Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 27
MINNSTAÐUR
ÞAÐ var heilmikið fjör á veitingahúsinu Bautanum í
gærmorgun, en þar voru börn úr leikskólunum Holta-
koti, Sunnubóli og Lundarseli að gæða sér á kakói og
kleinuhringjum. Bautinn býður öllum leikskólabörnum á
Akureyri upp á þessar veitingar nú á aðventunni, alls um
1000 börnum ásamt leikskólakennurum sem að líkindum
verða um 200 talsins að sögn Hallgríms Arasonar fram-
kvæmdastjóra. „Það er hefð fyrir því að leikskólabörn
fari í bæjarferð á aðventunni, þau ganga um, skoða jóla-
ljósin og fá svo hressingu,“ sagði hann. Á Bautanum eru
tvö stór fiskabúr þar sem synda gullfiskar í öllum regn-
bogans litum. Einn þeirra, Nemo litli, eftir samnefndri
teiknimyndahetju, vekur jafnan mesta athygli barnanna
og svo var einnig í kaffihúsaferð gærdagsins.
Kakó, kleinuhringur og Nemo litli
Morgunblaðið/Kristján
Leikskólabörn Sigfús á Sunnubóli bendir á Nemo í fiskabúri Bautans, en þau Arndís Eva og Guðmundur Helgi
sem eru á Lundarseli horfa líka á hann hugfangin.
AKUREYRI
STÓRTJÓN varð eftir að vatns-
lagnir sprungu og kalt vatn flæddi
um M-hótel, gamla Skjaldborg-
arhúsið við Hafnarstræti. Húsið er
þrjár hæðir og ris og hefur ekki
verið í notkun um nokkurt skeið.
Jón Knudsen, varðstjóri hjá
Slökkviliðinu á Akureyri, sagði að
brunaboð hefðu borist til Securitas
og hefði slökkvilið verið kallað út
þegar menn sáu hvers kyns var.
„Það var allt undirlagt í vatni,“
sagði hann, en risið slapp þó. Við
hreinsunarstarf voru notaðar dæl-
ur, vatnssugur og teppahreinsi-
vélar. „Það var auðsjáanlegt að
tjónið er mikið. Það lak niður í
gegnum loftaplötur á milli hæða,
þær voru alveg á floti og það flaut
vatn út um glugga hvað þá meira,“
sagði Jón. Hann sagði að lagnir
hefðu sprungið á tveimur mið-
hæðum hússins, þ.e. lagnir inn í
salernisskálar og vatnsgusan að lík-
indum staðið beint út á gólfið síð-
astliðna tvo daga í það minnsta.
Skrúfað hafði verið fyrir heita
vatnið inn í hússins, þar var ískuldi
og hefur líklega valdið því að vatn
fraus í lögnum. Vatnslagnir í risi
hússins voru sprungnar af völdum
frosts, en mikill klaki var í þeim
þannig að vatn flæddi ekki úr þeim.
Ekki var búið að meta tjónið.
Stórtjón vegna
vatnsleka
TRYGGVI Gíslason, magister í ís-
lenskri málfræði, heldur fyr-
irlestur á vegum Vísindafélags
Norðlendinga í húsi Háskólans á
Akureyri við Þingvallastræti á
mánudag 6. desember kl. 17.15 í
stofu 14.
Hann nefnist „Staða íslenskrar
tungu í heimi alþjóðasamstarfs og
markaðshyggju“. Fjallað verður
um fámenn málsamfélög og ný
viðhorf til málverndar, auknar
kröfur til hagræðingar og vanda
þann sem steðjar að alþjóða-
samskiptum vegna mismunandi
tungumálakunnáttu. Reynt verður
að svara því hvort fornlegt beyg-
ingarmál með þúsund ára bók-
menntir og sögu á bakinu geti lif-
að af í heimi alþjóðasamstarfs.
Staða íslenskrar
tungu
BORGARDÆTUR, þær Andrea
Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og
Berglind Björk Jónasdóttir halda
tónleika í Laugarborg í Eyjafjarð-
arsveit á sunnudagskvöld, 5. desem-
ber kl. 20.30. Með í för er þriggja
manna hljómsveit, Eyþór Gunn-
arsson, píanóleikari, Þórður Högna-
son, á bassa og Helgi Svavar Helga-
son á trommum.
Borgardætur byrjuðu að syngja
saman sem þríeyki á Hótel Borg árið
1993, hafa gefið út þrjá geisladiska
og að líkindum bætist sá fjórði við á
næsta ári. Á tónleikunum í Laug-
arborg munu Borgardætur aðallega
flytja jólalög, en aldrei að vita nema
nýtt efni verði einnig frumflutt á
tónleikunum. Forsala aðgöngumiða
er í Jólagarðinum.
Borgardætur
í Laugarborg
„HVAR ertu tónlist“ er yfirskrift
dags tónlistarmenningar sem hald-
inn verður í Ketilhúsinu í dag, laug-
ardag. Tónlistarfélag Akureyrar
og Gilfélagið leiða saman hesta sína
og bjóða upp á tónlistarflutning frá
kl. 13 til 18. Fram koma flestir ef
ekki allir kórar sem starfandi eru á
Akureyri, hátt í tuttugu talsins, en
einnig ýmsir hljóðfæraleikarar,
einsöngvarar og tónlistarhópar.
Tilgangurinn er að vekja athygli á
klassísku tónlistarlífi á Akureyri og
kynna það starf sem þar er unnið
en einnig að auðga líf bæjarbúa á
þessum fyrsta stóra verslunardegi
fyrir jól. Komið verður upp barna-
húsi í Deiglunni þar sem þau geta
unað sér við myndlist og tónlist og
hlustað á sögulestur. Aðgangur er
ókeypis og fólk getur komið og far-
ið að vild, fengið sér kakó og jóla-
bakkelsi.
Tónlistarveisla
..
Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Fyrir veiðimanninn
í fjölskyldunni þinni
Mesta úrval landsins af veiðivörum
Byssuskápur
Viðurkenndir, smekklegir
byssuskápar í 3 stærðum.
Aðeins frá kr. 22.980
Leirdúfukastari
Leirdúfukastari fyrir 1 eða 2
leirdúfur. Frábært verð.
Aðeins kr. 5.990
Allen byssutöskur
Frábært úrval af byssupokum frá
Allen, Norinco, Mad Dog o.fl.
Aðeins frá kr. 3.995
Tvíhendur
Frábært úrval af tvíhendum
fyrir kröfuharða veiðimenn.
Aðeins frá kr. 16.900
Scierra Aquatex jakki
Mjög góður vatnsheldur jakki
með útöndun frá Scierra.
Aðeins kr. 19.900
Belly Boat
Creek Company „belly-boat“
með loftdælu og sundfitum.
Aðeins kr. 15.900
Dakota Watch úr
Mjög gott úrval af
sérhönnuðum úrum fyrir
veiðimenn og útivistarfólk.
Aðeins frá kr. 4.995
Ron Thompson nestistaska
Nestistöskur í útileguna,
fellihýsið eða veiðitúrinn.
Aðeins kr. 4.995
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Kristín sýnir í dag fallega 2ja herb.
íbúð á 1. hæð, merkt 1b. Íbúðin er
um 60 fm. Nýlegt parket og nýmál-
uð. Frystihólf í kjallara. Laus strax.
Stutt í alla þjónustu.
Verð aðeins 9,4 millj.
Æsufell 6 - Opið hús