Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hrepps.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Á HVERJUM tíma þjást 22–24% íslensku þjóðarinnar af geð- heilsuvanda af einhverjum toga eða nær einn af hverjum fjórum lands- mönnum. Slíkur heilsubrestur hefur í för með sér þjáningu, örorku og stundum ótímabæran dauðdaga. Honum fylgir mikið álag á aðstandendur og ekki síst börn og unglinga. Miklir erfiðleikar eru hjá fjölskyldum þar sem annað eða báðir foreldarar eiga við geðrænan vanda að stríða eða um vímu- efnaneyslu er að ræða. Sá sem verður veikur á oft fullt í fangi með að sinna sjálfum sér, ef hann þá getur það. Á sama tíma er hann ófær um að sinna þörf- um barna sinna eða maka. Að alast upp við afskiptaleysi hefur síð- an áhrif á sjálfsmynd og sjálföryggi barnanna. Þau verða óörugg um hvað má núna og hvað ekki. Þau fara að fela ástandið heima og ýmist taka þau mikla ábyrgð á aðstæðum eða reyna að flýja af hólmi. Það er svo erfitt að vera heima þegar mamma eða pabbi eru veik. Þar er svo erfið þögn eða sífellt verið að rífast. Barnið þorir varla að koma með vini sína heim og spyr sig hvort það geti látið foreldra sína fá blað frá skól- anum um fund. Þegar einn veikist hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni. Því er mjög mikilvægt að sá sem á að vera heil- brigður taki yfir umönnun barnanna á meðan á veikind- unum stendur. Mjög mikilvægt er að út- skýra veikindin fyrir barninu þannig að það upplifi ekki höfnun eða telji að erfiðleikarnir séu því að kenna. Einnig er mjög mik- ilvægt að barnið eigi einhvern fullorðinn að til að tjá tilfinningar sínar á meðan á veik- indum foreldris stend- ur. Stundum eru að- stæður þannig að stuðning vantar á heimilið tímabundið. Þar geta nánustu ætt- ingjar og vinir komið að. Oft reynist einnig nauðsynlegt að fá tímabundinn stuðning frá félagsþjónustunni á heimilið og/eða heimahjúkrun. Skól- inn þarf að fá upplýs- ingar um veikindin þannig að hann geti stutt við bak nemanda síns. Auk þess er mik- ilvægt að meðferð- araðilar fræði nánustu fjölskyldu um ástand þess sjúka. Að maki og börn séu vel upplýst um áhrif sjúkdómsins og meðferð getur hjálpað fjölskyldunni til að verða samhentari og um leið dregið úr þeim ógnar kvíða sem mörg börn hafa lýst þegar foreldri þeirra verð- ur veikt. Börnum, sem alast upp við skort á góðu atlæti í æsku, er hættara við að flosna upp úr skóla, vera með hegðunarvanda, verða kvíðin, fá þunglyndi eða lenda í klóm fíkni- efnasala og þar með afbrotum, of- beldi og vændi til að FJÁRMAGNA neysluna. Þeim er einnig hættara við að gef- ast upp á lífinu og fremja sjálfsvíg. Við öll eigum að vera vakandi fyr- ir velferð barna og ef við verðum vör við að börn eru ekki að fá þann stuðning og umönnun sem þau eiga að fá þá höfum við tilkynning- arskyldu til barnaverndaryfirvalda. Náum áttum-hópurinn hefur und- anfarin ár haldið nokkra morg- unverðarfundi um stöðu barna og ungmenna í samfélaginu. Næsti fundur verður á Grand hóteli 17. nóvember. Þema þess fundar er: Börn sem alast upp með foreldrum sem eiga við geðrænan vanda að stríða eða vímuefnavanda. Hvernig styður samfélagið við þær fjölskyldur? Munum að allir eru einstakir og allir eiga tilverurétt. Það eru börnin okkar sem eiga að erfa landið og það er ábyrgð okkar fullorðinna að sjá til þess að hvert barn fái að njóta sín. Veikindi foreldra hafa áhrif á börnin Guðrún Guðmundsdóttir og Salbjörg Bjarnadóttir skrifa um geðheilbrigðismál ’Það eru börnin okkarsem eiga að erfa landið og það er ábyrgð okkar fullorðinna að sjá til þess að hvert barn fái að njóta sín.