Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 25 MENNING MAÐUR á miðjum aldri horfir yfir æviveg sinn og spyr tilvistarlegra spurninga um sekt og sakleysi, lífs- blekkingu og sannleika. Þetta er ekki nýtt þema í verkum Ólafs Jó- hanns Ólafssonar. Mörg verka hans snúast um slíkar spurningar og er skemmst að minnast Hallar minn- inganna. Svipaður tónn er nú sleginn í nýjustu bók hans, Sakleysingj- arnir. Aðalpersónur í sögum Ólafs eru sjaldnast líklegar til að breyta sög- unni. Þær eru heldur ekki jað- arpersónur. Dagur Alfreð Hunt- ingfield er fæddur af íslenskri móður sem lifir ekki af fæðingu hans. En faðir hans er enskur. Eftir bernskuár á Íslandi flytur dreng- urinn til föður síns á Englandi og konu hans og dóttur þar sem hann elst upp. Sagan berst síðan um víðan völl og segja má að sögusviðið sé býsna vítt, England heimsveldisins og blaðamennsku, Indland ný- lendustefnunnar, blekkinganna og dulsæisins, Þýskaland hressing- arhælanna, Bandaríkin utanrík- isþjónustunnar og Ísland blað- mennskunnar og lokauppgjörsins. Eins og fyrri daginn byggir Ólaf- ur sögu sína á sögum persóna sem voru til þó að nöfnum og aðstæðum sé breytt. En höfundur gætir þess að skaða engan í mannlýsingum sín- um. Saga Dags Alfreðs er saga út- lagans sem alls staðar kennir fram- andleik eða erlendis en er þó virkur og gegn samfélagsþegn. Smávægi- legar blekkingar, sektarkennd, rofin sjálfsmynd og þung- lyndi eru birting- armyndir áfalla og rót- leysis æskuáranna. Hann upplifir sig fyrst og fremst í gegnum aðra og fyrir aðra en ekki í gegnum sjálfan sig eða fyrir sjálfan sig. Bók Ólafs er skrifuð í húmanískum og krít- ískum raunsæisanda þar sem reynt er að kafa í sálarlíf aðal- persónunnar og í leið- inni að sýna okkur inn í ýmsa kima samfélags- ins. Þetta er mikil bók að vöxtum sem heldur lesanda föngnum. Frásögnin er ekki eins heilsteypt og í síðustu skáldsögu höfundar, Höll minninganna. Það mótast þó fremur af frásagnarefninu sem er margbrotnara en í þeirri bók en lausum tökum höfundar. Bókin er á vissan hátt þroskasaga sem skríður út fyrir ramma slíkra frásagna og verður breið samfélags- mynd út frá tvíþættu sjónarhorni. Það sjónarhorn túlkar tvenns konar sjónarmið, annað byggir á þjóð- félagsstöðu aðalpersónunnar í Eng- landi Samveldistímans og hitt á stöðu höfundarins sem heimsborg- ara í fjölþjóðlegu umhverfi. Þetta gefur bókinni alþjóðlega skírskotun. Faðir Dags Alfreðs er millistétt- armaður, kaupmaður og blekking- armeistari sem flytur inn vörur frá Indlandi og hverfur þar í stríðslok. Í stórum hluta skáldsögunnar er greint frá leit Dags Alfreðs að föður sínum. Þessi þáttur sögunnar kallast á við engilsaxneska skáldsagnahefð sem á síðari árum hefur verið kennd við Orientalisma. Litið er á þriðja heims ríkið út frá stöðu heimsveld- issinnaðrar, enskrar millistéttar og í augum hennar verður nýlend- an eins konar alter ego – hinn hlutinn á heims- veldinu; frumstæður, framandi, annars veg- ar bernskur og hins vegar fullur með und- irferli. Það er því eðli- legt að slík viðhorf móti sýn Dags Alfreðs. Hann upplifir Indland á þennan hátt í leit sinni að föðurnum. En þessi viðhorf móta einnig sýn hans á Ís- land þegar hann kemur til landsins sem blaðamaður í leit að frétt. Hann finnur þannig kjarna þjóðar sinnar í „shantibænum“, braggahverfinu þar sem hann leitar fanga í blaðagrein. Einnig hún er hans samfélagslega alter ego. Hann þrífst ekki með henni til lengdar þó að hann vinni þar um stund, finni þar ástina og eignist dóttur og því hverfur hann út í hinn fjölþjóðlega heim. Það liggur líka beint við að tengja