Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 41
DAGBÓK
Dagur íslenskrar tungu
ÍSLENSKT mál hefur tekið svo
miklum og örum breytingum á síð-
ustu 1–2 áratugum að fólk sem nú er
að ljúka ævistarfi sínu og um það bil
að setjast í helgan stein á hreinlega í
erfiðleikum með að skilja það unga
fólk sem nú er mest áberandi í þjóð-
lífinu, t.d. í fjölmiðlunum, hvort sem
það eru nú kennarar, íþróttafólk,
listafólk eða annað.
Stundum eru sjónvarpsviðtöl við
þjálfara knattspyrnumanna rétt fyr-
ir mikilvæga leiki og þeir segjast
ákveðið ætla að „klára leikinn“. Er
það ekki venjan að spila til leiksloka?
Ekki hætta þeir að spila í miðjum
leik? Þeir sem nota tölvupóst fá upp-
lýsingar um að þeir geti farið í „sótt-
kvínna“ til að skoða ruslpóstinn sinn.
Þeir sem staldra við Peningagjá á
Þingvöllum geta lesið á skilti hve-
nær fyrst var farið að kasta pen-
ingum í „gjánna“. Okkur er líka ráð-
lagt, þegar á móti blæs í lífinu, að
nýta okkur „trúnna“.
Í sjónvarpsviðtölum í kenn-
araverkfallinu voru bæði nokkrir
kennarar og nemendur með áber-
andi „þágufallssýki“ sbr. „mér“
langar að fara aftur í skólann eða
„kennurum langar ekki að vera í
verkfalli“. Oft má heyra mæður
segja við börnin sín þegar þær eru
við innkaup í verslunum: Nú skulum
við „versla“ mjólk, Siggi minn. Eða:
Nú ætla ég að „versla skyr“, það er
svo hollt að borða skyr. Nýlega var
sagt í sjónvarpsfréttum að fyr-
irtækið ÍA „leigi“ gáma sem íbúðar-
húsnæði. Tók fyrirtækið gámana á
leigu eða leigir það gáma út til ann-
arra? Nýjasta orðtakið er hins vegar
afar hátíðlegt. Menn vita ekki hvort
búast má við nýrri ísöld „eður ei“.
Og svo eru það einstaklingarnir með
mörgu prófin, annaðhvort „mast-
erar“, „doktorar“ eða hvort tveggja.
Í viðtölum við fjölmiðla tala þeir um
„issjú“, „pródsjekt“ o.s.frv. og
krakkarnir í kennaraverkfallinu
hafa verið önnum kafnir við að „dán-
lóda“, „peista“ og „blogga“.
Það má með sanni segja að íslensk
tunga sé að taka miklum breyt-
ingum um þessar mundir.
Ráðvilltur fjölmiðlafíkill.
Nokia-sími týndist
APPELSÍNUGULUR Nokia-sími
týndist 13. nóvember, við Vegamóta-
stíg. Uppl. í síma 899 0742.
Burberrys-frakki týndist
BURBERRYS-frakki týndist annað
hvort í leigubíl frá BSR eða á Kjal-
arnesi laugardagskvöldið 6. nóv-
ember. Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 562 7086.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
Starfsmenn undir smásjánni? Rafrænteftirlit með einstaklingum á vinnu-stöðum“ er yfirskrift málþings semhaldið verður á morgun kl. 8.30 á
Grand hóteli. Þar verður m.a. fjallað um nýja
rannsókn um umfang og einkenni rafræns eft-
irlits á vinnustöðum, líðan starfsmanna og per-
sónuvernd. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, verk-
efnisstjóri rannsóknarverkefnisins, segir um
mismunandi tegundir vöktunar að ræða. „Þar
má nefna reglubundnar rafrænar mælingar á af-
köstum starfsmanna, sítengingu starfsmanna við
tölvurita, eftirlit með tölvupósti og netnotkun,
eða hlustun símtala,“ segir Guðbjörg. „Þetta
geta einnig verið eftirlitsmyndavélar á vinnu-
svæðum, rafrænn staðsetningarbúnaður og
ökusíritar. Allt eru þetta tæki sem á einn eða
annan máta gera það mögulegt að safna ná-
kvæmum upplýsingum um á hvern hátt starfs-
menn framkvæma vinnuna. Við slíka skráningu
geta myndast miklir upplýsingabankar sem
hægt er að nota á ýmsa vegu, jafnvel á ófyr-
irséðan og ólögmætan máta.“
Vakna ekki siðfræðilegar spurningar?
