Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Sýnd kl. 4. Ísl. tal. kl. 6, 8.30 og 10.40 B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 4. Kr. 500 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ein besta spennu- og grínmynd ársins  S.V. Mbl. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Ein besta spennu- og grínmynd ársins J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Billy Bob Thornton er slæmi jólaveinninn ...þú missir þig af hlátri... i i i f l t i Frábær gamamynd Frumsýnd 18. nóv Fr u m sý n d 18 . n óv Frumsýnd 18. nóv á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans Sýnd kl. 6 og 10.10.  Ó.Ö.H. DV Besta heimildarmynd ársinsYfir 7500 manns Yfir 32.000 gestir Stærsta íslenska heimildarmyndin BANDARÍSKI grínistinn, rithöfundurinn, kvikmyndaleikarinn og sjónvarpsstjarnan Jam- ie Kennedy verður með uppistand 30. desember nk. í Broadway í Ármúla. Kennedy er kunnastur hér á landi fyrir að vera stjarnan í vinsælum grínþáttum sem sýnd- ir hafa verið á SkjáEinum sem heita The Jamie Kennedy Experiment. Þættirnir hafa og notið vinsælda í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið og eru vinsælustu þættir WB-sjónvarps- töðvarinnar. Í fótspor Jims Carreys Kennedy er þó ekki síður vel kunnur grínisti og kvikmyndaleikari en hann hefur leikið í meira en 30 myndum, þ.á m. Romeo + Juliet, Dead Poets Society, Scream-myndunum þrem- ur, Bowfinger, Boiler Room, Three Kings og nú nýlega Harold & Kumar Go to White Castle. Kennedy skrifaði sjálfur handritið að myndinni Malibus Most Wanted þar sem hann lék hvítan ríkisbubbason sem þráir að vera svört rapp- stjarna. Framundan er stærsta tækifærið hans á kvikmyndabrautinni þegar hann mun feta í fótspor Jims Carreys í framhaldi myndarinnar The Mask, sem heitir The Son of Mask og verð- ur frumsýnd í febrúar á næsta ári. Kennedy skrifaði bókina Wannabe: A Holly- wood Experiment sem fjallar um næsta lygilega fyndna þrautagöngu hans í Hollywood og hvern- ig honum tókst hálfpartinn að blekkja sig til met- orða þar, með því að búa til umboðsmanninn Marty Power (því nafnið hljómar líkt og hinn frægi umboðsmaður Marty Bauer) og láta hann svo breiða út að þessi ungi Jamie Kennedy væri mjög heitur. Stór hluti uppistands Kennedys fer einmitt í slíkar hrakfarasögur úr Hollywood, grátbroslega frásögn af því hversu erfitt það er að „meika það“ í bíóborginni. Íslandsævintýri hjá Leno og Letterman? „Þetta er án efa þekktasti uppistandari sem hér treður upp síðan Jerry Seinfeld kom hér um árið,“ fullyrðir skipuleggjandi uppistandsins, Ís- leifur Þórhallsson. Ísleifur segir upplýsingar um miðasölu liggja fyrir fljótlega en hann árétt- ir að einungis verði í boði 800 miðar. „Til sam- anburðar má minnast þess að þegar Seinfeld skemmti hérlendis seldi hann upp 4 sýningar í Háskólabíói, eða hátt í 4.000 miða. Myndin Son of Mask verður frumsýnd í febrúar og verður blásið til mikillar kynningarherferðar vegna hennar strax í janúar. Fylgir þessi mikill erill fyrir Kennedy og það er einmitt út af því sem hann vill endilega koma til Íslands og eyða ára- mótunum hér, slappa af og hlaða batteríin fyrir komandi átök. Hann ætlar enda ekkert að flýta sér heim eftir skemmtunina 30. desember, því hann mun dvelja á Íslandi til 4. janúar. Hann mun því upplifa ekta íslensk gamlárs- og nýárs- kvöld. Það er því ekki ólíklegt að þegar Leno og Letterman spyrja í febrúar, hvað sé að frétta, segi Jamie sögur frá Íslandi.“ Uppistand | Einn vinsælasti grínisti heims til Íslands Jamie Kennedy grínast milli jóla og nýárs Jamie Kennedy bregður sér í allra kvikinda líki í sjónvarpsþætti sínum. www.jamiekennedyworld.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.