þessa sýn sjálfsmyndarskynjun höf- undarins sem hefur haldið sig fjarri föðurlandinu í fjölþjóðlegri heims- mennsku og velur þá leið að segja dús við þjóð sína með bókum eins og þessari sem fjalla meira og minna um sjálfvalda útlegð. Sakleysingjarnir eru enn eitt stór- virki Ólafs Jóhanns. Þetta er yf- irgripsmikil skáldsaga sem tekur til umræðu framandleika mannsins í samfélagi er kallar fram útlegð hans og erlendi. En verkið kemur einnig með ný sjónarmið inn í íslenskar bókmenntir. Lífsblekking og framandleiki BÆKUR Skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 554 bls.Vaka- Helgafell. 2004 Sakleysingjarnir Skafti Þ. Halldórsson Ólafur Jóhann Ólafsson HVERS konar þjóðfélag er það þar sem foreldrar, sem vilja bjarga lífi dóttur sinnar úr klóm eiturefnasala, leita á náðir dómskerfis og löggæslu í örvæntingu sinni, en grípa í tómt? Hvers konar þjóðfélag er það, þar sem faðir, sem hefur mátt þola hót- anir um limlestingar og líflát frá sam- viskulausum glæpamönnum, vegna tilrauna föðurins til að vernda líf og limi dóttur sinnar, leitar verndar hjá þeim, sem eiga að halda uppi lögum og rétti, en grípur í tómt? Hvers konar þjóðfélag er það, þar sem óbreyttir borgarar sem hafa orð- ið fyrir limlestingum og líflát- stilraunum glæpamanna, þora ekki að kæra ofbeldið til lögreglu, af því að þeir þykjast vita, af eigin reynslu og annarra, að það sé þýðingarlaust? Að það sé þýðingarlaust að kæra, af því að það vanti vitni; eða að glæpamaðurinn gengur laus, meðan beðið er eftir dómtöku, þótt fórn- arlömb hafi þorað að bera vitni og málið teljist upplýst. Og svo breytist vitnisburðurinn, af því að glæpamað- urinn hefur haft nægan tíma til að kúga fórnarlambið frá því að bera vitni. Hvers konar þjóðfélag er það, þar sem glæpamenn geta óáreittir og óhræddir við löggæslu og dómstóla fengið að stunda iðju sína, á sama tíma og fórnarlömbin njóta engrar réttarverndar og missa aleiguna – og stundum lífið – í þessum ójafna leik? Hvers konar þjóðfélag er þetta? Þetta er Ísland í dag. Nýútkomin bók, Sigur í hörðum heimi, eftir Guðmund Sesar Magn- ússon og Þórunni Hrefnu Sigurjóns- dóttur, segir þessa sögu: Sögu föður, sem lagði allt í sölurnar fyrir dóttur sína. Sagan gerist í Reykjavík og hefst síðla kvölds haustið 2002 – og er kannski ekki lokið enn í dag. Hver er sagan: For- eldrar komast smám saman að því sér til skelfingar, að dóttir þeirra er lent í eit- urlyfjum. Það tekur tíma að átta sig á ein- kennunum og fyrir for- eldrana að bregðast við. En hlutirnir gerast hratt. Barnið er rekið úr skóla, án annarra úr- ræða, enda ekki orðið í húsum hafandi. Sím- hringing undir miðnættið frá vinkonu dótturinnar, beiðni um að sækja barnið út á götu, þar sem það liggur fársjúkt fyrir hunda og manna fótum. Síðan baráttan við kerfið: Að fá barninu borgið af götunni, úr fé- lagsskapnum og undan handarjaðri glæpagengisins, í vistun og meðferð. Það er löng saga, þar sem segir frá góðu fólki (Hannes og Hrefna, fóst- urforeldrar á meðferðarheimili), lög- reglumönnum í hverfinu, sem eru all- ir af vilja gerðir að hjálpa, en er úrræðavant. En þegar á heildina er litið, er kerfið fjarlægt, svifaseint og úrræða- lítið. Það er ekki fyrr en faðirinn grípur til eigin ráða, sem það vottar fyrir viðbrögðum. Hann fer á stjá. Fer um hverfið. Nær tali af öðrum krökkum úr genginu. Leitar upplýs- inga um, hverjir selja og reynir að komast að því, hverjir stýra. Hann gengur hreint til verks, staðráðinn í því að koma lögum yfir þetta lið og bjarga þar með, ekki aðeins sínu eig- in barni, heldur líka öðrum börnum og fjölskyldum, sem