Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEIMSMEISTARAMÓTI barna – og unglinga lauk fyrir skömmu á grísku eyjunni Krít. Alls tóku 6 ís- lensk ungmenni þátt og náðu þrjú þeirra helmingsvinningshlutfalli. Það voru Guðmundur Kjartansson sem tefldi í flokki sveina 16 ára og yngri, Hjörvar Steinn Grétarsson og Svanberg Már Pálsson sem tefldu í flokki drengja 12 ára og yngri. Allir fengu þeir 5½ vinning af 11 mögulegum en Guðmundur lenti í 58. sæti af 115 keppendum, Hjörvar í 63. sæti og Svanberg í 68. sæti af 122 keppendum. Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 5 vinninga í flokki stúlkna 12 ára og yngri og lenti í 55. sæti af 84 keppendum. Helgi Brynjarsson fékk 4 vinninga í flokki drengja 14 ára og yngri og lenti í 114. sæti en Sverrir Þorgeirsson lenti einu sæti neðar með 3½ vinning. Alls tóku 122 keppendur þátt í þessum flokki. Bestum árangri Norður- landabúa náði Daninn Jacob Vang Glud í flokki sveina 16 ára og yngri, en hann lenti í 16. sæti með 7 vinninga. Kezli Ong frá Svíþjóð lenti í 17. sæti í flokki 18 ára og yngri með 6½ vinning. Pólverjar unnu óvænt til flestra verðlauna en alls fengu þeir 5 verðlaun og þar af þrenn gullverðlaun. Rússar unnu einnig til 5 verðlauna en ein- göngu ein gullverðlaun. Bæði Kína og Georgía unnu til tveggja gull- verðlauna. Það er áhugavert að nánast í öllum flokkum drengja nema í tveim yngstu þarf styrk- leika sem samsvarar tign alþjóð- legs meistara til að eiga möguleika á að vinna sigur. Breiddin er mjög mikil og hafa margir skákmenn 14 ára og yngri yfir 2.400 skákstig. Sigurvegari þess flokks varð rúss- neski alþjóðlegi meistarinn Ildar Khairullin en hann fékk 8½ vinn- ing ásamt tveim öðrum en vann mótið á stigum. Við skulum skoða handbragð hans. Hvítt: Ildar Khairullin (2.514) Svart: Vincent Rothuis (2.217) 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rf6 6. d4 Be7 7. h3 0-0 8. Bd3 He8 9. 0-0 Rbd7 10. Re2 Bf8 11. c4 g6 12. Bg5 c6 13. Dd2 Ýmsar nýstárlegar leiðir hafa verið farn- ar upp á síðkastið til að komast hjá jafn- teflislegum stöðum sem upp koma í rúss- neskri vörn. Svartur hefur ekki svarað óvenjulegum fimmta leik hvíts af nægilegri nákvæmni og stendur hann ívið lakar í stöð- unni þar sem hvítur hefur mun meira svæði yfir að ráða. Sjá stöðumynd 1 13. ... b6 14. Rg3 Be7 15. Hfe1 d5 16. Df4 Ba6 17. b3 dxc4 18. bxc4 b5 19. c5 Rd5 20. Dh4 f6 21. Bd2 f5 22. Bg5 Bb7 Hvítum hefur tekist að veikja svörtu kóngsstöðuna umtalsvert með því að lokka f-peð hans fram. Næstu leikir hafa krafist mikilla útreikninga enda sjaldgæft að hægt sé að byggja jafn öflugu sókn eins og framhaldið ber með sér á svo fáum mönnum. Sjá stöðumynd 2 23. Bxf5! gxf5 24. Hxe7! Rxe7 Ekki gekk upp að leika 24. ... Hxe7 vegna 25. Rxf5 R7f6 26. Bxf6 Rxf6 27. Dg5+ Kf7 28. Dg7+ og hvítur vinnur. 25. Dh6! Hf8 25. ... f4 hefði verið slæmt vegna 26. De6+ Kh8 27. Bf6+ Rxf6 28. Dxf6+ Kg8 29. Rg5! og hvítur vinnur. Eftir textaleikinn vinnur hvítur drottninguna en í staðinn fær svartur þrjá létta menn. Hins- vegar vegna peðafjöldans og lé- legrar samvinnu svörtu mannanna vinnur hvítur örugg- lega. 26. De6+ Hf7 27. Rxf5 Rxf5 28. Bxd8 Hxd8 29. Rg5 Hdf8 30. Rxf7 Hxf7 31. He1 Rf8 32. De8 Rg7 33. Db8 a5 34. Hc1 Rf5? Þetta gefur hvítum færi á að ljúka skák- inni snoturlega. Sjá stöðumynd 3 35. d5! og svartur gafst upp enda erfitt að kljást við frelsingja þann sem hvítur er að eignast. Kramnik hættir við þátttöku á rússneska meistaramótinu Rússneska meistaramótið hófst íMoskvu 14. nóvember og lýkur 1. desember nk. Mjög margir sterkir skákmenn taka þátt og hefur mót- ið ekki verið öflugra síðan 1988. Stigahæsti skákmaður heims, Garry Kasparov, er á meðal þátt- takenda en Vladimir Kramnik hætti við þátttöku á síðustu stundu vegna sjúkdóms sem hann fékk á meðan heimsmeistaraeinvígi hans við Peter Leko stóð yfir. Anatoly Karpov átti einnig að vera með en óvíst er hvort verður af þátttöku hans. Hann tefldi fyrir skömmu einvígi við Darmen Sadvakasov í Kasakstan og tapaði 2½ gegn 1½. Óvissan um þátttöku hans stafar sennilega af ákvörðun Kramniks. Stórstirni eins Alexander Mor- ozevich, Peter Svidler og Evgeny Bareev taka þátt og má búast við spennandi keppni enda ljóst að Kasparov hefur ekki verið í sínu besta formi undanfarin misseri. Hinsvegar hefur Indverjinn Viswanathan Anand, næststiga- hæsti skákmaður heims, verið í feiknaformi síðustu mánuði og vann hann fyrir skömmu öflugt at- skákmót sem fram fór í Korsíku. 