Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Þorgerður K. Gunnars- dóttir menntamálaráðherra, sögðu í umræðum á Alþingi í gær um kjara- deilu kennara, að nauðsynlegt væri að allir virtu lög í landinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, og Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir, varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins, töluðu á sömu nótum. Halldór sagði að það kynni að vera að öllum líkaði ekki lögin sem sett voru á laugardag og vísaði þar til laga um kjaramál kennara og skóla- stjórnenda í grunnskólum landsins. „En það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að allir virði lög í landinu,“ sagði hann og bætti því við að enginn hefði tekið umboðið af samninganefndum aðila í kjaradeilu kennara og sveitar- félaga. Síðar sagði hann: „Ég vænti þess að allir háttvirtir þingmenn geti hvatt deiluaðila til þess að starfið í skólunum hefjist og það verði farið að þeim lögum sem hafa verið sett í landinu.“ Þorgerður ítrekaði að allir gengju að sjálfsögðu út frá því að kennarar, sem og aðrir borgarar þessa lands, færu að lögum. Hún bað þess þó, í ljósi lagasetningarinnar sem hefði ekki verið skásti kosturinn í stöð- unni, að menn sýndu stillingu og ákveðinn skilning á því ástandi sem komið hefði upp í samfélaginu í gær. Össur sagði um þetta mál að lög væru lög, jafnvel þótt við værum á móti þeim. „Ég hef fullan skilning á því að það sé erfitt fyrir kennara að sætta sig við þetta,“ sagði hann. „En auðvitað munu kennarar, eins og aðrir sem þurfa að sæta ólögum, hlíta þeim.“ Skólabörnum bættur skaðinn Þá sagði Sigurlín að við yrðum að virða landslög, hvort sem okkur lík- aði betur eða verr. „Það er á engan hátt forsvaranlegt að fjölmenn stétt mæti ekki til vinnu,“ sagði hún meðal annars. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar um kjaradeilu kennara við upphaf þingfundar. Sagði hann m.a. að skólaganga tíu árganga Íslendinga hefði beðið skaða vegna verkfalls kennara og að menntamálaráðherra bæri ábyrgð á því hvernig sá skaði yrðu bættur. Ráðherra sagði að þegar væri haf- in vinna við það hvernig bæta ætti skólabörnum upp þá daga sem þeir hefðu misst í verkfalli kennara. „Ég hef tekið þetta mál upp innan rík- isstjórnarinnar um hvernig eigi að koma til móts við þá lagagrein sem kveður á um það að börnin okkar eigi rétt á 170 dögum í skóla.“ Sagði hún að málið yrði unnið í samstarfi við sveitarfélögin og fræðsluyfirvöld í landinu. Kennarar fari að lögum Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði á það áherslu að allir ættu að fara að lögum. TVEIR dómar hafa fallið með stuttu millibili þar sem sak- borningar, sendibílstjóri og framkvæmdastjóri gámafyrir- tækis, voru sýknaðir vegna þess að ekki voru nægar refsiheimildir í lögum. Hæstiréttur sýknaði sendi- bílstjóra af ákæru um að virða ekki lögboðna vikuhvíld. Í dómnum segir að sjálf- stæða verknaðarlýsingu á brotinu sé hvorki að finna í umferðarlögum né í reglu- gerð dómsmálaráðuneytisins sem sett var með stoð í lög- unum sem byggjast á tilskip- unum Evrópusambandsins um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Þessi málaflokkur var fluttur yfir til samgöngu- ráðuneytisins um áramótin. