Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Kíktu á www.east.is AGAR MYRKURS Skemmtun í skammdeginu 18.-21. nóv. 2004 á Austurlandi REYKVÍSKIR fresskettir sem eru eldri en sex mánaða og fá að ganga lausir utandyra verða geldir, allir kettir verða örmerktir og katta- eigendur verða skuldbundnir til að láta orma- hreinsa kettina árlega. Þá verða eigendur að útvega sér tryggingu hjá tryggingarfélagi vegna tjóns sem kettirnir kunna að valda á „mönnum, dýrum, gróðri og munum“. Þetta er meðal ákvæða í drögum að nýrri samþykkt um kattahald í Reykjavík sem vinnu- hópur á vegum umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur hefur haft í smíðum. Drögin hafa verið send nokkrum aðilum til um- sagnar. Samþykkt um kattahald hefur ekki áð- ur verið í gildi í Reykjavík en samþykkt um hundahald hefur verið til um áratugaskeið. Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, segir mörg önnur sveitarfélög hafa sett reglur um katta- hald. „Ástæðan fyrir því að við leggjum í þessa vinnu er að kvörtunum undan köttum hefur fjölgað mjög mikið. Kattaeigendur hafa líka sagst vilja fá skýrari reglur,“ segir hún. Reynt hafi verið að vinna drögin í sátt við katta- eigendur og m.a. haft samráð við Kattholt. Þá sé tekið tillit til þeirra samþykkta sem gildi í öðrum sveitarfélögum. Katrín ítrekar að aðeins sé um drög að ræða og líklegt að þau taki breytingum, t.d. ákvæðið um tryggingar sem hafi verið mjög til umræðu innan nefndarinnar. Í vor voru fluttar fréttir af því að gerð var könnun á afstöðu borgarbúa til lausagöngu katta og kvaðst mikill meirihluti fylgjandi því að lausaganga yrði bönnuð. Katrín segir að nefndin hafi ákveðið að leggja ekki til slíkt bann. Ákvæði í drögunum eru m.a.:  Óheimilt verður að halda ketti í fjölbýlis- húsum ef kattahaldið veldur sannanlega eða viðheldur sjúkdómum hjá nágrönnum.  Allir kettir eldri en fjögurra mánaða skuli ör- merktir af dýralækni. Umhverfis- og heil- brigðisstofa mun halda utan um skráningar á örmerktum köttum.  Kettir skulu einnig bera hálsól með upplýs- ingum um heimilisfang eiganda og síma- númer.  Starfsmenn borgarinnar mega fanga ketti ef þeir eru ómerktir, ítrekað hafi verið kvartað undan ágangi þeirra eða hann er inni hjá ná- granna í leyfisleysi. Ef kattar er ekki vitjað innan viku frá handsömun er heimilt að ráð- stafa honum til nýs eigenda eða selja hann fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hann aflífaður.  Eigendum ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra. Drög að kattasamþykkt í Reykjavík send hagsmunaaðilum til umsagnar Gelda skal alla sex mánaða högna sem ganga úti Morgunblaðið/Kristinn Ætli þetta sé fress, eldri en sex mánaða? BÍLBELTANOTKUN landsmanna hefur minnkað mjög mikið frá í fyrra og er nú svo komið að 32% ökumanna spenna ekki beltin. Í fyrra var þetta hlutfall 20%. Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerðu 72 kannanir á bílbeltanotk- un á 25 þéttbýlisstöðum á landinu í sumar og var úrtakið 9.982 ökumenn. Niðurstaðan var sú að 68% ökumanna notuðu beltin en 32% ekki. Tekið var tillit til kynja og einnig hvort um einkabíla eða atvinnubíla var að ræða. Ljóst er að atvinnubílstjórar draga heild- armeðaltalið nokkuð niður þar sem beltanotk- unin er mun minni hjá þeim. Geysilegur munur er á beltanotkun milli kvenna og karla í stétt at- vinnubílstjóra. Þannig var aðeins nærri helm- ingur karlkyns atvinnubílstjóra með beltin spennt en 80% kvenna. Einnig var allmikill munur milli kynjanna hvað varðar einkabíla. 