‘ Guðrún Guðmundsdóttir Guðrún er verkefnisstjóri Geðræktar. Salbjörg er verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi. Salbjörg Bjarnadóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ÞEKKI ekki Jens Guðmundsson, sem skrifar í blaðið í gær grein sem bar yfirskriftina „Morgunblaðið og innrásin í Írak“. Ég veit ekki til þess að hann þekki mig. En nú er þessi maður allt í einu farinn að gera lítið úr mér og störfum mínum á opinber- um vettvangi! Látum vera að Jens endurómi eins og ryðguð plata þann kjánalega og kolranga málflutning að „fögnuður“ yfir Íraksstríðinu hafi flætt yfir fréttasíður Morgunblaðsins. Sumir eru einfaldlega svo reiðir yfir innrás- inni í Írak að þeir geta ekki annað en fyrirlitið fréttamiðil sem reynir að segja hlutlausar fréttir af þeim hild- arleik. En Jens fjallar sérstaklega um för mína á vegum Morgunblaðsins til Íraks í byrjun febrúar á þessu ári og við þann kafla ætla ég að gera at- hugasemd. Ég er nefnilega býsna stoltur yfir því að hafa ráðist í þá för og ég er líka stoltur af því efni sem ég sendi frá mér. Jens segir réttilega að Morgunblaðið hafi sent blaðamann til Íraks. Svo segir hann: „Hann dvaldi í góðu yfirlæti í nokkra daga á hóteli í Bagdad og keyrði vegarspotta á þjóð- vegi undir öflugri gæslu og ræddi ástandið við túlk. Blaðamaðurinn komst jafnframt á blaðamannafund bandarísku herstjórnarinnar og allt var á besta veg.“ Svo mörg voru þau orð. Með þess- um orðum vill Jens Guðmundsson lýsa för minni á einn hættulegasta stað veraldar. Er nema von að manni sárni? Ég leyfi mér að spyrja, úr því að Jens er að vitna til farar minnar til Íraks; las hann yfirhöfuð það efni sem ég sendi frá mér? Ég fullyrði nefni- lega að það er út í hött að halda því fram að skrif mín um þessa heimsókn til Íraks hafi verið á þann veg, að „allt væri á besta veg“. Ég lýsti því sem ég sá og sagði frá samtölum mínum við mann og annan, þeim skrifum er örugglega ekki hægt að lýsa með þeim hætti sem Jens gerir. Þar fyrir utan fór ég aldrei á neinn blaðamannafund bandarísku her- stjórnarinnar (sem þó hefði verið áhugavert) og skrifaði þar af leiðandi ekki um neinn slíkan fund. Hvaðan Jens hefur þá vitleysu veit ég ekki en þessi ranga fullyrðing hans segir auð- vitað allt sem segja þarf um skrif hans. Ég tel að Jens skuldi líka þeim Adrian King og Jónasi Þorvaldssyni, sprengjuleitarfræðingum hjá Land- helgisgæslunni, afsökun vegna orða sem hann viðhefur um þeirra störf í Írak. Nú kann að vera að menn hafi ver- ið á móti ákvörðun ríkisstjórnar Ís- lands að skrá sig á lista viljugra þjóða. Það gefur þeim samt ekki rétt til að fara háðulegum orðum um hug- rakka menn sem fara á vettvang og taka þar að sér störf sem útilokað er annað en telja góðra gjalda verð. Jón- as og Adrian voru að eyða sprengjum sem liggja eins og hráviði í eyðimörk- inni í Suður-Írak frá því í styrjöld Ír- ana og Íraka 1980–1988. Þeir