Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 28

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 28
28 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 80%landsmanna eru sammála því að í Morgunblaðinu megi finna mikilvægar upplýsingar um vörur og þjónustu ❉ ❉ Mjög og frekar sammála Gallup mars 2004 „Finn vel upplýsingar um vörur og þjónustu“ Morgunblaðið 80% Fréttablaðið 72% Rás 2 53% Sjónvarpið 60% Hús og híbýli 53% Rás 1 50% mbl.is 50% Stöð 2 49% Gestgjafinn 44% BÓKIN PS: Ég elska þig er sann- kölluð metsölubók. Hún hefur selst í milljónum eintaka í yfir fjörutíu löndum og verið þýdd á fjölda tungu- mála frá því að hún kom út fyrir tæpum tveimur árum. Nýlega bætt- ist íslenska í þann hóp fyrir tilstilli Sigurðar A. Magnússonar og bóka- forlagsins Ís-Land og geta Íslend- ingar því notið bókarinnar á eigin tungumáli nú fyrir jólin. Höfundurinn heitir Cecilia Ahern og er dóttir írska stjórnmálamanns- ins Bertie Ahern. Hún var einungis 21 árs þegar hún skrifaði frumraun- ina, þá nýútskrifuð úr háskóla þar sem hún lagði stund á fjölmiðla- fræði. „Það var kominn tími til að fá sér vinnu eða halda í framhaldsnám. Ég var á leiðinni í nám í kvikmynda- framleiðslu þegar ég slysaðist inn í bókaskrifin,“ segir höfundurinn þeg- ar blaðamaður fundar með henni á snjóþungum og dimmum föstudags- morgni. Hún hefur að sögn ekki séð snjó síðan hún var lítil, því þar sem hún ólst upp á Írlandi festir víst sjaldan snjó, og er himinlifandi með veðrið. Þegar við snúum okkur aftur að umræðuefni viðtalsins – PS: Ég elska þig – segist Cecilia ekki geta hent reiður á hvar hún fékk hug- myndina að skáldsögunni sem segir sögu hinnar tæplega þrítugu Hollý sem missir eiginmann sinn úr heila- æxli. „Ég var bara að láta mig dreyma eins og venjulega. Líklega var ég bara að hugsa um dauðann og hvernig væri hægt að létta slíkt áfall eins og Hollý verður fyrir í bókinni,“ segir hún. Þá þrjá mánuði sem það tók hana að skrifa bókina fór hún ekki útúr húsi, einfaldlega vegna hinnar knýjandi þarfar sem hún fann til að skrifa. „Skrifin komu í raun af sjálfu sér. Margir sem hafa glímt við að skrifa bækur í tíu ár hafa spurt mig hvernig ég hafi eig- inlega farið að þessu, en í raun var það ekkert mál. Sjálfsagt er það vegna þess að hugmyndin beið bara eftir því að vera skrifuð.“ Hreinn skáldskapur Bókin er ekki byggð á atburðum sem Cecilia þekkir til persónulega og hún segir allt sem þar gerist vera hreinan skáldskap. „Ég vildi hafa það þannig, vegna þess að ég vildi alls ekki að fólk væri að heimfæra hluti yfir á mig, fjölskyldu mína eða vini,“ segir hún, en segist þó vissu- lega vera að lýsa reynsluheimi ungra kvenna, sem fara út að skemmta sér, hitta menn, vinna og versla. Sagan gerist í Dublin, þar sem höfundurinn sjálfur býr, og æsku- heimili söguhetjunnar er skammt frá því svæði sem Cecilia ólst sjálf upp á. „Það er nálægt hafinu og Hollý elskar hafið, líkt og ég. En það er svotil það eina sem við eigum sameiginlegt,“ segir hún. Annars eru staðarlýsingar í bókinni bæði raunverulegar og skáldaðar. „Bar- inn Hogan’s, þar sem margir atburð- ir bókarinnar gerast, er til að mynda skáldaður, þó að margar aðrar lýs- ingar séu sannar. Reyndar komst ég svo að því að það er til bar sem heitir Hogan’s í Dublin, en þetta er ekki hann þó margir haldi það eflaust!