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur framkvæmda- stjóra Íslenska gámafélagsins af því að hafa ekki aflað sér rekstrarleyfis til efnisflutn- inga. Ákært var vegna sorp- flutninga en í dómnum segir að þar sem að hvorki í lögum né í reglugerð samgöngu- ráðuneytisins sé sorp flokkað sem efni, verði að sýkna manninn. Lögð fram á vorþingi Bergþór Ólason, aðstoðar- maður samgönguráðherra, sagði að endurskoðun á lög- unum sem varða hvíldartíma og efnisflutninga hefði verið hafin í ráðuneytinu áður en báðir dómarnir féllu og gert væri ráð fyrir því að leggja frumvörpin fram á vorþingi. Í kjölfarið yrði reglugerðunum einnig breytt. Aðspurður kvaðst hann ekki geta sagt til um hvort flutningar á sorpi yrðu taldir til efnisflutninga í nýju lögunum en að tryggt yrði að ekkert færi á milli mála í þeim efnum. Hann hafði hvorki upplýs- ingar um hvort önnur fyrir- tæki sem flytja sorp hefðu verið krafin um rekstrarleyfi vegna þess né hversu margir hefðu verið sektaðir fyrir brot á hvíldartímaákvæðum, sambærilegum þeim og sendi- bílstjórinn var sýknaður af. Unnið að endur- skoðun í samgöngu- ráðuneyti SVO virðist sem langtímaatvinnuleysi hafi aukist hér á landi hin síðustu ár, segir í skriflegu svari Árna Magn- ússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Langtímaat- vinnulausir eru þeir sem hafa verið samfellt án atvinnu í lengri tíma en sex mánuði. Í svarinu segir að 33% allra atvinnulausra, í september sl., hafi verið langtímaatvinnulaus. Að meðaltali voru 26,4% allra atvinnulausra á árinu 2003 langtímaatvinnu- laus. Þetta hlutfall var 19% árið 2002. „Þessi þróun veldur vissum áhyggjum enda þótt erfitt sé að segja til um hvort langtímaatvinnuleysi sé að fest- ast í sessi,“ segir í svarinu. „Þetta er tiltölulega nýr vandi sem stjórnvöld og aðrir þeir sem starfa að þessum málum horfast í augu við og er mikilvægt að við honum verði brugðist. Þegar í byrjun þessa árs ákvað stjórn Vinnu- málastofnunar að langtímaatvinnulausir yrðu forgangs- hópur í vinnumarkaðsúrræðum á árinu ásamt ungu fólki á atvinnuleysisskrá. Að því er varðar hóp langtímaat- vinnulausra hefur verið lögð áhersla á menntunar- og starfstengd úrræði en þau hafa haft jákvæð áhrif á fólk sem lengi hefur verið án atvinnu. Þá er jafnframt lögð áhersla á starfsráðgjöf en í því efni var lögð áhersla á að efla einstaklingsbundna ráðgjöf.“ Líkur á að langtíma- atvinnuleysi sé að aukast ÚTGJÖLD íslenska ríkisins vegna launa sendiherra í september sl. voru 29,4 milljónir króna, að því er fram kemur í skriflegu svari Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni Frjálslynda flokksins. Þá var ferðakostnaður vegna sendiherr- anna í sama mánuði samtals 3,1 milljón króna. Sendiherrar í þjón- ustu íslenska ríkisins eru 34. Þar af eru tvær konur. Fjórtán sendiherr- anna starfa á Íslandi. Útgjöld vegna sendiherra 32,5 milljónir í september Á BLOGGSÍÐU eins af íslensku friðargæsluliðunum í Kabúl kemur fram að í byrjun mánaðarins stóð hann svonefnda markaðsvakt en á laugardögum og sunnudögum er haldinn markaður á flugvellinum þar sem heimamenn selja starfs- mönnum flugvallarins ýmsan varn- ing. Á vaktinni þurfti hann m.a. að standa vörð og einnig leita á öllum þeim heimamönnum sem voru á leið inn á markaðinn til að ganga frá. Á bloggsíðunni segir: „Slökkvi- liðið lendir stundum í því að þurfa að senda einn mann til að standa vörð á markaðnum ásamt fleirum sem koma úr ýmsum deildum hér á vellinum. Vaktinni minni á mark- aðnum var skipt upp í tvennt og á fyrri vaktinni þurfti ég að standa í aðalhliðinu sem liggur inn á mark- aðinn og sjá til þess að enginn óviðkomandi færi inn. Seinni vakt- in var svo rétt fyrir lokun mark- aðsins og fórum við þá nokkrir saman að innganginum sem heimamennirnir nota og fengum við það verkefni að leita á öllum þeim heimamönnum sem ætluðu inn á markaðinn til að ganga frá.