Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 27 JÓN Kristjánsson heilbrigð- isráðherra hefur í samráði við Geir H. Haarde ráðherra fjármála ákveð- ið að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að grafast fyrir um ástæður mikillar fjölgunar öryrkja og end- urhæfingarlífeyrisþega og skila skýrslu um málið í janúar 2005. Öryrkjum fjölgar um nær 700 á ári. Hefur fjölgað um 40% frá 1998. Mest í yngri aldurshópum. Útgjöld vegna öryrkja eru áætluð 15,8 millj- arðar næsta ár, þref- öldun frá 1998. Hvers vegna Hagfræðistofnun? Heilbrigðisráðuneyti og tryggingastofnun eru ekki settar í verkið enda málið skylt. En til hvers hagfræðistofnun frekar en t.d. fé- lagsvísindastofnun? Er ráðherra eina ferð enn að kaupa tíma og framtíð fyrir úr sér genginn ríksrekstur? Nóg er til af upplýs- ingum. Læknar Tryggingastofnunar, þeir Sigurður Thorla- cius dr. med. og Sig- urjón B. Stefánsson dr. med., upplýstu í Læknablaðsgrein (9/ 2004) að mest væri aukningin vegna geð- raskana ungs fólks. Þeir leggja áherslu á nauðsyn þess að sporna við þeirri þróun með því að greina og meðhöndla geðraskanir snemma og leggja áherslu á starfs- endurhæfingu þeirra sem eru að missa fótfestu á vinnumarkaði. Skýr svör. Góð ráð. Flótti til bjargráða 3. október skrifaði Guðbergur Bergsson rithöfundur: „Eina ráð margra er að reyna að vera taldir ör- yrkjar. Þannig flótti til bjargráða er algengari en menn vilja viðurkenna. Ætli þetta sé aumingjaskapur eða uppgjöf gagnvart sjálfum sér og til- verunni? Nei. Oft er þetta eina ráð heiðarlegra og veikburða.“ Vel lýst veruleika sem við þekkjum. Atvinnuleysi Formaður Öryrkjabandalagsins tel- ur stóraukið atvinnuleysi valda mestu. Atvinnuástand hafi gjör- breyst. Það bitni mest á þeim sem minnst starfsþrek hafi. „Fjöldi fatl- aðra sem áður gátu fengið vinnu fær ekki vinnu í dag, ástæðan fyrir því að öryrkjar voru svo fáir á Íslandi áður var sú að hér var eftirspurn eft- ir vinnuafli … Með menntun eykst fjölbreytni þeirra starfa sem fólk getur unnið þrátt fyrir fötlun, skóla- menntun getur gjörbreytt mögu- leikum fólks.“ Formaðurinn leggur áherslu á menntun og baráttu gegn atvinnuleysi. Allir vita að ótrygg vinna og at- vinnuleysi stuðlar mjög að þung- lyndi. Leysir úr læðingi veikleika sem ella hefðu seint haft áhrif á at- vinnumöguleika. Fjöldi útlendinga og nýbúa er nú í þeim störfum sem minnsta menntun þarf til og störf fyrir ófaglærða flytjast ört til lág- launalanda. Staðreyndir sem segja að staða þeirra sem hafa litla mennt- un eða skerta færni er að þrengjast. Örorkuhvatar yfirvalda Fólk festist í örorku. Læknar vita að það er fremur sjaldgæft að þeir sem komist hafa á örorku komist af henni aftur, jafnvel þótt heilsan batni. Kerfið er gildra. Leiðin inn er allgreið með stýrandi hvötum. Leið- in út úr örorku er á brekkuna og Þrándar í Götunni, ættaðir frá yf- irvöldum. Verða fjórir taldir. 1. Lágir sjúkradagpeningar „Skammarlega lágir sjúkradagpen- ingar“ eru orð tryggingayfirlæknis. Í veikindum reiða flestir sig á rétt til launa skv. kjarasamningum. Hann er misjafn eftir starfsgreinum og stéttarfélögum. Mörg hafa komið sér upp ágætum sjúkrasjóðum. En hafi sjúklingur litla atvinnusögu og ekki stéttarfélag bak við sig eru sjúkradagpeningar TR 846 kr. á dag – 25.380/mán. – lengst eitt ár ef hann lifir af. Farandverkamenn eru vantryggðir. Sé heilsan bág og lækning ekki í augsýn verður eðli- lega leitað meira ör- yggis. 