“ Lesendur bókarinnar virðist greina á um hvort sagan hafi sérírsk sérkenni eða ekki, að sögn Ceciliu. Margir hafa viljað meina að hún gæti gerst hvar sem er en aðrir hafa fagnað Íranum í höfundinum. „Ég sé báðar hliðar málsins. Stundum finnst mér hún afar írsk, en um leið alþjóðleg. En ég er viss um að írskt fólk hefur á vissan hátt gaman af því að lesa bókina vegna þess að hún gerist í Dublin. Alveg eins og manni finnst gaman að sjá bíómyndir sem gerast á stöðum sem maður kannast við,“ segir hún og bætir við að sá fjöldi landa sem bókin hefur komið út í, yfir 40 talsins, segi sitt um al- þjóðleika sögunnar og hve auðvelt fólk eigi með að skilja hana. Kvikmyndaréttinn hefur Warner Brothers-kvikmyndagerðin keypt og hefur handritið verið skrifað og leikstjóri fenginn, en ekkert umfram en það. „Maður veit ekki hvort þetta verður að veruleika fyrr en þeir kveikja á myndavélunum,“ segir Ce- cila og hlær. „Ég ætla ekki að gera mér vonir fyrr. En auðvitað er ég hæstánægð með þetta, vegna þess að ég hef sjálf svo mikinn áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð. Það væri frábært að sjá á hvíta tjald- inu mynd gerða eftir bók sem ég skrifaði .“ Þriðja bókin á leiðinni Cecilia Ahern er hálfnuð með þriðju skáldsögu sína, en önnur bók hennar ber heitið Where Rainbows End. „Hún er mjög ólík fyrstu bók- inni minni, þó að hún teljist líklega til sama geira,“ segir hún. „Hún er skrifuð eingöngu á bréfa- og tölvu- póstformi og fjallar um samskipti tveggja einstaklinga frá bernsku og fram á fullorðinsár. Þó að bréf komi við sögu í báðum bókunum eru þær mjög ólíkar.“ Hún segist alltaf uppfull af hug- myndum og þörf til að skrifa, og seg- ir það litlu skipta hve löngum tíma rithöfundar eyði í skrifin, hvort þeir séu vel lesnir eða hve gamlir þeir séu – enda hefur hún sjálf skrifað met- sölubók á þremur mánuðum, ung að aldri, án sérstakrar þekkingar á bókmenntum. „Það að skrifa er ástríða sem kemur að innan og ald- urinn skiptir þar engu. Það hefur oft verið sagt um mig að ég hafi gamalt höfuð á ungum herðum og hugsi um hluti sem fólk á mínum aldri geri sjaldan,“ segir hún. „Og ég veit hve- nær ég þarf að skrifa, næstum lík- amlega, því þá get ég ekki gert neitt annað. Karakterarnir neyða mig til að setja hlutina niður á blað.“ Augljóst er í það minnsta að sú nálgun sem Cecilia hefur valið nær til þess fjölda fólks sem vill lesa bækurnar hennar, og ef til vill stafar það af því að hún skrifar í stíl sem margir eiga auðvelt með að skilja. „Einmitt – ég veit að ég er ekki James Joyce og mun ekki breyta heiminum með skrifum mínum. Ég vil bara skrifa sögu um raunverulegt fólk, sem lesendur geta samsamað sig. Og af þeim viðbrögðum sem ég hef fengið, virðist það virka.“ Bókmenntir | Írski rithöfundurinn Cecilia Ahern hér á landi Það að skrifa er ástríða sem kemur að innan Morgunblaðið/Árni Torfason „Ég veit hvenær ég þarf að skrifa, næstum líkamlega, því þá get ég ekki gert neitt annað. Karakterarnir neyða mig til að setja hlutina niður á blað,“ segir Cecilia Ahern, höfundur skáldsögunnar PS: Ég elska þig. ingamaria@mbl.is SÝNINGIN Aldrei-Nie-Never í Gall- erí + á Akureyri er sú þriðja og síð- asta í sýningarröð sem Hlynur Halls- son, myndlistarmaður, hefur skipulagt. Sú fyrsta var í Nýlistasafn- inu í ágúst síðastliðinn og önnur var í Kuckei + Kuckei í Berlín. Alls hafa 18 myndlistarmenn frá Þýskalandi og Íslandi verið með verk á sýningunum, sex í hvert skiptið. Oliver van den Berg er eini Þjóð- verjinn að þessu sinni. Hann sýnir verkið Blind Passenger (Blindur far- þegi) sem er eftirmynd af svarta kassanum, svokallaða, sem fylgir öllu áætlunarflugi. Titillinn er mótsagna- kenndur