Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hvað hefur þú svikið borgarbúa mikið með þessu R-lista samráði, Steinunn mín? Ummæli KristinsBjörnssonar í við-tali í Morgun- blaðinu á dögunum og upplýsingar sem Kristján Loftsson, stjórnarformað- ur Olíufélagsins, veitti í lögregluyfirheyrslu í nóv- ember í fyrra vegna meints verðsamráðs olíu- félganna virðast benda til þess að Olíufélagið og Samkeppnisstofnun hafi gert með sér samkomulag sem fólst í því að ekki yrðu gerðar breytingar á starf- semi Olíudreifingar og að Samkeppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði með málið til lögregluyfir- valda. Sé það rétt kann það að varpa ljósi á samskipti Samkeppnisstofnunar og lög- regluyfirvalda sumarið 2003 en þá var mjög um það deilt með hvaða hætti vísa ætti málinu til opin- berrar meðferðar hjá lögreglu. Áréttað skal að Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir upplýsingarnar sem Krist- ján veitti í lögregluyfirheyrslunni ekki vera réttar. Hann fullyrðir að ekki hafi verið gert samkomulag við Olíufélagið um að ekki yrðu gerðar breytingar á starfsemi Ol- íudreifingar hf. sem er sameigin- legt innflutnings- og dreifingar- félag Olíufélagsins (Esso) og Olís. Þá hafi stofnunin heldur ekki gef- ið neinum loforð um að þeir myndu ekki sæta lögreglurann- sókn. Þetta stangast algerlega á við þær upplýsingar sem Kristján gaf í umræddri yfirheyrslu hjá lög- reglu 7. nóvember í fyrra. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur fram að Kristjáni var kynnt að hann hefði réttarstöðu vitnis og brýnt var fyrir honum að segja satt og rétt frá. Í yfirheyrslunni er Kristján spurður hvort gerðir hafi verið einhverjir samningar/samkomu- lag varðandi framhaldsrannsókn milli stjórnar Olíufélagsins og Samkeppnisstofnunar. Kristján segir að hann og Kristinn Hall- grímsson, lögmaður félagsins, og Ólafur Ólafsson stjórnarmaður hafi farið á fund Samkeppnis- stofnunar í mars 2002 og rætt málin varðandi samvinnu. Ákveð- ið hafi verið að hefja samstarf með Samkeppnisstofnun. Í því sam- komulagi hafi m.a. falist afsláttur á sektum Samkeppnisstofnunar, ef til kæmi, að það yrði ekki ráðsk- ast með rekstur Olíudreifingar sem sé sameignarfélag Olíufélags- ins og Olíuverslunar Íslands og eins að Samkeppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði til lög- reglu með málið. Skýrsluna las Kristján síðan yf- ir og staðfesti að hún væri rétt með undirskrift sinni. Forstjóri Samkeppnisstofnun- ar segir upplýsingar sem Kristján veitti í yfirheyrslunni hjá lögreglu ekki vera réttar: „Það er rangt hjá stjórnarformanni Olíufélagsins að samkeppnisyfirvöld hafi gert samkomulag við Olíufélagið varð- andi starfsemi Olíudreifingar. Það er einnig rangt hjá honum að sam- keppnisyfirvöld hafi brotið ein- hver fyrirheit varðandi aðkomu lögreglu. Samkeppnisstofnun hef- ur ekkert um það að segja hvort lögregla ákveður að hefja rann- sókn vegna ólögmæts samráðs. Það leiðir því af sjálfu sér að Sam- keppnisstofnun getur ekki gefið neinum loforð um að þeir sæti ekki lögreglurannsókn og stofn- unin hefur aldrei gert slíkt,“ segir Georg Ólafsson. Kristinn Björnsson, fyrrver- andi forstjóri Skeljungs, segir í umræddu viðtali í Morgunblaðinu að það hafi vakið athygli hans og margra annarra að í úrskurðar- orðum með skýrslu samkeppnis- ráðs leggi stofnunin blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Ol- íudreifingar (ODR). Skýring Kristins á þessu virðist ríma við þær upplýsingar sem Kristján veitti hjá lögreglu: „Ég geri ráð fyrir því,“ segir Kristinn, „að ástæða þess sé sú að á sínum tíma þegar Olíufélagið fór og lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppn- isstofnun við rannsókn þessa máls, sem hófst með