Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
H
vers vegna í ósköp-
unum voru íslensk-
ir ráðamenn ekki
reiðubúnir til að
lýsa yfir stríði á
hendur Þýskalandi og Japan árið
1945 – einkum og sérílagi ef það
mátti verða til að tryggja þeim
stofnaðild að Sameinuðu þjóð-
unum (sem þeir höfðu mikinn hug
á)?
Ég tók að velta þessu fyrir mér
á ný þegar ég var að renna yfir
orðalag auglýsingar hinnar svo-
kölluðu Þjóðarhreyfingar í Morg-
unblaðinu á fimmtudag.
Nú kann að vera að einhverjir
telji svarið blasa við. Sjálfur á ég
erfitt með að skilja þetta. Kannski
kemur þar til
eitthvert kyn-
slóðabil.
Vissulega er
mér kunnugt
um að það
var álit
manna, þegar Ísland varð fullvalda
ríki árið 1918, að hlutleysi væri
nokkuð örugg vörn smáþjóðar. Út
frá því sjónarmiði var eðlilegt að
menn vildu ekki lýsa yfir stríði á
hendur annarri þjóð. Staðreyndin
er hins vegar sú að Íslendingum
var orðið ljóst 1945 að lítil sem
engin vörn var í hlutleysinu einu
saman. Enda höfðu þeir í reynd
kastað því með herverndarsamn-
ingnum sem gerður var við Banda-
ríkin 1941.
Eftir stendur þá hin röksemdin
sem íslenskir ráðamenn settu fram
1945 og virðist einfaldlega hafa
mótast af því praktíska mati að þar
sem Íslendingar hefðu engan her
og ættu engin vopn þá væri þeim í
reynd ómögulegt að segja annarri
þjóð stríð á hendur, að slík yfirlýs-
ing myndi í raun alltaf vera hálf-
gerð sýndarmennska. Svona má
einmitt skilja yfirlýsingu Alþingis
frá 27. febrúar 1945; þar er talað
um að Íslendingar geti ekki sagt
öðrum stríð á hendur né háð styrj-
öld „af augljósri ástæðu“.
Það segir síðan frá því í verki
Agnars Kl. Jónssonar, Stjórn-
arráði Íslands, að þegar leið að
inngöngu okkar í SÞ ári síðar
(1946) þá hafi menn óttast að með
inngöngu myndu Íslendingar
þurfa að undirgangast skuldbind-
ingar um að hér yrðu hern-
aðarbækistöðvar.
Þetta hljómar skringilega af því
að aðeins þremur árum síðar geng-
um við í hernaðarbandalagið
NATO og 1951 sneri Bandaríkja-
her síðan hingað aftur að okkar
ósk. Kalt stríð var þá að vísu hafið
og veður mjög válynd en mér
finnst samt ekki út í hött að dæma
afstöðu Íslendinga til áðurnefnds
skilyrðis fyrir stofnaðild að Sam-
einuðu þjóðunum 1945 skinhelgi af
verstu sort. Það er ekki eins og Ís-
lendingar hafi ekki fengið að kynn-
ast verstu hliðum styrjaldarinnar,
en henni báru Þjóðverjar óumdeil-
anlega höfuðábyrgð á; ég get nefnt
dæmi sem stendur mér nærri,
semsé þá staðreynd að móðurafi
minn, Davíð Gíslason, var meðal
þeirra sem fórust þegar Dettifoss
sigldi á tundurdufl undan strönd-
um Skotlands í febrúar 1945.
En aftur að orðalagi boðaðrar
auglýsingar svokallaðrar Þjóð-
arfylkingar – þar sem biðjast á af-
sökunar á því að þeir Davíð Odds-
son og Halldór Ásgrímsson hafi í
óþökk íslensku þjóðarinnar sett Ís-
land á lista hinna „viljugu þjóða“
sem studdu innrásina í Írak. Þar
kemur fram, sem fyrr segir, að Al-
þingi Íslendinga hafi „neitað að
lýsa yfir stríði á hendur Þýska-
landi og Japan árið 1945, sem var
þá skilyrði fyrir stofnaðild að Sam-
einuðu þjóðunum“.
Svo er það ekki rætt frekar.
