Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 11
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 11
FRÉTTIR
jólagjöf
Hugmynd að
fyrir hana
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
Asics hlaupaskór
Nimbus.
Verð15.990kr.
Kraftgöngustafir
Komperdell og Leki.
Verð frá 4.990 kr.
MEÐ ÞVÍ að tengja meðferðarupp-
lýsingar krabbameinssjúklings við
niðurstöður rannsókna á æxlissýnum
úr viðkomandi er mögulegt að komast
að því af hverju sumir svara lyfjameð-
ferð en aðrir ekki. Með þær upplýs-
ingar að vopni er hægt að hlífa sjúk-
lingum við lyfjameðferð sem ekki
kæmi til með að gagnast þeim og velja
önnur meðferðarúrræði. Út á þetta
gengur samstarfsverkefni íslenska
líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi
Skuldar og ACLARA BioSciences í
Bandaríkjunum. ACLARA, sem
einnig er líftæknifyrirtæki, hefur þró-
að tækni sem nefnist eTag og er not-
uð m.a. til rannsókna á virkni krabba-
meinslyfja.
Samstarf ACLARA og UVS er
hluti af langtímaverkefni sem felst í
því að spá fyrir um virkni krabba-
meinslyfja þannig að þeim sé einungis
beitt þegar ljóst er að þau muni koma
að gagni. Rannsóknin hefur hlotið
leyfi Vísindasiðanefndar og Persónu-
verndar. Að sögn Þórunnar Rafnar,
framkvæmdastjóra rekstrar UVS, er
niðurstöðu að vænta fyrir mitt næsta
ár. Hlutur UVS í rannsókninni felst
m.a. í því að tengja meðferðarupplýs-
ingar viðkomandi sjúklinga við rann-
sóknarniðurstöður ACLARA á hluta
úr æxlissýnum sem fyrirtækið mun fá
héðan til rannsókna.
Engar frekari upplýsingar um
sjúklingana munu tengjast rannsókn-
inni.
Tækni ACLARA, eTag, er meðal
annars notuð til þess að kanna hvers
vegna sum krabbameinsæxli svara
sértækum krabbameinslyfjum en
önnur ekki. Rannsóknir og saman-
burður á líffræðilegum eiginleikum
æxla sem ýmist svara sértækri lyfja-
meðferð eða ekki, geta aðstoðað við
að velja strax við upphaf meðferðar
þá sjúklinga sem munu hafa gagn af
ákveðnu lyfi. Þannig yrði unnt að hlífa
öðrum sjúklingum við gagnslausri
lyfjagjöf og leita strax annarra úr-
ræða sem væru líklegri til að hafa
áhrif á gang sjúkdómsins.
„Þeirra tækni grein-
ir ákveðna tegund pró-
teina í krabbameins-
vefjum sem geta gefið
miklar upplýsingar af
hverju fólk svarar
ákveðinni lyfjameðferð
eða ekki,“ segir Þór-
unn. „Það er vitað að
tveir krabbameins-
sjúklingar sem hafa
æxli í sama vef og er
þar af leiðandi gefið
sama lyf geta brugðist
þannig við að annar
svarar meðferðinni en
hinn ekki. Það er því
mjög mikilvægt að vita
hvað það er í æxlunum sem ræður
þessu. Þá getum við hætt að gefa
sjúklingum sem ekki munu svara
meðferðinni þetta ákveðna lyf og
reynt að veita þessum sjúklingum
önnur úrræði.“
ACLARA munu því nota þessa
tækni til að skoða æxlissýni sjúklinga
sem tekið hafa þátt í rannsóknum hjá
UVS.
„Við höfum meðferðartengdar upp-
lýsingar líka sem fólk hefur veitt okk-
ur leyfi fyrir og getum tengt niður-
stöðurnar sem þeir fá út úr sínum
rannsóknum við þær upplýsingar.“
Rannsóknin mun að stórum hluta
fara fram hér á landi
enda leggur UVS mikla
áherslu á það.
Engar upplýsingar
fara úr landi
„ACLARA er hins
vegar með tækni sem
þeir hafa þróað sérstak-
lega og er mjög flókin og
því er ekki mögulegt að
vinna sýnin hérna. Því
munum við senda þeim
brot af sýni sem þeir
greina. Einu upplýsing-
arnar sem fylgja sýnun-
um eru hvort svörun við
meðferð var jákvæð eða
neikvæð. Síðan senda þeir okkur nið-
urstöðurnar til baka og samtenging
við meðferðarupplýsingarnar fer
einnig fram hér heima,“ að sögn Þór-
unnar.