voru óumdeilanlega að gera írösku þjóð- inni gagn. Fyrir þessi störf sín kunna Jónas og Adrian vel að eiga skilið að fá stórriddarakrossinn, eins og Jens nefnir í grein sinni. DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON, blaðamaður, Bergstaðastræti 11a, 101 Reykjavík. Les Jens Guðmunds- son Morgunblaðið? Frá Davíð Loga Sigurðssyni: Í SÍÐASTA tölublaði okkar ágæta fréttablaðs, Bæjarpóstsins, má finna grein eftir forseta bæjarstjórnar, Svanhildi Árnadóttur, þar sem hún fjallar um breytingar þær sem eru á döfinni í skólamálum hér í Dalvík- urbyggð. Svanhildur leggur áherslu á að kjarni málsins séu þeir fjármunir sem sveitarfélagið telur að það geti sparað við það að sameina Dalvík- urskóla og Húsabakkaskóla. Við fögnum þessu sjónarmiði Svanhildar ekki síst vegna þess að Svanhildur tekur greinilega ábyrgð sína alvar- lega á því að fara vel með fjármuni sveitarfélagsins. Því viljum við enn og aftur hnykkja á því að ábendingar sem fjöldi manns hefur komið fram með benda eindregið til þess að sparn- aður við það að sameina þessa tvo skóla sé lítill, þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta málsins. Fjölmörg tækifæri felast hinsvegar í áfram- haldandi rekstri Húsabakkaskóla. Við væntum því þess að Svanhild- ur sem og aðrir ábyrgir sveit- arstjórnarmenn og -konur muni ekki að óathuguðu máli taka svo af- drifaríka ákvörðun, heldur sjá sóma sinn í því að athuga allar forsendur málsins og svara sjálfum sér og öðr- um þeim ábendingum sem borist hafa. Með vinsemd og virðingu, FÉLAG FORELDRA OG VEL- UNNARA HÚSABAKKASKÓLA. Um skóla- mál í Dal- víkurbyggð Félag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla skrifar opið bréf til Svanhildar Árnadóttur: MILLISTJÓRNENDUR eru stjórnendur sem hafa fengið of litla athygli bæði í stjórnendafræðum og umræðum um hlutverk og skyldur, hæfileika og færni stjórnenda. Milli- stjórnendur gegna öðrum hlut- verkum og skyldum en æðstu stjórn- endur/forstöðumenn stofnana og fyrirtækja. Þessu þurfa æðstu stjórnendur, sem og millistjórnand- inn sjálfur og starfs- menn hans, að gera sér grein fyrir. Ímynd millistjórn- enda hefur í mörgum tilvikum verið allt ann- að en góð. Margir fræðimenn hafa lýst þeim sem útdauðri stétt sem ekki sé þörf á. Aðrir hafa lýst þeim sem einskonar Berl- ínarmúr, en þá er átt við að öll þróun og framfarir stöðvist, dagi uppi, hjá þeim. Þetta hefur þó verið að breytast til batnaðar. Marg- ir eru nú þeirrar skoðunar að hlut- verk millistjórnenda skipti sköpum m.a. í þróunarferli stofnana, við stefnumótun, markmiðasetningu, áætlanagerð, í upplýsingamiðlun og ekki síst við mannauðsstjórnun. Rannsóknir síðustu ára virðast einn- ig benda til að samhengi sé á milli velgengni stofnana/fyrirtækja og þess er kalla má skýra hlutverka- skipan millistjórnenda. Skilgreiningar á hugtakinu Hugtakið millistjórnandi telst fyrst hafa vera skilgreint árið 1912. Síðan hafa ýmsar skilgreiningar á hugtak- inu litið dagsins ljós. Segja má að hver sé barn síns tíma, mótuð af þjóðfélagsaðstæðum og menningu. Sameiginlegt þeim er að þær taka mið af stöðu millistjórnandans í skipuriti stofnana og fyrirtækja og/ eða hlutverkum hans. Millistjórnandi er sá stjórnandi sem stjórnar í um- boði annarra