ segir Arnþór m.a. um JanetJackson í viðtalinu.Arnþór Birgisson hefur frá tvítugu starfað með þekkt- um listamönnum og þekkir vel inná tónlistarbransann. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna Rætur, sem fram fer 18. og 19. nóv- ember á Hótel Nordica og er að- gangur ókeypis. Skráning og nán- ari upplýsingar um dagskrá eru á www.roots.is. ingarun@mbl.is ’Unglingar í dag erukomnir með nóg af léttri popptónlist. Það er búið að hreinsa út hjá plötu- fyrirtækjunum og hæfi- leikafólkið situr eftir sem getur samið, spilað og sungið.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.