Samstarfsverkefnið er það fyrsta
sem UVS tekur þátt í sem beinist að
lyfjasvörun. Þórunn segir slíkar rann-
sóknir mjög mikilvægar
Íslensk lífsýnasöfn eru mjög mik-
ilvægur gagnagrunnur fyrir rann-
sóknir á sjúkdómum þar sem upplýs-
ingar um sjúklinga eru mjög
áreiðanlegar. Hér er það fámennið
sem skiptir sköpum, auðvelt er að
fylgja sjúklingum eftir í langan tíma.
Líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld tekur þátt í
erlendum rannsóknum á virkni krabbameinslyfja
Þórunn Rafnar
Gæti bætt einstak-
lingsbundna meðferð
VÍSINDAMENN Urðar Verðandi
Skuldar (UVS) hafa hlotið styrk frá
bandaríska hernum til rannsókna á
erfðum krabbameins í blöðruháls-
kirtli. Verkefnið er samstarfsverk-
efni UVS og Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss.
Verkefnið miðar að því að greina
erfðabreytileika í íslenskum sjúk-
lingum með blöðruhálskirt-
ilskrabbamein og bera saman við
heilbrigða einstaklinga, segir í til-
kynningu frá fyrirtækinu. Erfða-
breytileiki ákveðinna litningssvæða
verður skoðaður og borinn saman í
hópunum tveimur.
Verkefnið byggist á efnivið og
upplýsingum sem safnað hefur ver-
ið á vegum Íslenska krabbameins-
verkefnisins svonefnda.
Rannsaka erfðir
blöðruhálskrabbameins
MIKILL meirihluti sveitarstjórna
sem sent hafa athugasemdir og
umsagnir við tillögur um samein-
ingu sveitarfélaga eru jákvæð í
garð verkefnisins. 13 sveitarfélög
hafa hins vegar hafnað tillögunni
og leggja nokkur þeirra fram aðr-
ar tillögur um sameiningu.
Sveitarstjórnum og almenningi
var veittur frestur til 1. desember
sl. til að gera athugasemdir við til-
lögurnar sem kynntar voru í haust
um víðtæka sameiningu sem næði
til 80 sveitarfélaga í öllum lands-
hlutum. Í tillögunni er gert ráð
fyrir að sveitarfélögum fækki í 39
eftir sameiningu.
Vildu lengri frest
Skv. upplýsingum Róberts
Ragnarssonar, verkefnisstjóra í fé-
lagsmálaráðuneytinu, óskuðu
nokkur sveitarfélög eftir auknum
fresti. Er sameiningarnefndin að
fara yfir þessar óskir og þær um-
sagnir sem borist hafa.
„Viðbrögðin eru almennt séð já-
kvæð og jákvæðari en ég átti von
á,“ segir Róbert, en hann bendir á
að umræða að undanförnu og þær
sameiningarkosningar sem þegar
hafa farið fram, bendi til þess að
almennur stuðningur virðist vera
við þær hugmyndir sem uppi eru
um sameiningu sveitarfélaga.
Sameining forsenda flutnings
heilbrigðisþjónustu
Í áfangaskýrslu nefndar heil-
brigðisráðherra sem fjallaði um
mögulegan flutning verkefna á
sviði heilbrigðismála og þjónustu
við aldraða frá ríki til sveitarfé-
laga, er komist að þeirri niður-
stöðu að forsendur ákvarðana um
svo umfangsmikinn flutning þess-
ara verkefna séu m.a. sameining
sveitarfélaga og önnur efling sveit-
arstjórnarstigsins, skýr flutningur
tekjustofna.
„Nefndin mun væntanlega
leggja fram lokatillögur sínar í
byrjun janúar, sem verða bind-
andi, og verður kosið um þær 23.
apríl næstkomandi,“ segir Róbert
Ragnarsson.
Nefnd fer yfir athugasemdir við
tillögur um eflingu sveitarstjórna
Flest sveitarfélög
jákvæð gagnvart
sameiningu