“ Þegar Íslenska friðargæslan tók við flugvellinum greindi Þorbjörn Jónsson sendifulltrúi frá því að lit- ið væri á Íslendingana sem borg- aralega starfsmenn í herbúningi. Íslendingarnir hefðu fengið tveggja mánaða þjálfun í Noregi í því hvernig eigi að lifa og starfa í hernaðarlegu umhverfi. Ekki hefði verið hægt að setja menn inn á svæði þar sem þess væri krafist að þeir bæru vopn án þess að hljóta fyrst þjálfun í að bera þessi vopn. Þetta hefði eingöngu verið sjálfs- varnarþjálfun, þeir hefðu ekki ver- ið þjálfaðir í árásartækni eða neinu slíku, heldur eingöngu hvernig eigi að nota vopnin svo þeir meiddu ekki sjálfa sig og aðra í kringum sig. Það væri grundvall- aratriði að vera með eigið öryggi á hreinu. Arnór Sigurjónsson, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, segir að- spurður að markaðsvaktin teljist til borgaralegra starfa. Starfs- menn skiptist á að standa vörð. Spurður um hvort hætta sé á árás- um á slíkum vöktum segir Arnór að belgískir hermenn, sem sjái um öryggi flugvallarins, hafi áður leit- að á Afgönunum áður en þeir koma inn á það svæði sem Íslend- ingarnir eru á. Jafnvel hafi verið leitað á þeim tvívegis. Aðspurður hvers vegna þurfi að leita á þeim enn á ný segir Arnór að menn vilji vera alveg öruggir um það að sölu- mennirnir séu aðeins með það sem þeir eigi að selja en ekkert annað, s.s. fíkniefni. Þetta sé ekkert frek- ar vopna- eða sprengjuleit heldur sé um að ræða almennt eftirlit með þeim sem eru á flugvellinum. Hann minnir á að fjölmargir Afg- anar búi innan vallarsvæðisins og um 500 starfi að rekstri hans. Íslenskum friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan var gert að standa á markaðsvakt Stóð vörð og leitaði á heimamönnum TENGLAR ..................................................... http://blog.central.is/haffikabul/ index.php TVEIR af þremur íslensku friðargæsluliðunum sem slösuðust í árás í Kabúl í lok október eru komnir aftur til starfa á flugvelli borgarinnar og sá þriðji mun væntanlega halda þangað innan tíðar, samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu. Þeir sem farnir eru til Kabúl eru Sverrir Haukur Grönli og Steinar Örn Magnússon. Stefán Gunnarsson fer hugsanlega utan í vikunni. Á miðvikudag tekur nýr yfirmaður við stjórn flugvallarins. Hallgrímur Sigurðsson lætur þá af störfum og snýr aftur til Íslands og Garðar For- berg, sem stjórnaði áður flugvellinum í Pristína í Kosovo, kemur í hans stað. Arnór Sigurjónsson, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, segir að- spurður að ekki sé ætlunin að Hallgrímur taki að sér störf fyrir utanrík- isráðuneytið þegar hann snýr heim. Hann segir að fyrir utan atvikið 23. október, þegar gerð var sjálfsmorðssprengjuárás á friðargæsluliðana, fái Hallgrímur hvarvetna hrós fyrir störf sín á flugvellinum. „Það liggur fyrir, það er engum blöðum um það að fletta,“ segir hann. Þá óski sér allir að at- burðirnir 23. október hefðu aldrei átt sér stað. Arnór vill að öðru leyti ekki tjá sig um árásina. Tveir farnir aftur til Kabúl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.