Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 16.11.2004, Síða 12
Sýning eða sýnishorn? 12 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun ÚR VERINU LOÐNA fannst djúpt út af Vest- fjörðum um helgina, í loðnurann- sóknaleiðangri Hafrannsókna- stofnunar sem nú stendur yfir. Enn liggur ekki fyrir hversu mikið af loðnu er þar á ferðinni. Leitað er að loðnu í samvinnu við útgerðir sex loðnuskipa. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnuninni og leiðangursstjóri, segir að leitað hafi verið á svæði nokkuð langt vestan við Grænlandssund, eða eins langt og hægt er vegna hafíss. Á þessu svæði hafi ekkert sést nema loðnuseiði frá í fyrra. Aftur á móti hafi orðið vart við loðnulóðn- ingar norðvestur af Ísafjarðar- djúpi, innan grænlensku lögsög- unnar, á 80 sjómílna löngum kafla. Hjálmar segir að ekki hafi enn ver- ið gerðar mælingar á þessari loðnu en margt bendi til að í að minnsta kosti hluta þessara lóðninga sé hefðbundin hrygningarloðna. Hann vill þó ekkert segja til um hversu mikið magn gæti verið það á ferð- inni. Það sé verkefni næstu daga að áætla það. „Það sem hefur fundist af loðnu núna er utan þess svæðis sem við gátum farið yfir í leiðangrinum á síðasta ári og einnig árið þar á undan. Okkur hefur gengið illa að finna loðnuna undanfarin tvö haust en hún hefur engu að síður skilað sér upp á landgrunnið. Núna virð- ist hún vera nokkuð vestar og norðar en við höfum áður talið.“ Óborganlegt samstarf Auk Bjarna Sæmundssonar taka sex loðnuskip þátt í leiðangrinum og segir Hjálmar að skipin hafi ekki fengið mikinn afla enn sem komið er, enda sé það ekki tilgang- urinn. Aðalatriðið sé að leita að og finna loðnu og auðvelda þannig mælinguna. „Samstarfið við þessi loðnuskip hefur reynst óborganlegt því með þessum hætti náum við að fara yfir mun stærra svæði en ella. Við náum að fara mjög nákvæm- lega yfir svæðið, það eru ekki nema 10 sjómílur á milli skipa þannig að það ætti ekkert að fara framhjá okkur. Reyndar hefur verið leið- inda veður hluta leiðangursins og þá leitast ekki vel, auk þess sem eitt skipanna hefur tafist vegna bil- unar,“ segir Hjálmar. Áætlað er að skipin verði við loðnuleit í viku til viðbótar að minnsta kosti en Hjálmar segir að veður og vindar ráði mestu um það hversu langur leiðangurinn verður. Loðnurannsóknaleiðangur Hafrannsóknastofnunarinnar Loðna fannst djúpt út af Vestfjörðum Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Erfiðlega hefur gengið að finna loðnu í leiðöngrum síðustu ára. Ragna Sigurðardóttir skrifar um samsýningu 20 listamanna í Listasafni Íslands + JAFNRÉTTISSTOFA hefur fengið 23 milljóna króna styrk frá Jafnrétt- isáætlun Evrópusambandsins til að vinna fjölþjóðlegt verkefni um stað- alímyndir kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Verkefnið heitir „Íþróttir, fjölmiðlar og staðal- ímyndir“. Þetta er í annað sinn sem Jafnréttisstofa stýrir stóru Evrópu- verkefni, en fyrr á þessu ári lauk verkefni sem sneri að töku karla á fæðingarorlofi. Vinna við verkefnið hófst formlega 1. nóvember, en fyrsti fundur vegna þess var í gær. Það mun taka 15 mánuði, lýkur í janúar 2006 með fjöl- þjóðlegri ráðstefnu þar sem niður- stöður verða kynntar og ræddar. Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi alls 29 milljónum króna, þannig að styrkur ESB nemur 80% af kostn- aði, en vilyrði hafa fengist um styrki frá ÍSÍ, menntamála- og félagsmála- ráðuneytum. Samstarf er við stofnanir í Noregi, Austurríki, Litháen og Ítalíu, en hér á landi verður samstarf haft við Rannsóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri, námsbraut í fjölmiðlafræði við félagsvísinda- og lagadeild Há- skólans á Akureyri, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands, Félag íþróttafrétt- manna og Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands. Ingunn Helga Bjarnadóttir hjá Jafnréttisstofu sagði að verkefnið snerist um að gera rannsókn í fimm áðurnefndum Evrópulöndum á stað- alímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafrétt- um, en fyrri rannsóknir sýna að mjög hallar á hlut kvenna í íþrótta- fréttum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða notaðar til að hanna fræðslu- efni fyrir íþróttafréttamenn, íþrótta- kennara og þjálfara og verður það gefið út á margmiðlunarformi. Markmið þess verður að hvetja til breytinga á birtingarmyndum kynjanna í íþróttum og íþróttafrétt- um. Nemendur í fjölmiðlafræði við HA munu vinna fræðsluefni. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar þeirra sem koma að verkefninu af Íslands hálfu, f.v. Kristrún Heimisdóttir, Samúel Örn Erlingsson, Ingunn Helga Bjarnadóttir, Kjartan Ólafsson, Birgir Guðmundsson og Margrét María Sigurðardóttir. Jafnréttisstofa stýrir Evrópuverkefni Fékk 23 milljónir til að rannsaka staðalímyndir VERÐLAUN Jónasar Hall- grímssonar verða veitt í dag, á degi íslenskrar tungu, í Safna- húsinu á Ísafirði. Fyrir níu ár- um ákvað ríkisstjórnin að fæð- ingardagur Jónasar Hallgríms- sonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Menntamálaráðuneytið hefur síðan árlega beitt sér fyr- ir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það, í samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, fé- lagasamtök og einstaklinga. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra mun afhenda verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Ísafirði í dag auk tveggja sérstakra viður- kenninga fyrir störf í þágu ís- lensks máls. Dagskráin verður í Safnahúsinu á Ísafirði og hefst kl. 13.30. Tónlistarflutningur verður í umsjón Tónlistarskóla Ísafjarðar. Dagskrá verður ennfremur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld þar sem fjallað verður í tali og tónum um Jónas Hall- grímsson og verk hans. Þröstur Jóhannesson mun m.a. flytja frumsamin lög við ljóð Jónasar. Ný vefsíða tekin í notkun Þá hefur Námsgagnastofnun útbúið sérstaka vefsíðu helgaða degi íslenskrar tungu. Þar er leitast við að gefa kennurum hugmyndir að skemmtilegum verkefnum sem nota má í tilefni dagsins. Sjá http://namsgagna- stofnun.is/gpw/ngs.nsf/pages/ dagur.html Þá verður málræktarþing Ís- lenskrar málnefndar og Mjólk- ursamsölunnar haldið nk. laug- ardag í hátíðarsal Háskóla Íslands, kl. 11.00–13.00. Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar afhent á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.