stjórnenda. Millistjórn- endur hafi flestir mannaforráð. Kenningar um hin ýmsu hlutverk millistjórnenda hafa einnig mótast af þjóðfélagsaðstæðum. Áður voru helstu hlutverk millistjórnenda al- mennt eftirlit, frammistöðumat, eft- irfylgni með afköstum og gæðum sem og kostnaðareft- irlit. Þetta er að breyt- ast og kröfur að aukast. Nýjar kröfur til millistjórnenda Með þeim miklu breyt- ingum sem orðið hafa í bæði í einka- og opin- berum rekstri sl. ára- tugi hefur staða milli- stjórnenda breyst og styrkst m.a. vegna þess að vald og ábyrgð hefur færst neðar í stjórn- skipulagi. Til milli- stjórnenda eru nú gerðar auknar kröfur um þátttöku í stefnumótun, áætlanagerð, breytinga- og árang- ursstjórnun, eflingu liðsheildar í eig- in starfseiningu, svo og upplýsinga- miðlun af margvíslegu tagi. Mikil- vægt er að hlutverk þeirra séu skýr, þeir fái tækifæri til að efla sig í starfi í samræmi við innri sem ytri að- stæður. Aukin hnattvæðing, gífurleg þró- un í tækni sem og tölvu- og upplýs- ingakerfum, samfara innleiðingu int- er- og innranets, hefur leitt af sér nýja vinnumenningu þar sem fleiri og fleiri vinna með hugvit en áður tíðkaðist. Hinn almenni starfsmaður gerir auknar kröfur um meira frjáls- ræði og sveigjanleika, aukna sí- og endurmenntun. Allt þetta eru breyt- ingar sem hafa mikil áhrif á hlutverk millistjórnenda nú og í framtíðinni. Mikilvægt er því að millistjórn- andinn geri sér grein fyrir hinu raun- verulega hlutverki sínu sem milli- stjórnandi, þ.e. að hlutverk hans sé í samræmi við skipulag og starfsemi þeirrar stofnunar eða fyrirtækis sem hann starfar í og að hlutverk hans uppfylli bæði eigin væntingar og annarra. Séu þessi hlutverk skýr bæði honum, yfirmönnum hans sem undirmönnum, og uppfylli hann þau, aukast líkurnar til muna á betri af- köstum, meiri starfsánægju og minna álagi hjá honum sjálfum og undirmönnum hans. Millistjórnendur í opinberum rekstri í dag Auknar kröfur eru til opinbers rekstrar hér á landi. Eigi ríkisstofn- anir að mæta þeim kröfum, gegna millistjórnendur lykilhlutverki. Ljóst er að hjá millistjórnendum liggur mikilvægur mannauður sem hægt er að nota enn betur með því einu að gera sér grein fyrir hlut- verkum þeirra, að þessi hlutverk séu í samræmi við væntingar æðri stjórnenda, starfsmanna og milli- stjórnandans sjálfs. Dagana 18. og 19. nóvember mun Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir námskeiði um hlutverk millistjórnenda í opinberum rekstri þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra í dag, hvaða hlutverk þeir eigi að tileinka sér og hvernig. Enn- fremur verður sagt frá reynslu inn- lendrar stofnunar við að efla og styrkja hlutverk millistjórnenda, bæði árangri og þeim takmörkunum sem rekstrarumhverfi hins opinbera setur. Námskeið þetta er bæði ætlað millistjórnendum, sérfræðingum og forstöðumönnum hjá ríki og sveitar- félögum. Millistjórnendur í opinberum rekstri Helga Jóhannesdóttir fjallar um millistjórnendur ’Margir eru nú þeirrarskoðunar að hlutverk millistjórnenda skipti sköpum…‘ Helga Jóhannesdóttir Höfundur er MA í viðskiptafræðum, en hún skrifaði meistararitgerð við Copenhagen Business School um hlutverk millistjórnenda í opinberum rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.