Ég bíð spenntur eftir því að sjá
upplitið á lesendum The New York
Times er þeir heyra þau tíðindi að
Íslendingar séu svo undurfurðuleg
þjóð, að þeir hafi ekki verið reiðu-
búnir til að lýsa yfir stríði á hendur
Þýskalandi og Japan um mitt ár
1945.
Maður hlýtur nefnilega að
spyrja sig hvort hægt sé að ætlast
til að útlendingar kunni skil á sex-
tíu ára gömlum ástæðum Íslend-
inga fyrir því að vilja ekki stíga
þetta skref. Þyrfti ekki að útskýra
þær fyrir Bandaríkjamönnum (og
Írökum) til að koma í veg fyrir að
menn álykti einfaldlega sem svo að
Íslendingar hafi verið nasistavinir
á tímum síðari heimsstyrjaldar?
Og áfram um auglýsinguna.
Hvers vegna í ósköpunum kjósa
aðstandendur hinnar svokölluðu
Þjóðarhreyfingar að biðja íraska
þjóð afsökunar í bandaríska dag-
blaðinu The New York Times?
Getur verið að þeir standi í þeirri
trú að The New York Times sé
mest selda dagblaðið í Írak? Eða
hafa menn fyrir því fullvissu að
stór hluti írösku þjóðarinnar lesi
blaðið daglega á Netinu?
Maður hefði haldið að vænlegra
væri að kaupa heilsíðuauglýsingu í
einhverju þeirra fjölmörgu dag-
blaða sem gefin eru út í Írak sjálfu
(benda má áhugasömum á að
stofnunin Institute for War and
Peace Reporting birtir ágrip á
ensku af helstu fréttum íraskra
dagblaða á slóðinni http://
www.iwpr.net/in-
dex.pl?iraq_ipm_index.html).
Ekki ætla ég að gera ágreining
um það við aðstandendur svokall-
aðrar Þjóðarhreyfingar að þeir
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson hefðu átt að bera þá
ákvörðun sína, að setja nafn Ís-
lands á lista yfir hinar „viljuðu
þjóðir“, undir Alþingi Íslendinga.
Er áhugavert að rifja upp í þessu
sambandi að varnarsamningurinn
við Bandaríkin 1951 var ekki bor-
inn undir atkvæði Alþingis fyr-
irfram (enda sat það ekki þegar
hann var gerður). Hins vegar voru
þingmenn allra flokka annarra en
Sósíalistaflokksins kallaðir á fund í
Reykjavík áður en samningurinn
var undirritaður og aflað sam-
þykkis þeirra allra. Þegar Alþingi
síðan kom saman haustið 1951
lagði ríkisstjórn þess tíma fyrir
það frumvarp um að veita samn-
ingnum lagagildi.
Auðvitað hefðu þeir Davíð og
Halldór átt að gera eitthvað sam-
bærilegt. Úr því að Íslendingar
voru ekki tilbúnir til að lýsa sig í
stríði við Þýskaland 1945 máttu
þeir vita að lítill áhugi væri fyrir
því meðal Íslendinga nú að styðja
jafn vafasamar aðgerðir og inn-
rásin í Írak sannarlega var.
Ísland
og Írak
Getur verið að þeir standi í þeirri trú að
The New York Times sé mest selda dag-
blaðið í Írak? Eða hafa menn fyrir því
fullvissu að stór hluti írösku þjóðarinn-
ar lesi blaðið daglega á Netinu?
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
HVAÐ er til ráða?