66% karla notuðu beltin en 81% kvenna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bílbelt- anotkun í þéttbýli sé í heild á undanhaldi miðað við fyrri könnun 2003. Þá notuðu 80% karla belt- in á móti 68% á þessu ári. Ástandið best á Klaustri og í Keflavík Ef skoðaðar eru niðurstöður frá einstaka svæðum sem athuguð voru í sumar, kemur í ljós að ástandið er best í Keflavík og á Kirkjubæj- arklaustri þar sem beltanotkunin er um 85–95%. Verst er ástandið í Mosfellsbæ, Hólmavík og Reyðarfirði þar sem beltanotkunin mældist rétt um 50%. Aðeins tveir staðir af 23 mældust með yfir 80% beltanotkun. Á sex stöðum mældist beltanotkunin undir 60%. Fimmtán staðir voru með á milli 60% og 80%. Þegar litið er á beltanotkun kvenna á einka- bílum sést að hlutfallið er lægst á minni þétt- býlisstöðunum. Samt eru einstaka staðir eins og Kirkjubæjarklaustur (100%) og Fáskrúðsfjörð- ur (95%) sem komu mjög vel út og skáka Reykjavík með 85% beltanotkun. Karlarnir eru duglegir að spenna beltin í Reykjavík en mun síður út á landi. Eru þeir latastir á Bíldudal þar sem undir 40% spenna beltin. Vekur það spurn- ingar hjá umferðarfulltrúum um hvort löggæsl- an á minni stöðum sé fullnægjandi. Kjartan Benediktsson umferðarfulltrúi segir í lokaorðum skýrslunnar að efla þurfi forvarnir sérstaklega hjá karlmönnum og atvinnubílstjór- um. Mun verða útbúinn spurningalisti fyrir nokkur fyrirtæki sem gera út atvinnubílstjóra til að grafast fyrir um skýringar á hinni tak- mörkuðu beltanotkun. Bílbeltanotkun hefur minnkað mikið milli ára BANDARÍSKI grínistinn Jamie Kennedy er vænt- anlegur til Íslands. Kenn- edy, sem er kunnur uppi- standari, kvikmyndaleikari og sjón- varpsstjarna, verður með uppistand á Broadway 30. desember nk. Kunnastur eru Kennedy fyrir að vera stjarna grín- þáttanna Jamie Kennedy Experience sem sýndir hafa verið á SkjáEinum við talsverðar vinsældir. Einnig hefur hann leikið í kvik- myndum á borð við Scream-myndirnar þrjár, Bowfinger og Three Kings. Næst fetar hann í fótspor Jims Carreys er hann leikur í The Son of the Mask, sem er framhald mynd- arinnar vinsælu The Mask. Jamie Kennedy til Íslands Jamie Kennedy  Jamie/46 NÁMUEIGANDA og vinnsluaðila í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli er heimilt að halda áfram efnisvinnslu í fjallsbrún fjallsins eftir úrskurð umhverfisráðuneytisins í gær. Skipulagsstofnun hafði með ákvörðun sinni 10. september sl. kveðið á um að þessi efnis- vinnsla yrði að fara í umhverfismat og væri óheimil þar til það lægi fyrir. Landeigendur hættu efnisvinnslu í hlíð fjallsins en kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðuneytisins og gerðu kröfu um að fá að halda áfram efnisvinnslu á meðan málið sætti efnis- meðferð. Á það féllst ráðuneytið með sínum úr- skurði og kvað á um að Skipulagsstofnun hefði ekki haft lagaheimild til að mæla fyrir um stöðvun framkvæmda. Efnisvinnsla er því heimil á meðan málið sætir efnislegri meðferð hjá ráðuneytinu. Endanlegs úrskurðar þess er að vænta 29. nóvember nk. Efnisvinnsla heimil í fjallsbrún Selfossi. Morgunblaðið. „Í ANDA Arafats boðuðum við ekki til minningarsamkomu heldur samstöðufundar með Palestínu, til samstöðu með þjóð í þrengingum.“ Þetta sagði Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Pal- estína á fundi sem félagið boðaði til í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi vegna fráfalls Yasser Arafats. Góður andi var á fundinum og var Sveinn ánægður með hvernig til tókst. Auk Sveins fluttu fjölmargir sem kynni hafa haft af Palestínu og Arafat erindi, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. Morgunblaðið/Sverrir Samstaða, ekki minningarsamkoma ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.