„Í tengslum við umræðu um rafrænt eftirlit á
vinnustöðum er oft horft til réttar starfsmanna
til persónuverndar og hvort á þeim sé brotið. Í
71. grein stjórnarskrárinnar segir að allir skuli
njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í
greinargerð með stjórnskipunarlögum frá 1995
er hugtakið heimili skýrt enn frekar og gefið
víðtækari merking en orðalagið sjálft gefur til-
efni til og getur það þannig skírskotað til vinnu-
staða. En í ljósi þess að starfsmönnun ber einn-
ig, samkvæmt vinnuréttarsambandi þeirra og
atvinnurekenda, að inna af hendi þá vinnu sem
samið er um þeirra í milli, er nauðsynlegt að
ákveðið mat fari fram á hagsmunum atvinnurek-
enda hvað varðar rafrænt eftirlit með starfs-
mönnum annars vegar og hins vegar rétti
starfsmanna til friðhelgi einkalífs.
Samkvæmt lögum um persónuvernd er raf-
ræn vöktun á vinnustöðum ekki heimil nema
hún fari fram í málefnalegum tilgangi og að
undangenginni fræðslu til þeirra sem sæta vökt-
uninni.“
Getur traust ríkt við slíkar aðstæður?
„Margar rannsóknir sýna að traust á milli
starfsmanna og stjórnenda er lykilþáttur í vel-
líðan starfsmanna. Upplifi starfsmenn að þeim
sé ekki treyst, getur það haft slæm áhrif á líðan
þeirra. Það hvort eftirlitið skapar traust eða tor-
tryggni fer því að einhverju leyti eftir því hver
tilgangurinn er með rafrænni vöktun starfs-
mannsins og hvort starfsmenn eru sammála því
að tilgangurinn sé málefnalegur. Þá þurfa
starfsmenn að vera fullvissir um að stjórnendur
muni ekki nota upplýsingar í öðrum tilgangi en
þeim sem er uppgefinn og hefur hlotið samþykki
Persónuverndar.“
Persónuvernd | Málþing um rafrænt eftirlit á vinnustöðum á Grand hóteli
Traust er viðkvæmur lykilþáttur
Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1957.
Hún lauk doktorsprófi í
félagsfræði frá Lund-
arháskóla árið 1995.
Guðbjörg starfar á
rannsókna- og heil-
brigðisdeild Vinnueft-
irlitsins og er lektor í
félagsfræði við Háskóla
Íslands.
Guðbjörg er gift Stefáni Jóh. Stefánssyni hag-
fræðingi og eiga þau þrjá syni.
ILMUR Stefánsdóttir myndlist-
arkona opnaði um helgina sýn-
inguna Playtime í anddyri Iðnó.
Sýningin samanstendur af
hljóðfæraskúlptúrum, ljósmyndum
og videóverki, sem unnið er í sam-
vinnu við tónlistarmanninn Davíð
Þór Jónsson og er eins konar tón-
listarmyndband.
„Ég bjó hljóðfærin til fyrir leik-
sýninguna Common nonsense í
fyrra,“ segir Ilmur. „Þetta eru allt
hljóðfæri sem búin eru til úr
heimilistækjum og -munum, þarna
er m.a. harmónikka sem búin er
til úr bók, tromma sem búin er til
úr hrærivél og spiladós úr rifjárni.
Ég er að nota hreyfingu munanna
á annan hátt, t.d. þegar hrærivélin
hreyfist, þá slær hún trommuna.
Ég bjó líka til selló úr strauborði
og þegar maður straujar á því, þá
er það sama hreyfing og þegar
leikið er á selló. Boginn er í strau-
boltanum og strengirnir á borðinu
og þá kemur hljómur þegar
straujað er.“
Innblásturinn að þessum
hljóðfæraskúlptúrum segir Ilmur
vera þann að skoða hluti í okkar
umhverfi í nýju samhengi. „Hvað
hafa þeir upp á að bjóða sem við
höfum ekki komið auga á áður,“
segir Ilmur. „Ég er svolítið að
þenja mörk notagildis hluta og
fólk má endilega prófa að spila á
hljóðfærin, þetta er gagnvirk sýn-
ing.“
Á myndbandsverkinu, sam-
starfsverkefni Ilmar og Davíðs,
myndar hún hljóðverk úr skúlp-
túrunum.
„Þetta er eins og sameiginlegur
gjörningur okkar. Við erum að
kanna notagildi skúlptúranna sam-
an.“
Mörk notagildis þanin
Sýningin stendur út janúar og er
opin frá ellefu til fjögur á virkum
dögum og á öðrum opnunartímum
hússins.