2. Örorkubætur „kjarabót“ Miðað við sjúkra- dagpeninga ríkisins eru örorkubætur kostakjör. Lífeyrir með tekjutryggingu er um 72 þús./ mán. eftir skatta. Enginn ofsæll af því. Hlunn- indi fylgja þó. Sjúkra- tryggingarnar snar- batna. En sjúklingurinn er þeg- ar kominn í gildru. 3. Illa hannaðar sjúkratryggingar Þróist afkomukvíði hins óverkfæra eða at- vinnulausa í svefn- leysi, streitu, vöðva- gigt, magasár eða þunglyndi á hann rétt á greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Þar gildir kröftug verð- stýring. Sjúklingar greiða 13%–21% kostnaðar af viðtali við heimilislækni (kr. 600) en um 63% kostnaðar af sérfræðiþjónustu (t.d. kr. 4.504 fyrir 1 klst. geðlækn- isviðtal). Afsláttarkort er hægt að fá eftir 18 þús. kr. útgjöld á ári sem lækkar greiðsluhlutfallið úr 63% niður í 23% til áramóta. Öryrkjar greiða í ársbyrjun um 23%, fá afsláttarkort sitt eftir 4.500 kr. útgjöld en síðan er þjónustan á útsölu (um 7% kostn- aðar) út árið. Stýring sjúkratrygginganna er ósanngjörn og líklega í reynd öllum óhagkvæm. Það kerfi að þurfa að borga sig inn á sínar eigin tryggingar með háum upphafsgjöldum en eftir það er útsala eða gjafverð hjálpar eng- um. Þessi þröskuldur, sem upp- haflega var settur til að fæla fólk frá sérfræðiþjónustu, er hár fyrir marga. Öfugt við kjörorðið „styðj- um sjúkra til sjálfsbjargar“ gildir hjá ríkinu „hvetjum flóttann til tryggingaframfærslu“. 4. Þjónustusvelti Margra ára niðurskurður á geð- deildum sjúkrahúsa krefst stórauk- innar þjónustu utan spítala. En samtímis er niðurskurður á fjár- lagastýrðum sjúkratryggingum sem jafna má við þjófnað yfirvalda. Geðlæknar er starfa utan ríkisstofn- ana fá þrönga kvóta og skertar greiðslur frá Tryggingastofnun og engar greiðslur fyrir hópmeðferð né endurhæfingu sem byggist síður á lyfjameðferð. Þetta allt þrengir kosti sjúkra. Fólk í lífsvanda þarf fleira en fjölnotalyfseðla. Það þarf sérhæfða, vandaða læknismeðferð og nothæfar sjúkratryggingar. Samantekt Orsakir fjölgunar öryrkja eru margar og auðskildar. Auk þjóð- félagslegra og atvinnutengdra þátta eru öflugir örorkuhvatar innbyggðir í hið ríkisrekna tryggingakerfi sem jafnframt hindra að fólk komist úr örorkugildrum. Röng stýring sjúkratrygginga skerðir möguleika á sérhæfðri læknisaðstoð snemma í sjúkdómsferli. Íslendingar eru hættulega illa sjúkratryggðir uns þeir verða öryrkjar. Ríkiseinokun trygginganna er úrelt. Hvers vegna fjölgar öryrkjum? Ingólfur S. Sveinsson fjallar um styrk til öryrkja Ingólfur S. Sveinsson ’Öfugt við kjör-orðið „styðjum sjúkra til sjálfs- bjargar“ gildir hjá ríkinu „hvetjum flótt- ann til trygg- ingafram- færslu“.‘ Höfundur er geðlæknir, ingolfursv@islandia.is. HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra, hvetja sveitarstjórnir til að leita allra leiða til þess að tryggja að kennarar mæti aftur til starfa í dag og að þær komi betur til móts við þær kröfur sem kennarar lögðu fram á sáttafundi í fyrrakvöld, en raun varð á, að því er fram kemur í ályktun sem send var út í gær. „Miðað við stöðuna þá þurfa sveitarfélög að stíga fram og samþykkja þessar tillögur þannig að kennsla geti hafist og hægt verði að halda úti eðlilegu skóla- starfi,“ segir í ályktuninni. Upplýsingar verði settar á heimasíður skólanna Þá eru skólastjórnendur hvattir til að setja upplýsingar á vef- svæði skólanna um fyrirkomulag kennslu og foreldrar beðnir um að fylgja börnum sínum í skólana í dag. Samtökin harma að kennarar hafi ekki mætt í stórum stíl til vinnu í gær, að því er