að því leyti að farþeginn blindi er oft á tíðum eina vitnið sem getur varpað ljósi á aðdraganda flug- slysa. Þá kveikir sakleysislega útlít- andi skúlptúrinn hugmyndir um 11. september og þessháttar atburði sem viðkoma flugvélum. Gunnars Kristinsson er íslenskur listamaður sem hefur til langs tíma búið í Berlín. Á sýningunni í Gallerí + tekur hann fyrir sjálfsímyndina með skoplegum hætti. Sýnir ljósmyndir af sér hlaupa maraþon, en lagar svo andlit sitt í tölvu svo hann viðhaldi rétta svipnum allt hlaupið. Missi ekki „kúlið“ þrátt fyrir svita og áreynslu. Sjálfsímyndin er einnig viðfangs- efni Magnúsar Sigurðarsonar sem hefur kosið að sameina hluta úr eldri sýningum sínum, ljósmyndir, texta og dagblöð sem hafa verið hans helsta kennimerki í listinni. Að vissu leyti skondið að búa til yfirlit eða sýn- ishorn í þetta litlu plássi og virkar að auki vel í rýminu, en ég get þó ekki neitað tilfinningu minni sem segir að Magnús sleppi svolítið ódýrt í þetta skiptið. Málverk Ragnars Kjartanssonar, Glæsileg uppgjöf, sýnir listamanninn og eiginkonu hans fara hamförum í rúminu. Ragnar er ekki síður upptek- inn af sjálfsímynd og hefur að auki verið að stíga á mörk myndlistar og leikhúss. Óhjákvæmilega leitar mað- ur að slíkum tengingum í málverkinu og þær eru, eftir allt saman, auðséð- ar. Listamaðurinn er klæddur í serk og umhverfi bendir til annars tíma en samtímans, virkar þar af leiðandi sem svið. Þóroddur Bjarnason hefur und- anfarið verið að tvinna saman mynd- list og viðskipti og sýnir nú mynd- bandsverk undir yfirskriftinni Hagkerfi fær mjúka lendingu, er sýn- ir unga stúlku í hástökki. Þóroddur hefur tileinkað sér fádæma einfalt myndmál og brúkar það til hins ýtr- asta. Myndlíkingin virkar sem kerf- islegt línurit þar sem hápunkti er náð en hrapið kemur svo síðar. Einnig tekst listamanninum að skapa fjar- stæðukennd innan sýningarrýmisins þar sem hástökkið virkar absúrt í 194 sentimetra lofthæð. Annað rýmisverk og það eina sem er staðbundið er portrettmynd Tuma Magnússonar af Joris og Pálínu, að- standendum gallerísins. Tumi leysir upp húðlit þeirra í horn eins herberg- isins sem í fyrstu virðist eðlilegt skuggspil sökum lýsingar en skýrist svo þegar nær dregur. Er sjónblekk- ingin vel heppnuð og verkið óvænt í einfaldleika sínum. Þykir mér sýningin í Gallerí + koma mun betur út en sú sem var í Nýlistasafninu (sá ekki sýninguna í Berlín). Listaverkin áhugaverðari og ekkert verk tekur frá öðrum þrátt fyrir smæð gallerísins á meðan verk- in sem voru hvað mest áberandi í Ný- listasafninu voru ekki svo ýkja spenn- andi. Það er samt varasamt að bera þessar sýningar saman, annars vegar vegna stærðarmunar á sýningarsöl- unum og hins vegar vegna þess að þetta er í raun sama sýningin. Þ.e. ein samsýning á ólíkum stöðum á ólíkum tíma. Ekki má svo gleyma fjórða sýn- ingarrýminu, sem er sýningarskráin, þar sem hver listamaður hefur sinn eigin pésa með texta og myndum. Veltir sýningin því upp spurningum um mörk listrýmisins og kemur hug- myndarsmíði Hlyns Hallssonar þar inn sem ég mundi segja 19. lista- manninn á sýningunni sem jafnframt skoðar mörk myndlistar og sýning- arstjórnar. Hin ýmsu mörk MYNDLIST Gallerí + Opið laugardaga og sunnudaga frá 14- 17. Sýningu lýkur 5. desember. Samsýning – Gunnar Kristinsson, Magnús Sigurðarson, Oliver van den Berg, Ragnar Kjartansson, Tumi Magnússon og Þór- oddur Bjarnason. Jón B.K. Ransu Blindur farþegi eftir Oliver van den Berg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.