16 stórmeistarar tóku þátt og var keppnin með útsláttarfyrirkomu- lagi. Anand vann allar skákir sínar fyrir utan þá fyrstu sem endaði með jafntefli. Andstæðingur hans í úrslitum var Rússinn Sergey Rublevsky en hann átti ekkert svar við vandaðri taflmennsku Vishy. Skákmót á Íslandi Íslandsmót skákfélaga mesta skákhátíð hvers árs hefst föstu- daginn 19. nóvember nk. í húsa- kynnum Menntaskólans við Hamrahlíð. Búast má við afar spennandi keppni enda hafa meist- arar síðustu ára, Skákfélagið Hrókurinn, dregið sig út úr keppn- inni. Taflfélag Vestmannaeyja ætl- ar sér stóra hluti og mega Reykja- víkurrisarnir vara sig. Haraldur Baldursson sigraði á skákmóti fyrir skákmenn með minna en 2.000 skákstig sem Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir og lauk sunnudaginn 14. nóvember sl. Annar varð Sigurjón Har- aldsson en alls tóku 29 skákmenn þátt. Stefán Bergsson varð skák- meistari Skákfélags Akureyrar eftir að hafa borið sigurorð af Þór Valtýssyni í tveggja skáka einvígi um titilinn 1½ gegn ½. Þrír með 50% á HM ungmenna SKÁK Krít Heimsmeistaramót barna og ungmenna 4.–13. nóvember 2004 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Stöðumynd 1 Stöðumynd 3Stöðumynd 2 Svanberg Már Pálsson ATVINNU- AUGLÝSINGAR Söluráðgjafi fasteigna óskast! Fasteignasalan Hóll óskar eftir að ráða reyndan og traustan söluráðgjafa á söluskrifstofu okkar í Grafarvoginum. Frábært tækifæri til þess að skapa sér atvinnu og hasla sér völl á spennandi vettvangi. Miklir tekjumöguleikar fyrir kraft- mikið fólk. Tveir samhentir aðilar koma einnig til greina. Reynsla er skilyrði. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „H — 16332.“ Sölu- og lagerstarf Óska eftir jákvæðum, heiðarlegum og harð- duglegum starfsmanni í sölu- og lagerstörf í Vöruhús 1928 í Auðbrekku 1, Kópavogi. Vinsamlega fyllið út umsókn á staðnum milli kl. 13.00-18.00 dagana 17.-20. nóvember. Auðbrekku 1 - Kópavogi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Fundir/Mannfagnaður Hluthafafundur í Síldarvinnslunni hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember 2004 á 3. hæð í Húsi Verzlunarinnar í Reykjavík, kl. 14.00. Dagskrá aðalfundar: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félags- ins. Gert er ráð fyrir að stjórnarmönnum verði fækkað úr fimm í þrjá. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. Astma- og ofnæmisskólinn Almannatryggingar vegna barna með astma, ofnæmi og exem Astma- og ofnæmisskólinn heldur rabbfund á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins þriðju- daginn 16. nóvember nk. kl. 20.00 í Síðu- múla 6, í húsakynnum SÍBS. Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir, sérfræð- ingur í nýburalækningum og aðstoðaryfirtrygg- ingalæknir, fjallar um Almannatryggingar vegna barna með astma, ofnæmi og exem og svarar fyrirspurnum. Fundurinn er opinn öllum þeim, sem áhuga hafa á almannatryggingum í tengslum við þessa sjúkdóma. Sjá nánari upplýsingar á www.ao.is . Þökkum AstraZeneca fyrir stuðninginn Stjórnin. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb. 4  15311168 -  Hamar 6004111619 III Hfj.  EDDA 6004111619 I H&V I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18511168  Kallanir Félagi í vísinda- félagi HA Í frétt um slæðubann í Frakklandi sem birtist í Morgunblaðinu í gær segir að Ingvill T. Plesner sé félagi í vísindafélagi við félagsvísinda- og lagadeild Háskóla Íslands. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að Plesner er félagi í vísindafélagi við félagsvís- inda- og lagadeild Háskólans á Ak- ureyri. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Sjö stofnendur Stöðvar 2 Í fréttaskýringu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í fyrradag, Níu líf Norðurljósa, gætti ákveðinnar óná- kvæmni í upphafi greinarinnar. Þar var sagt að stofnendur Stöðvar 2 (Ís- lenska sjónvarpsfélagsins) árið 1986 hefðu verið fjórir. Hið rétta er að stofnendurnir voru sjö. Jafnframt var rangt farið með föðurnafn eins stofnandans, Eyjólfs K. Sigurjóns- sonar. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á jóla- korti ársins 2004. Mörg undanfarin ár hefur Ís- landsdeild Amnesty Internatio- nal gefið út listaverka- kort og hef- ur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunar- leið deildar- innar. Í ár gefur Íslandsdeildin út kort með myndinni lífsins harmonikka eftir Jóhannes S. Kjarval. Kortin eru seld á skrifstofu deild- arinnar í Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík. Þar er einnig tekið á móti pöntunum í síma og á netfangi: amnesty@amnesty.is. Jólakort Ís- landsdeild- ar Amnesty ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.