fram kemur á vefsíðu samtakanna. Þau skilji þá erfiðu stöðu sem kennarar eru í en landslög beri ætíð að virða. Landslög ber að virða UMBOÐSMAÐUR barna beinir þeim tilmælum til Félags grunn- skólakennara að „þeir sýni börnum þessa lands virðingu og mæti þegar í stað til vinnu sinnar í grunnskólum eins og lög bjóði,“ að því er fram kemur í tilmælum umboðsmanns til grunnskólakennara. „Börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til mennt- unar og fræðslu. Virðingarleysi fyr- ir þessum réttindum barna er eng- um til sóma,“ segir í tilmælum umboðsmanns. Umboðsmaður barna Virðingarleysi sem er engum til sóma on skóla- einungis mæta til gar hann um: af því að n í kenn- að Katla en maður jái okkur ið svona hann. ðuðu menda ar boðið . bekk í ningsfull- du bekk- af fyrir á meðan æsluna, að r heima,“ ið hvern- kennarar áðstafanir að bjarga þau eru í irði muni ástandið ur við en sé ekki nægjanlega mannaður sem stend- ur til þess að halda úti gæslu fyrir börnin. Í nógu var að snúast hjá starfs- fólki í Lækjarskóla í gærmorgun og bætti ekki úr skák þegar við- vörunarbjöllur fóru í gang í skól- anum fyrir hádegi, en þar var engin hætta á ferðum, að sögn skólastjóra. FORELDRAR barna í Stóru- Vogaskóla á Vatnsleysuströnd eru tilbúnir að hafa ofan af fyrir nem- endum skólans í dag mæti kenn- arar ekki til vinnu. Enginn kenn- ari mætti til vinnu í gær. Hópur foreldra gekk í gær- morgun á fund skólastjórans og bauð fram krafta sína til að ekki þyrfti að senda börnin heim í dag. Að sögn Ólafs E. Ólasonar for- eldris tók skólastjórinn vel í tilboð foreldra. Undirskriftalistar voru látnir liggja frammi víða í Vogum í gær og skráðu á þriðja tug for- eldra sig á listann og lýstu því þar með yfir að þeir væru tilbúnir að mæta í skólann og hafa ofan af fyrir börnunum mæti kennarar ekki til vinnu, annan daginn í röð. Ólafur sagðist þó hafa heimildir fyrir því að kennarar ætluðu flest- ir að mæta. „En við sjáum bara hvað setur. Við erum alla vegna í startholunum að sjá um börnin svo það þurfi ekki að senda þau heim,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Foreldrar ætla að sjá um börn- in í skólanum búið sé að ir nóvem- ekki vinn- tarfélagið á munum fa náð sér ðarlæknis heilsufar þess að ná r sem líkir ðardóttur, eltjarnar- mættir af 1 umsjón- la. t sig veika rna sinna. hlutverk dir í gær- æði, enda síðdegis í r hygðust t skólayf- í gær frá u nu a ð/Kristinn a Mar- i í flestum grunnskólum landsins í gær Kristín Nielsen, foreldritveggja grunnskólabarnaí Reykjavík, segist hafa fengið sig fullsadda af kjaradeilu kennara og hún hafi tekið þá ákvörðun að senda ekki börn sín í skólann fyrr en hún fái staðfest- ingu á því að þau fái kennslu sem þau eigi rétt á. Börn Kristínar eru í 8. bekk í Breiðholtskóla og 6. bekk í Hamraskóla auk þess sem sam- býlismaður hennar á tvö börn. Börnin loka sig inni „Staðan er afskaplega slæm. Þau eru send í skólana í viku og koma aftur heim eftir þessa viku. Þau eru leið, svekkt og pirruð og vita ekki hvað þau eiga að gera,“ segir Kristín. Börnin loki sig inni yfir sjónvarpi og tölvum. Hún kveðst ósátt við framkomu kenn- ara sem sé lítilsvirðing við börn- in. Dóttirin nýbyrjuð í nýjum skóla þegar verkfall hófst „Þetta er algerlega óásættan- legt og ég tók þá ákvörðun í [í fyrrakvöld] að senda ekki börnin í skólann [í gærmorgun]. Ég skil vel að kennarar vilji fá sín laun og ég veit að þessi stétt er ekki vel launuð en mér finnst ekki hægt að þeyta þessum