lent hafa í klóm glæpahyskisins. Hann kærir til lög- reglu, en viðbrögðin láta á sér standa. Í millitíðinni berast honum hótanir um að hann skuli hafa verra af. Það er ráðist á hann einu sinni, en hann er vel að manni – harðsvíraður togarajaxl – og þeir hafa verra af. And- rúmsloftið er þannig, að hann sefur með hagla- byssu við rúmstokkinn. Sjálfsagt af sömu ástæðum og 90 milljónir Bandaríkjamanna sofa með morðvopn undir rúminu. Þetta er saga um venjulega fjölskyldu, sem lendir í ógæfu. Þetta er saga um for- eldra, sem standa ráð- þrota frammi fyrir þeim sálarháska að barnið þeirra er læst í klóm eit- urlyfjaneyslu. Og þetta er saga um föður, sem sættir sig ekki við uppgjöf, heldur býður ofsækj- endum sínum birginn og reynir til hins ýtrasta að koma lögum yfir þá glæpamenn, sem vildu leggja líf dótt- ur hans og fjölskyldu í rúst. Að þessu leyti er sagan óvenjuleg, því að hún lýsir óvenjulegum kjarki eins manns, sem tekst á við ofurefli. Hversu margar eru ekki þær fjöl- skyldur sem hafa gefist upp þegjandi og hljóðalaust, og enginn veit um? Þegar föðurnum varð lítt ágengt við að knýja fram raunhæf viðbrögð yf- irvalda, leitaði hann til fjórða valds- ins: Sjónvarps og blaða. Þar sagði hann sögu sína, svo að athygli vakti. Það varð til þess, að kerfið rumskaði. Hann fékk áheyrn hjá ráðherrum og embættismönnum: Í dóms- og félags- málaráðuneyti, hjá umboðsmanni barna, hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hjá Barnaverndarstofu, Félagsmálastofnun Reykjavíkur og lögreglu. Það kallar Sesar að skrifast á við kerfið. Sem betur fer fyrir lesand- ann, er þær bréfaskriftir að finna í eftirmála og trufla því ekki meginmál frásagnarinnar. Sannleikurinn er sá, að það er mestan part leið lesning. Samt er þessi saga engan veginn sögð til að koma höggi á dauflynda og viðbragðssljóa embættismenn. Þeim er meira að segja augljóslega hlíft, enda ekki nafngreindir. Sagan þjón- ar allt öðrum og merkilegri tilgangi: Nefnilega að fá lesandann – og von- andi verða í þeim hópi ráðamenn þjóðarinnar – til þess að hugsa: Í hvers kona þjóðfélagi lifum við eig- inlega? Meginmál sögunnar er vel skrifað og vafningalaust. Sjálfur hlífir höf- undur sér hvergi. Sjálfur missti hann föður sinn í sjóinn tveggja ára að aldri. Og mátti þola ofbeldi og bar- smíðar stjúpföður síns í bernsku. Fyrir tilstilli yfirvalda var honum komið fyrir í vist hjá ókunnugum á unglingsárunum og missti að mestu samband við móður sína. Hann var tilfinningaheftur og mótþróafullur unglingur sem rakst ekki í skóla. Svo lá leiðin á sjóinn. Þar tók við slarksamt líf, hráslagaleg sjómanns- tilvera og drykkjuslark og vímu- efnaneysla í landi. Hann lagðist m.a.s. svo lágt að smygla sjálfur eit- urlyfjum og selja og dregur ekkert undan. Það var á sjónum, um borð í Snorra Sturlusyni sumarið 1979, sem leiðir okkar Guðmundar Sesars lágu saman fyrst. Ég segi frá þeim kynn- um í „Tilhugalífi“, svo sem verð- skuldað var, því að þrátt fyrir erfiða æsku og vosbúð í lífsins ólgusjó, komst ég að því, að Guðmundur Ses- ar er í innsta kjarna manndóms- maður: Harðgreindur, ærlegur og heiðarlegur frammi fyrir sjálfum sér og öðrum. Flestir hefðu í sporum Guðmundar Sesars gefist upp átakalaust. Það er hins vegar ekki í hans eðli. Hann barðist eins og ljón fyrir lífi dóttur sinnar og fjölskyldu og hafði sigur, þótt hann stæði einn og óstuddur, og þótt það kostaði hann að lokum aleig- una, og meira til. Hann hugleiddi að flýja land með fjölskylduna en gat það ekki af fjárhagsástæðum. Eftir hrottafengna árás glæpagengis, sem hafði því sem næst gengið af honum dauðum, ákvað