Kynbundið ofbeldi er útbreitt og
er ástandið óá-
sættanlegt. Við
getum lagt okkar
af mörkum til að
koma í veg fyrir
kynbundið of-
beldi. Flestir Ís-
lendingar eru
andvígir ofbeldi
og því að sjálfsögðu andvígir kyn-
bundnu ofbeldi. Samt sem áður er
ofbeldið útbreitt og líklega gæti
hver Íslendingur fundið minnst
eina ef ekki nokkrar konur í sínu
innsta tengslaneti sem hafa orðið
fyrir kynbundnu ofbeldi. Stór hluti
ofbeldis gegn konum á Íslandi á
sér stað, þar sem við teljum flest
að öruggast sé að vera, inni á eigin
heimili. Margar konur búa við það
ástand að heimilið er þeirra hættu-
legasti staður. Þessar konur eru
dætur okkar, mæður, systur, eig-
inkonur, ömmur, frænkur og vin-
konur. En vandinn liggur einnig í
því að ofbeldismennirnir eru mögu-
lega synir okkar, feður, eiginmenn,
afar, frændar og vinir. Málið flæk-
ist þegar við þurfum að taka af-
stöðu gegn ástvinum okkar og
horfast í augu við brot þeirra, enda
er það þekkt vanda-
mál að fjölskyldan
tekur málstað ofbeld-
ismannsins og nið-
urlægingin lendir
með enn meiri þunga
á konunni sem fyrir
ofbeldinu verður.
Til þess að útrýma
kynbundnu ofbeldi
þarf aðgerðir og
þrýsting alls sam-
félagsins. Samfélagið
verður að taka þá
skýru afstöðu að of-
beldi gegn konum
verði ekki liðið. Þú getur lagt þitt
af mörkum með því að taka þátt í
vinnustofu Femínstafélagsins í dag
kl. 11 – 14 í húsnæði Listaháskól-
ans, Skipholti 1. Þar verður útbú-
inn aðgerðarlisti yfir hvað við get-
um gert til að vinna gegn
kynbundnu ofbeldi. Vinnustofan er
öllum opinn og eru karlar sér-
staklega hvattir til að mæta og láta
sig málið varða.
Kynbundið ofbeldi er
einn stærsti heilsufarsvandi
kvenna í heiminum
Katrín Anna Guðmundsdóttir
og Sóley Stefánsdóttir skrifa
um kynbundið ofbeldi
’Til þess að útrýmakynbundnu ofbeldi þarf
aðgerðir og þrýsting alls
samfélagsins.‘
Sóley
Stefánsdóttir
Katrín Anna er talskona Femínista-
félags Íslands, Sóley er ráðskona
staðalímyndahóps félagsins.
Katrín Anna
Guðmundsdóttir
Í GÆR var al-
þjóðadagur fatlaðra
og af því tilefni langar
mig til þess að fjalla
um aðgengi að mennt-
un. Forsenda þess að
við, sem erum fötluð,
komumst í vinnu sem
hentar okkur og gefur
vel af sér, forsenda
þess að við höfum val og þar af leið-
andi forsenda fyrir lýðræðisþátt-
töku okkar er menntun. Þannig að
við verðum að fá tækifæri til að
mennta okkur. Í þessu sambandi
langar mig að vekja athygli á að-
gengismálum í Háskóla Íslands. Þó
að Háskóli Íslands eigi að vera
skóli sem allir landsmenn geta
gengið í er það því miður ekki
þannig. Aðgengi fyrir fólk í hjóla-
stólum er sem stendur
mjög ábótavant. Að-
albyggingin hefur til
dæmis ekki skábraut
fyrir hjólastóla, ein-
ungis skábraut sem er
hugsuð til dæmis fyrir
póstburð en alls ekki
fyrir hjólastóla. Til
þess er hún alltof mjó
og brött og beinlínis
stórhættuleg en til
stendur að bæta úr
því. Þegar komið er
inn í aðalbygginguna,
þarf síðan að fara upp stiga til að
komast í stofur. Mín reynsla er sú
að ekki er hægt að treysta á að
stigalyftan virki.
Í Háskólanum er nýbúið að
stofna samtök um málefni fatlaðra.
Þau eru hugsuð fyrir alla nemendur
skólans sem hafa áhuga á hags-
munamálum fatlaðra. Samtökin
bera nafnið „Fortúna“. Félagið er
skírt í höfuðið á gyðjunni Fortúnu
sem útdeilir örlögum til manna,
bæði góðum og slæmum. Það er
mikið framfaraspor að búið sé að
stofna samtök fatlaðra háskólastúd-
enta. Ég fagna því að Stúdentaráð
sé farið að veita málefnum fatlaðra
áhuga. Aðrir skólar ættu að taka
sér þetta framtak til fyrirmyndar.
Það er von mín að fatlaðir nem-
endur eigi möguleika á því að geta
menntað sig í þeirri grein sem þeir
kjósa – jafnrétti til náms – og eigi
þar með möguleika á að lifa sjálf-
stæðu og góðu lífi..