krakkagreyjum fram og aftur með misvísandi skilaboð. [...] Ég mun ekki senda þau í skólann fyrr en ég fæ staðfestingu á því að þau fái kennslu eins og þeim ber,“ segir Kristín. Að hennar sögn er yngra barn hennar nýbyrjað í Hamraskóla og verkfallið hafi bitnað hart á því. „Hún er milli tveggja póla, gömlu vinirnir eru í gamla hverfinu og hún er ekki búinn að festa sig í sessi þegar verkfall skellur á. Fé- lagslega er hún afskaplega ein- mana, hún hefur engan til að vera með. Hún þarf að taka strætó í gamla hverfið og þar eru aftur farnir að myndast vinahópar og hún er dottin út. Mér finnst þetta bara óásættanlegt,“ segir Kristín sem kveðst ekki hafa mótmælt verkfalli kennara á Austurvelli en hún hafi núna fengið sig fullsadda af kjaradeilunni. „Þetta er algerlega óásættanlegt“ Móðir tveggja grunnskólabarna hyggst ekki senda börnin í skólann fyrr en framtíð skólastarfs skýrist Sigurður Þór Ágústsson, kenn-ari við Mýrahúsaskóla á Sel-tjarnarnesi, er í hópi kenn- ara sem mætti ekki til vinnu í gærmorgun. „Ég talaði við minn skólastjóra [í fyrrakvöld] og gerði honum grein fyrir því að ég treysti mér ekki í kennslu og hann sýndi því skiln- ing.“ Að sögn Sigurðar var það erf- ið ákvörðun að mæta ekki til vinnu. „Maður er sár og reiður og ekki í jafnvægi til að taka á móti stórum hópi af börnum og kenna þeim á þeim forsendum sem þau eiga skil- ið. Ég treysti mér bara ekki í það og ég varð að gera það upp við sjálfan mig hvort að ég ætti að bjóða þeim upp á eitthvað sem væri þá ekki kennsla hvort eð var,“ segir hann „Mér fannst þá heiðarlegra að koma fram við krakkana og for- eldra þeirra þannig, að ég treysti mér ekki til að sinna starfi mínu í dag.“ Að sögn Sigurðar spilar inn í ákvörðun hans sú ákvörðun rík- isstjórnarinnar að setja lög á verk- fall kennara. Hún hafi verið algert reiðarslag fyrir kennara og sú spurning bærist innra með sér hvort hann eigi að halda áfram starfi sem kennari. Sigurður segir að það sé tilfinning sín að búast ekki við miklu í viðræðum sveitar- félaga og kennara í vikunni. Deilan sé í alvarlegum hnút og þrátt fyrir að kennaraforystan hafi staðið sig með eindæmum vel og komið með ný útspil til að liðka fyrir samn- ingum, virðist sem Launanefnd sveitarfélaganna sitji „meðvitund- arlaus hinum megin borðsins“. Metur líðan sína dag frá degi Að sögn hans höfðu einhverjir kennarar „hringt sig saman“ til að kanna hvernig öðrum kennurum liði og líðan margra þeirra sé „erf- ið“ nú um stundir. „Ég tek bara of- an fyrr þeim kennurum sem treystu sér í kennslu [í gærmorgun]. Að mæta kannski kennurum á kenn- arastofunni, maður getur ímyndað sér hitann sem hefði myndast þar og þær umræður sem hefðu farið í gang, og fara svo að kenna ungum börnum – mér fannst það ekki boð- legt.“ Sigurður kvaðst ætla að taka ákvörðun um það í gærkvöld eða í morgun hvort hann hygðist mæta til vinnu í dag. „Ég tek ákvörðun um það einn dag í einu hvernig mín líðan er og hvort maður sé tilbúinn að standa frammi fyrir þeim einstaklingum sem maður á að kenna og gera það með sóma,“ segir Sigurður. Hann segist ekki geta tjáð sig um þær fullyrðingar að með því að mæta ekki til vinnu séu kennarar að brjóta lög. Hann geti einungis talað fyrir sjálfan sig og hann hafi ekki treyst sér að kenna og tjáð skólastjóra það. Ef hann geri at- hugasemd við það muni hann mæta því. „Sár og reiður og ekki í jafnvægi“ Segir það erfiða ákvörðun að mæta ekki til vinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.