Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 17

Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 17 ERLENT Viðskipti og hagfræði sem tengjast hugverkum ogþekkingar- verðmætumá alþjóðavísu TheBusinessand developmentof Intellectual Property and Intellectual Capital inGlobal and National Economy -OveGranstrand prófessor viðChalmers háskólann íGautaborg Fundurinnverðurhaldinn fimmtudaginn 18. nóvember frá kl. 12:00 til 13:00 íHáskólanum í Reykjavík v/Ofanleiti í stofu101 Fundarstjóri: Þorlákur Karlsson, Háskólanum í Reykjavík Opinn fundur í Háskólanum íReykjavík fimmtudaginn18. nóvember: Ove Granstrand er prófessor í iðnaðarverkfræði og hagfræði (Industrial Management and Economics) við Chalmers háskólann í Gautaborg. Hann er jafnframt gestaprófessor við Stanford University, MIT og SPRU akademíuna í Moskvu. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir hans einkum beinst að hagfræði-, tækni- og nýsköpunar- stjórnun. Hann hefur sérstaklega fengist við rannsóknir á þætti hugverka (Intellectual Property) og hugverkaauðs (Intellectual Capital) í þróun og skipulagi evrópskra-, japanskra- og bandarískra fyrirtækja og efnahag þessara landa í heild. Ove kemur hingað til lands í boði A&P Árnason - Intellectual Property Group í tilefni af aðild Íslands að Evrópsku einkaleyfastofnuninni EPO. eftir Alessandro Baricco Frumsýning fimmtudagskvöld í forsal Smíðaverkstæðisins Heillandi einleikur Nítjánhundruð SLÆMT ástand hefur verið í vesturhluta Noregs vegna óveðurs og mikilla rigninga síðustu daga. Aur- og snjóskriður hafa fallið og vegir eru víða lokaðir. Að sögn Aftenposten er 54 ára gamals manns saknað eftir að aur- skriða tók bíl hans við Lånefjord við Sognsæ á sunnudag. Leit að bílnum í skriðunni hafði ekki borið árangur í gær en aurskriðan rann út í sjó. Fundist hafa á slysstaðnum hlutir sem tengjast mann- inum Ætlunin var að nota kafara og dvergkafbát til að leita í sjónum en á landi eru alls um 20 leitarmenn með hunda við störf. Um þúsund metra há fjallshlíð er ofan við umræddan veg, þjóðveg 55, sem liggur á milli Bale- stand og Høyanger. Dýpi í Lånefjord er allt að 50 metrar. Aurskriðan er 20 metra breið og tveir til þrír metrar á þykkt. Vegir eru lokaðir á yfir 30 stöðum á þessu svæði og 250 íbúar í þorpinu Geiranger eru nú einangraðir. Aurskriður í V-Noregi DÓMSMÁLARÁÐHERRA Spán- ar hafnaði í gær tilboði herskárra Baska í Batasuna-flokknum um að hafnar yrðu viðræður um frið- samlega lausn deilumála bask- neskra þjóðernissinna og mið- stjórnarinnar í Madríd. Batasuna hefur löngum verið tal- inn stjórnmálaarmur ETA- hryðjuverkahreyfingarinnar. ETA hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska frá því á sjöunda áratug lið- innar aldar og hafa hryðjuverka- menn á hennar vegum myrt meira en 800 manns á því tímabili. Batas- una er nú bannaður. Ný friðaráætlun flokksins var kynnt á útifundi í San Sebastian þar sem um 15.000 manns voru saman komnir til að lýsa yfir stuðn- ingi við sjálfstæði Baskalands. Arn- aldo Otegi, fyrrum leiðtogi Batas- una, gerði grein fyrir tillögunni. Annars vegar lögðu Batasuna- menn til að allir stjórnmálaflokkar í Baskalandi tækju þátt í frið- arviðræðum en fram til þessa hafa róttækir þjóðernissinnar þar viljað útiloka stjórnmálaöfl sem andvíg eru sjálfstæði Baskalands. Hins vegar lögðu leiðtogar Batas- una til að þeir semdu við spænsku ríkisstjórnina en fram að þessu hafa þeir jafnan haldið því fram að ETA- hreyfingin þyrfti að taka þátt í slíkum viðræðum ef af þeim yrði. Juan Fernando Lopez Aguilar, dómsmálaráðherra stjórnar sósíalista á Spáni, hafnaði tillögu Batasuna og benti á að samtökin hefðu ekki for- dæmt að ofbeldi væri beitt í þeim til- gangi að ná fram pólitískum mark- miðum. „Við eigum ekkert vantalað við ETA eða stuðningsmenn þeirra,“ sagði ráðherrann í útvarpsviðtali í gær. Hafna tillögu um viðræður Madríd. AP. Arnaldo Otegi, fyrrv. leiðtogi Batas- una, hins pólitíska arms hryðjuverka- samtakanna ETA, flytur ræðu á fundi flokksins á sunnudag í San Sebastian. Reuters STARFSMENN breska ríkisút- varpsins, BBC, hafa fundið nýjar sannanir fyrir fjöldamorðum og nauðgunum í Darfur-héraði í Súdan. Hópur fólks sem vinnur að gerð Panorama-sjónvarpsþáttarins heim- sótti þorp í héraðinu og ræddi við íbúana. Vitnisburður þeirra hefur aukið enn ótta um að verið sé að fremja þjóðarmorð í Darfur. Í afskekktu þorpi sem nefnist Kid- inyir sögðu íbúarnir að 80 börn hið minnsta hefðu verið myrt. Fjöldi fullorðinna hefði einnig verið tekinn af lífi af Janjaweed-sveitunum sem njóta stuðnings stjórnvalda. Konur kváðust hafa sætt hópnauðgunum. Í útjaðri bæjarins fundu starfs- menn BBC fjöldagrafir. Árásirnar á Kidinyir virtust hafa farið fram með sama hætti og aðrar aðgerðir gegn þeldökkum íbúum Darfur. Flugvélar stjórnarhersins gera loftárásir á þorpin og síðan ráð- ast Janjaweed-sveitirnar til atlögu. Nú er talið að um 400 þorp sem byggð eru fólki sem ekki er af arab- ískum uppruna hafi verið brennd eða á þau ráðist með öðrum hætti. Þykir það til marks um að stjórnvöld og Janjaweed-liðsaflinn hafi sameinast um skipuleg fjöldamorð. Fólkið sem BBC ræddi við skýrði frá hroðalegum grimmdarverkum, barnamorðum og nauðgunum. Stjórnvöld í Súdan halda því fram að árásirnar megi rekja til upplausn- ar í Darfur og segjast ekki aðstoða Janjaweed-sveitirnar. Eftirlitsmenn frá Afríkusamband- inu fullyrða hins vegar að stjórnvöld fái Janjaweed vopn og stjórni jafnvel aðgerðunum. BBC hefur komist að því að Janjaweed-menn beri margir hverjir skilríki frá stjórnarhernum í Súdan. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir því að verið sé að fremja þjóðarmorð í Darfur. Fjöldamorð enn framin í Darfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.