Menntun og aðgengi fyrir alla
Friðrik Þór Ólason
fjallar um alþjóða-
dag fatlaðra, sem
var í gær
Friðrik Þór Ólason
’Þó að Háskóli Íslandseigi að vera skóli sem
allir landsmenn geta
gengið í, er það því mið-
ur ekki þannig.‘
Höfundur er gjaldkeri Ný-ungar,
ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar, lsf.
Á ÁRINU, sem nú er að líða, hélt
Hringurinn, kvenfélag,
upp á eitt hundrað ára
afmæli.
Hringskonur geta
með miklu stolti litið yf-
ir farinn veg. Af metn-
aði og óbilandi dugnaði
hafa Hringskonur unn-
ið að velferð barna á Ís-
landi og öðrum góð-
gerðarmálum. Í nýlegri
bók um Hringinn,
kvenfélag, má lesa um
mörg þessara verka;
Styrkir til fátækra
sængurkvenna, Bygg-
ing og rekstur Kópavogshælis,
Rekstur kúabús til fjáröflunar, ásamt
fjölmörgum styrkjum til velferð-
armála barna.
Saga Hringsins lýsir öflugu starfi
Hringskvenna að góðgerðarmálum í
heila öld.
Öllum verkefnum hafa Hrings-
konur sinnt af alúð og umhyggju.
Barnaspítali Hringsins
Fyrir 1½ ári fluttist Barnaspítali
Hringsins í nýtt húsnæði. Draumur
margra varð að veruleika. Með nýju
og góðu húsnæði hefur veikum börn-
um á Íslandi og aðstandendum þeirra
verið boðin betri aðstaða en áður.
Nýr barnaspítali gefur líka tækifæri
til bættrar þjónustu. Á
þeim stutta tíma, sem
liðinn er frá opnun
Barnaspítala Hringsins,
hefur starfsemi dag-
deilda og göngudeilda
aukist, en legutími inn-
lagðra barna styst.
Þannig hefur tekist að
stytta dvöl barna á spít-
alanum, en auka þjón-
ustu við börn, sem þó
geta dvalið heima.
Fjölmargir aðilar, fé-
lagasamtök, fyrirtæki
og einstaklingar hafa
stutt Barnaspítala Hringsins á und-
anförnum árum. Öllum þessum að-
ilum er þakkað. Ljóst er, að Hring-
urinn, kvenfélag, hefur verið í forystu
þessara aðila. Hringskonur greiddu
150 milljónir króna í byggingarsjóð
Barnaspítala Hringsins. Að auki gáfu
þær
góða styrki til tækjabúnaðar í nýj-
an spítala. Á undanförnum áratugum
hefur stuðningur Hringskvenna við
Barnaspítala Hringsins verið ómet-
anlegur. Það er líka með stolti, sem
spítalinn ber nafn Hringsins, Barna-
spítali Hringsins.
Kaffisala Hringsins
Sunnudaginn 5. desember er Jóla-
kaffi Hringsins. Hefst kaffisalan kl.
13.30 á Broadway, Hótel Íslandi. Á
Jólakaffi Hringsins er boðið upp á
frábærar veitingar, glæsilegt happ-
drætti, kaup á jólakortum Hringsins
og fleira. Landsmönnum gefst þar
tækifæri til að styðja í verki Kven-
félagið Hringinn til góðra verka.
Hringskonur geta með stolti litið
yfir farinn veg. Hringskonur líta
einnig af framsýni til komandi ára og
munu áfram vinna að bættum hag
barna á Íslandi. Þær eiga heiður skil-
inn fyrir mikið og gott starf. Það er
von mín, að sem flestir geti stutt
Hringskonur í verki og notið veiting-
anna.
Jólakaffi Hringsins
Ásgeir Haraldsson fjallar
um Jólakaffi Hringsins ’Saga Hringsins lýsiröflugu starfi Hrings-
kvenna að góðgerð-
armálum í heila öld.‘
Ásgeir Haraldsson
Höfundur er prófessor í barna-
lækningum, sviðsstjóri lækninga,
Barnaspítala Hringsins.