hann að borga það sem upp var sett: 1.200 þúsund krón- ur og þar með íbúðina og aleiguna. En hann bjargaði dóttur sinni. Sjálf- ur lýsir hann niðurstöðunni með þessum orðum: „Mér fannst ég ekkert geta leitað til þess að biðjast verndar. Fyrir utan það sem ég hafði sjálfur upplifað, hafði í fjölmiðlafárinu hringt í mig ótölulegur fjöldi fólks, sem allt sagði svipaða sögu. Ekkert þeirra hafði fengið lausn sinna mála með því að leita til lögreglunnar. Allir voru á einu máli um, að það þýddi ekkert að kæra. Í hvers konar þjóðfélagi lifum við? Slökkviliðið kemur strax, ef kviknar í; sjúkrabíllinn kemur strax, ef ein- hver slasast, og löggan kemur strax, ef einhver er drepinn. En þegar fólk lendir í þessari tegund af lífsháska, þá gerist bara ekki neitt. Stofn- anirnar sem eiga að sinna þessum málum, eru ónýtar,“ segir Guð- mundur Sesar að fenginni reynslu. Hverjir eru glæpamennirnir, sem stunda sína iðju óáreittir? Guð- mundur Sesar nefnir dæmi, sem hann getur að vísu ekki nafngreint: Þjóðþekktan athafnamann, sem fjár- festir í dauðanum (og hirðir fimm- faldan arð á skömmum tíma); heild- sala sem sér um innflutning og dreifingu, en kemur þó hvergi nærri; og handrukkarann, sem hefur stera- bólgna ofbeldisseggi í sinni þjónustu til að sjá um terrorinn, limlesting- arnar og morðin. Þetta er Ísland í dag. Hversu mörg eru fórnarlömbin? Og hvenær ætla yfirvöld að rumska? Hver trúir því, í svo örsmáu samfélagi, að það sé ógerningur að afla sannana og af- hjúpa þessa glæpamenn, þannig að draga megi þá fyrir lög og dóm og hýsa bak við lás og slá, þar sem þeir eiga heima. Stjórnmálamenn geta ekki lengur skotið sér á bak við kerf- ið. Það þarf pólitískan vilja til þess að hreinsa þessa óværu af þjóðarlík- amanum. Úrræðin eru til. Vilji er allt sem þarf. Lífið að veði BÆKUR Sönn frásögn Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Guð- mundur Sesar Magnússon. 210 bls. Al- menna bókafélagið 2004. Sigur í hörðum heimi Jón Baldvin Hannibalsson Guðmundur Sesar Magnússon HALLDÓR Laxness var viðstaddur réttarhöldin yfir sovéska stjórnmála- manninum og hugmyndafræðingnum Nikolaj Búkarín og félögum hans í Moskvu 15. mars 1938, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd sem birtist í bókinni Halldór Laxness – ævisaga eftir Halldór Guðmundsson sem kemur út hjá JPV útgáfu í dag. Halldór sat við réttarhöldin á bekk ætluðum erlendum blaðamönnum og gestum og fylgdist með í gegnum túlk. Hægra megin á myndinni má sjá Halldór. Hann snýr höfðinu til hliðar, væntanlega til að fylgjast með orðum túlksins. Búkarín var dæmdur til dauða og líflátinn. Sovésk yfirvöld viðurkenndu síðar að ákæran hefði verið tilbún- ingur. Margrét Tryggvadóttir myndrit- stjóri bókarinnar kveðst hafa leitað vítt og breitt í myndabönkum af myndum frá Moskvuréttarhöldunum og öðrum myndum frá Sovétríkj- unum á þessum tíma. „Það var ekki auðveld leit og lengi vel fannst fátt annað en uppsettar áróðursmyndir. Ég var búin að skrifa BBC og öllum helstu myndabönkunum án árangurs þegar þessi mynd kom loksins í leit- irnar hjá litlum myndabanka í Lund- únum sem heitir Popperfoto. Það er reyndar nokkuð merkilegt því hann sérhæfir sig í íþróttamyndum.“ Ekki var vitað til þess að Halldór hefði náðst á mynd við réttarhöldin og segir Margrét það hafa verið óvæntan glaðning þegar svo reyndist vera. Halldór Laxness ævisaga er 840 bls., prýdd aragrúa mynda bæði svart hvítum og litmyndum. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Laxness við réttar- höldin yfir Búkarín Ljósmynd/ Popperfoto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.