húsleitinni hjá félögunum 2001, þá var sú að- stoð boðin að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ég held að á meðal skilyrðanna hafi verið að ODR fengi að starfa áfram. Ég held einnig, að með stofnun ODR hafi skapast, með blessun Sam- keppnisstofnunar, kjöraðstæður fyrir þessi tvö félög, Esso og Olís, til víðtækrar samvinnu,“ segir Kristinn. Þegar samskipti Samkeppnis- stofnunar og lögregluyfirvalda voru sem mest til umfjöllunar sumarið 2003 kom fram að Sam- keppnisstofnun taldi þá ekki vera þörf á opinberri rannsókn á hend- ur olíufélögunum sjálfum og sagði það ekki vera sitt hlutverk að rannsaka meint brot einstaklinga á samkeppnislögum. Fór svo að lokum að efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra ákvað að ósk rík- issaksóknara að hefja sjálfstæða athugun á málefnum olíufélag- anna. Ríkissaksóknari taldi ekki stætt á öðru þar sem ekki hefðu fengist svör frá Samkeppnisstofn- un sem byggja mætti slíka ákvörðun á; hann taldi raunar að Samkeppnisstofnun hefði skorast undan því að meta hvort ástæða væri til opinberrar málshöfðunar. Fréttaskýring | Samstarf við Samkeppnisstofnun Deilt um samkomulag Georg Ólafsson segir vitnisburð stjórnarformanns hjá lögreglu rangan Starfsmenn Samkeppnisstofnunar bera gögn frá olíufélögunum inn í húsakynni sín. Fullyrðingar um sam- komulag stangast á  Stjórnarformaður Olíufélags- ins segir samkomulag hafa verið um að félagið ynni með Sam- keppnisstofnun og að ekki yrðu gerðar breytingar á starfsemi Olíudreifingar og stofnunin færi ekki með málið að eigin frum- kvæði til lögreglu. Samkeppn- isstofnun segir á hinn bóginn að slík loforð hafi ekki verið gefin. arnorg@mbl.is SEXTÁN manns frá Fuji- sjónvarpsstöðinni í Japan voru hér á landi í síðustu viku til að taka upp þátt í þáttaröðinni „100 fal- legustu staðir heims“ og er gert ráð fyrir því að að þátturinn um Ísland verði sýndur í janúar. Sigmar B. Hauksson, mat- reiðslumaður og framkvæmda- stjóri heilsuborgarinnar Reykja- vík, segir að þættirnir hafi slegið í gegn í Japan og búast megi við að um 21 milljón manns muni fylgjast með umfjölluninni um Ísland. Kastljósi þáttanna er beint að stöðum sem tiltölulega fáir ferða- menn heimsækja. Þáttastjórn- endur eru tveir og sá sem hingað kom er leikkonan Tome Shinoh- ara, sem Sigmar segir að sé „heimsfræg í Japan“ en hún er frægust fyrir að leika Línu Lang- sokk. Til marks um gríðarlegar vinsældir hennar segir hann frá því að þegar hópur japanskra ferðamanna hafi séð til hennar við Geysi hafi þeir orðið verulega uppnumdir og ákaflega falast eft- ir eiginhandarritunum hennar og að fá að sitja fyrir með henni á mynd. Það sem helst heillaði Jap- anina, að sögn Sigmars, var jarð- hitinn og hin frosna kalda nátt- úra landsins. Meðal annars hafi þau heimsótt Bláa lónið og sund- laugarnar í Reykjavík og fundist mikið til koma. Norðurljósin hafi þó staðið upp úr og þegar ljósin hafi birst og dansað á himninum fyrir ofan Gjábakka í Þingvalla- sveit hafi Japanirnir bókstaflega tryllst. „Norðurljósin virðast hafa ein- staka þýðingu fyrir Japani. Þau kölluðu upp, fóru á hnén og lögð- ust á jörðina. Svo hlógu þau al- veg rosalega. Þetta var eins og trúarleg upplifun,“ sagði hann. Sigmar segir afar mikilvægt að fá umfjöllun um Ísland í þætt- inum og það verði vonandi til þess að fleiri japanskir ferða- menn komi hingað. Þeir séu vel menntaðir, efnaðir og tilbúnir til að kaupa margvíslega þjónustu og séu aukinheldur tilbúnir til að heimsækja Ísland að vetri til. Japanskir sjónvarpsmenn hrifnir af norðurljósunum „Eins og trúarleg upplifun“ Morgunblaðið/Jim Smart Japanska leikkonan Tome Shinoh- ara hefur m.a. leikið Línu langsokk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.